Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994
49
skrifstofumar erlendis og lestunar-
mennina í fisktökuskipunum.
Vinnuálagið var mikið, en þannig
vildi hann hafa það.
Halli hafði ákaflega fallega rit-
hönd og lestunarlistar hans voru
handskrifaðir af stakri nákvæmni.
Hann tileinkaði sér aldrei notkun
tölvu og treysti betur sínu eigin
minni, handskrifuðum listum og
minnisblöðum.
Með skipulagsbreytingu sem
gerð var fyrir nokkrum árum var
starfsvið Haraldar þrengt. Hlutvrk
hans var að sjá um Bandaríkja-
markað eingöngu, taka við pöntun-
um og fýlgja þeim eftir sem lestun-
armaður, en flutningarnir eru að
mestu með Hofsjökli. Eins og áður
sinnti hann starfinu einstaklega
vel. Hann leit á Bandaríkjmarkað
sem sinn og Hofsjökul sem sitt skip
og frystihúsin voru að vinna fyrir
Halla þegar framleitt var fyrir
Bandaríkin. Menn höfðu hann líka
grunaðan um að hafa stundum
„rænt“ fiski sem búið var að eyrnar-
merkja á aðra markaði. Starfsmenn
Coldwater Seafood Corporation
hafa sérstaklega beðið þess að hon-
um sé þakkað fyrir dyggilega þjón-
ustu.
Árið 1992 var sú breyting gerð
að Haraldur hætti formlega hjá SH
og færðist til Jökla. Reyndar sinnti
hann nánast sömu störfum þar og
hann hafði gert hjá SH í lok starfs-
tímans og þeim skyldustörfum var
hann að sinna þegar hann féll
skyndilega frá.
Eftirlifandi kona Haraldar er
Ingibjörg Kristjándóttir. Henni og
aðstandendum eru sendar hugheilar
samúðarkveðjur frá undirrituðum
og öðrum starfsmönnum Sölumið-
stöðvarinnar. Haraldur átti vini í
frystihúsum um land allt og fullvíst
er að allur sá stóri hópur mun sakna
góðs drengs.
Hjalti Einarsson.
í dag verður til moldar borinn
móðurbróðir okkar, Haraldur P.
Þórðarson, en hann varð bráð-
kvaddur 28. mars sl.
Þegar náinn ástvinur er kvaddur
burt svo skyndilega setur mann
hljóðan og verður orðfár, en okkur
langar til að minnast þessa góða
drengs með örfáum orðum.
Halli, eins og hann var kallaður,
fæddist í Reykjavík 16. september
1923. Foreldrar hans voru Þórður
Þórðarson bóndi á Króktúni á Landi
en rak síðar greiðasölu í Tryggva-
skála við Ölfusá, fæddur 12. apríl
1882 í Fellsmúla, dáinn 20. júní
1925, og Katrín Pálsdóttir bæjar-
fulltrúi Sosíalistaflokksins 1942-
1949, fædd 9. júní 1889 í Fróðholts-
hól í Oddsókn, dáin 26. desember
1952. Katrín barðist ötullega fyrir
réttindamálum kvenna og var ein
af stofnendum Mæðrastyrksnefnd-
ar og þeim félagsskap helgaði hún
krafta sína á meðan hún lifði.
Katrín og Þórður voru afkomend-
ur Sæmundar Guðbrandssonar
hreppstjóra á Lækjarbotnum og
konu hans Katrínar Brynjólfsdóttur
ljósmóður. Frá þeim er komin hin
þekkta „Lækjarbotnaætt".
Systkini Halla er upp komust eru:
Sæmundur múrarameistari, dáinn
1980, Kári rafvirkjameistari, búsett-
ur í Keflavík, Margrét húsmóðir og
saumakona, dáin 1992, Þóra f.v.
forstöðumaður Grýtu, búsett í
Reykjavík, Guðrún Sigríður húsmóð-
ir, kaupmaður og síðar matráðs-
kona, dáin 1990, Hlíf hjúkrunar-
fræðinemi, dáin 1943, Elín húsmóð-
ir, dáin 1988, og Þórunn náttúru-
fræðingur, búsett í Reykjavík.
Á sautján ára brúðkaupsdegi
Þórðar og Katrínar, 20. júní 1925,
lést Þórður skyndilega úr blóðeitr-
un. Á þessum sautján árum höfðu
þau eignast tólf börn en þijú dóu
í æsku. Þegar Þórður andaðist var
elsta barnið, Sæmundur, 16 ára en
það yngsta, Þórunn, aðeins þriggja
vikna. Halli var ekki orðinn tveggja
ára, þegar hann missti föður sinn
og kynntist því lítið föðurlegri um-
hyggju.
