Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 62

Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 62
62 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 / t f . / // Eg þctrf bruncctryggmgu, ■hLjoti. Ég er sterkari núna en áður. í fyrra hefði ég aldrei getað borið 14.000 kr. kassa svona léttilega. Á eftir Bong á að koma Dong en ekki Ding. HOGNI HREKKVISI ■ t ' , þö VEI5PUKl AÐ SÍÁ MV7A BLÖE>(eUFlS«IMN MINh)." BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Otrúverðugxir Héraðsdómur Frá Einari Guðjónssyni: Nýlega féll dómur í héraði þar sem Gunnari Smára Egilssyni rit- stjóra var gert að greiða Má Péturs- syni héraðsdómara „miskabætur" vegna skrifa um embættisfærslu hins síðarnefnda. Niðurstaðan sýn- ir að eitthvað mikið er að réttarfar- inu. Fjölmiðlar hafa aðeins fjallað um upphæðina sem ritstjóranum var gert að greiða en ekki þá staðreynd að dómurinn er í raun aðför að fjöl- miðlum og því hlutverki þeirra að veita aðhald, m.a. með skrifum um embættisfærslur dómara. Einkennilegt er að dómari sem nýtur ríkrar verndar, m.a. er ekki hægt að segja honum upp heldur verður að dæma hann frá starfi, höfðar einkarefsimái fyrir Héraðs- dómi. Már byijaði á að kæra skrif Gunnars til siðanefndar blaða- manna (sem tekur mál ekki til úr- skurðar nema þau séu ekki rekin fyrir dómstólum; er hugsunin sú að menn leiti til hennar eða dóm- stóla, ekki hvorra tveggja), þar fékk hann ágæta niðurstöðu og hélt með hana í mál við ritstjórann. Og viti menn, héraðsdómaranum fannst bara ekkert athugavert við að dómtaka mál starfsbróður gegn ritstjóra sem skrifaði um „embætt- isfærslu héraðsdómara". Niður- staðan kemur ekki á_ óvart enda dómarinn Sigríður Ólafsdóttir í raun að dæma í „sjálfs sín sök“. Hér er ekki verið að hugsa um réttaröryggi né mannréttindi. Gegnir furðu að héraðsdómarinn skuli ekki hafa dæmt sig frá mál- inu m.a. í ljósi þess að héraðsdóm- urum í Reykjavík veittist létt að dæma sig frá máli formanns Pre- stafélagsins gegn ríkinu (og gerðu það meira að segja aukalega fyrir sjónvarpsvélarnar) en þar er m.a. tekist á um launamál presta og héraðsdómara. Skynsamt fólk áttar sig á að með niðurstöðunni er einn héraðsdómari að redda öðrum. Og saman eru þeir að koma boðum til blaðamanna um að „ekki borgi sig“ að skrifa um embættisfærslur dóm- ara. Niðurstaðan er fengin til að gefa þeim „á kjaftinn" sem voga sér að gagnrýna dómskerfið. Sam- svarandi dómsniðurstöður þekkja menn m.a. úr sögu Sovétríkjanna, en þar heyra þær nú að mestu sög- unni til. Því miður virðast fréttir um frönsku byltinguna 1789 ekki hafa borist í Dómhúsið. Tvískinnungur þessa máls er mikill. í aðra röndina dæmir Hér- aðsdómur eftir uppsláttarfréttum eins og lögum, og hann er til í að „sviðsetja" og endurtaka dóma fyr- ir sjónvarp, en þegar skrif um vinnu héraðsdómara eru neikvæð þá eru þeir ekki lengur með nema á for- sendum skikkjunnar. Frá Agli Sigurðssyni: Ég hefi lengstum greitt afnota- gjald RÚV með ánægju. En nú fylli ég hóp þeirra, sem vilja burt með skyldu-afnotagjald. Svo mjög hefir dagskráin versnað. Menn eru neyddir til að horfa á það og hlusta æ ofaní æ, sem þeim finnst hvim- leitt. Ég nefni fyrst íþróttirnar, sem glymja í eyrum bókstaflega allan daginn til miðnættis, en aðeins brot þjóðarinnar kærir sig um. Hinir spretta úr sæti og skrúfa fyrir, þegar íþróttaþulan byrjar. Hvað varðar allan almenning um það, hve mörg mörk þessi eða hinn skorar hér eða úti í heimi? Nægir fyllilega að lesa íþróttafréttir eftir aðalfrétt- ir einu sinni á dag. Svo er sjónvarpið með mcrð- myndir sínar, klám og fjclskyldu- rifrildi. Fer hrollur um mann stund- Ég er ekki alltaf sammála skrif- um Gunnars Smára. En auðvitað á hann að njóta rit- og tjáningarfrels- is rétt eins og héraðsdómarar; en oft — að mati Hæstaréttar — reyn- ast niðurstöður þeirra illa ígrundað- ar og reistar á tilfinningum en ekki lögum. Þolendur í slíkum mál- um geta ekki höfðað einkarefsimál gegn héraðsdómaranum vegna skaðans sem hann olli. Þeir geta ekki leitað til siðanefndar dómara. Og skrif um störf þeirra kosta miskabætur og fangelsi. Að þessu leyti búa dómarar við allt annan og meiri rétt en almenningur og blaðamenn. Standi þessi niðurstaða er réttarfarinu endanlega kastað aftur á steinöld. Því er sjálfhætt við nýtt hús handa Hæstarétti. EINAR GUÐJÓNSSON, Leifsgötu 