Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 47 Þröstur náði öðrum stórmeistaraáfanga Skák Margeir Pétursson ÞRÖSTUR Þórhallsson, al- þjóðlegur meistari, varð í efsta sæti á alþjóðlegu móti í Oakham í Englandi sem lauk fyrir páska. Þröstur hlaut sjö vinninga af níu mögulegum og tryggði sér þar með annan áfanga sinn að stórmeistarat- itli. Til að hreppa titilinn þarf hann að vinna sér inn einn áfanga til viðbótar og ná 2.500 stigum á alþjóðlega listanum. Hann er nú skráður með 2.470 stig. Fyrsta áfanga sínum náði Þröstur á opnu móti í Gausdal í Noregi sumarið 1991. Hann hefur lagt mikla rækt við skáklistina í vetur og teflt á hverju mótinu á fætur öðru. Mótið í Oakham var sett á laggirnar sérstaklega með það fyrir augum að gefa upprenn- andi skákmönnum kost á að ná áföngum að titlum. Keppendun- um átján var skipt upp í tvo hópa, A og B. í A-hópnum voru þrír stórmeistarar og sex titil- lausir skákmenn en í B níu al- þjóðlegir meistarar, þar á meðal Þröstur. Hver keppandi í A tefldi síðan við alla í B og öfugt. B-hópurinn reyndist afar sig- ursæll. Auk Þrastar náðu Eng- lendingarnir James Howell og Peter Wells sjö vinningum og stórmeistaraáfanga. Daninn Sune Berg Hansen og Hollend- ingurinn Johan Van Mil fengu sex og hálfan vinning. Hinum hópnum gekk mun verr. Þrátt fyrir að enski stór- meistarinn Stuart Conquest hlyti aðeins fjóra og hálfan vinning var hann hæstur A-keppend- anna. Kollegar hans, Skotinn Colin McNab og Englendingur- inn Glenn Flear, hlutu fjóra vinn- inga og enginn titillausu skák- mannanna náði áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. Þröstur þurfti nauðsynlega að vinna með svörtu í síðustu um- ferð gegn fyrstaborðsmanni Ný- Sjálendinga. Sú viðureign var ákaflega lífleg og æsispennandi: Hvítt: B. Martin, Nýja-Sjálandi Svart: Þröstur Þórhallsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - Rc6, 6. Bg5 - e6, 7. Dd2 - Be7, 8. 0-0-0 - 0-0, 9. Rb3 - Db6, 10. f3 - Hd8, 11. Kbl - Dc7, 12. Bf4?! Þetta er of hægfara. í æsi- spennandi skák Benjamin- Anand, PCA-mótinu í Groningen í desember, lék hvítur 12. Bxf6! - Bxf6, 13. g4 og fékk fljótlega hættuleg sóknarfæri. Nú verður svartur fyrri til. 12. - a6, 13. g4 - Re5, 14. Df2 - b5, 15. g5 - Rfd7, 16. h4 - b4, 17. Re2 - Rc4, 18. Bcl - a5, 19. f4 - a4, 20. Rbd4 - Hb8, 21. Rg3! fellur ekki í gildruna 21. f5 - e5, 22. f6 - Bf8, 23. fxg7 - Bxg7, 24. Rf5 - Ra3+! 25. bxa3 - bxa3+, 26. Kal - Dxc2 og svartur vinnur. 21. - Rdb6, 22. f5 - e5, 23. f6 - Bf8, 24. fxg7 - Bxg7, 25. Rb5 Hvítur sneiðir hjá 25. Rdf5? - Ra3+!, en nú átti svartur að leika 25. - Dd7! og stendur betur. 25. - Dc6, 26. Ra7 - Dc7, 27. Rf5? Gefur svarti ekki kost á að leiðrétta ónákvæmnina í 25. leik eftir 27. Rb5 - Dd7!, en betra var 27. Rxc8 27. - Bxf5 28. exf5 28. - Ra3+! 