Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994
Menntun afgreiðslu-
fólks í verslunum
eftir Magnús E.
Finnsson
Verslun og viðskipti hafa fylgt
mannkyni frá öndverðu. Af ein-
hveijum ástæðum hafa verslunar-
störf hér á landi ekki notið þeirrar
virðingar sem þeim ber og löngum
verið litið á þau sem biðstörf þar
til stefnan er tekin annað þar sem
krafist er ákveðinnar skólamennt-
unnar. Slík viðhorf skjóta nú
skökku við þegar á það er litið að
verslun og viðskipti er sú atvinnu-
grein sem talin er geta skapað flest
atvinnutækifæri í framtíðinni. Með
harðnandi samkeppni í verslun hafa
menn vaknað til vitundar um mikil-
vægi menntunar verslunarfólks og
í því sambandi hafa nágrannaþjóð-
imar gengið á undan með góðu
fordæmi. I Danmörku hvílir starfs-
menntun á gömlum merg og hefur
hún að verulegu leyti þróast í sam-
vinnu við aðila vinnumarkaðarins,
samtaka atvinnurekenda og laun-
þega. Ný lög um starfsmenntun
tóku gildi í Danmörku árið 1991. í
stórum dráttum taka lögin til 85
grunngreina með yfir 200 mögu-
leikum á sérhæfingu. Um er að
ræða svokallað „víxlnám“, þ.e.
námið er stundað til skiptis í skóla
og innan fyrirtækjanna. Umsögn
(einkunn) fylgir hverjum nemenda
þegar hann fer út á vinnustað og
er hann settur í stöðupróf þegar
hann kemur aftur til náms á næstu
skólaönn. í Danmörku gefst mögu-
leiki á að heija nám eftir tveimur
byijunarleiðum í starfsmenntunar-
skóla eða úti í atvinnulífinu. Með-
alnámstími er 3-4 ár alls. Þá kveða
dönsku lögin einnig á um starfs-
menntun fyrir fullorðna, þ.e. endur-
og símenntun sem ætluð er þeim
sem þegar eru komnir út á vinnu-
markaðinn og gerir þeim þannig
kleift að fylgjast með tækniþróun
og síbreytilegum kröfum markaðar-
ins.
Ljóst er að áhrif atvinnulífs á
starfsménntun í Danmörku eru
veruleg og byggjast á langri hefð
sem þegar er komin góð reynsla
af. Þess má einnig geta að aðilar
vinnumarkaðarins standa reglulega
fyrir kynningu á atvinnulífinu í
grunnskólum landsins, námsráð-
gjafar starfa í grunn- og framhalds-
skólum og gefa auk þess út að-
gengilegt upplýsingaefni fyrir nem-
endur sem eru á þeim tímamótum
að taka ákvörðun um framtíð sína.
Af framansögðu má sjá að ís-
lendingar hafa til þessa staðið Dön-
um langt að baki hvað varðar
starfsmenntun í atvinnulífinu.
Fyrsti vísir að úrbótum leit dagsins
ljós með lögum um starfsmenntun
í atvinnulífinu sem tóku gildi 15.
maí 1992. Þar er m.a. kveðið á um
bætta verkkunnáttu og aukna
hæfni starfsmanna til að mæta
nýjum kröfum og breyttum aðstæð-
um. Auk þess er það markmið lag-
anna að jafna stöðu fólks á vinnu-
markaði með öflugu framboði
grunnmenntunar til ákveðinna
starfa í tiltekinni atvinnugrein. Lög
um starfsmenntun í atvinnulífinu
taka til námskeiða sem þátttakend-
ur sækja til að auka færni sína og
þekkingu til þeirra starfa sem þeir
fást við eða stefna að. Til slíkrar
menntunar telst annars vegar
grunnstarfsmenntun til ákveðinna
starfa og hins vegar eftirmenntun
sem feiur í sér endurnýjun fagkunn-
áttu og viðbótarmenntun sem fólk
stundar á sínu sviði.
í lögunum er jafnframt kveðið á
um að ráðherra skipi sjö manna
starfsmenntunarráð þar sem til-
nefndir eru fulltrúar frá atvinnurek-
endum og samtökum launafólks.
Þá er gert ráð fyrir sérstökum
starfsmenntunarsjóði sem hefur
heimild til að veita styrki til greiðslu
kostnaðar við undirbúning nám-
skeiða, kennslugagnagerðar,
kennsluaðstöðu og fl. sem tengist
starfsmenntuninni.
Sem fyrr segir hefur lítið sem
ekkert val verið á námskeiðum eða
annarri menntun til handa starfs-
fólki í verslunum. í kjarasamning-
um árið_ 1992 gerðu Kaupmanna-
samtök íslands, Vinnuveitandasam-
band Islands, Verslunarmannafélag
Reykjavíkur, Landssamband ís-
lenskra verslunarmanna og Vinnu-
málasamband samvinnufélaga með
sér samkomulag um að beita sér
fyrir aðgerðum til að greiða fyrir
starfsmenntun verslunarmanna.
