Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 54

Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 félk f fréttum „Borgarnesdætur" heilluðu alla upp úr skónum með frábærum söng. Frá vinstri: Guðrún H. Jóhannsdóttir, Theodóra Þorvaldsdóttir, Guðríður Ringsted, Kristín Lilja Eyglóardóttir og Berglind Hallgeirs- dóttir. „Elvis lifir“. Stefán V. Ólafsson söng af innlifun og öryggi. Morgunblaðið/Theodór „Á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 1944“. F.v. Magnús Eyjólfsson, Sóley Ósk Sigur- geirsdóttir, Soffia Magnúsdóttir, Finnur Jónsson og Ágúst Einarsson. SKEMMTUN Eldfjörug árshátíð * Arshátíðarsýning nema úr Grunnskóla Borgaraness hefur hlotið frábærar viðtökur Borgnesinga. Alls urðu sýning- arnar átta og uppselt var á þær allar. Þátttakendur í árshá- tíðinni voru um 130, þar af komu 60 nemendur fram í leik- ritinu „Á eigin fótum“. Fyrir hlé fluttu yngri nemendur söng- og dansatriði auk smærri leikþátta undir stjórn þeirra, Birnu Þorsteinsdóttur, Bjargar Kristófersdóttur og Kolbrúnar Kjartansdóttur. Eftir hlé sýndu eldri nemarnir leikritið „Á eigin fótum“ eftir þá Sigþór Magnússon skólastjóra á Klébergi og Þorstein Guð- mundsson leikara. Verkið var samið í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýð- veldisins og hefst árið 1944 og lýkur árið 1994. Leikstjórar eru Margrét Jóhannsdóttir og Eygló Egilsdóttir. Þær breyttu leikritinu töluvert með leyfi höfundanna. Kváðust þær hafa tekið út þyngra efnið og spunnið við söng og dansatriðum. Markmiðið hafi verið að gefa sem flestum nemendum tæki- færi til að komast á svið og taka þátt í leik, söng eða dans- atriðum verksins. í verkinu er á skemmtilegan hátt brugðið upp brotum úr dans og dægurlögum síðastliðinna 50 ára með viðeigandi klæðaburði og hegðunarmynstri ungmenna. Styrkur sýningarinnar er góður söngur nemendanna ásamt fijálslegri og öruggri framkomu þeirra á sviðinu, auk leiftr- andi leikgleði. Morgunblaðið/Kristinn Herdís Jónsdóttir (t.v.) og Hugrún Ivarsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir bestu gluggaútstillingu á nemendasýningu í Dupont-skólanum. GLU GG AUT STILLIN G AR * Islenskar stúlkur fengu viðurkenningxi Tvær íslenskar stúlkur, Hugrún ívarsdóttir og Herdís Jóns- dóttir, sem eru nemendur í glugga- útstillingum við Dupont-skólann í Kaupamannahöfn, fengu viður- kenningu fyrir bestu gluggaútstill- inguna á sýningu sem haldin var meðal nemenda um miðjan mars sl. Morgunblaðið náði tali af Her- dísi, sem stödd var hér á landi í páskaleyfi, og sagði hún að það væru gestir sýningarinnar sem greiddu atkvæði um besta básinn. „Básinn okkar þótti mjög seljanlegur, þar sem margar vörur voru kynntar, auk þess var gott jafnvægi eða ryðmi í honum.“ Að sögn Herdísar máttu þær velja sér verkefni að eig- in vali og kusu þær sér búsá- haldaverslun. Stilltu þær upp alls kyns glervörum, kökuboxum, bastkörfum og öðrum búsáhöldum. „Það eru ekki veitt verðlaun fyrir þess- ar útstillingar, en viðurkenn- ingin gefur okkur mikið sjálfstraust og eru ákveðin meðmæli í sjálfu sér,“ sagði Herdís, sem hefur hugsað sér að dveljast áfram í Danmörku í um það bil ár eftir að námi lýkur nú í vor. Hugrún snýr hins vegar aftur til KEA á Akureyri þar sem hún starfar. Herdís og Hugrún eru einu ís- lendingarnir í skólanum þetta árið, en fjöldi íslendinga hefur stundað nám við skólann gegnum tíðina. Nemendur eru að langmestu leyti kvenkyns og stundar aðeins einn karlmaður nám við skólann núna. Glugginn sem Herdís og Hugrún völdu sér sýndi búsáhaldaverslun. yOff/tíMMMÚSMV // aprí/- ff.Ján/ Höldum skapinu og línunum í lagi með hækkandi sól! ListasmiSia barna Leikfími: Músikleikfimi Kennarar: Hafdís & Elísabet Leikfimi fyrir bakveika Kennarar: Harpa og Margrét, sjúkraþjálfarar Kripalujóga Kennarar: Jenní Tai-Chi kínversk morgunleikfimi Kennari: Guðný „Callanetics“ Árangursrík leikfimi Kennari: Ólöf t Tónlist - Myndlist - Dans - Spuni - Leiklist Afró Kennarai: Orville Kalypso Kennari: Orville Argentínskur Tangó Kennarar: Hany og Bryndís Danssmiðja Kennari: Ólöf m.,11 DANS„ WORKSHOP" nffin í.-u. júní 99 Gestakennuri: Clé Douglas Fýrir aíta tjötskyfduna Upplýsingar og innritun í súna 15103 og 17860. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson UPPÁKOMUR Hártíska á simdmótinu Margir sundmannanna á Innanhúsmeistaramóti íslands sem fram fór í Vestmannaeyjum nokkru fyrir páska höfðu látið klippa sig fyrir mótið og var klipping sumra eftirtektarverð. Strákarnir á myndinni, frá vinstri, Svavar Svavarsson, Sverrir Sigmundsson, Kristbjörn Björnsson og Jóhannes F. Ægisson, eru allir úr Ægi og hafði hver sinn stíl á klippingunni. Þeir sögðu að tilgangurinn væri bara að vera í stuði og vekja kátínu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.