Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994
51
vel með fólki og framkvæmdum,
þar sem hann þekkti til. Ögmundur
kvæntist 17. júní árið 1951 Sigur-
fljóð Jónsdóttur frá Litla Langadal
á Skógarströnd. Þau eignuðust tvö
börn; Sigrúnu sjúkraliða, gifta Þór-
arni Böðvarssyni prentara og eiga
þau fjögur börn, og Ragnar sem
lést ungur. Auk þess gekk hann í
föðurstað Halldóru Guðmundsdótt-
ir, dóttur Sigurfljóðar. Hún giftist
Konráði R. Bjarnasyni fram-
kvæmdastjóra og eiga þau þrjú
börn og tvö barnabörn.
Ögmundur var mjög vel laghent-
ur maður og gerði mörgum greiða
á þeim vettvangi, enda má segja
að mestan hluta ævinnar félli hon-
um aldrei verk úr hendi. Marga
fyrirgreiðslu höfum við hjónin notið
á heimili þeirra hjóna, Ögmundar
og Sigurfljóðar, um áratuga skeið.
Dætur okkar nutu dvalar, gestrisni
og elskusemi á heimili þeirra á
námsárum sínum í Reykjavík og
raunar alla tíð síðan. Heimili þeirra
hjóna var sem þeirra annað heimili
og er raunar enn. Fyrir það skal
nú þakkað, þó það verði aldrei þakk-
að svo sem vert væri.
Við Margrét vottum Sigurfljóð,
börnum þeirra, barnabörnum og
systkinum hans samúð okkar.
Blessuð sé minning Ögmundar
Sigurðssonar.
Siggeir Björnsson.
Að snöggum og óvæntum leiðar-
lokum finn ég mig knúna til að
minnast góðvinar míns í gegnum
tíðina, Ögmundar Sigurðssonar.
Ég verð að viðurkenna að lítið
veit ég um ættir hans, en fæddur
er hann á Hálsi á Skógarströnd,
Snæfellsnesi, þann 16. nóvember
1913 einn sex systkina. Aðrir sem
betur til þekkja munu ef tíl vill
bæta úr því.
Það sem mig langar til að gera
er að skýra frá hvern mann Ög-
mundur hafði að geyma og því við-
móti, sem ég fullyrði að hann sýndi
öllum sem hann umgekkst, jafnt
háum sem lágum. Það viðmót ein-
kenndist af hjartahlýju, hógværð
og lítillæti. Þó gat hann verið glett-
inn á góðri stund, kunni vel að
meta góð vín og þótti gott að taka
í nefið. '
Ögmundur var ævinlega boðinn
og búinn til að hjálpa þeim sem til
hans leituðu og sparaði sig hvergi.
Hann hjálpaði okkur Sólmundi
heitnum, eiginmanni mínum, við
innréttingu okkar húss að miklu
leyti, því hann var hagur í höndum,
en taldi hvorki tímann sem í það
fór né ætlaðist til launa fyrir. Þetta
var okkur ómetanlegt því vð réð-
umst í þessa húsbygginu nánast
með tvær hendur tómar.
Elsta son okkar tók hann til sín
í suamrvinnu, þá nýfermdan, og
varð sá tími m.a. til þess að með
þeim tókst náið samband og vænt-
umþykja sem entist ævilangt. Þó
gerði hann ekki upp á milli sona
okkar þriggja og fylgdist ævinlega
vel með þeim.
Ögmundur var mikill fjölskyldu-
maður enda sá gæfumaður að eign-
ast góða konu, Sigurfljóð Jónsdótt-
ur, sem hann elsakaði og dáði.
Fljóða og Sólmundur voru systk-
inaböm en voru þó meira eins og
systkini eftir að Fljóða kom ung-
lingur á heimili fyrrverandi tengda-
móður minnar, Kristínar Jónsdótt-
ur, Njálsgötu 58, og átti þar heim-
ili um árabil.
Mér fannst alltaf svolítið gaman
að heyra hvernig Ögmundur talaði
um konu sína við aðra, því hann
nefndi hana ekki nafni, heldur
sagði: „Mín kona.“ Hann lifði fyrir
hana og börn þeirra, Sigrúnu,
Ragnar heitinn og Halldóru Guð-
mundsdóttur sem hann tók að sér
sem hans barn væri. Það var gam-
an að heimsækja þau hjón, eðlislæg
gestrisni sat þar í fyrirrúmi.
