Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 06.04.1994, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 ÖRN ÁRNASON • LEIKARI Var ekki mjög félagslyndur unglingur Að stjórna MORGRON Stjórnendur MORGRON - Mælsku- -^og ræðukeppni grunnskóla Reykja- víkur og nágrennis - voru þrír ung- lingar þau Hafrún Kristjánsdóttir og Svanhvít Tryggvadóttir nemendur í Hólabrekkuskóla og Guðjón Péturs- son nemandi í Réttarholtsskóla. Hefur þessi keppni verið haldin áður? Hafrún: Þetta er í fyrsta skipti sem keppn- in er haldin með þessu sniði. Svanhvít: Keppn- irnar voru áður haldn- ar á vegum JC og þá var eldra fólk sem dæmdi og það var ýmislegt mjög asnalegt við þær keppnir. Nú eru það framhaldsskóla- -krakkar sem dæma. Guðjón: Nú er komið nýtt dómblað sem er það sama og er notað í MORFÍS. Hafið þið komið nálægt svona keppni áður? Svanhvít: Ég var í ræðuliði Hólabrekku- skóla í fyrra. Guðjón: Ég var í ræðuliði Réttarholtsskóla. Hvað kom til að þið fóruð að stjórna þess- ari keppni? Svanhvít: Við stofnuðum til þessarar keppni vegna þess að við vorum svo ósátt við það hvernig keppnin var í fyrra. Við vildum ekki hafa þessa dómara og þessi dómblöð þannig að við tókum okkur til og breyttum þessu. Guðjón: Við byrjuðum á því að hringja í alla skólana í Reykjavík og nágrenni og .báðum skólastjórana að benda okkur á ein- hveija sem hefðu áhuga á að taka þátt í þessu. Hafrún: Svo var haldinn stofnfundur í Verslunarskólanum og þar var kosin fjög- urra manna stjórn en tveir af þeim sem kosnir voru höfðu ekki tíma þannig að Svan- hvít kom inn í þetta með okkur. Hvað er það sem stjórnendur svona keppni þurfa að gera? Guðjón: Tala við dómara, sjá um umræðu- efni... Hafrún: ...sjá um að útvega sali fyrir • keppnirnar, kaupa bikara og fá styrkta- raðila... Svanhvít: ...sem var verslunin 17... Hafrún: ...senda út þátttökubréf... Hvað var erfiðast? Svanhvít: Að ná í dómarana. Guðjón: Það var ekkert mál að fá dómara til að dæma í keppninni, þeir hafa yfirleitt verið að keppa í ræðuliðum hjá MORFIS og ekki fengið mörg tækifæri til að dæma mikið og finnst bara fínt að fá að æfa sig í því. Svanhvít: Það er bara svo erfitt að ná í þetta fólk. Þetta er allt framhaldsskólanem- endur og þeir er út um allt. Eigið þið uppáhaldræðumann úr keppninni í ár? Hafrún: Magnús Guðjónsson í Hvassaleitis- skóla. Svanhvít: Já, mér fannst hann frábær. Hann var með leikþátt í ræðunum sínum lá við, hann var alveg ótrúlegur. Guðjón: Ég yrði laminn ef ég segði ekki Tommi í Réttó, hann myndi beija mig. Nei, nei, hann er mjög skemmtilegur ræðumaður. Eg held að ég hafi verið frekar mikill einfari; það sem maður kallar „lóner“. Ég fór mínar eigin leiðir — einn og var svona frekar feiminn svona fram undir sautján ára aldur. Ég var mikið í módelsmíði og Ijarstýrð- um flugvélum (er reyndar ennþá í því) og svo hafði ég gaman af alls kyns smíði og grúski; að rífa hluti í sundur og setja saman ef það var hægt. í Hrísey Ég var í skóla hér í Reykjavík en mínar æskuslóðir voru í Hrísey. Ég var þar alltaf á sumrin og þar voru eiginlega allir mínir vinir. Þetta er allt saman fólk sem maður þekkir ekki lengur, það tvístraðist út um allar jarðir, alla leið til Astral- íu. Það komu þama ástralskar vinnukonur þegar við vorum guttar og hirtu stálpuðu strákana og fóru með þá alla. En það var alltaf mjög gaman í Hrísey. Ég og Mummi vin- ur minn skutum rottur útá haugum og fórum á sjóinn