Á þessum árum voru engir styrk-
ir til einstæðra mæðra og höfðu þær
engan rétt til neinna bóta. Sveita-
styrkir voru athvarf þeirra sem af
eigin rammleik gátu ekki séð sér
farborða en að segja sig á sveitina
var eitthvað það erfiðasta sem fólk
þurfti að gera á þessum tíma. Fáir
trúðu því að einstæð móðir gæti séð
sér og níu börnum farborða og því
var Katrínu boðið að senda börn
sín austur í Landsveit, þar sem þau
áttu lögheimili, í fóstur. Katrín vildi
ekki, að óreyndu, tvístra börnum
sínum og fela þau umsjá vanda-
lausra. Með óbilandi kjarki og
þrautseigju tókst henni að ala önn
fyrir fjölskyldu sinni og halda henni
saman.
Halli fór snemma að vinna fyrir
sér og styðja þannig fjárhagslega
við bak móður sinnar. Allt frá unga
aldri hafði hafið og sjómennskan
heillað hann og fljótlega eftir ferm-
ingu fór hann að vinna sem háseti
á Kötlu. Halli vissi þá að þetta var
það starf sem hann vildi gera að
ævistarfi sínu og fór því í Stýri-
mannaskólann og útskrifaðist það-
an árið 1949.
Árið 1947 fór hann að vinna hjá
Jöklum hf., fyrst til sjós sem stýri-
maður og síðar sem skipstjóri. Árið
1960 fór hann í land og vann sem
verkstjóri hjá Jöklum og síðar hjá
Sölumiðstöðinni. í fjörutíu og sjö
ár, allt til dauðadags, helgaði Halli
þessum tveimur fyrirtækum alla
sína atorku og starfskrafta. Öll
störf sín vann hann af alúð og dugn-
aði. Hollustu hans við þessi tvö fyr-
irtæki, sem hann starfaði hjá, voru
lítil takmörk sett. Hann leit á vel-
megun þeirra sem sína eigin vel-
megun. Halli var vinsæll maður
meðal samstarfsmanna sinna, enda
lagði hann sig fram um að leysa
hvers manns vanda.
Halli átti því láni að fagna að
kynnast mikilli sómakonu, Ingi-
björgu Kristjánsdóttur, og hefur
það án efa verið eitt af hans gæfu-
sporum þegar þau gengu í hjóna-
band 9. júlí 1949. Inga, eins og hún
er að jafnaði kölluð, sér nú ekki
aðeins á bak ástkærum eiginmanni
heldur kveður hún einnig tryggan
vin. Ingibjörg er dóttir Kristjáns
Magnússonar frá Snæfellsnesi og
konu hans, Sigurþórunnar Jósefs-
dóttur. Halli og Inga bjuggu fyrstu
hjúskaparár sín í Silfurtúninu í
Garðabæ en fluttu síðar að Staðar-
bakka 34 í Reykjavík. Kristján, fað-
ir Ingu, bjó hjá þeim frá því þau
gengu í hjónaband þar til hann lést
árið 1977. Samband Halla og Krist-
jáns varð mjög náið og fann Halli
hjá honum þá föðurást og hlýju sem
hann hafði farið á mis við.
Halli og Inga voru mjög samhent
og gestrisin. Heimili þeirra hefur
alla tíð verið opið gestum og gang-
andi og þangað er gott að koma.
Þeim varð ekki barna auðið en þau
hafa ætíð sýnt systkinabörnum sín-
um mikinn hlýhug. Inga átti einn
bróður, Jóhannes, en hann lést árið
1975. Náin tengsl voru milli barna
hans, Kristrúnar og Sigurþórs, og
Halla og Ingu. Að föður þeirra látn-
um urðu þessi tengsl enn sterkari.
Halli var mjög barngóður og hafði
yndi af börnum. Honum þótti sér-
lega vænt um Kristrúnu og Sigur-
þór og nutu þau alla tíð ástar hans
og hlýju. Eftir að þau eignuðust
maka og börn hefur Halli reynst
börnum þeirra sem besti afí.
Halli var einstaklega vel gerður.
Glettnin og hið létta skap voru hon-
um í blóð borin. Hlýjan og vinarþel-
ið streymdi frá honum er maður
hitti hann og ætíð var hann tilbúinn
að setjast niður og ræða málin.
