Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994
65
Að kasta bolta
Kast
Ég er bvo m*3"
íbróttaábugamaður
aðþaðfyrstasem
mér dettur ibug
r kringtukast
V ogsvo-eifvers
\ konar skap-
\ gerðarkast^
Ja,
nú
kastar
áttunum,
eða voru
það
tíurnar
Björg
Mér dettur í hug
æðiskast og af því
ég er svo íþrótta-
lega sinnaður
einsogjónþá
\ sleggjukast /
p
*to c
al
co c
• - V - .
Einar
Þetta er engin
strákaíþrótt
Rapp og
Simpsons
Nafn: Örn Óskar Guðjónsson.
Heima: Reykjavík.
Aldur:16 ára.
Helstu áhugamál: Að fara
á skíði og spila körfubolta.
Uppáhalds hljómsveit:
Eg fíla helst rapp-tónlist og
núna hlusta ég mest á Snoop
dogy dog.
Uppáhalds kvikmynd:
Aladdín.
Uppáhalds sjón-
varpsefnið: The Simp-
sons.
Besta bókin: Stungið í stúf.
En uppáhalds tímaritið mitt er Vouge.
Hver myndir þú vilja vera ef þú
værir ekki þú? A1 Capone.
Hvernlg er að vera unglingur í
dag? Það er bara best - gott skemmt-
analíf.
Hverju myndir þú vllja breyta í
þjóðfélaginu? Ég myndi ekki vilja
breyta neinu, þetta er fínt eins og það
er.
Hvað er það skemmtilegasta
sem þú gerir? Að
fara á skíði, horfa á
góðar bíómyndir og
borða góðan mat.
Hvað er það lelðin-
legasta sem þú gerir?
Að láta mér leiðast og
hlusta á nöldur.
Hvað ætlar þú að verða
ar þú verður stór?
g ætla að verða tískuhönn-
uður.
Hvað gengur þú með í vösun-
um? Lykla, smokka, bréfarusl og
pening.
Hvað viltu segja að lokum?
Bless.
Um unglingasídu
Morgunblaðsins
Inga Björg Ingadóttir nemandi í
Pellaskóla var kosin ræðumaður
kvöldsins á úrslitakeppni Mor-
gron. Við heimsóttum hana, kikt-
um á bikarinn, óskuðum henni
til hamingju og spurðum hana
út í ræðumennsku.
Hveraig stóð á því að þú tókst
þátt í þessari keppni?
Ég keppti í keppninni í fyrra líka
og þá unnum við líka. En það var
eiginlega hálfgerð tilviljun að ég fór
í keppnina þá. Það voru valdir tveir
úr hveijum bekk til að taka þátt í
forkeppninni í skólanum og ég var
valin í liðið og þetta bara heillaði
mig svo rosalega að ég ákvað að
vera aftur með í ár. Þetta er alveg
ofboðslega gaman, þetta er með því
skemmtilegasta sem ég geri.
Hvað er svona skemmtilegt?
Bara að standa uppi í pontu og
tala. Sá sem hefur ekki gert það
getur ekki ímyndað sér það. Það
er alveg meiri háttar.
En er þetta ekki stressandi?
Jú, þetta er það, alveg rosalega.
Og það fer líka alveg ofsalegur tími
í æfingarnar, maður gerir lítið ann-
að á meðan maður er í þessu.
Hvernig fara æfingarnar
fram?
Við byijum á því að pæla í efninu
sem við fáum og skoða bæði það
sem er með og á móti. Síðan semj-
um við ræður sem verða að vera
visst langar og svo fer mjög mikill
tími í að æfa flutning.
Hvað er það sem þarf að prýða
góðan ræðumann?
Ég veit það ekki. Ætli þetta sé
ekki bara meðfætt í mínu tilfelli.
Maður þarf náttúrlega að geta talað
fyrir framan fullt af fólki og það
gengur ekki að vera feiminn. Svo
þarf maður að geta skrifað ræður
og maður þarf að geta tekið leið-
beiningum, að þola gagnrýnina. En
þetta er alveg ofboðslega þroskandi
og maður verður að geta talað á
móti sínum eigin skoðunum. Við
vorum samt rosalega heppin með
það efni sem við drógum; vorum
oftast fylgjandi því.
Finnurðu ekkert fyrir sviðs-
skrekk?
Jú, í fyrra þegar ég var að gera
þetta í fyrsta skipti var ég auðvitað
dálítið hrædd, en svo verður þetta
bara svo skemmtilegt að maður
gleymir hræðslunni.