náttúrlega. Svo vann maður líka, reyndar bara fyrir smápen- inga, en ég byijaði að vinna ellefu ára gam- all í frystihúsinu. Félagslífið á unglingsárunum var voða- lega dræmt. Ég man eftir einu skíðaferða- lagi og einu skólaballi. Ég var bara ekkert í þessu. Svo snerist þetta ,upp í andhverfu sína eftir að ég varð svona sautján eða átj- án ára. Ég veit ekki hvað gerðist eiginlega. Ég byijaði í leiklistarskólanum og var reynd- ar óttalegur félagsskítur þar framanaf því ég vildi sinna þessu námi. Ég held ég geti sagt að ég hafi ekki verið mjög félagslyndur unglingur, en ég var svo sem ekkert leiðin- legur. Svæsnari mórall en í dag Þó það sé nú kannski ljótt að segja það þá byijaði ég mjög snemma að reykja, svona tólf ára. Ég hætti því nú reyndar fyrir nokkr- um árum. En á þessum árum var bara einhvern veginn þannig mórall að maður var ekki maður með mönnum nema mað- ur reykti og drykki helst líka. Mórallinn í þá daga var held ég miklu svæsnari en hann er í dag. Þetta voru klík- ur og ef maður ætlaði að tilheyra einhverri klíkunni varð maður að stunda einhvern óþrifnaðinn. Skíði með þotuhreyflum Ég átti það til að vera mjög skreytinn í þá daga. I þessu eina skíðaferðalagi sem ég fór í fórum við upp í Hveradali og ég var þar á hausnum allan tímann. Ég kunni ekkert á skíðum og kunni reyndar ekki á snjóþotu heldur og það var auðvitað hlegið að mér alla ferðina. En þegar ég kom heim hafði mér tekist að koma þeim kvitti af stað að ég ætti skíði með þotuhreyflum. Og áður en ég vissi af var bankað upp á heima hjá mér, bróðurparturinn af bekknum þá mætt- ur að fá að skoða skíðin með þotuhreyflun- um. Móðir mín varð fyrir svörum og gat nú einhvern veginn logið mig út úr þessu, gott ef hún sagðist ekki vera búin að selja þau. Hún bjargaði mér oft úr svona klípum. Ég held ég sé nú hættur þessu. Langaði alltaf að verða skemmtikraftur Ég kláraði grunnnám í smíði áður en ég fór út í leiklistina. Mér hefur eiginlega ekki enn tekist að útskýra hvers vegna ég fór í Leiklistarskólann. Ég hafði í raun engan áhuga á leiklist... og þó, mig langaði allt- af að verða skemmtikraftur. Ætli ég hafi ekki farið í Leiklistarskólann þess vegna. En eitthvað misskildi ég þetta og fyrsta árið í skólanum var ég mjög ósáttur við þetta. Það var ekkert þarna sem hentaði mér. Það var allt svo alvarlegt og dramatískt; ekkert sprell. Og alltaf þegar ég talaði um að gera eitthvað sniðugt var ég kveðinn í kútinn með það. En núna á ég bráðum tíu ára skemmtikraftaafmæli og þetta er mjög skemmtilegt. Ég er bara þannig karakter að ég þarf að fá svörun strax. Meira frelsi í sveitinni Þegar ég hugsa til unglingsáranna þá er það alltaf Hrísey. Þetta var mjög skemmti- legt tímabil og ég held að það sé mjög gott fyrir krakka að upplifa svolítið fijálsa æsku. Maður er alltaf dálítið heftur hérna í bæn- um. Maður er bundinn alls kyns farartækjum og rosalega bundinn íjölmiðlum. Þetta sjón- varp er svona eins og eldgleypir, þó ég vinni nú sjálfur við þetta þá verð ég að segja það. Þetta er hættulegur miðill að mörgu leyti sem athyglisþjófur og tímaþjófur. Eg held að maður sé mun fijálsari í sveitinni. Hvar eru þau og hvad eru þau að gera? R !71 ST' fj' 3 i ■■■■■ Dagbjört Margrét, 15 ára: Aðalheiður Lilja, 15 ára: Já. Nei. Bragi, 15 ára: Nei, eða jú, ég hef nú reyndar keyrt bíl en . . . jú, ég hef prófað að keyra Eva, 15 ára: Nei.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.