Morgunblaðið - 13.04.1994, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994
45
ÞESSI börn efndu til hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands.
Samtals söfnuðu þau 1.418 krónum. Þau eru Hafdís Ársælsdóttir,
Aldís Guðrún Ársælsdóttir, Christina Miller og Andri Miller.
skrá sig sem fyrst, því það fylltist í
Kópavogsmótið
Góð byrjun margra Islendinga
______________Brids____________________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsklúbbur Félags eldri
borgara í Kópavogi
Þriðjudag 5. apríl ’94 var spilaður
tvímenningur og mættu 22 pör, spilað
var í 2 riðlum, A og B. Úrslit í A-riðli:
BergurÞorvaldsson/ÞórarinnÁmason 156
Karl Adolfsson/EggertEinarsson 119
Einar Einarsson/Svavar Sigurðsson 110
Meðalskor 108
B-riðill:
Jónína Halldórsd./Hannes Ingibergsson 203
Helga Ámundad./Hermann Finnbogason 187
Þorleifur Þórarinsson/Þorsteinn Erlingsson 183
Eysteinn Einarsson/Garðar Sigurðsson 173
Föstudaginn 8. apríl '94 var spilað-
ur tvímenningur. 20 pör mættu. Spilað
var í 2 riðlum, A og B. Úrslit í A-riðli:
Sveinn Sæmundsson/V aldimar Lárusson 134
EysteinnEinarsson/GarðarSigurðsson 126
Alfreð Kristjánsson/Gunnar Hjálmarsson 118
B-riðill:
Ragnar Halldórsson/Hallgrimur Kristjánsson 127
EinarEinarsson/SvavarSigurðsson 123
ÁsthildurSigurgislad./LárusAmórsson 120
Meðalskoríbáðumriðlum 108
Opið bridsmót í Hveragerði nk.
laugardag
Opna Edenmótið í brids verður í
Hveragerði laugard. 16. apríl og byij-
ar kl. 10 stundvíslega. Spilaður er
tvimenningur (Barometer). Hámarks-
fjöldi 32. pör. Þátttökugjald kr. 2.500,
pr. mann.
Skráning þátttöku hjá BSÍ, sími
91-619360, og Þórði, hs. 98-34191
vs. 98-34151 (símsvari).
Góð verðlaun eins og í fyrra. Vænt-
anlegum þátttakendum er bent á að
fyrra. Nú verður spilað í Eden.
Bridsfélag Suðurnesja
Aðaltvímenningur félagsins hófst
sl. mánudag og eru Pétur Júiísson og
Heiðar Agnarsson langefstir eftir
fyrsta kvöldið. 28 pör mættu til þátt-
töku og komast ekki fleiri að vegna
stærðar húsnæðisins en segja má að
í tvímenningi taki salurinn ekki nema
20-22 pör svo ve! fari.
Staðan í mótinu:
PéturJúlíusson-HeiðarAgnarsson 148
Valur Símonarson - Kristján Kristjánsson 66
Gísli Torfason - Jóhannes Sigurðsson 59
Einar Jónsson - Hjálmtýr Baldursson 50
GarðarGarðarsson-EyþórJónsson 48
Bjami Kristjánss. - Þorger Ver Halldórss. 39
Gunnlaugur Sævarss. - Ingvar Guðjónss. 38
Spilaðar verða 27 umferðir og eru
spiluð 4 spil á milli para.
Jafnhliða mótinu fer fram keppni
með forgjöf. Nokkur vinna er við út-
reikninginn og er honum ekki lokið.
