Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 50

Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 00 Ogmundur Sigurðs son - Minning Fæddur 16. nóv. 1913 Dáinn 29. mars 1994 Það var síðastliðinn þriðjudags- morgun, 29. mars, klukkan að verða 10. Þá hringir konan mín í mig og segir mér að pabbi sinn sé á leið á spítala. Ég fer þá heim og sæki konu mína og dóttur og fórum við rakleitt niður í Álfheima. Þegar við komum þangað var Ögmundur lát- inn. Svona fljótt bar andlátið að. Enginn var undir það búinn. Það er því erfitt verk að setjast niður og koma hugsunum sínum á blað, svo víða reikar hugurinn. Það var fyrir 24 árum, í desem- ber 1970, sem kynni mín af Ög- mundi hófust. Þá var ég að kynn- ast einkadóttur hans, Sigrúnu. Fyrst í stað tók hann mér með var- úð en fljótlega tók hann mér opnum örmum og átti í mér hvert bein. Fyrstu tvö árin bjuggum við Sigrún og elsta barn okkar, Hjördís Björk, hjá þeim hjónum Ögmundi og Sigurfljóð, en þá vorum við að kaupa okkar fyrstu íbúð. Það var að vísu þröngt, en þröngt mega sáttir sitja og eru það orð að sönnu. Á þessum tíma kynntist ég tengda- foreldrum mínum eins vel og hægt er og tóku þau mér eins og ég væri þeirra eigin sonur. Ögmundur fæddist 16. nóvember 1913 að Hálsi á Skógarströnd. Hann var sonur hjónanna Halldóru Kristjánsdóttur og Sigurðar Ög- mundssonar. Fljótlega á unglings- árunum kynntist Ögmundur því að það þurfti að hafa fyrir lífinu, vinna og aftur vinna. Með það að vega- nesti fór Ögmundur úr sveitinni og fluttist til Reykjavíkur og fór þá að vinna hjá Kveldúlfi, einnig vann hann við smíðar en lengst vann hann hjá Eimskip. Allstaðar kom Ögmundur sér vel því hann var samviskusamur og dugnaðarforkur til vinnu. Um áramótin 1983-1984 lét hann af störfum vegna aldurs. Á þeim tímamótum var ég hræddur um að heilsu Ögmundar myndi hraka því vinnan var hans áhuga- mál. En það voru óþarfa áhyggjur því hann fór fljótlega að fara í lang- ar og stuttar gönguferðir eða eftir því hvemig viðraði. Þannig hélt Ögmundur sér í góðu líkamlegu og andlegu ásigkomulagi til hinstu stundar. Árið 1951 kvæntist Ögmundur eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigur- fljóð Jónsdóttur, og var það hans mesta gæfuspor. Sigurfljóð átti níu ára dóttur, Halldóru, og gekk Ög- mundur henni í föðurstað. Þau hjón- in eignuðust tvö böm, Sigrúnu, eig- inkonu mína, fædd 12. apríl 1952, og Ragnar, fæddur 3. desember 1956, sem lést á unga aldri. Þau hjónin hófu búskap á Eiríksgötunni og nokkmm áriim seinna hófu þau að byggja ásamt kunningja þeirra stórt og mikið hús í Goðheimum. Með mikilli sparsemi og dugnaði tókst þeim hjónum að eignast þar fallega íbúð og veit ég að Ógmund- ur átti þar mörg handtökin. í Goð- heimum eignaðist fjölskyldan marga góða vini og hefur verið vin- skapur síðan. Árið 1968 flytur fjöl- skyldan í Álfheima þar sem þau hafa búið síðan og fór vel um þau þar. Ósérhlífni og dugnaði Ögmund- ar kynntist ég vel af eigin raun þegar ég byggði húsið okkar. Þá var Ögmundur ávallt reiðubúinn að hjálpa, brennandi af áhuga. Mér er það ógleymanlegt þegar ég átti eft- ir að setja þakið á húsið. Það var á þessum árum að gera varð fork- helt fyrir ákveðinn tíma vegna út- hlutunar á húsnæðisstjórnarláni. Það var afar tæpt á því að mér tækist þetta einum, ekki gat ég reiknað með Ögmundi í þetta skipt- ið því hann var þá nýkominn úr fótaaðgerð. Þegar ég mætti um morguninn var-Ögmundur mættur og sagði, að hann ætlaði að liðka sig svolítið. Hann fór auðvitað ekki heim fyrr en hver spýta var komin á sinn stað. Ögmundur bar hag okkar hjóna og bamanna fjögurra fyrir bijósti og fylgdist hann vel