Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 66
66
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994
SLYSFARIR OG HRAKNINGAR UM PASKA
Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson
Stúlka sótt í Landmannalaugar
NÍU ára stúlka fótbrotnaði í Jökuldölum, austan Landmannalauga, á föstudaginn langa þegar hún varð
á milli tvegja vélsleða. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kvödd á staðinn til að flytja telpuna til Reykja-
víkur, þar sem gert var að beinbrotinu. Á myndinni sést þar sem verið er að bera hana um borð í þyrluna.
Þijár stúlkur hætt
komnar í stórhríð
Borg í Miklaholtshreppi.
FULLVÍST má telja að bóndinn á Snorrastöðum í Kolbeinsstaða-
hreppi, Kristján Magnússon, hafi bjargað lífi þriggja stúlkna sem
ætluðu að ganga á Eldborg á páskadag.
Innbrot í
söluskála á
Höfn
BROTIST víir inn í söluskála á
Höfn í Hornafirði aðfaranótt
annars í páskum og stolið þaðan
ýmsum varningi og peningum.
Enginn hefur verið handtekinn
vegna þessa máls.
Að sögn lögreglunnar var hurð
baka til á skálanum spennt upp.
Þjófarnir höfðu á brott með sér
bílútvarpstæki, geisladiska, tóbak,
sælgæti og peninga úr spilakassa
Rauða krossins sem var brotinn
upp.
Þjófunum yfírsást hins vegar
hluti peninganna því ekki voru all-
ir peningar í söluskálanum hirtir.
Á gjörgæslu
eftir bílveltu
Ungur maður liggur þungt
haldinn á gjörgæsludeild Borgar-
spítalans eftir bílveltu skammt frá
Blönduhlíð í Langadal á skírdag.
Stúlku sem ók bílnum sakaði ekki.
Fólksbíllinn lenti í snjódyngju,
fór út af veginum og valt niður
30 metra langa brekku. Tvennt
var í bílnum, stúlka sem ók og
var hún í bílbelti og maður sem
svaf í aftursætinu. Hann var ekki
í belti.
Var maðurinn fluttur á Borgar-
spítalann þar sem gerð var á hon-
um aðgerð.
Tveir bílar út-
af í grennd við
Blönduós
Tvær bifreiðar keyrðu útaf veg-
inum í grennd við Blönduós á
annan dag páska. Engan sakaði.
Mikil hálka og slæmt skyggni var
þegar þetta gerðist.
Fyrri bíllinn fór út af veginum
við Geitaskarð um hádegisbilið.
Tvær konur voru í bílnum sem
lenti í hálku og krapi. Missti öku-
maður vald á bifreiðinni og fór
hún útaf.
Síðdegis fór svo Econoline með
tengivagni með snjósleðum út af
við Húnaver. Femt var í bílnum
og sluppu allir ómeiddir.
Slasaðist á öxl
o g fæti
Ungur maður slasaðist á öxl og
fæti þegar hann kastaðist af mót-
orhjóli á Garðsvegi aðfaranótt
páskadags.
Maðurinn var að fara fram úr
bifreið og að sögn lögreglunnar í
Keflavík er talið að hann hafi lent
fyrir utan malbikið og misst stjórn
á hjólinu.
Hann var fluttur á sjúkrahús
þar sem gert var að meiðslum
hans.
Þýfi og pen-
ingar fundust
við húsleit
Brotist var inn í tvær matvöru-
verslanir í Keflavík á aðfaranótt
skírdags og þaðan stolið talsverð-
um verðmætum. Menn grunaðir
um verknaðinn voru handteknir í
Reykjavik síðar um nóttina og
gerð var húsleit í íbúð sem þeir
höfðu til umráða á Grettisgötu.
Fannst þar talsvert af þýfí auk
peninga, ávísana og gjaldeyris að
upphæð 400 þúsund krónur.
Mennirnir fóru akandi til Kefla-
víkur á stolnum bíl. Þeir voru síðan
handteknir, að sögn lögreglunnar
í Reykjavík, þegar sást til þeirra
þar sem þeir voru að bera kassa
inn í hús. Óskað var eftir húsleitar-
heimild og við hana fundust tíu
kassar af sígarettum og 600 vindl-
ingalengjur af ýmsum tegundum.