Elsku Fljóða mín. Á öllum
stærstu stundum lífsins verður
manni orða vant, en ég og fjöl-
skylda mín biðjum Guð að blessa
þig og alla þína ástvini.
Deyr fé, deyja frændur,
deyr sjálfr hið sama,
en orðstír deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Sigríður G. Elíasdóttir.
Minning
Egill Karlsson
Fæddur 22. júní 1920
Dáinn 25. mars 1994
Þann 25. mars sl. lést á Eskifirði
Egil! Karlsson, mágur okkar og vin-
ur.
Hann fæddist 22. júní árið 1920
að Jaðri, á heimili foreldra sinna
Augustu og Karls Jónassonar frá
Svínaskála. Augusta var norsk, hún
fluttist hingað til lands ung að
árum. Heimilið bar alla tíð sterkan
svip af uppruna hennar í gamalgró-
inni menningu heimalandsins.
Systkini Egils voru fjögur, Aðal-
björg, Jensína, Lauritz og Guðbjörg,
sem lést á barnsaldri, en hin þrjú
lifa bróður sinn.
Árið 1957 kvæntist Egill Arn-
heiði Halldórsdóttur Árnasonar frá
Hlíðarenda og Sólveigar Þorleifs-
dóttur frá Svínahólum i Lóni. Þau
stofnuðu sitt heimili að Jaðri, en
Karl faðir Egils var þá látinn. Áug-
usta bjó hjá þeim til dauðadags
árið 1966.
Börn Egils og Arnheiðar eru:
Guðbjörg, gift Kristjáni Kristins-
syni; Karl Ingvar, kvæntur Kristínu
Kristjánsdóttur; Kolbrún Brynja,
gift Bernharði Bogasyni; Atli Börk-
ur, kvæntur Beu Meijer og Aug-
usta, gift Hauki Björnssyni. Sólveig
dóttir Arnheiðar var Agli sem dótt-
ir, hennar maður er Árni Helgason.
Barnabörnin eru orðin 13.
Karl Jónasson var útgerðarmað-
ur og á yngri árum starfaði Egill
með honum bæði heima á Eskifírði
og á Höfn í Hornafirði á vetrarver-
tíðum. Síðar setti hann upp harð-
fiskverkun í félagi við mág sinn,
Lúðvík Ingvarsson sýslumann.
Verkuðu þeir fiskinn á mjög nýstár-
legan hátt, í bitafisk, sem lands-
frægur er orðinn að gæðum.
Fljótlega tók Egill einn við rekstri
fyrirtækisins, sem fékk nafnið
Sporður hf., og vann við það til
dauðadags. Er það mál manna að
annan eins sælgætis-harðfisk og
hann framleiddi sé hvergi að fá,
þó margir hafi reynt að líkja eftir
honum. Þennan árangur má þakka
einstakri nákvæmni og snyrti-
mennsku Egils, sem kom fram í
öllum hans verkum. Til dæmis hafði
hann einstaklega fallega rithönd.
Egill var vinsæll og vel látinn af
sínum samferðamönnum, enda
greindur vel og gæddur góðri
kímnigáfu. Mun margur Eskfirð-
ingur sakna þess að eiga við hann
orðastað þegar gengið er framhjá
Jaðri, en þar var hann iðulega á
ferli milli vinnustðar og heimilis.
Hann fylgdist grannt með málefn-
um líðandi stundar, var íhugull og
áhugasamur um menn og málefni,
lagði fólki gott til og tók nærri sér
vitneskju um erfiðleika náungans.
Egill unni náttúru landsins og
hafði ákaflega gaman af að ferðast
og sjá sig um. Fallegar náttúru-
myndir, sem hann tók mikið af,
bera áhuga hans á því sviði glöggt
vitni. Einnig hinn fallegi og sérs-
taki garður við heimili þeirra hjóna.
Þar lagði hann konu sinni gott lið,
þó að hún væri aðal hönnuðurinn.
I hlíðinni fyrir ofan gróðursetti
Egill mikinn fjölda trjáplantna sem
vonandi eiga eftir að dafna og verða
hvort tveggja, yndisauki nýrra kyn-
slóða og minnisvarði um þann sem
þeim sáði.
Með kæru þakklæti fyrir sam-
fylgdina kveðjum við Egil Karlsson.
Guð blessi minningu hans.
Árni Halldórsson,
Ragnhildur Kristjánsdóttir.
