Morgunblaðið - 06.04.1994, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.04.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 33 Reuter Annar sigur í höfn FRÁ innrás bandamanna í Normandí 6. júní 1944, á D-deginum svo- kallaða. Fyrrverandi hermenn, sem tóku þátt í innrásinni, hafa unn- ið annan sigur, nú gegn frönskum yfirvöldum sem ætluðu að meina þeim um gistingu á hóteli í júní þegar þess verður minnst að 50 ár eru liðin frá innrásinni. Hermenn sigra í „orrustunni um hótelherbergin“ Lundúnum, París. Reuter, The Daily Telegraph. BRESK dagblöð fögnuðu í gær sigri fyrrverandi hermanna í „orr- ustunni um hótelherbergin" eftir að frönsk yfirvöld lýstu því yfir stað- ið yrði við hótelpantanir þeirra vegna hátíðahaldanna í júní í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá innrás bandamanna í Normandí í síðari heimsstyrjöldinni. 200 fyrrverandi hermenn, sem tóku þátt í innrásinni, höfðu greitt fyriifram fyrir gistingu á Hotei du Golf í franska bænum Deauville. Eigendur hótelsins skýrðu þó frá því á sunnudag að hermennirnir gætu ekki gist á hótelinu þar sem embætt- ismenn í franska utanríkisráðuneyt- inu hefðu gefið fyrirmæli um að bandarískir sjónvarpsmenn, blaða- menn og erlendir embættismenn fengju herbergi þeirra. Fjölmiðla- mennirnir höfðu átt að gista á Hotel Royal en þeir urðu að víkja fyrir 'erlendum þjóðhöfðingjum og ráð- herrum. Ákveðið var að láta fjölm- iðlamennina gista á Hotel du Golf og hermönnunum fyrrverandi var Arafat til Jeríkó eft- ir mánuð ætþað að gista á einkaheimilum. Áformin oilu miklu uppnámi í heimalöndum hermannanna, Bret- landi og Kanada, og frönsk yfirvöld tilkynntu daginn eftir að þeir fengju að gista á hótelinu. Þau sögðu ákvörðunina byggða á misskilningi. „Hetjurnár okkar frá D-deginum hafa unnið annan eftirminnilegan sigur. Reynið ekki að traðka á Bret- um,“ sagði í forystugrein breska æsifréttablaðsins Sun í gær. „Hverflyndir Frakkar. Frönsk yf- irvöld hafa komið svívirðilega fram við hermennina frá D-deginum,“ sagði í forystugrein The Times. „Það er erfitt að hugsa sér bresk hótel sniðganga skuldbindingar sínar með hrokablandinni fyrirlitningu vegna fyrirmæla frá embættismönnum. Fjarlægðin milli þessara tveggja landa er mun meiri en breidd Ermar- sundsins segir til um.“ Franska dagblaðið Le Monde sagði að deilan endurspeglaði það sjónar- mið Frakka að þeir hefðu unnið stríð- ið „af eigin rammieik og án hjálpar bandamanna". Erfið stjórnarmyndun auðjöfursins Berlusconis á ítalíu Leiðtogar hægriafla skiptast á skömmum Mílanó, ^.ondon. Reuter, The Daily Teíegraph. TVEIR íif leiðtogum Frelsisbandalagsins á Italíu, Silvio Berlusconi og Umberto Bossi, skiptust á hvössum skeytum í gær og virðast líkur á stjórnarmyndun hins fyrrnefnda fara minnkandi. Flokkarnir þrír í bandalaginu, Forza Italia undir stjórn BerlUsconis, Norðursamband Bossis og nýfasistar undir forystu Gianfrancos Finis, hlutu samanlagt meirihluta í neðri deild þingsins er nýtt þing var kjörið fyrir skömrnu. Berlusconi ákvað í gær að fresta stjórnarmyndunartilraunum til 15. apríl þegar nýtt þing kemur saman. Jeríkó, Túnis, Amnian, Jerúsalem. Reuter. The Daily Telegraph. