Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994
Hverjii’ eiga að borga
hæsta olíuverðið?
*
eftir Ofeig Gestsson
Að undanförnu hefur mátt Iesa
fréttir, viðtöl og a.m.k. eina forystu-
grein Morgunblaðsins þar sem því
er fagnað að komið er fram frum-
varp viðskiptaráðherra um að fella
úr gildi lög nr. 81/1985 um flutn-
ingsjöfnunarsjóð og innkaupajöfn-
un olíu og bensíns. Frumvarpið
hefur ekki verið birt í blöðum eða
því dreift um landið. Því er lítið
hægt um það að segja á þessari
stundu. Þó hefur eftirfarandi komið
fram m.a.:
Af viðtölum við forstjóra Skelj-
ungs hf., Kristin Björrisson, kemur
fram að hann fagnar frumvarpinu,
Vilhjálmur Egilsson, alþm., fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs ís-
lands, fagnar frumvarpinu, Jóhann-
es Gunnarsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, mælir með frum-
varpinu og telur samtök sín þeirrar
skoðunar að svona verðjöfnunar-
sjóðir skuli aflagðir. Geir H.
Haarde, alþm., formaður þingflokks
Sjálfstæðisflokksins, talar varlega,
Matthías Bjarnason, alþm., er með
fyrirvara í viðtali við Morgunblaðið,
einnig Geir Magnússon, forstjóri
Olíufélagsins hf., sem bíður með
frekari orðræðu þar til frumvarpið
er komið fram.
Ofangreindar tilvitnanir urðu til
þess að undirritaður skoðaði lítil-
lega þetta málefni og finnst margar
spurningar vakna þess eðlis að til-
efni sé til að senda vangavelturnar
inn á síður Morgunblaðsins, leitandi
eftir svörum og nánari upplýsing-
um.
Lögin frá 1985
Lögin sem leggja á niður sam-
kvæmt frétt Morgunblaðsins eru
aðeins um níu ára gömul, byggjast
væntanlega á lögum frá 1953, sett
þegar Steingrímur Hermannsson
var forsætisráðherra, Geir Hall-
grímsspn utanríkisráðherra, Matt-
hías Á. Mathiesen viðskiptaráð-
herra, Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra, Ragnhildur Helga-
dóttir menntamálaráðherra, Sverrir
Hermannsson iðnaðarráðherra,
Matthías Bjarnason heilbrigðis-,
tryggingarmála- og samgönguráð-
herra, Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra, Jón Helgason land-
búnaðar-, dóms- og kirkjumálaráð-
herra og Alexander Stefánsson fé-
lagsmálaráðherra. Tæpast var
þetta ofangreinda sómafólk að beita
sér fyrir lagasetningu árið 1985
sem nú, 1994, „eru síðustu leifar
af gömlu hafta- og skömmtunar-
kerfí“ eins og Morgunblaðið kallar
lögin í forystugrein sl. sunnudag.
Spyrja má: hversvegna var verið
að setja þessi lög 1985?
Sighvatur Björgvinsson segir í
viðtali við Morgunblaðið: „Nú hefur
komið í ljós að þetta stendur í vegi
fyrir viðskiptum okkar við skip sem
koma hingað til landsins að landa
afla og til viðgerða. Vegna hás olíu-
verðs ...“ I millifyrirsögn sömu
greinar er sagt að niðurfelling lag-
anna muni auka möguleika ís-
lenskra fyrirtækja á olíuviðskiptum
við erlend skip.
í lögunum frá 1985 segir m.a. í
6. gr.: „Undanþegið innkaupajöfn-
un er flugbensín og flugsteinolía
ásamt öðrum olíutegundum sem eru
seldar úr landi til erlendra aðila.“
Undirritaður leyfir sér því að efast
um að gildandi lög séu rétt meðfar-
in af hálfu viðskiptaráðherra ef lög-
in standa í vegi fyrir viðskiptum
við útlendinga. Líklegra er að skatt-
heimta ríkissjóðs hindri viðskipti.