Minning
Ragna Pétursdóttir
Mig langar að kveðja hana
Rögnu mína hinstu kveðju, en hún
verður til grafar borin í dag. Mest-
an hluta ævi minnar hef ég þekkt
hana og notið samfylgdar hennar í
tæp 40 ár. Aldrei hef ég fundið
annað en velvild og góðar óskir frá
henni, sem mig langar að þakka.
Ragna var ákaflega dagfarsprúð
kona, ég man ekki eftir að hafa séð
hana skipta skapi. Hún stundaði til
margra ára prjónaskap með sínum
heimilisstörfum. Hún átti þessa fínu
pijónavél og aðrar vélar sem tengd-
ust prjónaskapnum, m.a. overlock-
vél, sem er sú fyrsta sem ég heyrði
um og hafa án efa verið sjaldgæfar
í þá daga.
í hverfinu okkar gekk hún undir
nafninu Ragna pijónakona og
finnst mér að flesta daga hafi
heyrst í prjónavélinni hennar, sem
í minningunni hljómar sem þægileg-
ur niður. Nokkrar flíkur man ég
eftir að hafa fengið, sem hún prjón-
aði og þótti okkur krökkunum og
unglingunum mikið til þeirra koma.
Ég man vel eftir rauðu dressi sem
hún prjónaði á mig eftir máli, útvíð-
ar buxur og sítt vesti, ekki ósvipað
og unglingar ganga í í dag. Hún
Ragna vann verk sín hljóðlega og
held ég að fáir hafi staðið framar
henni í prjónaskap á þeim tíma,
enda hafði hún nóg að gera og átti
ánægða viðskiptavini. Hún vildi öll-
um gera til hæfis og átti auðvelt
með það. Við hittumst síðast þegar
yngsti dóttursonur hennar var að
láta skíra sitt fyrsta barn.
Ekki grunaði mig þá að ég myndi
ekki sjá hana aftur á lífi. Þó að
vissulega hafi hún verið heilsulítil
lengi, þá bar hún það ekki utan á
sér að svo væri, hún var glöð og
hress í tali og giaddist með unga
fólkinu og öðrum nærstöddum. Eg
sendi börnum hennar, barnabörn-
um, barnabarnabörnum og öðrum
aðstandendum innilegar samúðar-
kveðjur. Ljúf minning um góða
konu lifir um ókomin ár.
Stella.
t
Móðir okkar,
MAGNFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Árbakka,
lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, þriðjudaginn 5. apríl.
Börnin.
Eiginmaður minn, t JÓHANN JÓNSSON, Sunnubraut 9, Garði,
lést á heimili sínu 1 apríl.
Anna Birna Björnsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐRÚN DAÐADÓTTIR,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 1. apríl 1994.
Jónina Pétursdóttir,
Björn Pétursson, Elrsabet Sigurðardóttir,
Valdimar Pétursson, Ásdfs Kristjánsdóttir.
t
Eiginkona mín og móðir okkar,
ÁSTRÚN JÓNSDÓTTIR
(RÚNA),
lést að kvöldi föstudagsins langa í sjúkrahúsi í Danmörku.
Útförin mun fara fram á íslandi og verður auglýst síðar.
Haukur Dór Sturluson,
Tinna Hauksdóttir, Tanja Hauksdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn,
GUÐMANN HÖGNASON,
Skerseyrarvegi 7,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi 30. mars. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jenný Sigmundsdóttir.
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma,
UNNUR BJÖRNSDÓTTIR,
andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, þann 30. mars siðastliðinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Jón Leósson, Iðunn Elíasdóttir,
LeóJónsson, Ragna Haraldsdóttir,
Hrönn Jónsdóttir, Guðjón Þórðarson,
Viktor Jónsson, Ingibjörg Grétarsdóttir
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir mín,
PETRÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Bolungavík,
andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, þann
5. apríl.
Kristinn G. Árnason.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÞORLEIFUR JÓNASSON
skipstjóri
frá Dagsbrún, Neskaupstað,
Naustahlein 19,
Garðabæ,
lést 1. apríl.
Sigurfinna Eirfksdóttir,
Guðmundur Þorleifsson, Berta Kjartansdóttir,
Sigurbjörg Þorleifsdóttir, Ólafur Gíslason,
Eiríkur Þorleifsson, Þóra Erlendsdóttir,
Jónas Þorleifsson, Gina Cuizon,
Herbert Þorleifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.