Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 43

Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 43 ÞAÐ LÆRA BORN SEM ÞAU BÚA VIÐ eftir Valborgu Sigurðardóttur Vináttan Það læra börn sem þau búa við. Það bam sem býr við hnjóð lærir að for- dæma. Það bam sem býr við hörku lærir fólsku. Það barn sem býr við aðhlátur lærir einurð- arleysi. Það bam sem býr við ásakanir lærir sektar- kennd. Það bam sem býr við mildi lærir þolgæði. Það bam sem býr við örvun lærir sjálfs- traust. Það bam sem býr við hrós lærir að viður- kenna. Það bam sem býr við réttlæti lærir sann- gimi. Það bam sem býr við öryggi lærir kjark. Það bam sem býr við skilning lærir að una sínu. Það bam sem býr við alúð og vináttu lærir að elska. Þessi orð Dorothy L. Holtes í þýðingu Helga Hálfdanarsonar láta engan ósnortinn sem ber hag og þroska bama fyrir bijósti. í tilefni af 30 ára afmæli Fósturskóla Ís- lands árið 1976 gaf skólinn út myndarlegt og fallegt veggspjald með þessum vísdómsorðum. Á ári fjölskyldunnar fer vel á að minna á þennan boðskap. Dýrmæt heilræði um samskipti manna felast í honum. Þau eiga erindi til allrar fjölskyldunnar. Boðskapurinn krist- allast í síðustu setningunni: Það barn sem býr við alúð og vináttu lærir að elska. í heimsbókmenntunum er víða fjallað um vináttuna og gildi hennar fyrir farsæld mannsins. „Að svipta líf manna vináttunni," segir Cicero, ,jafngildir því að nema sólina brott úr alheimi," og Aristoteles segir: „Án vina myndi enginn kjósa að lifa þótt hann eignaðist öll heimsins gæði." í Hávamálum er tekið í sama streng. Niðurstaða er hin sama: Án vináttu, ekkert líf. Ekki er því að undra þótt spurt sé: Hvaða áhrif skyldi það hafa á barn að eignast ekki vináttu jafn- ingja sinna og skólafélaga? Eru tengsl milli vináttu og farsældar barna á bemskuskeiði? Án leiks, engin vinátta. „Ef mað- ur getur ekki verið í fótbolta, á maður enga vini,“ sagði 8 ára gam- all drengur sem slasaðist illa á fæti með þeim afleiðingum að hann gat aldrei framar leikið fótbolta. Uti á leikvelli í frímínútum hímdi hann vansæll undir vegg. Enginn sinnti honum, hvorki kennarar né börn. Reynsla manna og rannsóknir staðfesta þessi tengsl milli vináttu og leiks bama. Delta Kappa Gamma - Fé- lag kvenna í fræðslustörfum skrifar á ári fjölskyldunnar Félagslega einangruðu börnin eru líklegri en önnur börn til að gefast upp á skólanámi, lík- legri til að lenda í hvers kyns afbrotum á ungl- ingsaldri En það em fleiri en fatlaðir sem lenda utangarðs eða eiga erfitt upp- dráttar í hópi jafningja í skóla og utan. Því miður er börnum sem em hlédræg og kyrrlát oftast gefínn minni gaumur en þeim sem era fyrirferðarmikil, hávær og árásar- gjörn. Hlédrægu bömin láta lítið að sér kveða í leikskólanum og grunnskólanum. Hin bömin hafa þau oft „útundan", m.ö.o. þau verða „félagslega einangruð Eftir því sem böm eldast og þroskast aukast félagsleg samskipti þeirra við önnur börn og vináttu- bönd styrkjast. Þó er það svo að mörg böm ganga í gegnum leik- skóla og grannskóla án þess að njóta vináttu sem heitið getur. Eru að sjálfsögðu margvíslegar ástæður til þess. Afleiðingar þess að vera ekki viðtekinn í hóp jafningja koma víða greinilega fram í nútímarann- sóknum og skýrslum. Félagslega einangraðu bömin era líklegri en önnur börn til að gefast upp á skóla- námi, líklegri til að lenda í hvers kyns afbrotum á unglingsaldri og líklegri til að eiga við sálræn vanda- mál að stríða fyrr eða síðar í lífinu. Skortur á jafningjasamskiptum og vináttu á bemskuskeiði virðast því afar skaðleg tilfinninga- og félags- þroska barna. A-listinn í Kópa- vogi ákveðinn ALÞÝÐUFLOKKURINN í Kópavogi hefur tilkynnt lista sinn til sveit- arstjórnarkosninganna 1994. Á fundi Alþýðuflokksfélags Kópavogs 21. mars sl. var listi flokksins samþykktur. Þá var einnig samþykkt að nafn listans skuli vera A-listi jafnaðarmanna í Kópavogi. 1. Guðmundur Oddsson, bæjar- fulltrúi, 2. Kristján Guðmundsson, bæjarstjóri, 3. Helga E. Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, 4. Sigríður Einars- dóttir, bæjarfulltrúi, 5. Ingibjörg Hinriksdóttir, skjalavörður, 6. Kristín Jónsdóttir, arkitekt, 7. Gunnar Magnússon, kerfisfræð- ingur, 8. Snorri Konráðsson, fram- kvæmdastjóri MFA, 9. Hreinn Hreinsson, félagsráðgjafi, 10. Esther Steinson, fulltrúi, 11. Einar Sæmundsen, landlagsarkitekt, 12. Þóra Arnórsdóttir, nemi, 13. Loftur Þ. Pétursson, húsgagnabólstrari, 14. Ágúst H. Jónsson, tómstunda- Piaget mun vera einna fyrstur vísindamanna til að benda á sál- fræðileg áhrif jafningja á félags- þroska bama. Geðlæknirinn SulH- van telur einnig að jafningjatengsl, og þá fyrst og fremst vinátta, örvi skilning barnsins á nauðsyn þess að gefa og þiggja í samskiptum manna á jafnræðisgrandvelli. Lærdómsrík vettvangsrannsókn var gerð við Cambridge háskólann árið 1988. Markmið rannsóknarinn- ar var að lýsa atferli og félagslegum samskiptum 6 og 7 ára bama sem greind höfðu verið félagslega ein- angruð samanborið við hóp félags- lyndra barna. Vora þau pöruð sam- kvæmt aldri, stétt og kynferði. Nið- urstöður þessarar rannsóknar sýna dapra mynd af félagslega einangr- uðu bömunum. Þau áttu fá sam- skipti við jafningja sína og þegar þau reyndu að hefja samskipti var þeim oftast hafnað. Samskipta- hættir þeirra báru vott um ósjálf- stæði og óeðlilega mikla tillitssemi. Þau leituðu t.d. miklu oftar leyfis en samanburðarhópurinn og vora líklegri til að sýna undirgefni. Þeim var oft stjórnað af öðrum en þá sjaldan þau reyndu að stjórna öðr- um mistókst það. Einangruðu böm- in horfðu tímunum saman úr fjar- lægð á önnur böm eða eigruðu markmiðslaust um leikvöllinn, „svipbrigðalaus og úr sambandi við veruleikann", starandi út í loftið og brostu með sjálfum sér. Sum ráfuðu í kringum barnahópana, reyndu ýmist að nálgast þá eða hörfuðu undan, tautandi oft fyrir munni sér. Þegar sjálfskynjun barnanna var prófuð kom fram mikill munur á þessum tveim hópum. Einangruðu bömin virtust hafa minna sjálfsálit en samanburðarhópurinn. Þau álitu félagshæfni sína síðri en saman- burðarhópurinn gerði, þau vora ekki jafn hamingjusöm, fannst þau síður tekin gild heima hjá sér og voru yfirleitt síður ánægð með sig. Þau álitu sig feimin og töldu sig eiga færri vini en hin börnin töldu sig eiga. Einnig héldu þau að öðram þætti þau óaðlaðandi. Rannsóknin bendir til þess að brýnt sé að styrkja sjálfsmynd þess- ara félagslegu einangraðu barna. Ótraust sjálfsmynd og öryggisleysi virðist sá þáttur sem tengir einangr- un þeirra í bernsku við viðkvæmni og varnarleysi gagnvart tilfinninga- vanda á unglings- og fullorðins- árum. Hugsanlegar aðgerðir þyrftu að fela í sér að unnið sé með allri fjölskyldunni og jafnframt að vekja athygli leikskólafóstra og kennara á þeim sérstaka vanda sem hijáir einangraðu bömin. Vandi þessara bama verður ekki leystur án sam- starfs skólans og fjölskyldunnar. Það læra börn sem þau búa við. Virðingin er „fegursti gimsteinn" vináttunnar sagði Cicero forðum. Með virðingu fyrir baminu sem manneskju og boðskap Dorothy L. Holtes að leiðarljósi getum við styrkt sjálfsmynd bama, sjálfsupp- eldi þeirra og kjark til að takast á við lífið og tilverana. Valborg Sigurðardóttir Seint gleymist mér svar litlu stúlkunnar sem spurð var hvað hún lærði eiginlega í leikskólanum. Hún svaraði glöð í bragði: „í leikskólan- um lærum við að vera vinir.“ Verð- ugra verkefni get ég vart hugsað mér í hvaða skóla sem er og í hvaða fjölskyldu sem er á ári fjölskyldunn- ar. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri Fósturskóla íslands. ðflr W í. SKEIFUNNI 11 SÍMI67 97 97 Svo létt. ...og gott! fulltrúi, 15. Þórður Guðmundsson, kennari, 16. Kristín Jónsdóttir, forstöðumaður, 17. Helgi J. Hauksson, útgefandi, 18. Kristján H. Ragnarsson, sjúkraþjálfari, 19. Hreinn Jónsson, iðnnemi, 20. Mar- grét B. Eiríksdóttir, sölufulltrúi, 21. Hulda Finnbogadóttir, fyrrver- andi bæjarfulltrúi og 22. Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður. A-listi jafnaðarmanna í Kópa- vogi var kynntur á kynningarhátíð sem haldin var í Félagsheimili Kópavogs 26. mars sl. að viðstöddu miklu fjölmenni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.