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO) hyggst snúa til Jeríkó í maí, tak- ist að Ijúka samningum Israels- manna og PLO um sjálfstjórn Palestínumanna á hernumdu svæðunum á tilsettum tíma. Isra- elsher vann á mánudag að brott- flutningi sínum frá Jeríkó, flutti m.a. á brott búnað hers og lög- reglu. Kváðust Palestínumenn eygja von í fyrsta sinn frá fjölda- morðunum í Hebron í síðasta mán- uði, er landnemi myrti tugi Palest- ínumanna í mosku. Arafat tilkynnti um ákvörðun sína á sunnudagskvöld í hópi útlægra Palestínumanna, sem hafa fengið leyfi til að snúa til hernumdu svæð- anna. Hann hyggst halda til Jeríkó eftir fimm til sjö vikur. Rúmlega helmingur útlaganna 46 héldu í gær heim. Tóku hundruð manna á móti þeim og hrópuðu vígorð í garð Isra- els og Bandaríkjanna. ísraelsmenn og PLO funda nú í Kaíró til að leggja lokahönd á samn- ing um framkvæmd sjálfstjórnar PLO og brottför ísraelshers fyrir 13. apríl. Israelsmenn sögðu á mánudag að kraftaverk þyi-fti til að samningar tækjust á þeim tíma, töldu að þeir myndu nást um mánaðarmótin. Frelsisbandalagið skorti aðeins þijú sæti til að ná einnig meirihluta í öldungadeildinni og er talið að því myndi reynast' auðvelt að tryggja sér stuðning nokkurra óháðra þing- manna þar. Þingið kemur saman 15. apríl og reyna flokkarnir í bandalag- inu nú að koma sér saman um ríkis- stjórn fyrir þann tíma. Berlusconi minnti Bossi á að Norðursambandið, sem fékk minnst fylgi flokkanna þriggja, hefði ekki unnið kosningarnar hjálparlaust. Hinn síðarnefndi svaraði því til að sigur Forza Italia, sem Berlusconi stofnaði fyrir fáeinum mánuðum, hefði valdið því að sjálft lýðræðið í landinu væri í hættu. „Við erum í þeirri stöðu að flokkur sem ekki er til hefur unnið kosningarnar. Sigur- vegarinn var maður, ekki flokkur", sagði Bossi og taldi að einvörðungu Norðursamband hans gæti treyst lýðræðið í sessi. Fyrir helgina kom til harðra orða- skipta milli Finis og Bossis sem hundsar nýasistana og hefur gengið svo langt að neita að eiga við þá stjórnarsamstarf. Norðursamband Bossis hefur barist fyrir því að dreg- ið verði úr opinberum styrkjum við suðurhéruð Ítalíu, sem eru langtum fátækari en norðursvæðin. Bossi vill að landið verði sambandsríki og krefst þess að liðsmaður Norðursam- bandsins vei'ði forsætisráðherra nýju stjórnarinnar. Nýfasistar sækja fylgi sitt aðallega suður á bóginn. Forza Italia er nú stærsti flokkur á Ítalíu og vill hrinda í framkvæmd róttækum efnahagsaðgerðum í anda markaðshyggju og einkavæðingar. Berlusconi sakaði í gær Bossi um að haga sér eins og hann væri enn í kosningabaráttu. Major leit- ar ráða hjá Ingham London. Daily Telegraph. