Morgunblaðið - 06.04.1994, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 06.04.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 41 Hverjir vita best? eftir Jón Gunnar Egilsson Þann 11. febrúar sl. birist í Morg- unblaðinu grein eftir undirritaðan, þar sem gerðar voru athugasemdir við grein tveggja manna um þyrlu- kaup okkar Islendinga, sem birtist í Morgunblaðinu þann 1. febrúar. Einhvetjar hugrenningar hefur þessi grein mín vakið, því þeir félag- ar svara henni í Morgunblaðinu þann 3. mars. Mismundandi skoðanir Ekki er það nú svo að ég hafi nokkurn tímann amast við því að þeir félagar hefðu skoðun á þyrlu- kaupamálinu svonefnda þó að þeir virðist hafa tekið grein mína þann- ig og er í raun ánæjulegt að vita til þess að menn séu að hugsa um það mikilvæga mál. Það er tvennt ólíkt að hafa skoðun á máli og að rita um hana grein í jafn víðlesnu blaði og Morgunblaðið er. Greinar í íj'ölmiðlum hafa áhrif á þá sem þær lesa og geta þannig haft víðtæk áhrif í öflugum fjölmiðlum. Því er það skýlaus krafa þegar menn rökstyðja skoðanir sínar frammi fyrir alþjóð með fullyrðingum og upptalningu staðreynda, að þá sé farið með rétt mál en ekki stað- lausa stafi. Því miður er þessu ekki alltaf fyrir að fara í greinum þeirra félaga um val á björgunarþyrlu fyr- ir okkur íslendinga. Af þeirri ástæðu gerði ég athuga- semdir við fyrri greinina, en ekki vegna þess að ég væri að amast við því að þeir félagar hefðu skoðun á þyrlukaupamálinu eða létu hana í ljós. í síðari grein félagana er undir- rituðum gerð upp sú skoðun að vilja fá hingað til lands þyrlu af gerðinni AS332L Super Puma. Það kom hins vegar hvergi fram í minni grein að ég teldi persónulega einhveija þyrlutegund annarri betri. Auðvitað hef ég sjálfur velt þyrlukaupamál- inu mikið fyrir mér og myndað mér skoðun á því, en sú skoðun kom hvergi fram í grein minni og skiptir í rauninni engu máli. í jafn mikil- vægu máli sem val á björgunar- þyrlu er skipta skoðanir okkar leik- mannanna einfaldlega engu. Það eina sem skiptir máli er hvað fag- mennirnir segja, atvinnumenn í björgun með þyrlum. Þeir einir hafa næga þekkingu og reynslu í þyrlu- „I jafn mikilvægu máli sem val á björgunar- þyrlu er skipta skoðan- ir okkar leikmannanna einfaldlega engu. Það eina sem skiptir máli er hvað fagmennirnir segja.“ björgunarstörfum á og við landið til að geta lagt raunhæft og faglegt mat á hlutina. Þeir hafa nú þegar bent á hvaða þyrlutegund henti okkur íslendingum best til björgun- arstarfa. Þetta var það eina sem ég lagði til í grein minni, ásamt því að leið- rétta hluta þess sem ekki var rétt í fyrri grein þeirra félaga. Þau orð mín standa enn. Gagnrýnin stendur enn Við nánari athugun kemur í ljós að allar þær athugasemdir sem ég gerði við fyrri grein þeirra félaga standa enn, þrátt fyrir ýmsar full- yrðingar í seinni grein þeirra. í dag eru ekki fjórar HH-60G (MH-60G) þyrlur á Keflavíkurflug- velli heldur þrjár og þær hafa aldrei verið fimm. Það eru ekki 1.800 H-60 björgunarþyrlur í rekstri í heiminum. Þyrlur varnarliðsins eru ekki búnar 1.940 hestafala hreyfl- um. Þyrlur varnarliðsins eru ekki búnar flotholtum og það er ekki hægt að koma fyrir 20 öryggissæt- um í þeim. Það skal hér fúslega viðurkennt að þyrlur varnarliðsins eru heldur ekki búnar 1.560 hestafla hreyflum eins og undirritaður hélt fram í grein sinni (samkvæmt upplýsing- um frá umboðsmanni Sikorsky á íslandi, sem reyndust vera orðnar gamlar) og skrifast sú missögn al- gjörlega á undirritaðan. V arðandi það hvað þyrlur varnar- liðsins eru nefndar taldi ég það nú enga stórsök hjá þeim félögum að nefna þær MH-60G, en benti ein- ungis á að réttara væri að kalla þær HH-60G, eins og þeir hafa síð- an viðurkennt að björgunarsveit