með uppvexti barnanna og áhugamálum þeirra. Ég hef hér aðeins stiklað á stóru um æviskeið Ögmundar. Minningin um hann verður alltaf björt. Eg kveð því Ögmund með söknuði og þakklæti fyrir alit sem hann hefur gert fyrir okkur. Eiskulegri tengda- móður minni sendi ég mínar innileg- ustu samúðárkveðjur og ósk um bata í hennar harmi og veikindum. Þórarinn Böðvarsson. í dag er til moldar borinn ástkær afi okkar, Ögmundur Sigurðsson, og viljum við minnast hans í nokkr- um orðum. Það þótti okkur mjög sárt að heyra um andlát afa okkar þar sem hann var okkur mjög kær og átti hann með okkur margar góðar stundir. Það var ætíð ángæju- legt að fara inn í Álfheima til ömmu og afa þar sem þau tóku okkur ávallt opnum örmum og var þar talað um daginn og veginn og bar þar oft mörg mál á góma. Afi fylgd- ist með uppvexti okkar systkinanna og bar hann ávallt hag okkar fyrir brjósti. Hann talaði snemma til okkar sem jafningja og var oft gam- an að eiga samræður við afa, þótt við værum ekki alltaf sammála. Afí fylgdist einnig glögglega með áhugamálum okkar og átti hann það til að hringja í okkur nokkrum sinnum í viku og talaði hann við okkur um allt milli himins og jarð- ar, enda ávallt ánægjulegt að heyra í afa og minnumst við þess með hlýjum hug. Við munum minnast afa okkar með miklum söknuði. Við eigum margar góðar minningar um stundimar með afa og ömmu. Ailt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (H. Pétursson.) Hjördís Björk, Þórarinn, Hildur og Þórunn. í dag fer fram útför Ögmundar Sigurðssonar, en hann lést á heim- ili sínu 29. mars sl. Ögmundur fæddist 16. nóvember 1913 á Hálsi á Skógarströnd. For- eldrar hans voru Sigurður Ög- mundsson bóndi og kona hans, Halldóra Kristjánsdóttir. Ögmund- ur ólst upp hjá foreidrum sínum og strx er hann hafði aldur til tók hann til hendi og starfaði við bú foreldra sinna allt til ársins 1940 er hann flutti til Reykjavíkur. Var starfsvettvangur hans þar alla tíð síðan. Fyrstu árin starfaði hann hjá útgerðarfélaginu Kveldúlfi, en lengst af starfaði hann hjá Eim- skipafélagi Íslands, allt þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir rúmlega sjötugur. Fyrst var hann hafnarverkamaður, en síðustu árin starfaði hann við athafnasvæði Eimskips í Borgartúni, var aðal- starf hans að afgreiða bifreiðir til hinna ýmsu bifreiðaumboða.Naut hann mikils trausts og virðingar viðskiptavina og yfirboðara sinna. Bar hann alla tíð góðan hug til fyrirtækisins sem hann hafði svo lengi starfað við. Ögmundur var alla tíð virkur félagi í Verkamannafélaginu Dags- brún, sótti fundi þess, var með af- brigðum stéttvís og stóð heilshugar með félögum sínum í blíðu og stríðu. 17. júní 1951 kvæntist Ögmund- ui' Sigurfljót Jónsdóttur. Hún er ættuð úr Dölum, mikilhæf og góð kona. Þeim varð tveggja barna auð- ið, Sigrúnu og Ragnari, en Ragnar lést í bernsku. Sigrún er sjúkraliði að mennt, gift Þórarni Böðvarssyni prentara, eiga þau fjögur börn. Sig- urfijóð eignaðist dóttur áður en hún giftist, Halldóru Guðmundsdóttur. Ögmundur gekk henni í föðurstað, leit hann ætíð á hana sem sína dóttur, var afar kært með þeim sjúpfeðginum. Halldóra lauk námi við Verslunarskóla íslands, giftist hún Konráð Bjarnasyni forstjóra, eiga þau þijú börn. Þau skildu. Haiidóra starfar hjá Vinnueftirliti ríkisins. Ögmundur lét sér afar annt um fjölskyldu sína, má með sanni segja að dæturnar og fjöl- skyldur þeirra væru honum og Sig- urfljóð miklir gleðigjafar. Það mun hafa verið árið 1956 sem leiðir okkar Ögmundar mæt- ast, við fengum samtímis lóðir und- ir heimiii okkar, var aðeins eitt hús á milli, fór ekki hjá því að við kynnt- umst og ræddum málin