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands hefur falið Sir Bernard Ingham, fyrrverandi blaðafulltrúa Margaret Thatclier, að leggja á ráðin um hvernig bæta megi ímynd ráðherrans og endurheimta stuðning kjósenda við Ihaldsflokk- inn. Sir Bernard er kunnur fyrir óhefl- aða framkomu og klókindi í sam- skiptum við fjölmiðla í þau 11 ár sem hann starfaði fyrir Thatcher. Hefur hann átt nokkra fundi með Major að undanförnu. „En ég legg til að ég.segi ykkur ekki hvað ég hef að segja honurn," sagði Sir Bernard um fundi þeirra Majors. Talið er að samband sé á milli heimsókna Sir Bernards í Downing- stræti 10, embættisbústað forsætis- ráðherrans, og ráðningar vinar hans og fyrrum samstarfsmanns, Chri- stophers Meyers, í starf blaðafulltrúa Majors. Hlutverk Meyers er að matreiða stefnu stjórnar Majors fyrir fjölmiðla og þykir hafa staðið sig vel. Hann hefur og fengið Major til að hætta við óformlega fundi með fréttamönn- um en þær fréttir sem skaðað hafa ráðherrann hvað mest hafa orðið til í framhaldi af slíkum fundum. Sir Bernard átti stóran þátt í að móta ímynd Thatcher og stjórnarstíl sem aflaði henni viðurnefnisins „Járnfrúin." Heill eftir fall úr þotu Colchester. The Daily Telegraph. „ÞETTA var dálítið áfall," var það sem Des Moloney hafði að segja við blaðamenn uni þá eldraun að þeytast út úr stjórnklefa herþotu í 3.000 feta hæð, með fallhlíf sem opnaðist ekki til fullnustu. Atvikið átti sér stað að kvöldi páskadags og Moloney, sem er 28 ára gamall, lenti heilu og höldnu á aki’i. Moloney og bfóðir hans flugu 25 ára gamalli tveggja sæta þotu af Provost-gerð er skot- búnaður undir farþegasætinu brást og skaut sætinu, sem Des sat í, upp úr stjórnklefanum. Des kippti fljótlega í spott- ann á fallhlífinni en hún opnað- ist ekki að fullu. Hann lenti engu að síður heilu og höldnu á akri þrátt fyrir erfiðleika á síðustu sekúndúnum. „Ég gat ekki dregið andann síðustu 20 sekúndurnar en hélt meðvitund í lendingunni. Ég hef aldrei stokkið í fallhlíf en hef séð hvernig fólk ber sig að.“ NÝJA BÍLAHÖLLIN FUNAHÖFÐA 1 S:672277 Nissan Primera 2,0 SLX árg. '92, ek. 12 þ. km., d-grór, 5 g. Verð kr. 1.170.000 stgr., skipti - engin útborgun. Nissan Sunny SLX 4WD árg. '91, ek. 27 þ. km., l-grár, 5 g. Verð kr. 1.090.000 stgr., skipti. MMC Lancer GLXi árg. ’91, ek. 40 þ. km., d-blár, sjálfsk. Verð kr. 990.000 stgr., skipti. Toyota Touring GLi árg. '92, ek. 53 þ. km., v-rauður, 5 g., álfelgur. Verð kr. 1.390.000 stgr., skipti. Ford Econoline Club Wagon XLT 7,3 dies- el, 11 manna árg. ’91, ek. 46 þ. km., grár, sjálfsk. Verð kr. 2.080.000 stgr., engin út- borgun. BÍLATOBG FUNAHÖFÐA 1 S:6834AA VW Jetta CL árg. '91, svartur, sjálfsk., vökvastýri, ek. 37 þ. km. Verö kr. 990.000, skipti-skuldabréf. Suzuki Vitara JLXi árg. '92, hvítur, sjálf- skiptur, álfelgur, upphækkaflur, 30“ dekk, ek. 55 þ. km. Verð kr. 1.790.000. Chrysler Saratoga SE árg. '92, vínrauöur, einn m/öllu, ek. aðeins 10 þ. km. Verð kr. 1.790.000. Mercedes Benz 613D árg. '83, grár húsbíll m/öllum hugsanlegum búnaði. Verð kr. 2.450.000, skipti-skuldabréf. Toyota Corolla 1300 XL árg. '90, rauður, sjálfsk., vökvastýri, ek. 25 þ. km. Verð kr. g 750.000. Auglýsingin okjinr - er árangur ykknr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.