Mennirnir, sem eru 23 og 24
ára gamlir, hafa oft komið við
sögu lögreglunnar áður í sambandi
við fíkniefnamál, innbrot, þjófnaði
og líkamsmeiðingar, en við húsleit-
ina fundust einnig áhöld til fíkni-
efnaneyslu. Annar mannanna situr
enn inni en hinum hefur verið
sleppt að sögn Rannsóknarlög-
reglu ríkisins.
Bifhjól lenti á
mannlausri
bifreið
Bifhjól skall á mannlausri bif-
reið þegar ökumaður þess missti
vald á því á mótum Snorrabrautar
og Grettisgötu skömmu eftir mið-
nætti aðfaranótt páskadags.
Tvennt var á hjólinu og meiddust
ökumaður og farþegi hans lítillega
þegar þau skullu í götuna. Bifreið-
in er talsvert skemmd.
Eins árs
drengur
brenndist illa á
fótum
Eins árs drengur brenndist illa
á fótum á skírdag þegar hann
opnaði þvottavél sem full var af
95°C heitu vatni.
Herdís Storgaard hjá Slysa-
varnafélagi íslands, en móðir
drengsins hafði samband við fé-
lagið, segir að drengurinn hafi
verið ásamt móður sinni í þvotta-
húsi í fjölbýlishúsi. Á vélinni hafí
átt að vera öryggislæsing en hún
hafi verið skemmd þannig að þeg-
ar móðirin leit undan náði dreng-
urinn að opna vélina. Hún hafí
verið í gangi þar sem verið var
að þvo suðuvél og vatnið hafi hellst
yfír fætur barnsins.
Drengurinn hlaut annars stigs
bruna á öðrum fæti, en fyrsta og
annars stigs bruna á hinum og
liggur nú á sjúkrahúsi.
Herdís segir að húð barna sé
mun þynnri en húð fullorðinna og
því fái þau iðulega verri brunasár
en þeir sem eldri eru. Því sé brýnt
að fólk gangi úr skugga um að
slíkar öryggislæsingar á þvotta-
vélum séu í lagi, því þetta sé ekki
í fyrsta skipti sem atburður af
þessu tagi gerist.
18 innbrot og
þjófnaðir í
Hafnarfirði
Átján innbrot og þjófnaðir voru
framin í Hafnarfírði um páskana
og ýmsum verðmætum stolið.
Að sögn lögreglunnar í Hafnar-
fírði var brotist inn í sjö hús, sjö
bifreiðar og fjórir aðrir þjófnaðir
voru tilkynntir.
Þjófarnir höfðu ekki peninga
upp úr krafsinu, til dæmis var fjór-
um kuldagöllum stolið frá verk-
takafyrirtæki í bænum og brotist
var inn í tölvustofu í Víðistaða-
skóla.
Ákafir sund-
menn á Sel-
tjarnarnesi
Komið var að þremur ungum
mönnum á sundi i sundlauginni á
Seltjarnarnesi aðfaranótt páska-
dags og að hópi fólks aðfaranótt
annars í páskum. Var lögreglan
kvödd á vettvang í bæði skiptin.
Það var vaktmaður sem kom
að fólkinu í bæði skiptin, en það
var allt undir áhrifum áfengis.
Drengimir voru allir rúmlega
tvítugir og var þeim vísað úr laug-
inni.
Aðfaranótt mánudags kom
vaktmaður aftur að fólki í lauginni
og gerði lögreglu viðvart. Þegar
hún kom á vettvang hafði fólkið
ekið í burtu á tveimur bílum sem
náðust skömmu síðar og eru öku-
menn beggja bílanna grunaðir um
ölvun.
Stúlkurnar eru allar útlendar
og höfðu ætlað, í samráði við hús-
ráðendur á Snorrastöðum, að fá
sér göngutúr og skoða Eldborg.
Klukkan mun hafa verið um 10.30
fyrir hádegi þegar stúlkurnar
lögðu af stað frá Snorrastöðum.
Veður var þá gott en kólga í lofti.
Enginn nýfallinn snjór var á þess-
ari leið en þar var nokkuð harð-
fenni. Að sumarlagi er talið að um
það bil 40 mínútna gangur sé frá
Snorrastöðum að Eldborginni.
Rétt fyrir klukkan eitt var farið
að undrast um þær enda komið
hið versta veður, stórhríð með
mikilli fannkomu, en lítið frost.