Barðstrendingafélagið
Eftir 17 umferðir í Barómeter-
keppni deildarinnar er staða efstu
para eftirfarandi:
ÞórarinnÁmason-GísliVíglundsson 257
Halldór B. Jónsson - Ólafur Jóhannesson 189
Gunnar R. Pétursson - Allan Sveinbjömsson 140
FriðjónMagnússon-ValdimarSveinsson 121
BirgirMagnússon-PéturSigurðsson 110
EðvarðHallgrimsson-ValdimarJóhannsson 91
Friðgerður Friðgeirsd. - Friðgerður Benediktsd. 76
Besta skor 11. apríl:
Þórarinn Ámason—Gísli Víglundsson 145
Edda Thorlacius - Sigurður Isaksson 81
Kristján Jóhannsson - Ámi Eyvindsson 57
____________Skák_________________
Margeir Pétursson
JÓN L. Árnason stórmeistari
vann kollega sinn Helga Ólafs-
son í þriðju umferð alþjóðlega
skákmótsins í Digranesskóla í
Kópavogi og tók þar með foryst-
una á mótinu ásamt ensku al-
þjóðlegu meisturunum Kumar-
an og John Emms. Þeir hafa tvo
og hálfan vinning.
Andri Áss Grétarsson teflir
áfram af miklu öryggi og gerði
jafntefli við langstijahæsta kepp-
andann, Almasi frá Ungveijalandi.
Þröstur Þórhallsson vann enska
stórmeistarann Hebden og heldur
enn í von um þriðja áfanga sinn
að stórmeistaratitli. Jón Garðar
Viðarsson sigraði stigaháan enska
alþjóðameistara, Peter Wells.
Það er þó enn of snemmt að
fagna framförum og framgangi
okkar efnilegu skákmanna. Á Hell-
ismótinu í haust byijuðu margir
íslensku keppendanna einnig vel,
eftir fyrstu umferðimar var búist
við mörgum áföngum. Þegar upp
var staðið náðist þó ekki einn ein-
asti. Við skulum vona að lærdómur
hafi verið dreginn af þeirri reynslu
og menn nái að halda sínu striki
allt til loka.
Urslit þriðju umferðar:
Andri Áss—Almasi jafnt, Helgi Ól.—Jón
L. 0—1, Skembris—Kumaran 0—1, Griv-
as—Hannesjafnt, Emms—Helgi Áss 1—0,
Þröstur—Hebden 1—0, Jón Garðar—Wells
1—0, Ólafur—Benedikt jafnt, Kristens-
en—Áskell jafnt, Bragi—Guðm. Gíslason
jafnt, Tómas—Guðm. Halldórsson 0—1.
Staðan eftir þrjár umferðir:
1—3. Jón L. Ámason, Emms og Kum-
aran, Englandi 216 v.
4—9. Almasi, Ungveijalandi, Hannes H.
Stefánsson, Grivas, Grikklandi, Þröstur
Þórhallsson, Andri Áss Grétarsson og Jón
Garðar Viðarsson 2 v.
10—13. Helgi Ólafsson, Skembris, Grikk-
landi, Helgi Áss Grétarsson og Ólafur
B. Þórsson 1 'h v.
14—20. Hebden og Wells, Englandi,
Kristensen, Danmörku, Guðmundur
Gíslason, Benedikt Jónasson, Guðm. Hall-
dórsson og Áskell Öm Kárason 1 v.
21. Bragi Halldórsson 16 v.
22. Tómas Bjömsson 0 v.
Þröstur Þórhallsson vann
skemmtilegan sigur á Hebden:
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Hebden, Englandi
Tveggja riddara tafl
I. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bc4
- Rf6 4. d4
Andri Áss lék 4. Rg5 í fyrstu
umferð gegn Hebden og vann!
4. - exd4 5. e5 - d5 6. Bb5 -
Re4 7. Rxd4 - Bc5 8. Be3 -
Bd7 9. Bxc6 - bxc6 10. 0-0 -
De7 11. f4!?
11. f3 er vel svarað með 11. —
Rd6! en 11. Hel hefur verið talinn
besti leikurinn í stöðunni. Nú gæti
svartur vel leikið 11. — f6!?, en
leið sú Hebden velur er einnig
ágæt.
II. - Bb6 12. Rd2 - c5 13.
R4f3 - Rxd2 14. Dxd2 - d4 15.
Bf2 - 0-0 16. h3 - Bc6 17. Bh4
- f6!?
Ef hvítur léki nú 18. exf6 —
gxf6 þá flytti svartur kónginn til
h8 og fengi sóknarfæri eftir c lín-
unni.
18. a4 - c4?!