varnaliðsins geri. Mun ég því halda uppteknum hætti og nefna þyrlurn- ar HH-60G. (Þeim félögum og öðr- um til fróðleiks skal bent á að MH-60K þyrlan, sem þeir nefna til leiks í síðari grein sinni, er ein- göngu „special operation“ útgáfa fyrir bandaríska landherinn (US Army), en flugherinn (USAF) nefn- ir sínar „special operation“ þyrlur MH-60G, en björgunarþyrlurnar HH-60G.) Spurning um sætafjölda í síðari grein sinni eru þeir félag- ar enn að tala um að hægt sé að búa H-60 þyrluna 20 öryggissætum og segjast hafa teikningu af þannig útfærslu vélarinnar. Tilvist slíkrar útfærslu er mér kunn, en slíkt á bara alls ekki við um björgunarútgáfu H-60 þyrlunn- ar, eins og ég benti á í fyrri grein minni. í þessum skrifum okkar hef- ur það oft komið fram að margar útfærslur eru til af H-60 þyrlunni, allt eftir til hvaða verkefna þær á að nota. í sinni einföldustu mynd (herflutningaþyrla með lítið flug- þol) má setja í hana 20 sæti, en þegar búið er að gera á henni nauð- synlegar breytingar til björgunar- starfa minnkar farþegarýmið til muna. Því er ekki til nein björgunar- útgáfa af H-60 þyrlu með pláss fyrir 20 sæti í farþegarými heldur einungis grunnútgáfa hennar og sú vél myndi ekk i nýtast okkur neitt við björgunarstörf hér á landi. Björgunarútgáfur vélarinnar hafa farþegarými sem rúma 8 til 9 sæti. Eg er alveg sammála þeim félög- um að því leyti að það skiptir ekki máli hversu mörgum sætum er Jón G. Tómasson borgarritari hefur skilað áliti til borgarráðs vegna fyrirspurnar um hvort inn- heimta megi aftur í tímann gjöld af fasteignum sem ekki hafa verið teknar fasteignamati. í áliti hans segir að í lögum um tekjustofna sveitarfélaga segi að leggja skuli skatt á allar fasteignir innan lög- sögu sveitarfélags sem Fasteigna- mat ríkisins hefur lagt mat á og Jón Gunnar Egilsson hægt að koma fyrir í björgunar- þyrlu heldur einungis hversu mörg- um mönnumm megi troða þar inn í neyð. Almenn skynsemi segir að sú tala hljóti alltaf að vera hærri en mögulegur sætafjöldi og því má ætla af skrifum þeirra að H-60 þyrla geti bjargað meira en 20 mönnum í einu. Það er bara al- rangt! Björgunarsveit varnaliðsins gefur t.d. upp að þeir geti tekið 10-12 farþega í neyð í hveija af HH-60G björgunarþyrlum sínum. Allt tal um 20 farþega eða fleiri í H-60 björgunarþyrlu er því ein- ungis til að slá ryki í augu fólks. Eins og ég sagði í fyrri grein er H-60 þyrlan bæði góð og aflmikil vél og það þarf ekki að ýkja á neinn skuli embættið skila skrá yfir álagningastofn til sveitarfélagsins fyrir 1. desember ár hvert. Einnig segir að lagður hafi verið skattur vegna gjaldárs á fasteignir sem komið hafi til mats síðar en þó innan ársins. í lögum um skrán- ingu og mat fasteigna segir að skráð matsverð fasteignar skuli vera gangverð eignar miðað við kaup og sölu í nóvembermánuði hátt þegar kostir hennar eru taldir upp. Því eru fullyrðingar á borð við sumt af því sem þeir félagar hafa látið frá sér fara í greinum sínum algjörlega óþarfar, og til þess eins að leiða fólk í villu. Hver er tilgang- urinn með slíku? Hægt væri að gera efnislegar athugasemdir við ýmislegt fleira í greinum þeirra fé- laga um björgunarþyrlur, en of langt mál að fara út í slíkt í stuttri grein sem þessari. Að lokum Það hefur verið til siðs hér á landi, og gefist okkur vel, að láta löglærða menn fjalla um lögfræði- leg efni. Það hefur einnig verið til siðs hér á landi, og gefist okkur vel, að láta verk- og tæknifræðinga Qalla um steinsteypu. Því hlýtur það líka að vera okkur til heilla að hlusta á ráð atvinnu-þyrlubjörgun- armanna þegar keypt verður hingað ný björgunarþyrla og þar eru flug- liðar Landhelgisgæslunnar efstir á blaði. Okkur leikmönnunum er að sjálf- sögðu heimilt að hafa skoðanir á málinu