í sambandi við byggingarframkvæmdir. Ög- mundur var þúsundþjalasmiður, verklaginn með afbrigðum. Það lék bókstaflega allt í höndum hans. Það var því ekki ósjaldan leitað í smiðju til hans, stóð aldrei á góðum ráðum hjá honum og hjálpsemi hans átti sér nánast engin takmörk. Þessi kynni okkar leiddu til mikillar vin- áttu fjölskyldna okkar og glödd- umst við saman á tyllidögum. Nú síðast á 80 ára afmælisfagnaði Ögmundar sem Sigrún og Þórarinn héldu með miklum glæsibrag á heimili þeirra. Ögmundur lék á als oddi og ekki annað að sjá en að hann væri við góða heilsu. Það var því mikið áfall fyrir Fijóðu hans þegar ástvinur hennar leið útaf við morgunverðarborðið og var þegar örendur. Það er von okkar að tíminn megni að græða hið mikla sár Sig- urfljóðar ásamt minningu um elsku- legan lífsförunaut. Nú að leiðarlokum kveð ég vin minn með miklum söknuði, ég mun ætíð minnast hans sem eins besta manns sem ég hefí kynnst á lífsleið- inni. Við Didda og bömin okkar flytjum Sigurfljóð og ástvinum hennar okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Jakob Tryggvason. Einhvem veginn virðast sumir þættir í lífi okkar og umhverfi vera eilíflega óbreytanlegir. Þeir hafa alltaf verið þarna, og í huga okkar er ómögulegt að gera ráð fýrir öðm en að þeir eigi ávallt eftir að vera til staðar - fastir punktar í annars síbreytilegum heimi. Einn af föstu punktunum í minni tilvem er Ögmundur Sigurðsson. í bernsku var ég að vísu ekki dagleg- ur gestur á heimili þeirra hjóna, Ögmundar og móðursystur minnar Sigurfljóðar Jónsdóttur, enda langt að fara austan úr Skaftafellssýslu. Samt sem áður em heimsóknir for- eldra minna og okkar systra á heim- ili þeirra mér í fersku minni. Þau hjónin vom samhent í því að taka vel á móti gestum sínum, bæði í orðum og atlæti. Alltaf þótti okkur sem við værum aufúsugestir, þótt því hljóti að hafa fýlgt álag á heimil- ið, að skjóta skjólshúsi yfír heila fjölskyldu dögum saman. Ýmsu því sem borgarbömum þótti sjálfsagt mál, kynntumst við systur fýrst á borðum Fljóðu frænku, og ósjaldan mátti Ögmundur sjá af stund til þess að taka í spil við okkur stelp- umar. Þegar kom að því að hleypa heim- draganum og setjast á skólabekk í höfuðstaðnum, þótti móður minni mér best borgið í höndum systur sinnar og mágs. Á heimili þeirra dvaldist ég því í rúma þijá vetur og reyndust þau mér sem bestu foreldrar. Það fóstur er mér vega- nesti enn þann dag í dag. Miðað við reynslu mína af unglingum, þykir mér þolinmæði þeirra með ólíkindum. Áldrei man ég til þess að Ögmundur léti falla styggðaryrði í minn garð. Oft mátti hann þó bíða meðan táningnum þóknaðist að snyrta sig á baðherberginu, horfa upp á bækur og dót á víð og dreif um íbúðina, og ekki var snyrti- mennskunni fyrir að fara í herberg- inu mínu ef ég man rétt. Ávallt brást hann vel við þegar ég bað hann að aka mér hitt eða þetta eins og unglinga er siður. Márgt var t Systir okkar, MAGNÚSÍNA VILHJÁLMSDÓTTIR, Hólmgarði 56, lést í Borgarspítalanum 4. apríl. Systkinin. t Ástkaer eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR E. MAGNÚSSON húsgagnasmiður, Álfaskeiði 75, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, föstudaginn 1. apríl. Ásthildur Magnúsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ásgeir Bjarnason, Magnús Gunnarsson, Elísabet Karlsdóttir, Sigurður Gunnarsson og barnabörn. t Ástkær faðir minn og afi, AGNAR STEFÁN STEFÁNSSON, Hátúni 10A, lést í Vífilsstaðaspítala 3. apríl. Útförin auglýst síðar. Arnheiður Guðrún Agnarsdóttir, John Lindsay, Paulette Lindsay. spjallað við eldhúsborðið hjá Fljóðu frænku og stundum styttum við þijú okkur stundir við að