Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 47

Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 47 Þröstur náði öðrum stórmeistaraáfanga Skák Margeir Pétursson ÞRÖSTUR Þórhallsson, al- þjóðlegur meistari, varð í efsta sæti á alþjóðlegu móti í Oakham í Englandi sem lauk fyrir páska. Þröstur hlaut sjö vinninga af níu mögulegum og tryggði sér þar með annan áfanga sinn að stórmeistarat- itli. Til að hreppa titilinn þarf hann að vinna sér inn einn áfanga til viðbótar og ná 2.500 stigum á alþjóðlega listanum. Hann er nú skráður með 2.470 stig. Fyrsta áfanga sínum náði Þröstur á opnu móti í Gausdal í Noregi sumarið 1991. Hann hefur lagt mikla rækt við skáklistina í vetur og teflt á hverju mótinu á fætur öðru. Mótið í Oakham var sett á laggirnar sérstaklega með það fyrir augum að gefa upprenn- andi skákmönnum kost á að ná áföngum að titlum. Keppendun- um átján var skipt upp í tvo hópa, A og B. í A-hópnum voru þrír stórmeistarar og sex titil- lausir skákmenn en í B níu al- þjóðlegir meistarar, þar á meðal Þröstur. Hver keppandi í A tefldi síðan við alla í B og öfugt. B-hópurinn reyndist afar sig- ursæll. Auk Þrastar náðu Eng- lendingarnir James Howell og Peter Wells sjö vinningum og stórmeistaraáfanga. Daninn Sune Berg Hansen og Hollend- ingurinn Johan Van Mil fengu sex og hálfan vinning. Hinum hópnum gekk mun verr. Þrátt fyrir að enski stór- meistarinn Stuart Conquest hlyti aðeins fjóra og hálfan vinning var hann hæstur A-keppend- anna. Kollegar hans, Skotinn Colin McNab og Englendingur- inn Glenn Flear, hlutu fjóra vinn- inga og enginn titillausu skák- mannanna náði áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. Þröstur þurfti nauðsynlega að vinna með svörtu í síðustu um- ferð gegn fyrstaborðsmanni Ný- Sjálendinga. Sú viðureign var ákaflega lífleg og æsispennandi: Hvítt: B. Martin, Nýja-Sjálandi Svart: Þröstur Þórhallsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - Rc6, 6. Bg5 - e6, 7. Dd2 - Be7, 8. 0-0-0 - 0-0, 9. Rb3 - Db6, 10. f3 - Hd8, 11. Kbl - Dc7, 12. Bf4?! Þetta er of hægfara. í æsi- spennandi skák Benjamin- Anand, PCA-mótinu í Groningen í desember, lék hvítur 12. Bxf6! - Bxf6, 13. g4 og fékk fljótlega hættuleg sóknarfæri. Nú verður svartur fyrri til. 12. - a6, 13. g4 - Re5, 14. Df2 - b5, 15. g5 - Rfd7, 16. h4 - b4, 17. Re2 - Rc4, 18. Bcl - a5, 19. f4 - a4, 20. Rbd4 - Hb8, 21. Rg3! fellur ekki í gildruna 21. f5 - e5, 22. f6 - Bf8, 23. fxg7 - Bxg7, 24. Rf5 - Ra3+! 25. bxa3 - bxa3+, 26. Kal - Dxc2 og svartur vinnur. 21. - Rdb6, 22. f5 - e5, 23. f6 - Bf8, 24. fxg7 - Bxg7, 25. Rb5 Hvítur sneiðir hjá 25. Rdf5? - Ra3+!, en nú átti svartur að leika 25. - Dd7! og stendur betur. 25. - Dc6, 26. Ra7 - Dc7, 27. Rf5? Gefur svarti ekki kost á að leiðrétta ónákvæmnina í 25. leik eftir 27. Rb5 - Dd7!, en betra var 27. Rxc8 27. - Bxf5 28. exf5 28. - Ra3+! 