Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 1
SUNNUDAGUR
SUNNUDAGUR
24. APRÍL 1994
BLAÐ
vor
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Eg er að flylja bráðum, þess vegna er allt í pappaköss-
um,“ segir Jón ísberg sýslumaður og bandar hend-
inni í átt að kassahrúgu og blaðastöflum. „Ef ég tók til
á skrifborðinu mínu hér áður þá sagði fólk: Ætlarðu að
fara að gifta? Nú eru leyfisbréfin að lækka og allir eru
að biðja mig um að gera allt mögulegt áður en ég hætti.
Eg kemst því lítið áfram með að pakka niður.“ Jón er
að hætta eftir rösklega þrjátíu ár í því starfi sem sýslu-
maður Húnvetninga, áður var hann um árabil fulltrúi
föður síns Guðbrandar ísberg sem einnig var sýslumaður
Húnavatnssýslu. „Húnvetningar eru búnir að lúta valdi
Isberganna í 62 ár,“ segir Jón og hlær. „Nú ætla þeir
að halda mér veislu þann 24. apríl
og þeim sýnist að ekki dugi minna
en íþróttasalurinn til þess.“ Aftur
hlær Jón, það er greinilega stutt í
glaðværðina hjá honum. „Jæja við
skulum koma heim til mín,“ segir
hann svo og stendur upp frá skölum
hlöðnu skrifborðinu. „Embættið
flutti í þetta hús árið 1974, sama
ár og Vestur-Islendingar áttu afmæli, þetta átti að verða
eingöngu bókasafn en ráðuneytið kom mér í opna skjöldu
og keypti neðri hæð þessa húss fyrir sýslumannsembætt-
ið, þeir taka aldrei marka á neinu sem við segjum hér úti
á landi,“ segir hann glettnislega um leið og við göngum
út í bílinn hans. „Bíddu aðeins,“ segir hann og þreifar
milli sætanna. „Ég þorði ekki annað en gera þetta áður
en þú sest inn í bílinn, ég bauð einu sinni fínni frú að
keyra hana heima. Þegar hún var sest inn fór ég að
þreifa milli sætanna, rétt við pilsið hennar til að leita
að bíllyklunum, ég geymi þá venjulega þar. Hún leit mig
miklu grunsemdar augnaráði það sem eftir var leiðarinn-
ar - svo nú passa ég mig ef ég býð dömu akstur.“
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Jón ísberg sýslu-
maður Húnvetninga
er að láta af störfum
eftir langan og giftu-
ríkan embættisferil
Þooer
aðkoma
Morgunblaðið/Árni Sæberg