Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 44

Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 Tannfyllingar Tannaverk- ar — hvað get- ur þú gert? T GÆSLU DAGURINN a#æ& eftir Ægi Rafn Ingólfsson I grein þessari verður fjallað um fyrstu hjálp þegar slys henda tennur. Fyrst verður greint frá veíjagerð tanna og festu þeirra í kjálka. Síðan verða teknir fyrir helstu tannáverkar og hver eru bestu viðbrögð á slysstað. Gerð tannar Tönn samanstendur af tann- krónu og rót (mynd 1). Tannkrón- an er sá hluti tannarinnar sem sést og er gerð úr glerungi yst en tannbeini innar. Rótin er á kafi í kjálkabeininu. Frá rótaryfirborð- inu ganga örsmáir þræðir í kjálka- beinið og njörva þannig tönnina fasta við kjálkabeinið. Við getum kallað þessa festingu tannslíður. Inn í tönninni er það sem í dag- legu tali er kallað taugin. Hún gengur eftir tönninni endilangri og samanstendur af fíngerðum bandvef, æðavef og taugum. Tönnin nærist frá æðum sem koma inn um lítið op við rótarendann. Brotfall tanna Alvarlegustu tannáverkarnir eru þegar tennur falla brott úr munni. Algengast er að þetta ger- ist á aldrinum 7-11 ára. Þetta getur gerst við fall af hjóli, í íþrótt- um, í leikjum eða þegar „aðilar“ eru mjög ósammála. Framtennur eru þær sem oftast losna. Fyrsta hjálp hefur afgerandi áhrif á hvort viðkomandi tönn verði bjargað. Sá tími sem tönnin er utan munns sker úr um það hvort tönnin hefur það af. Hver mínúta er dýrmæt. Markmiðið með fyrstu hjálp er að halda rótarslíðrinu lifandi svo það geti endurfest tönnina. Þorni það of mikið, nærist ekki eða verði „öldugangur": Kvöldnámskeið 15. aprfl. „Einstaklingsþjálfun": Helgarnámskeið 16. og 17. aprfl. „Frá sársauka til gleði": Helgarnámskeið 22.-24. apríl. Kvöldnámskeiö á þriðjudagskvöldum verða auglýst nánar síöar. Samverustundir á fimmtudagskvöld- um út apríl, aðgangur ókeypis. Leiöbeinandi Dayashakti (Sandra Scherer), einn virtasti kennari Kripalumiðstöðvarinnar í 20 ár. Joeastoóin Heimsljós; SKEIFUNN: 11 • Sl'MI 67 97 97 fyrir miklu hnjaski deyr það og tönninni verður tæplega bjargað. Viðbrögð Þetta ber að gera á slysstað: 1. Reynið að finna tönnina ef hún er týnd. 2. Haldið um tannkrónuna og skoðið rótaryfírborðið. Ef mikil óhreinindi eru á yfirborði rótarinn- ar reynið þá að skola þau af með vatni eða mjólk. Reynið að ná stór- um óhreinindum varlega af með hvössu áhaldi eða flísatöng. Aldrei má nudda yfirborð rótarinnar og halda allri snertingu á því í lág- marki. 3. Næst skal halda um tann- krónuna og reyna að koma henni fyrir í holunni í munni barnsins (mynd 2). Fara verður varlega og ýta jafnt og þétt á eftir þar til tönnin situr á réttum stað. Munið að vera viss um að rétt hlið tann- krónu snúi fram. Þótt tönnin falli ekki nákvæmlega rétt í holuna skulið þið ekki hafa áhyggjur af því. Reynið ekki að þjösna henni með afli á réttan stað. 4. Ef tönnin vill alls ekki sitja rétt í tannholunni eða annað veld- ur því að ekki er hægt að koma henni í ber að geyma tönnina þannig að rótarslíðrið þorni ekki og nærist helst líka. Best er að geyma hana í mjólk. Líka má vefja hana varlega inn í þunnan selló- fónpappír. Ef ekkert af þessu er við hendi má geyma hana í eigin munni undir vörinni. Alls ekki má setja hana í plastpoka með klaka eða vatni. 