Haft er í huga að í 11. gr. lag-
anna er kveðið á um að viðskipta-
ráðuneytið geti sett nánari reglur
um framkvæmd þeirra. í 1. gr. lag-
anna er ijallað um flutningsjöfnun-
argjaldið og gerð grein fyrir því að
hlutverk þess er að tryggja að full-
nægt verði eftirspurn eftir þessum
vörum hvar sem er á landinu með
því að greiða flutningskostnað
þeirra.
í greininni er gert ráð fyrir að
gjaldið skuli tekið af öllum olíum
og bensíni, þó ekki eldsneyti á flug-
vélar í utanlandsflugi. Spyija má
hvert olíuverð til erlendra skipa
væri ef flutningsjöfnunargjaldið er
tekið af í 1. gr. laganna, svipað og
gert er með jöfnunargjald í 6. gr.
Hvert væri þá olíuverð til skipa á
íslandi, í Noregi, á Bretlandseyjum
og í Þýskalandi, svo dæmi séu tekin?
I 4. gr. laganna segir: „Söluverð
á ofangreindum olíuvörum skal vera
hið sama til sömu nota hjá hveijum
innflytjanda og útsölumönnum hans
hvar sem er á landinu.“
í 8. gr. laganna segir: „Jöfnunar-
verð hverrar olíutegundar er kostn-
aðarverð olíunnar að viðbættum
jákvæðum eða neikvæðum mismun
sem jafna skal kostnaðarverð milli
einstakra farma eða hluta úr förm-
um ...“ og rakið hvernig milda
skuli verðsveiflur.
Hvað er framundan verði lögin
felld úr gildi?
Forstjóri Skeljungs segir lögin
vera forneskju og þá sammála þeim
Ófeigur Gestsson
„Hverjar eru líklegar
olíuverðslækkanir að
meðaltali? Hver myndi
þurfa að greiða hæsta
verðið? Yrði það ríkis-
sjóður fyrir vitaverði á
afskekktustu stöðum
landsins? Eða bændur
landsins?"
sem skrifar áðurnefnda forystu-
grein Morgunblaðsins, hann segir
m.a. í Dagblaðinu: „Ef lögin verða
afnumin þá gæti það gerst að mis-
munandi verð verði eftir landshlut-
um. En það er enginn kominn til
með að segja að svo verði. Það
verður eðlileg samkeppni þannig
að olíufélögin beijast um hvern ein-
asta kúnna. í dag er ekkert verið
að því.“ Fullyrt er að Neýtendasam-
tökin fagni samkeppni.
Flestir þeirra sem hafa tjáð sig,
sbr. tilvitnanir hér að ofan, segja
að breytingin feli í sér auðveldari
viðskipti við útlendinga og Morgun-
blaðið heldur því fram að olíuvörur
verði ódýrari og viðskiptaráðherra
að verðstríð hefjist milli olíufélag-
anna. Hinsvegar eru þingflokksfor-
maður Sjálfstæðisflokksins, Matthí-
as Bjarnason, og forstjóri Olíufé-
lagsins hf. orðvarari og vilja skoða
málið betur.
Hver er ávinningur neytenda? I
Reykjavík eða Þingvallasveit — á
ísafirði eða Bolungavík — á Akur-
eyri eða Mývatnssveit — á Neskaup-
stað eða Egilsstöðum — á Hvols-
velli eða Laugarvatni? Það væri
fróðlegt að vita.
Eða er e.t.v. líklegt að ódýrustu
olíuna fái ég í kaupfélaginu mínu
um leið og ég kaupi brauðið með
teinu?
Hveijar eru líklegar olíuverðs-
lækkanir að meðaltali?
Hver myndi þurfa að greiða
hæsta verðið?
Yrði það ríkissjóður fyrir vita-
verði á afskektustu stöðum lands-
ins?