Hann var óvenju greiðvikinn maður
og alltaf tilbúinn að rétta hveijum,
sem á þurfti að halda, hjálparhönd.
Móðir okkar, Guðrún, naut þessarar
greiðvikni og hjálpsemi þeirra hjóna
í ríkum mæli eftir að hún missti
mann sinn og síðar son. Ef hún
þurfti á einhveijum stuðningi eða
hjálp að halda var Halli búinn að
. gera það án þess að við systurnar
vissum af því. Hún hafði oft á orði
að hún gæti aldrei fullþakkað þeim
hjónum fyrir allt sem þau hefðu
gert fyrir sig, en Halli svaraði þá
ætíð: „Þetta var nú ekkert, hafðu
bara ekki hátt um það.“ Nei, hann
vildi ekki láta hafa hátt um hjálp-
semi sína við náungann, hvort sem
það var nákominn ættingi eða vin-
ur, honum fannst það svo sjálfsagt,
að rétta fólki hjálparhönd.
Við systurnar fáum heldur aldrei
þakkað allan þann stuðning og
styrk, sem þau mætu hjón, Halli
Dagur Sigurðar
son — Minning
og Inga, veittu móður okkar, en við
vitum að hann fær greitt fýrir greið-
vikni sína og hjálpsemi hjá æðri
máttarvöldum.
Góður drengur hefur kvatt, en
minningin um þennan mæta mann
lifir áfram.
Elsku Inga, við vottum þér og
öllum ástvinum okkar dýpstu samúð.
Sigurrós Þorgrímsdóttir,
Katrín Þorgrímsdóttir.
Öll vitum við að eitt sinn skal
hver deyja, en fregnin sem barst
mér að morgni 29. mars sl. um að
góður vinur um áratugaskeið, Halli
Þórðar, væri látinn, kom mér mjög
á óvart, þar sem ég hafði hitt hann
mjög hressann nokkrum dögum
áður.
Haraldur Þórðarson, eða Halli
Þórðar, eisn og hann var ávllt kall-
aður, hóf störf hjá skipafélaginu
Jöklum hf. við stofnun þess og þar
starfaði hann og hjá Sölumiðstöð
hraðfyrstihúsanna allan sinn starfs-
aldur eða í nær hálfa öld og segir
það allt um tryggð hans til hús-
bænda sinna og gagnkvæmt traust
þeirra til hans.
Fyrst kynntist ég Halla sem ung-
ur drengur er ég vann ásamt öðrum
janföldrum mínum við lestun á fyst-
um fiski um borð i ms. Vatnajökul
í Vestmannaeyjum. Við strákarnir
höfðum fengið frí í skólanum til
þessara starfa. Vinnutíminn var
langur og vinnan erfið, en Halli,
sem stjómaði lestuninni, hreif okk-
ur strákana með sér með dugnaði
sínum og stjórnunarhæfileikum og
vinnan varð ekki erfið, heldur
skemmtileg undir hans stjórn.
Leiðir okkar Halla hafa frá því
nánast legið saman allan þennan
tíma, hann við siglingar og afskip-
unarstörfín, en ég við framleiðslu-
störfín, og ekki óraði mig fyrir því
að samstarf okkar Halla ætti eftir
að verða jafn langt og farsælt og
raun bar vitni, en traust hans og
vinátta við samstarfsmenn og hús-
bændur ber best vitni um hvernig
Halli var og ég veit að ég mæli
fyrir munn vina og samferðamanna
hans er ég þakka honum fýrir traust
og trúnað í störfum sínum.
En hvernig sem dauðann ber að
er maður honum aldrei viðbúinn og
hann er alltaf jafn sár fyrir ætt-
ingja og vini. Ég er þó nokkuð viss
um að Halli hefur fengið ósk sína
uppfyllta að fá að deyja í starfi um
borð í skipinu sínu ms. Hofsjökli,
þó að ég sé um leið nokkuð viss
um að kallið kom fyrr en hann
ætlaði, því hann átti svo stórar og
miklar áætlanir um að fá að njóta
lífsins og ferðast um landið sitt og
heimsækja vini og kunningja.
Ég vil að lokum senda eiginkonu
hans, Ingibjörgu Kristjánsdóttur,
systkinum og öðrum ættingjum og
vinum innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð veri minning Haraldar
Páls Þórðarsonar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Stefán Runólfsson.
Það er erfitt að gera sér fylliiega
grein fyrir því að Dagur sé dáinn
og að hann eigi ekki eftir að koma
oftar í heimsókn. í mitt heimilislíf
er höggvið stórt skarð með dauða
Dags því hann var mjög kær heimili-
svinur.