29. bxa3 - Dxa7?? Rétt var 29. - bxa3! og svart- ur vinnur manninn til baka með sterkri stöðu eftir 30. Rb5 - Rc4 31. Hd5 - Dc6. Eftir þessi mis- tök verður hvítur peði yfir og stendur vel en keppendur voru komnir í mikið tímahrak og Þresti tekst að notfæra sér það. 30. axb4 - Db7, 31. Hh3 - Rd5, 32. b5 - Hdc8, 33. c4? 33. Bb2 virðist mun öruggara, auk þess hefði hvítur átt að skjóta inn f5-f6 33. - Rb6, 34. Dc2 - d5, 35. c5 - Rc4!, 36. Bxc4 - Hxc5, 37. Hc3?! - dxc4, 38. Kal - Hxb5, 39. Ba3 - f6!? 40. Hxc4 - e4! 41. g6 - hxg6, 42. Hc7 Ný-Sjálendingurinn notaði 40 mínútur á þennan leik án þess að finna viðunandi framhald. 42. - Db6, 43. h5 - gxf5, 44. Hhl? Afleikur í erfiðri stöðu. Síð- asti möguleikinn var 44. Bd6! og hvítur ætti að hanga á jafn- tefli. Svartur lýkur nú skákinni með drottningarfórn: 44. - Dd4+, 45. Hc3 - e3, 46. Hdl - Dxdl+! 47. Dxdl - e2, 48. Hc8+ - Kh7 og hvítur gafst upp. Aukakeppni um Iandsliðssæti Þrír ungir skákmenn urðu jafnir og efstir í áskorendaflokki á Skákþingi íslands um páskana. Þeir Magnús Örn Úlfarsson, Páll Agnar Þórarinsson og Sigur- björn Björnsson verða að heyja aukakeppni um tvö sæti í lands- liðsflokki. Enginn þeirra hefur áður teflt á þeim vettvangi. James Burden, varnarliðsmað- ur á Keflavíkurflugvelli, tók snemma forystuna og hafði hlot- ið sex og hálfan vinning úr sjö skákum. En í síðustu umferðun- um tapaði hann fyrir Sigurbirni og Magnúsi Erni í æsispennandi skákum. Austfirðingurinn Guðmundur Ingvi Jóhannsson sigraði nokkuð óvænt í opna flokknum og á frá- tekið sæti í áskorendaflokki að ári. Askorendaflokkur, úrslit: 1.-3. Páll Agnar Þórarinsson, Magnús Örn Ulfarsson og Sigur- björn Björnsson 7 v. af 9 mögu- legum 4. James Burden 6 '/2 v. 5. -7. Bergsteinn Einarsson, Ein- ar K. Einarsson og Heimir Ás- geirsson 5‘/2 v. 8.-9. Torfi Leósson og Guð- mundur Daðason 5 v. 10.-15. Arnar E. Gunnarsson, Ólafur B. Þórsson, Stefán Andr- ésson, Jón Árni Jónsson, Bragi Þorfinnsson og Björn Þorfinns- son 4‘/2 v. o.s.frv. Opinn flokkur, úrslit: 1. Guðmundur Yngvi Jóhannsson 6V2 v. 2. -7. Kjartan Guðmundsson, Patrick Svansson, Bjarni Sæ- mundsson, Sverrir Sigurðsson, Davíð Kjartansson og Óskar Maggason 6 v. o.s.frv. svolitla my k t í matargerðina p lotgnnMafrfö Metsölublað á hverjum degi! AKRA FLJÓTANDI Hmnml Nýr og spennandi möguíeiki í alla matargerð • Inniheldur hollustuolíuna, rabsolíu Þœvilert beint úr œgilegt l kteliskáp num BBB SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRI F y r i r l i s t i n a a ð m a t b ú a 210 mimonir CN"NA í greidda vinninga hjá okkur! Luugnvegi 118 Hafnaratrœii 8 Vtf/VJ0ISV9NK*r)<JVCINlIJH

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.