Eða bændur landsins?
Undirritaður er ekki með þessum
orðum að leggja áherslu á þessi
atriði og ætlast ekki til þess að
vangaveltur þessar séu túlkaðar
sem rödd úr Draugagili fortíðarinn-
ar. Miklu frekar leggja áherslu á
að umræðan í blöðunum virðist
ekki í neinu samræmi við gildandi
lög og ekki skýrt hveijar afleiðing-
ar kynnu að verða með lagabreyt-
ingunni, heldur er slegið á prent
ómerkilegum frösum í stað hald-
góðra upplýsinga sem sýna stöðu
málsins í dag, hvort ekki megi sníða
af lögunum vankanta ef einhveijir
eru og þess sem koma skal, fái fell-
ing laganna úr gildi brautargengi
á hinu háa Alþingi.
Blönduósi, 9. marz 1994.
Höfundur er bæjarstjóri á
Blönduósi.
Fromleiðum óprentaða tau-burð-
arpoka. Lógmarkspöntun 30 stk.
Húfugerð og tauprent,
sími 91-677911.
Hönnum og smíðum eftir
þínum hugmyndum
t.d. skápa, afgreiðsluborð,
skilti, auglvsingastanda,
sýningarklefa o.mfl.
Faxafeni 12. Sími 38 000
Vterkurog
KJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
Ég á að gæta bróður míns
eftir Jóhannes
Benediktsson
Kærleikur, góðir landsmenn, það
er stórt orð, en að mínu mati eitt
það mikilvægasta sem til er í orða-
safninu.
Nú þegar atvinnuleysi er farið
að vera viðvarandi og fátt er meira
áberandi í okkar annars ágæta
landi, svo ekki sé minnst á þolend-
urna, sem eru að sjálfsögðu aðalat-
riðið, er okkur bráð nauðsyn á að
skerpa hugann og íhuga hvert við
stefnum.
í mínum huga er það alveg ljóst
að þetta er ástand sem ekki er
hægt með nokkru móti að una við,
því að hvert heilbrigt þjóðfélag á
og verður að sjá til þess að hver
einstaklingur fái hlutverk við sitt
hæfi, að öðrum kosti verður að úr-
skurða það á gjörgæslu vegna veik-
inda, því þá kemur í ljós hvort það
gengur með læknanlegan sjúkdóm
eða ekki, þeim mun fyrr sem við
viðurkennum þetta þeim mun fyrr
getum við vonast til að batinn hefj-
ist. Ég er ekki í nokkrum vafa um
að það sem okkur vantar mest núna
er sanngirni og kærleikur, í miklu
magni, mér finnst einhvern veginn
að í okkar hagfræði og peninga-
hyggju vanti þetta nær alveg, alla-
vega finnst mér að ég hafi breytt
þannig gagnvart náunga mínum,
alltof oft. „Hvað um þig, finnst þér
þetta líka með sjálfan þig?“ Ef svo
er, er það vel því að þegar við erum
•'orðin meðvituð um að við þurfum
fyrst og fremst að breyta okkur
sjálfum er von um bata í samfélag-
inu, því samfélagið er bara ég og
þú og það snýr fyrst og fremst að
mér sjálfum að lækna mig, annars
mun ég aldrei verða friskur og held-
ur ekki samfélagið. Við gætum t.d.
prófað í svo sem eina viku að gera
ekkert gagnvart sjálfum okkur og
öðrum, nema það sem við vildum
að aðrir gerðu, hvernig haldið þið
að þetta yrði ef allir gerðu þetta.
Fullkomið samfélag, það held ég.
Ég er ekki með þessum orðum að
segja að allt sem við höfum verið
að gera sé ómögulegt, síður en svo,
það hefur mjög margt gott verið
gert. Það er samt allt of algengt
að við föllum í þá gryfju að breyta
gagnvart öðrum á þann hátt sem
við viljum ekki a& aðrir geri gagn-
vart okkur.