og birta þær, en megi þjóð- inni veitast sú gæfa að farið verði að ráðum okkar færustu fagmanna í hvetju máli, þar með talið þyrlu- kaupamálinu. Veljum þá þyrlu sem þeir telja að henti okkur best, því engir vita betur. Það er of mikið í húfi. Höfundur hefur starfað að björgunarmálum hcr á landi síðastliðin 10 ár, meðal annars í samstarfi við þyrlubjörgunar- sveitir Landhelgisgæslunnar, varnarliðsins, breska flughersins og danska sjóhersins. næst á undan matsgerð, umreikn- að til staðgreiðslu. Ekki sé vitað um dæmi þess að fasteign hafi verið metin aftur í tímann. Því segir í áliti borgarritara að hafi farist fyrir að meta fasteign verði ekki séð að Fasteignamati ríkisins sé heimilt að meta eignir eftir öðrum reglum en að framan greinir, það er áætlað gangverð eignar í nóvembermánuði á undan matsgerð. Álagningarstofn sé því ekki fyrir hendi og innheimta fast- eignagjalda þar af leiðandi ekki möguleg. Ekki unnt að innheimta fast- eignagjöld aftur í tímann EKKI er unnt að innheimta fasteignagjöld aftur í tíniann af eignum sem ekki hafa verið teknar í fasteignamat samkvæmt áliti Jóns G. Tómassonar borgarritara. RAÐ AUGL YSINGAR • - MANNÍAGNADUR Aðalfundur Aðalfundur Ráðstefnuskrifstofu íslands verð- ur haldinn föstudaginn 15. apríl 1994 kl. 15.30. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin. 492147 FJÖRÐUR FJÖRÐUR ÍÞRÓTT AFÉLAG Aðalfundur Fjarðar, íþróttafélags fatlaðra í Hafnarfirði, verður haldinn laugardaginn 16. apríl kl. 13.30 í Álfafelli, íþróttahúsinu við Strandgötu. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Sma auglýsingor Aðalfundur EDI-félagsins Aðalfundur EDI-félagsins, félags um pappírs- laus viðskipti, verður haldinn í Skála, Hótel Sögu, miðvikudaginn 20. apríl kl. 12-14. Skráning hjá Verslunarráði íslands í síma 676666 eða bréfsíma 686564. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn EDI-félagsins. mmm^^^mm^mmm KENNSLA S) Mf MATREIÐSLUSKÓUNN UKKAR Námskeið í apríl Grænmetisréttir 11. aprfl kl. 18-21. Austurlensk matargerð 18.-19. apríl kl. 19.30-22.30. Smurt brauð 20. apríl kl. 18-21. Grillréttir og meðlæti 25.-26. apríl kl. 18-21. Nánari uppl. í sfma 91-653850. □ GLITNIR 599404061911 Frl. □ HELGAFELL 5994040619 VI 3 I.O.O.F. 9 = 174468'U = I.O.O.F. 7 = 17546872 = Skyggnilýsingarfundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingarfund mið- vikudaginn 6. apríl kl. 20.30 í Tjarnarbíói, Tjarnargötu. Húsið opnað kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Fjölskyldunámskeið í kvöld kl. 20, fyrri hluti. Kennari Bill Pricefrá Suður-Afriku. Vægt námskeiðsgjald. Allir hjartanlega velkomnir. ®SAMBAND (SLENZKRA r KRISTNIBODSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Fjáröflunarsamkoma Kristni- boðsfélags kvenna i kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Efni og hugleiðing verður í höndum kristniboöanna Benedikts Jason- arsonar og Margrétar Hróbjarts- dóttur. Happdrætti verður og kaffi selt eftir samkomuna. Syst- urnar Helga Vilborg og Agla Marta Sigurjónsdætur syngja. Samkoman er öllum opin. Fjöl- mennum og styrkjum kristni- boðsstarfið. UTIVIST 'Hollveigarstig 1 • simi 614330 Myndakvöld 7. aprfl Hinn ungi og efnilegi Ijósmynd- ari, Haukur Snorrason, sýnir myndir víðsvegar að af landinu. Sýningin hefst kl. 20.30 í hús- næði Skagfirðingafélagsins ( Stakkahlíð 17. Hlaðborð kaffi- nefndar er innifalið í miðaverði. Allir velkomnir. Utivist. Breski miðillinn Glennis Carry kemur til starfa hjá félaginu 5. apríl. Auk þess að vera frábær miðill er hann meðal færustu læknamiðla Bretlands og mun verða með námskeiö í heilun, sem munu verða auglýst siöar, en bókanir í einkatíma og heilun eru hafnar í síma 92-14121.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.