5. Síðan ber að hraða sér til tannlæknis. Ef farið er á slysa- varðstofu ber að segja móttöku- fólki þar 'að tönn hafi fallið úr munni og að það þurfi að sinna ykkur strax. Þetta er mikilvægt. Oft þurfa þessar tennur síðan eftir Hólmfríði Sigurðardóttur og Guðrúnu Magnúsdóttur Enn einu sinni hangir líf Fæðing- arheimilis Reykjavíkur á bláþræði. Það varð mönnum Ijóst einungis tveimur sólarhringum eftir að Reykjavíkurborg og Ríkisspítalarn- ir undirrituðu leigusamning um Fæðingarheimili Reykjavíkur og greint var frá að þar yrði opnað fyrir fæðandi konur nú í byrjun apríl. Þetta er gífurlegt áfall, eink- um og sér i lagi þar sem búið var að lofa því síðastliðið sumar að Fæðingarheimilið yrði opnað aftur strax eftir síðustu áramót. Enn og aftur eru rökin fjárskortur. Ætla mætti að Ríkisspítalar hefðu haft nægan tíma til að afla fjárins. Er ekki líklegra að ástæðan sé vilja- skortur? Ríkisspítalar ætla nú að nýta hluta húsnæðisins fyrir glasa- fijóvgunardeild, sem er svo sem gott og blessað, en á sú starfsemi að eiga sér stað á kostnað fæðandi kvenna? Varla þarf að benda á að í fyllingu tímans þurfa konur sem „Sá tími sem tönnin er utan munns sker úr um það hvort tönnin hefur það af. Hver mínúta er dýrmæt.“ langan meðhöndlunartíma seinna meir. Aðrir tannáverkar Tennur geta líka losnað og færst úr stað við högg. Þær geta einnig fleygst inn í kjálkann. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að fara til tannlæknis strax. Brotni partur af tannkrónu er ágætt ráð að varðveita brotið í plastpoka með blautum klút til að það þorni ekki. Taka það síðan með þegar farið er til tannlæknis eins fljótt og auðið er. Hér ber að athuga að geymsluvökvi er sitt hvor þegar brotnar af krónu eða þegar tönn fellur úr í heilu lagi. Barnatennur Hér hefur fyrst og fremst verið rætt um áverka á fullorðinstönn- um en barnatennur eru líka mikil- vægar. Það fer f.o.f. eftir aldri barnsins hvað best er að gera og hvað hægt er að gera. Hafíð því samband við tannlækni strax ef barnaframtönn verður fyrir áfalli. Tannlæknirinn metur síðan frekari meðhöndlun sem meðal annars stjórnast af því hversu langt er í að viðkomandi barnatönn falli. Höfundur er tannlæknir. fara í glasafijóvgun einnig að fæða börn sín! Þess skal um leið getið að í annarri grein leigusamningsins stendur skýrum stöfum, að húsnæði Fæðingarheimilisins sé leigt fyrst og fremst til reksturs fæðingar- heimilis. Árið 1991 var fjöldi fæðinga á fæðingardeild Landspítala 2.564 og ijölgaði í 3.129 árið 1993, en það eru rúmlega 800 fleiri fæðingar en deildin er hönnuð fyrir. Eftir lokun Fæðingarheimilisins hafa 500 áhættulitlar fæðingar á ári flust yfir á Landspítala. Þessi flutningur hefur ekki dregið úr tíðni inngripa, til dæmis gangsetninga, notkunar sogklukku/tanga og keisaraskurða, eins og búast hefði mátt við. Greini- legt er að álag á starfsfólk og fæð- andi konur á fæðingardeild Land- spítala er allt of mikið. Ætla verð- andi foreldrar virkilega að sætta sig við núverandi ástand og kyngja því að fjárskortur komi í veg fyrir að mannsæmandi aðstæður séu skapaðar við upphaf lífsgöngu hvers íslendings? Ríkisspítalar bjóða nú upp á þann valmöguleika að fari kona heim innan sólarhrings eftir að hún hefur alið barn sitt, á hún kost á heima- þjónustu Ijósmóður. Einungis 53 eftir Höllu Sigurjóns Forvarnastarf er vaxandi þáttur tannlækninga okkar tíma og er ört lækkandi tíðni tannskemmda á Vesturlöndum ljós vottur þess árangurs er náðst hefur með for- varnaaðgerðum. Bregðist for- varnastarf er þó margra kosta völ með fyllingarefnum en árangur er háður því hve snemma er grip- ið inn í gang mála. Sé tann- skemmdin lítil þegar viðgerð fer fram tapast minna af tannvef, tönnin er sterkari, fyllingin minni og viðgerðin er líklegri til að end- ast betur. Silfuramalgam er það efni sem lengst hefur þjónað hinum vest- ræna heimi. Með tvö hundruð ára reynslu hefur það því algjöra sér- stöðu í samanburði við önnur efni hvað varðar þekkingu og reynslu á