8, Reykjavík. um við að lesa kvölddagskrána, þegar fleiri sakamálamyndir eru sýndar, ein þeirra og stundum tvær sama kvöldið bannaðar börnum inn- an 12 eða 16 ára. Þó hlýtur að vera unnt að finna eitthvað fræð- andi og uppbyggjandi dagskrárefni. Hemmi Gunn var eitt sinni skemmtilegur en tími hans er lið- inn. „Uppákomur" hans eru ekki lengur hlægilegar, heldur klúrar og þó umfram allt heimskulegar. Hann á að hætta. Hljóðvarpið er mun skárra, þó leitt að hafa ekkert prógram á laug- ardagskvöldum, nema klassíska tónlist. Yngra fólkið fer út, en eldri borgarar sitja heima. EGILL SIGURÐSSON, fv. framkvstj., Mávahlíð 9, Reykjavík. Meingölluð dagskrá Víkverji skrifar au hljóta að vera orðin nokkuð mörg árin síðan veðurguðirnir hafa leikið landsmenn jafnilla og um þessa páska. Enda var það svo, að fregnir af veðri, öllu heldur óveðri um land allt, virtust burðar- ásinn í hveijum fréttatímanum á fætur öðrum. Víkverji minnist þess ekki að hafa ekkert komist á skíði, hvorki um bænadagana né páska- helgina, eins og nú gerðist. Þetta er nokkur synd, því það hefur nú einu sinni myndast hefð fyrir því að frídagar tengdir páskahátíðinni eru orðnir hápunktur skíðavertíðar- innar hjá þeim sem á annað borð stunda þessa íþrótt, en einnig hafa þessir dagar iðulega verið einu dag- arnir sem fj'öldi manns drífur sig á skíði, sem ella fer aldrei á skíði. xxx Annars sætir það furðu, hversu seint ýmsir landsmenn virðast ætía að læra að haga sér í sam- ræmi við þær aðstæður sem skammtaðar eru hverju sinni. Þann- ig voru fluttar fréttir af illa búnum ökutækjum, jafnvel á sumardekkj- um, sem voru að þvælast á ijallveg- um, þrátt fyrir hríðarbyl, skafrenn- ing, bullandi ófærð og yfirlýsingar Vegagerðarinnar um að þessi fjall- vegurinn eða hinn væri lokaður, vegna ófærðar og óveðurs. Sjón- varpsstöðvarnar sýndu myndir af bílum á Hellisheiði um helgina, sem voru ýmist pikkfastir, hálfir eða allir út af, og bílstjórarnir þurftu í einu og öllu að reiða sig á sjálfboðal- iða björgunarsveita, þar sem Vega- gerðin ruddi ekki vegi, hvorki á föstudaginn langa né páskadag. Raunar er ekki hægt annað en undrast að ekki skuli fara verr, en nú um helgina, þegar fólk veður út í óvissuna, illa búið, á illa búnum bílum og lætur skeika að sköpuðu. xxx. Allra skemmtilegasti dagskrár- liður ljósvakamiðlanna um páskahelgina var að mati Víkveija þátturinn í Ríkissjónvarpinu með Björk Guðmundsdóttur, í umsjón Steinunnar Sigurðardóttur. Frómt frá sagt gaf þessi poppstjarna okk- ar íslendinga okkur heillandi innsýn inn í líf sitt og lífsviðhorf, sem Vík- veiji telur svo þroskuð og ósnortin af þeim gerviheimi sem listakonan unga hlýtur þó að lifa og hrærast í, að til hreinna undantekninga hlýt- ur að heyra. Það var ekki viðhorf hinna nýríku, sem kom fram í svör- um Bjarkar, aðspurð um hvað pen- ingar væru í hennar augum. Hún segir peninga veita henni frelsi og spara henni tíma og í máli hennar kom glöggt fram að hún hefur þroskann til þess að velja og hafna hvernig hún fer með þetta frelsi sitt. Það eina sem hana langar til að gé'ra-ér „að gera tónlist“ en hún þarf að eyða svona 320 dögum á ári í „kjaftæði“, þ.e. að veita fjöl- miðlum viðtöl, en hefur aðeins 20 til 30 daga aflögu til þess að gera það sem hún vill gera, „tónlist". Hún lítur á þetta sem skylduverk- efni sitt á meðan hún er að ljúka markaðssetningu á sjálfri sér, og vonar einlæglega að eftir það fái hún frið til tónlistariðkunar og þess að semja tónlist. xxx Hún er sem sagt ekki með neinn stjörnuglampa í augum yfir velgengni sinni og segist líta þannig á, að ef fólki líki það sem hún sé að gera, þá sé það bara „bónus“ fyrir sig. Einhvern veginn hallast Víkveiji að því, að tónlistarkonunni ungu verði ekki að ósk sinni, að því er varðar fjölmiðlafárið í kringum hana og að því muni innan tíðar linna, því það er mjög sjaldgæft að fólk, sem hefur náð jafnlangt og hún, sé jafnósnortið af frama og velgengni og hún er, jafn jarðbund- ið og heilbrigt í skoðunum og hún er — sannkallað náttúrubarn. Það er nú einu sinni eðli íjölmiðlanna að sækjast eftir því sem sérstakt er og sjaldgæft, þannig að Björk getur átt ágangi ijölmiðla að mæta um langt skeið enn — en sem betur fer, henn- ar vegna, mun hún geta stjórnað því að hluta í hversu miklum mæli hún sæltir sig við þann ágang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.