29. bxa3 - Dxa7?? Rétt var 29. - bxa3! og svart- ur vinnur manninn til baka með sterkri stöðu eftir 30. Rb5 - Rc4 31. Hd5 - Dc6. Eftir þessi mis- tök verður hvítur peði yfir og stendur vel en keppendur voru komnir í mikið tímahrak og Þresti tekst að notfæra sér það. 30. axb4 - Db7, 31. Hh3 - Rd5, 32. b5 - Hdc8, 33. c4? 33. Bb2 virðist mun öruggara, auk þess hefði hvítur átt að skjóta inn f5-f6 33. - Rb6, 34. Dc2 - d5, 35. c5 - Rc4!, 36. Bxc4 - Hxc5, 37. Hc3?! - dxc4, 38. Kal - Hxb5, 39. Ba3 - f6!? 40. Hxc4 - e4! 41. g6 - hxg6, 42. Hc7 Ný-Sjálendingurinn notaði 40 mínútur á þennan leik án þess að finna viðunandi framhald. 42. - Db6, 43. h5 - gxf5, 44. Hhl? Afleikur í erfiðri stöðu. Síð- asti möguleikinn var 44. Bd6! og hvítur ætti að hanga á jafn- tefli. Svartur lýkur nú skákinni með drottningarfórn: 44. - Dd4+, 45. Hc3 - e3, 46. Hdl - Dxdl+! 47. Dxdl - e2, 48. Hc8+ - Kh7 og hvítur gafst upp. Aukakeppni um Iandsliðssæti Þrír ungir skákmenn urðu jafnir og efstir í áskorendaflokki á Skákþingi íslands um páskana. Þeir Magnús Örn Úlfarsson, Páll Agnar Þórarinsson og Sigur- björn Björnsson verða að heyja aukakeppni um tvö sæti í lands- liðsflokki. Enginn þeirra hefur áður teflt á þeim vettvangi. James Burden, varnarliðsmað- ur á Keflavíkurflugvelli, tók snemma forystuna og hafði hlot- ið sex og hálfan vinning úr sjö skákum. En í síðustu umferðun- um tapaði hann fyrir Sigurbirni og Magnúsi Erni í æsispennandi skákum. Austfirðingurinn Guðmundur Ingvi Jóhannsson sigraði nokkuð óvænt í opna flokknum og á frá- tekið sæti í áskorendaflokki að ári. Askorendaflokkur, úrslit: 1.-3. Páll Agnar Þórarinsson, Magnús Örn Ulfarsson og Sigur- björn Björnsson 7 v. af 9 mögu- legum 4. James Burden 6 '/2 v. 5. -7. Bergsteinn Einarsson, Ein- ar K. Einarsson og Heimir Ás- geirsson 5‘/2 v. 8.-9. Torfi Leósson og Guð- mundur Daðason 5 v. 10.-15. Arnar E. Gunnarsson, Ólafur B. Þórsson, Stefán Andr- ésson, Jón Árni Jónsson, Bragi Þorfinnsson og Björn Þorfinns- son 4‘/2 v. o.s.frv. Opinn flokkur, úrslit: 1. Guðmundur Yngvi Jóhannsson 6V2 v. 2. -7. Kjartan Guðmundsson, Patrick Svansson, Bjarni Sæ- mundsson, Sverrir Sigurðsson, Davíð Kjartansson og Óskar Maggason 6 v. o.s.frv. svolitla my k t í matargerðina p lotgnnMafrfö Metsölublað á hverjum degi! AKRA FLJÓTANDI Hmnml Nýr og spennandi möguíeiki í alla matargerð • Inniheldur hollustuolíuna, rabsolíu Þœvilert beint úr œgilegt l kteliskáp num BBB SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRI F y r i r l i s t i n a a ð m a t b ú a 210 mimonir CN"NA í greidda vinninga hjá okkur! Luugnvegi 118 Hafnaratrœii 8 Vtf/VJ0ISV9NK*r)<JVCINlIJH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.