Hefurðu farið á ræðunám-
skeið?
Nei, en það var stelpa sem hefur
verið í ræðuliðinu hjá okkur í tvö
ár sem sagði okkur út á hvað þetta
gengur og svo fengum við auðvitað
ofboðslega mikla þjálfun á æfingum
fyrir keppnina.
Er stelpum að fjölga í keppn-
inni?
Já, þetta er að breytast alveg
rosalega mikið. í úrslitakeppninni
hjá framhaldsskólunum voru í
fýrsta skipti jafnmargar stelpur og
strákar. Enda er þetta engin stráka-
íþrótt og á ekki að vera það.
Ætlarðu að halda áfram?
Ég er nú að útskrifast og get
ekki lengur keppt í grunnskóla-
keppninni en ef mér gefst tækifæri
á að vera með á næsta ári í fram-
haldsskólakeppninni þá á ég eftir
að gera það, alveg hiklaust. Ég á
eftir að halda þessu áfram eins lengi
og ég hef röddina og tækifæri til
að vera með.
Frá Grundaskóla
á Akranesi
VIÐ viljum byija á því að þakka
Ölduselsskóla í Reykjavík fyrir að
gefa okkur þetta frábæra tæki-
færi til þess að koma á framfæri
skoðunum okkar á unglingasíðu
Morgunblaðsins.
Okkur nemendum og kennurum
í Grundaskóla finnst unglingasíða
Morgunblaðsins mjög skemmtileg.
Þó er alltaf eitthvað sem má bæta.
T.d. mætti gefa unglingasíðuna
út oftar, a.m.k. einu sinni í viku
því það er ekki svo mikið sem
unglingar hafa áhuga á í dagblöð-
unum. Okkur þykir góð hugmynd
að láta skólana skora hver á ann-
an. Því mætti halda áfram og
láta skóla úti á landi taka
líka þátt svo að ungling-
ar á höfuðborgarsvæð-
inu viti meira um hvað
jafnaldrar þeirra úti á
landi gera í frítíma sín-
um.
Það mætti t.d. kynna
félagslífið í hinum og þess-
um byggðarlögum. Hér á Akra-
nesi er starfandi mjög góð félags-
miðstöð undir stjóm Einars Skúla-
sonar og aðstoðarmanna hans og
nefnist sú félagsmiðstöð Arnardal-
ur. Hana sækja unglingar á aldrin-
um 13—16 ára. Þar er hægt að
gera ýmislegt sér til skemmtunn-
ar, t.d. eru þama billjardborð og
borðtennisborð, þar er mikil tónlist
spiluð og svo em sjónvörp og
gervihnöttur fyrir þá sjónvarps-
sjúku. Þó að húsið sé ekki stórt,
þá rúmar það þó þann fjölda sem
þangað sækir. Haldin em böll til
skiptis í Arnardal, Grundaskóla
og Brekkubæjarskóla, annan
hvem föstudag. Fyrir stuttu var
haldin hin árlega árshátíð Amar-
dals og biðu menn í biðröðum eft-
ir að fá miða á hana. Þar var
matur, skemmtiatriði og þá vom
veitt verðlaun fyrir hin og þessi
mót sem höfðu verið haldin yfir
veturinn, t.d. pílumót, borðtennis
og billjardmót og svona mætti
lengi áfram telja. í lokin var svo
haldið dúndrandi diskótek.
Gott væri að gefa unglingum á
landsbyggðinni tækifæri á að
senda hugmyndir og viðtöl í blaðið
— það eru til bílar og skip! Svo
væri gaman að fá að vita hvernig
unglingar hér áður fyrr höfðu
það og hvernig þeir eyddu
frítíma sínum. Þrátt fyr-
ir þessar neikvæðu hlið-
ar er flest mjög gott á
unglingasíðunni. Hún er
það sem unglingar hafa
beðið eftir. Og þessar
hugmyndir komum við
með til að gera opnuna enn
betri.
í lokin ætlum við að skora á
hinn frábæra skólann á Akra-
nesi — Brekkubæjarskóla —
að fjalla um atvinnuhorfur
unglinga á Akranesi. Hér er
annað gert en að spila fótbolta.
Svo vonumst við til að Brekku-
bæjarskóli skori á skóla úti á
landi til að skrifa í unglingas-
íðu Morgunblaðsins.