Höfðu mennirnir verið varaðir
við að leggja á fjöllin en fóru samt
á vanbúnum bílum. Komust þeir
norður í Austari-Fjallgarð á
Möðrudalsöræfum þar sem þeir
sneru við vegna ófærðar og kom-
ust þeir austur að Þrívörðuhálsi
eins og áður sagði, þar gengu
þeir frá bílnum og í sæluhús Slysa-
varnafélagsins, Landakot austan
á Þrívörðuálsi, og báðu um hjálp
um Nesradíó klukkan 20 á páska-
dagskvöld og var þá slysavarna-
sveitin Jökull kölluð út.
Brugðust þeir Benedikt Arnórs-
son frá Jökli og Eiríkur Skjaldar-
son frá Hjálparsveit skáta fljótt
Fundvís fjárhundur
Brá því Kristján snarlega við
og hóf leit að stúlkunum. Hann
er ungur maður og knár og byij-
aði á að kalla til sín fjárhund sinn
sem er skynugur og fundvís á för.
Kristján hljóp mestalla leiðina að
heiman og var því ótrúlega fljótur
að komast þessa leið, þar sem
stúlkurnar fóru. Þegar hann taldi
sig vera kominn þá leið sem stúlk-
urnar ætluðu að fara fann hundur
hans för eftir þær í snjónum og
þá voru liðnar um 40 mínútur frá
því að Kristján fór að heiman, en
skyggni var mjög lítið. Eftir að
hafa fundið slóð stúlknanna með
við og lögðu af stað mönnunum
til hjálpar. Sagði Benedikt að vont
skyggni hefði verið vegna skaf-
byls þó mátti segja að stikuljós
hefðu verið sem þó kom að litlu
gagni vegna þess að mikið þurfti
að fara utan vegar. Gekk ferðin
nokkuð vel, enda voru þeir á vel
búinni Ekonlæn-bifreið Benedikts
sem er á 44 tommu dekkjum.
Tóku þeir mennina í bílinn og fóru
með þá niður í Skjöldólfsstað en
þeir voru vel á sig komnir og
væsti ekki um þá í Landakoti, að
sögn Benedikts, og voru þeir
komnir til byggða fyrir miðnætti.
- Sig. Að.
aðstoð hundsins fann hann þær
fljótlega en höfðu þær þá tekið
ranga stefnu og óvíst hvar þær
hefðu lent.
Á leiðinni heim skánaði veður
svolítið en það tók þau rúma
klukkustund að komast heim.
Stúlkunum varð ekki meint af
þessu volki þótt þær væru orðnar
mikið blautar eftir fannkomuna.
Páll
------» » ♦------
Tveir bíl-
ar ultu á
sama stað
á Fjöllum
Grímsstöðum á Fjöllum.
TVEIR jeppar ultu um 12 kíló-
metra frá Grímsstöðum á Fjöll-
um á skírdag og aðfaranótt
föstudagsins langa. Engin meiðsl
urðu á fólki.
Fyrri bílveltan varð um hádegis-
bil á skírdag. Einn maður var í bíln-
um, en bíllinn er mikið skemmdur
og óökufær.
Ökumaðurinn gekk til Gríms-
staða í stórhríð en farsími sem hann
var með í bílnum bilaði við óhappið.
Vörubíll kom frá Akureyri til að
sækja bílinn og var hann 6-7 tíma
á leiðinni, en venjulega tekur ferðin
um tvo tíma í góðri færð.
Um kl. 1 aðfaranótt föstudagsins
langa var svo bankað upp á að
Grímsstöðum á ný. Þar var kominn
maður sem hafði velt jeppa á Bisk-
upsháls, á svipuðum slóðum og hinn
fyrri.
Jeppinn var í samfloti við annan
bíl og var ökumaður einn í bílnum.
Þurfti hann að gista á Grímsstöð-
um. Var bíllinn sóttur og gerður
ökufær á föstudaginn langa en
hann var mikið skemmdur.
B.B.
í erfiðleikum á
Þrívörðuhálsi
Vaðbrekku, Jökuldal.
SLYSAVARNADEILDIN Jökull var kölluð út á páskadagskvöld
að sækja tvo menn sem strandað höfðu á þjóðveginum norðan á
Þrívörðuhálsi á Jökuldalsheiði í ófærð þar sem kúpling bilaði í
bíl þeirra.