Rétt eins og í skákinni við Andra
er Hebden of bráður á sér. Sjálf-
sagt var 18. — a5.
19. Rxd4 - Dd7 20. c3 - Had8
21. Bf2 - Dd5 22. Be3 - fxe5
23. fxe5 - Dxe5 24. Hxf8+ -
Hxf8 25. a5 - Bc5
Svartur hefur unnið peðið til
baka og biskupaparið virðist
tryggja honum góða stöðu. En
Þröstur lumar á snjallri vendingu
sem einfaldar taflið honum í hag.
Hebden freistar þess að ná mát-
sókn eftir svörtu reitunum. Þetta
tekst þó ekki betur til en svo að
hann verður sjálfur mát. Þröstur
nær frábæru samspili drottningar
og riddara.
26. Rxc6! - Bxe3+ 27. Khl -
Dg3
Eftir 27. - De6 28. Dd5! -
Dxd5 29. Re7+ fær hvítur betra
endatafl og 27. - Df4 28. Dd5+
— Kh8 29. Hdl er einnig betra á
hvítt.
28. Dd5+ - Kh8 29. Re5 - h6?
Tapar, en svartur á í miklum
erfiðleikum. Hann er mát í fjórum
eftir 29. - Bf4? 30. Rf7+. Skást
var 29. — g6.
30. De4! - Hf4 31. Rg6+ - Kg8
32. De8+ — Kh7 33. Re7 og svart-
ur gaf því hann er óveijandi mát.
Jón Garðar Viðarsson hefur
aldrei verið talinn til heppinna
skákmanna en virðist loksins kom-
inn í náðina hjá skákgyðjunni:
Svart: Peter Wells
Hvítt: Jón Garðar Viðarsson
Báðir keppendur voru í miklu
tímahraki. Svartur stendur síst
lakar eftir 38. — Hc5! eða 38. —
Dc7, en Wells var of bráður á sér:
38. — Rxb3?? 39. Db7 og svartur
gafst upp því hann tapar manni.
Gylfi Akureyrarmeistari
Skákþing Akureyrar var haldið
í mars. Gylfi Þórhallsson sigraði
fjórða árið í röð eftir harða keppni
við Rúnar Sigurpálsson. Úrslitum
réð að Gylfi hafði betur í innbyrð-
is viðureign þeirra.
A flokkur, úrslit:
1. Gylfi Þórhallsson 7 v. af 8
2. Rúnar Sigurpálsson 6'/2 v.
3. Þórleifur Karl Karlsson 5'/2 v.
4. Smári Ólafsson 4 v.
5. Þór Valtýsson 3'/2 v.
6. Stefán Andrésson 3 v.
7. Smári Rafn Teitsson 2xh v.
8—9. Guðm. Daðason og Jón Björgvinsson 2 v.
B flokkur, úrslit:
1. Halldór Ingi Kárason 6V2 v. af 8
2. Gestur Einarsson 6 v.
3. Páll Þórsson 5 v.
4. Hafþór Einarsson 4'/2 v.
5—6. Loftur Baldvss. og Magnús Ásbjöms.3'/2 v.
7—8. Bjöm Finnbogas. og Davíð Stefánss. 3 v.
9. Sverrir Amarson 1 v.
Fræsáning og upp
eldi sumarblóma
Efnilegar fræplöntur.
Blóm vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
283. þáttur
Það hefur verið venja okkar flest
vor að veita lesendum þáttarins lít-
ilsháttar leiðbeiningar um sáningu
sumarblóma og matjurta og svo
mun enn verða — þó í seinna lagi
sé — og að þessu sinni er það dr.
Einar Ingi Siggeirsson sem veitir
fræðsluna: „Flestum tegundum
sumarblóma er jafnan sáð í
mars/maí. Til þess má nota mörg
tiltæk ílát svo sem hverskyns potta,
ílát undan mjólkurvörum, eða mis-
munandi gerðir af sáðbökkum og
best er að halda hverri tegund út
af fyrir sig. Þá má einnig sá í vermi-
eða sólreiti og hafa yfir þeim gler-
glugga eða plastdúk. í þeim tilvik-
um er nauðsynlegt að opna glugga-
na þegar sól skín, til að lofta um
plönturnar og lækka hitann sem
ekki má fara mikið yfir 20° C. Svo
þarf að vökva fræið og plöntumar
daglega. ílátin sem sáð er í er
heppilegast að hafa um það bil 10
cm á dýpt og hafa smá göt eða
rifu á botni til þess að hleypa niður
umframvatni eftir vökvun.