Degi kynntist ég árið 1980 en þá
bytjuðum við að vera saman en slit-
um því sambandi 1984. Þau slit
bundu þó síður en svo enda á kynni
okkar því þau kynni báru tvo ríku-
lega ávexti: Dóttur okkar Ósk og
djúpa og nána vináttu sem aldrei
féll skuggi á.
Dagur var einstaklega margbrot-
inn maður og fyrir mér var hann allt
í senn: Barn, unglingur, fullorðinn
maður og vitur öldungur. Eina
stundina gerði hann manni gramt í
geði með barnslegri eigingirni sinni
en þá næstu hreif hann mann með
alhliða þekkingu sinni því maðurinn
vissi nánast alltaf allt sem hann var
spurður um. Sjálf fletti ég oft upp
í honum eins og alfræðiorðabók og
þegar dóttir okkar tók til við að leita
svara við alls kyns vangaveltum um
heima og geima sagði ég henni oftar
en ekki að spyija föður sinn. Leysti
hann iðulega greiðlega úr pælingum
hennar og stundum spunnust miklar
heimspekilegar umræður milli þeirra
feðgina sem oft var kostulegt að
hlusta á.
Dagur hafði aðra sýn á lífið en
flestir í kringum hann. Hann tók
ekki í mál að keppa við tímann og
í stað þess að láta tímann ráða yfir
sér tók hann einfaldlega stjórnina í
sínar hendur. Hann átti það til að
mynda til að koma í heimsókn, segja
nokkur góðlátleg orð við mig um að
ofkeyra mig nú ekki á vinnu, setjast
við stofuborðið með kaffíbolla og
sígarettu og leggja kapal svo
klukkustundum skipti; alveg sallaró-
legur. Hann gerði við tímann ná-
kvæmlega það sem honum sýndist
sem er aðdáunarvert í sjálfu sér en
ekki sértstaklega praktískt í því
þjóðfélagi sem við lifum í.
Dagur var skorpumaður í sam-
bandi við sína vinnu. Það tók hann
oft æði langan tíma að koma sér
af stað en þegar hann var byijaður
héldu honum engin bönd. Hvort sem
um ritstörf eða málun var að ræða
var Dagur mikill fagmaður og þoldi
ekki fúsk. Hann gat t.d. legið enda-
laust yfir mynd sem hann var að
mála og þó sumar af hans myndum
orki kannski á þá sem ekki vita
betur eins og unnar í fljótheitum var
það yfirleitt ekki þannig. Hann gerði
miklar kröfur til sjálfs sín en var
alveg fús til að viðurkenna ef honum
fannst til dæmis einhver af myndum
sínum ekki hafa gengið upp.
Það sem var mjög ríkjandi í fari
Dags var hin óbilandi bjartsýni hans
og glaðværð. Auðvitað átti hann sín-
ar erfíðu stundir eins og aðrir en
Dagur var mjög stoltur maður og í
raun feimin inn við beinið enda
bægslagangurinn í honum oft tilraun
til að breiða yfir þessa feimni og
hans leið til að reyna að nálgast
fólk. Hann var umhyggjusamur og ,
mátti ekkert aumt sjá. Ef eitthvað
bjátaði verulega á var enginn betri
en Dagur.
Þar sem lífsstíll Dags gaf ekki
mikið í aðra hönd var sjálfsbjargar-
viðleitnin stundum keyrð í botn og
gengið rækilega á lagið. Auðvitað
pirraði það suma en þá var bara að
stoppa hann af og segja hingað og
ekki lengra og tók hann oftast tillit
til þess, að minnsta kosti um hríð.
En oft var það líka þannig að maður
naut þess að hlaupa undir bagga
með honum.
Þegar sá var gállinn á Degi sagði
enginn skemmtilegra frá en hann.
Sumar sögurnar hans voru engu lík-
ar og þó að hann segði mér aftur
og aftur sömu sögurnar fékk ég aldr-
ei leið á þeim. Einnig hafði hann oft
skemmtileg svör á takteinum ef hon-
um fannst að sér vegið á einhvern
hátt. Einhveiju sinni hafði hann t.d.
tekið að sér uppvask á mínu heimili
og þegar því var lokið var vaskurinn
fjarri því að vera tómur og voru að
sjálfsögðu gerðar athugasemdir við
það. Þær skýringar sem minn maður
gaf var að uppvaskguðinn þyrfti sitt
og afgangurinn væri því fórn til
hans. Maður gat ekki annað en hleg-
ið að svona tilsvörum og látið kyrrt
liggja.