Skipuð var nefnd til að vinna tillög-
ur að skipulagi náms sem hefur það
markmið að undirbúa nemendur
undir störf í verslun. Auk þess var
nefndinni ætlað að ieita samstarfs
við yfirvöld menntamála um upp-
byggingu styttri námsbrauta í
framhaldsskólum sem gætu verið
hluti af lengra námi. Einnig var
nefndinni ætlað að undirbúa nám-
skeiðahald sem byggist á framan-
greindu námi.
Nú fyrst má sjá árangur þess
Magnús E. Finnsson
„Hugmyndir eru einnig
uppi um að gefa atvinnu-
lausu verslunarfólki
tækifæri á að sækja slík
námskeið sem ætti að
auka möguleika þess á
starfi síðar.“
samstarfs í reynd. Um miðjan mars
hófust námskeið fyrir afgreiðslufólk
í verslunum á vegum samstarfs-
nefndar Vinnuveitendasambands
íslands, Kaupmannasamtaka ís-
lands, Vinnumálasambands sam-
vinnufélaganna, Verslunarmanna-
félags íslands og Landssambands
verslunarmanna. Hér er um tvenns
konar námskeið að ræða — annars
vegar grunnnámskeið, sem ætlað
er öllu afgreiðslufólki, og hins veg-
ar námskeið fyrir starfsfólk í kjöt-
deildum verslana. Á námskeiðun-
um, sem spanna 20 klst., er m.a.
rætt um hlutverk verslunar, fram-
boð og eftirspurn, verðmyndun og
álagningu, samskipti og samstarf á
vinnustað og við viðskjptavini og
meðferð ijármuna. Þá er fjallað um
hreinlæti, vörumeðferð, vörusam-
setningu og þjónustu, svo fátt eitt
sé nefnt. Starfsfólk sækir þessi
námskeið í vinnutíma sínum og
styrkir viðkomandi verslunarfélag
það þannig að þátttaka er starfs-
fólki að kostnaðarlausu.
Hugmyndir eru einnig uppi um
að gefa atvinnulausu verslunarfólki
tækifæri á að sækja slík námskeið
sem ætti að auka möguleika þess
á starfi síðar.
Fyrirhugað er að halda námskeið
j húsakynnum Kaupmannasamtaka
íslands, í Húsi verslunarinnar, og
fer skráning á námskeiðin fram þar
og hjá Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur. Þá hefur verið ákveðið
að halda sérstakt námskeið fyrir
leiðbeinendur sem munu kenna á
námskeiðum sem haldin verða úti
á landi í samstarfi við kaupmenn
og launþegafélög á hveijum stað.
Með þessum námskeiðum hefur
verið stigið mikilvægt skref til stór-
aukinnar menntunar verslunar-
fólks. Með harðnandi samkeppni og
auknu samstarfi á alþjóðavettvangi
hafa aðrar þjóðir áttað sig á mikil-
vægi starfsmenntunar í verslun og
hefur það þegar skilað sér í hæfari
starfskröftum og aukinni hagræð-
ingu. Varla þarf að fara mörgum
orðum um þá ládeyðu sem nú ríkir
í sjávarútvegi og landbúnaði enda
ekki mikill vaxtarbroddur í þeim
atvinnugreinum nú um stundir. Með
samningum við önnur lönd í Evrópu
og annað samstarf á alþjóðavett-
vangi horfa menn björtum augum
til framtíðar. Þar mun verslun og
viðskipti leika stórt hlutverk. En til
þess að taka þátt í þeirri hörðu
samkeppni verða íslendingar að
standast samanburð hvað varðar
gæði vöru og þjónustu. Þar gegnir
vel menntað og upplýst verslunar-
fólk mikilvægu hlutverki.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtaka íslands.
14. apríl til 11. maí
Vegna gífúrlegrar eftirspurnar
eru vorferðir Úrvals»Útsýnar
í sólina meira og minna uppseldar.
Þess vegna bjóðum við 27 daga
aukaferð til Kanaríeyja þann 14. apríl.
Sérverð fyrir
Verödæmi: OKr. 63.400,-
OKr. 60.400,-
URX/SU.S-FOLK
4 4
14F ÚRVANÍISVN
Tryggmgfynr gœðum
O Verð miðað við tvær manneskjur í 2ja herb. íbúð á GREEN-OASIS. Föst aukagjöld innifalin.
. s: 699300 • Hufniiíiirói, s: '(>52A6(> • Akurevri, s: 250QQ • l níhoAsfTionn uni hnui :iUt
Reykjarvíkurvegi 72
Hafnarfiröi
/
Box dyna
með krómgrind
90x200 19.900 kr
120x200 28.900 kr
140x200 29.900 kr
Skeifunni 13 Auöbrekku3 Noröurtanga3
Reykjavík Kópavogi Akureyri