í fræpökkum er oftast nægilegt
fræmagn til að upp komi 25-100
plöntur en það fer eftir spírunar-
hæfni fræsins og stærð þess. Gam-
alt fræ spírar yfirleitt illa.
í heimahúsum er tiltölulega auð-
velt að ala upp plöntur en þó ber
að hafa nokkur atriði í huga í var-
úðarskyni og þá fyrst og fremst
að moldin sé sótthreinsuð, annað-
hvort með lyíjum sem fá má í garð-
yrkjuvöruverslunum með leiðbein-
ingum um notkun eða „þurrsuðu".
Einfaldasta aðferðin við „þurrs-
uðu“ er sú að setja moldina í bök-
unarofns-skúffuna og hita í 100°
C í 10-15 mín., eða þar til að
moldin er orðin vel þurr, þá er hún
kæld niður í stofuhita. Eftir að
moldin hefur verið sótthreinsuð
þarf að fara mjög þrifalega með
hana, skaðleg sveppagró gætu
leynst í henni og valdið sjúkdómum
í plöntunum.
Oftast tekst vel til með ræktun-
ina í byijun, en til er að plönturnar
taki vaxtarkipp, tijónist upp á
skömmum tíma, en falli síðan dauð-
ar niður. Oft stafar þetta af ónógri
birtu, ofmikilli eða misjafnri vökv-
un frá degi til dags eða sveppa-
gróðri í moldinni. Sáðmold er hægt
að fá keypta í garðyrkjuvöruversl-
unum en þeim sem sjálfir vilja
blanda sér mold til að sá í má benda
á eftirfarandi:
2 hlutar grasrótarmold, sigtuð í
sigti með 1 cm möskvastærð,
1 hluti mómold,
1 hluti grófur vikur eða sandur,
kornastærð 2-3 mm.
í hveija 35 lítra af mold er hæfi-
legt að blanda 50 gr superfosfat
og 40 gr af áburðarkalki. Einnig
má nota þurrt, mulið hrossatað,
sótthreinsað, eða tilbúinn stofu-
blómaáburð og fara þá eftir leið-
beiningum á umbúðum. Ofaná fræ-
ið er sett um það bil */>cm moldar-
lag, vökvað vel með úðara og
merkt. Til þess að rakinn haldist í
sáðílátunum og flýta fyrir spírun
má breiða yfir þau rök dagblöð,
sem fjarlæg eru þegar blöð fara
að vaxa. Fræ og fræplöntur mega
aldrei þorna og þurfa helst að vera
á stað þar sem sólar nýtur smá-
stund úr deginum. Samræmi þarf
að vera milli raka og birtu. Ef birta
er of lítil og hiti of mikill verða
plönturnar teygðar og veiklulegar.
Fyrstu tvö blöðin sem upp koma
eru nefnd kímblöð, síðan koma
önnur tvö sem verða að laufblöðum
og er þá tími kominn til að dreif-
planta í ílát sem plönturnar eru
látnar vaxa í þar til tímabært verð-
ur að planta þeim út í garð, venju-
lega um miðjan júní. Eftirfarandi
moldarblanda hefur reynst vel fyrir
dreifplöntun:
7 hlutar grasrótarmold, sigtuð á
sama hátt og áður var getið,
2 hlutar mómold,
1 hluti grófur vikur.
í hveija 35 lítra af þessari blöndu
er hæfilegt að setja 100 gr af
blönduðum garðárburði og 40 gr
af áburðarkalki. Ef dreifplantað er
í bakka er hæfilegt bil milli plantna
2,5X2,5 sm. Eftir umplöntun er
nauðsynlegt að vökva með svart-
rótarsveppalyfi sem fæst í garð-
yrkjuvöruverslunum."
E.I.S.