spila manna fram eftir kvöldi. Einhvern veginn varð það svo fastur liður að líta inn í Álflieimun- um svona vikulega eða jafnvel oft- ar. Þar hefur alltaf verið hægt að ganga að því vísu að þar væri a.m.k. annað hvort þeirra hjóna heima, gæfí sér tíma til að spjalla og hella upp á könnuna. Við Anna systir mín hittumst stundum fyrir tilviljun í Álfheimunum, og gjarnan var hægt að reikna með fleiri fjöl- skyldumeðlimum við kaffiborðið, börnum og barnabörnum þeirra hjóna, frændfólki utan af landi eða öðrum kunningjum. Með árunum og vaxandi önnum gerðust heim- sóknir að vísu strjálli, en eins og segir í fornum kvæðum: „Til góðs vinar liggja gagnvegir." Ef Ögmundi þótti innlitið dragast úr hófí, voru móttökumar eins og glataði sonurinn væri snúinn heim. Ég kom til þeirra hjóna einn sunnu- dag í febrúar og hafði þá ekki kom- ið í nokkum tíma. Þegar ég kvaddi, sagði Ögmundur: „Það líður von- andi ekki svona langur tími þar til við sjáum þig næst.“ Mér varð að orði: „Vonandi ekki, en maður veit aldrei,“ og datt þó síst í hug, að þetta yrði í siðasta skipti sem við hittumst í þessu lífí. Mér fannst hann ekkert hafa breyst í þessi rúm þijátíu ár, hann var hress eins og unglamb þótt áttræður væri, og ekkert á förum. Við systumar þökkuin Ögmundi öll samskiptin í gegnum öll þessi ár. Hann var yfirlætislaus maður, einn af þeim sem ekki gerigur í gegnum lífíð með hávaða og fýrir- gangi, en góður fjölskyldufaðir, traustur vinur vina sinna og gott að éiga hann að ef mikið lá við. Þótt hann sé horfínn sjónum okkar, verður hann áfram í minningunni einn af þessum föstu punktum í tilverunni. Við sendum Sigurfljóð, Sigrúnu og fjölskyldu og Halldóru og fjöl- skyldu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kristín Marín og Anna Björg. Ögmundur svili minn varð bráð- kvaddur mánudaginn 29. mars sl. á heimili sínu, Álfheimum 72 í Reykjavík. Ögmundur var fæddur á Hálsi á Skógarströnd. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Ögmundssonar bónda þar, er var ættaður frá Fjarð- arhomi í Hrútafírði, og konu hans, Halldóm Kristjánsdóttur frá Litla Langadal. Á Hálsi er fagurt útsýni yfir Hvammsfjörð, eyjarnar þar og yfír til Fellsstrandar. Ögmundur ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt fimm systkinum við venjuleg sveita- störf og barnafræðslu þeirra tíma. Systkini hans voru: Kristján síðar bóndi á Hálsi; Guðfínna; þriðji í röðinni var Ögmundur sem hér er minnst; þá Daníel; Ingibjörg gift Geir Gestssyni frá Rauðamel, þau bjuggu í Reykjavík; yngst systkin- anna var Sigurbjörg Jenný. Guð- finna og Sigurbjörg bjuggu með foreldmm sínum og bróður og búa þær enn á Hálsi. Snemma mun Ögmundur hafa farið að vinna utan heimilis á ýms- um bæjum í sveitinni. Þá fór hann að vinna með Geir Gestssyni mági sínum er var lærður smiður við við- hald á veiðihúsum við Haffjarðará. Síðan lá leið hans til Reykjavíkur og fór hann að vinna hjá útgerðarfé- laginu Kveldúlfi. Þegar það hætti starfsemi vann hann hjá Eimskipa- félagi íslands til starfsloka. Hann vann því mestalla starfsævi sína hjá þessum tveimur fyrirtækjum. Ögmundur var mjög góður starfs- maður, ötull og reglusamur og vildi í engu níðast á því sem honum var til trúað. Ögmundur var félagslynd- ur, tók þátt í félagsmálum á ungl- ingsárunum heima, var meðal ann- ars formaður í ungmennafélagi sveitarinnar á tímabili og sótti fundi í stéttarfélagi sínu í Reykjavík. Hann hélt góðu sambandi við æsku- heimili sitt á Hálsi, svo og sveit- unga sína og venslafólk við Breiða- fjörð. Hugur hans var mjög bundinn við áveitina og fylgdist hann mjög

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.