eðli þess, notkun, endingu og áhættuþáttum sem eru þeim sam- fara. Þegar á heildina er litið hef- ur ekkert efni jafnast á við það að gæðum hvað varðar endingu og tilkostnað en vel gerð amalg- amfylling stendur oft óhögguð í 30 ár. Líffræðileg svörun líkamans við þessu efni er ekki teljandi. Ofnæmi fyrir silfuramalgami er afar sjald- gæf eða sem nemur einum á hverja milljón manna. Kviksögur um eituráhrif frá amalgamfyllingum hafa verið gróflega ýktar. Því er ástæðulaus ótti almennings við amalgam, sem oftlega hefur verið kynt undir með óvandaðri umfjöll- un fjölmiðla og ólærðra um kvika- silfur, en það er hluti í efnablöndu þess, en er þó svo fast bundið að þess gætir ekki í vessum líkam- ans. Af umfangsmiklum vísinda- legum rannsóknum, sem ekki eiga sér hliðstæðu hvað önnur fylling- arefni snertir, hafa ekki fundist merki eiturverkana þess. Það má telja til einstæðra kosta að amalg- am lokar með tímanum glufu þeirri sem óhjákvæmilega myndast milli fyllingar og tannar með efnabreyt- ingum og útilokar þannig hættu sem gæti hugsanlega stafað af örverum sem borist geta með munnvatni inn undir fyllinguna og valda þar skaða. Tannbein hefur Hólmfríður Sigurðardóttir konur nýttu sér þennan möguleika á síðasta ári og er öruggt að þessi valmöguleiki leysir ekki húsnæðis- vanda fæðingardeildar Landspítala. Eftir sem áður veldur lokun Fæð- ingarheimilisins því, að nær enginn valmöguleiki er á fæðingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Við erum ekfyi fyrs(,a kynslóð „Stöðugt eftirlit hjá tannlækni, einu sinni til tvisvar á ári er boðorð er gildir fyrir unga sem aldna.“ ekki sjálfstæða blóðrás og hefur amalgam því enga beina snertingu við blóðrásarkerfi líkamans. Gullfyllingar: Það er sammerkt með gulli og amalgami að þau eiga að baki langan og farsælan reynslutíma. Steyptar gullfylling- ar eru mjög góðar og endast vel. Þar er tekið mát af tannskurðinum og fyllingin mótuð og steypt utan munns og hún síðan límd í tönn- ina. í sumum tilfellum er þessi aðferð mjög heppileg en hún hefur annars þann ókost að miðað við amalgam er hún talsvert dýrari. Plastfyllingar: Miklar framfarir hafa orðið í gerð tannlitaðra fyll- ingarefna á síðustu tveimur ára- tugum. Með þeim er unnt að ná talsverðum árangri hvað útlit snertir, en því fer fjarri að þau séu fullkomin. Plastfyllingarefni styrkt með ólífrænum styrkiefn- um, svo sem gler og keramiks- kögnum, hafa reynst vel í framt- annafyllingar eða þar sem tygg- ingarálags gætir ekki svo neinu nemur. Notkun þeirra við fyllingar í foijaxla og jaxla eru þó fremur gerðar að óskum sjúklinga en á faglegum rökum þar sem ending þeirra stendur langt að baki ann- arra efna, einkum amalgams og gullfyllingarefna. Þó ber að fara varlega í notkun þessara efna ef skemmdin er stór og útbreidd. Lokaorð: Stöðugt eftirlit hjá tannlækni, einu sinni til tvisvar á ári er boðorð er gildir fyrir unga sem aldna og fer það eftir áhættu- þáttum. Því fyrr sem tannskemmd er stöðvuð með hreinsun og fyll- ingu, því minni og fallegri og ódýr- ari er viðgerðin. Það er besta ráð- ið, ásamt góðri tannhirðu, að hamla gegn skemmdum og varan- legum tannmissi. Betri er heil tönn en vel fyllt. Höfundur er tannlæknir. Guðrún Magnúsdóttir kvenna sem berst fyrir rétti Fæð- ingarheimilisins. Iðulega hafa stjórnmálamenn gefíð fögur loforð sem hafa verið svikin og er skemmst að minnast kosningalof- orðs Sjálfstæðisflokksins vorið 1990, sem rann svo eftirminnilega út í sandinn. Borgarstjórn og stjórn- arnefnd Ríkisspítaja æt,tu pú að sjá Fæðingarheimilið — þrætu- epli stj ómmálamanna?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.