Ekki veit ég hvort það er unnið
markvisst að því að gera þá ríku
ríkari og þá fátæku fátækari, en
mér sýnist það vera ljóst að því
miður sé það svo. Það er sorgleg
staðreynd hjá þjóð sem vill státa sig
af velmegun fyrir alla, „getur verið
að við séum ekki á réttri leið“? Því
miður sýnist mér það í mörgum
atriðum staðreynd og má benda á
nokkur atriði því til sönnunar. Nú-
verandi kvóti í sjávarútvegi og land-
búnaði leiðir til þess að þeir fáu sem
eiga peningana munu „eignast" og
ráða undirstöðum þjóðfélagsins, það
er mitt álit að það sé mannréttinda-
brot að setja veiðihömlur á smá-
báta, það hefur enginn haldið því
fram að þeir geti ofveitt sjóinn, einn-
ig stendur í lögum að fiskurinn í
sjónum sé eign allrar þjóðarinnar.
Nú er ég farinn að koma við kvik-
una á einhveijum svo það er best
að hætta þessu tali, en það er stað-
reynd að engin jurt grær án um-
hyggju, eins er það með okkar sam-
félag, ef við hlúum ekki að rótum
þess og viðhöldum hvatanum hjá
einstaklingnum úrkynjast það mjög
fljótt.
Ég vil taka það fram að ekki hef
ég þurft að kvarta, bæði verið nokk-
uð heilbrigður og haft nóg að bíta
og brenna, auk þess að eiga hraust
og heilbrigð börn. Einnig vil ég táka
Jóhannes Benediktsson
„Til hvers eru öll stóru
og ljótu orðin sögð á
Alþingi íslendinga? Það
væri til dæmis gaman
að sjá það breytast. Ég
held að það væri gott
hverjum manni að hug-
leiða, í það minnsta
einu sinni á dag.“
fram að þrátt fyrir að ég sé að setja
þessi orð á blað er ekki þar með
sagt að ég hafi hæfileika til að
breyta samkvæmt þeim, en ég vona
svo sannarlega að svo gæti orðið,
einnig vona ég að þau verði einhvetj-
um öðrum umhugsunarefni (dropinn
holar steininn, ekkí satt?).
Það er mín ósk og von til allra
þeirra sem halda á valdasprota í
þjóðfélaginu að þeir hugleiði kær-
leikann og manneskjuna í hvert
skipti sem einhver ákvörðun er tek-
in. Þannig gætum við lagt okkur
fram um að minnka og eyða því
neikvæða sem, því miður, er allt of
oft að finna í okkar samskiptum.
Til hvers eru öll stóru og ljótu orðin
sögð á Alþingi íslendinga? Það væri
til dæmis gaman að sjá það breyt-
ast. Ég held að það væri gott hveij-
um manni að hugleiða, í það minnsta
einu sinni á dag.
Aðgát skal höfð í nærveru
sálar
Við ykkur sem af einhveijum
ástæðum finnst þið hafa orðið undir
í hinni margslungnu lífsbaráttu vil
ég segja, herðið upp hugann, það
eru ljósar hliðar á öllum viðfangs-
efnum, bara að koma auga á þær.
Það er enginn vafi í huga mínum
að ég á að gæta bróður mín. Hvað
um þig? Átt þú ekki að gæta bróður
þíns?
Einn vinur minn kenndi mér fyrir
nokkrum árum eftirfarandi vísu sem
ættuð mun vera af Austfjörðum.
Þótt þig lífið leiki grátt
og veiti lítið gaman.
Skalt þú bera höfuðið hátt
og hlæja að öllu saman.
Og hvað sagði ekki Steinn Stein-
arr í kvæðinu Að sigra heiminn:
Að sigra heiminn er eins og spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
(Og allt með glöðu geði
er gjarnan sett að veði.)
Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.
Höfundur er verkUiki og
formuður Sjálfstædisfclags
Dalasýslu.