Eg gæti talað endalaust um Dag
enda maðurinn endalaus í sjálfum
sér. Ég er eiginlega ekki byijuð að
sakna hans því ég næ því ekki fylli-
lega enn að ég kom ekki til með að
sjá hann og heyra aftur.
Sólveig.
» » ♦-------
Minning
Jakobína Sig-
urðardóttir
Þagnað hefur harpan þín,
hljóðir vinir syrgja.
Þín minning ofar öllu skín,
þá augun tárin byrgja.
Þú varst vel af guðum gjörð
og góður stofn að vestan.
Meðan Hombjarg heldur vörð
heiður áttu mestan.
Meðan íslenzkt er til blóð
og öldur sjást við Gjögur,
þjóðin mun þín læra ljóð
og lesa þínar sögur.
Hælavík þér hvergi brást.
Þar hafðir þú margt gaman.
Mývatn var þín önnur ást.
Þið áttuð börnin saman.
Hjá bama þinna fósturfold
þú fast og vel nú sefur.
Hennar góða, milda mold
þig mjúkum örmum vefur.
Aðalsteinn Gíslason.
Minning
Helgi Helgason
Fæddur 7. janúar 1926
Dáinn 12. mars 1994
Þau tíðindi bárust okkur. 12. mars
að náinn vinur, Helgi Helgason,
væri látinn. Okkur setti hjóð, þrátt
fyrir þá vissu að hann hafði allt of
lengi barist við erfiðan hjartasjúk-
dóm.
Helgi var góður vinur mannsins
míns frá æskutíð, kvæntur vinkonu
minni Önnu Guðmundsdóttur, sú
vinátta hefur haldist í gegnum tíð-
ina. Börn Önnu og Helga eru fimm:
María, fædd 1949, gift Friðrik G.
Gunnarssyni, eiga þau þijár dætur;
Helgi, fæddur 1951; Inga Lára, fædd
1954, gift Ólafi H. Jónssyni, eiga
þau þijú börn; Sveina Björk, fædd
1957, gift Sigurði Haukssyni, eiga
þau eina dóttur; Guðmundur Rúnar,
fæddur 1970.
Þegar dauðinn knýr dyra áttum
við okkur á því að saga mannsins
er öll. Þá leitum við á vit minning-
anna, sem hrannast upp í mörgum
myndum. Á heimili þeirra Önnu og
Helga var gestrisni í heiðri höíð og
nutum við Gísli þess í ríkum mæli.
Viljum við þakka óteljandi samveru-
stundir, trygglyndi og hjartahlýju.
Helgi var gamansamur, ættfróður
og hugmyndaríkur og vildi ávallt lið-
sinna þeim er til hans leituðu. Góðar
minningar veita okkur styrk og þrótt
á lífsleiðinni. Hjónaband Önnu og
Helga byggðist á gagnkvæmri ást
og virðingu. Samlyndi fjölskyldunn-
ar var undirstaða á traustum grunni,
og nutu börnin þess í ríkum mæli.
Helgi vann hjá Reykjavíkurborg alla
sína starfsævi.
Utan starfsins átti Helgi mörg
áhugamál og sinnti þeim glaður á
meðan þrekið entist. Fjölskyldan,
heimilið og barnabörnin voru alltaf
efst í huga hans. Og þó að lífíð hafi
sýnt á sér margar hliðar vitum við
að gleði og sorg eru ferðafélagar
okkar allra. Þessar fáu línur eiga
aðeins að vera þakkarorð okkar til
hins góða vinar, sem allt of lengi
háði stranga baráttu fyrir lífi sínu
svo hetjulega. Minning Helga Helga-
sonar mun lifa áram, sem störf hans
við græðslu gróðursins og handverk
hans hjá fjölskyldu sinni, ættingjum
og vinum. Við hinstu kveðju viljum
við senda honum þakkir fyrir tryggð
hans við okkur. Elsku Önnu, börnun-
um, tengdabörnunum og barna-
börnunum vottum við af alúð dýpstu
samúð og biðjum Guð að veita þeim
styrk í sorginni.
Þú fijóa tíð er frækorn smá
svo fóstrar vel að þroska ná
á dýrum sumardegi.
Oss minn þú á að einnig vér
þann ávöxt skulum bera hér
er Guði geðjast megi.
(V. Briem.)
Gugga og Gísli.