Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994
DANS
Nína Geirsdóttir dansar
af mikilli gleði.
af miklum móð var Bjarni Bald-
vinsson nemandi í Fjölbraut í
Garðabæ. Hann spilar ekki aðeins
á trommur því hann er að læra á
kirkjuorgel í Tónskóla þjóðkirkj-
unnar og hefur verið að því undan-
farin tæp tvö ár.
Eftir að æfingu lauk gáfu Or-
ville og dansaramir Sigrún Grend-
al, Nína Geirsdóttir, Anna Jó-
hannsdóttir og Sólveig Hauks-
dóttir sér tíma fyrir smá spjall og
lá blaðamanni fyrst forvitni á að
vita hvemig stáðið hefði á því að
leið Orvilles lá til Islands.
Þegar spurningin var borin upp
brosti hann tvíræðu brosi og ljóst
er að hann hefur oftar en einu
sinni verið spurður að þessu.
KRAFTAKEPPNI
Kvenlegir kraftakarlar
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Þessar föngulegu „dömur“, Andrésína
og Magnúsa, reyndu að fá að taka
þátt í kraftakeppni kvenna á dögunum,
en vár hafnað á þeim forsendum að þær
reyndust ekki hafa „réttu græjurnar".
Undlr kollum og klæðum reyndust fel-
ast sterkasti maður landsins, Magnús
Magnússon, og Andrés Guðmunds-
son, verðandi kraftastjama. Þeir kepptu
í tveimur greinum, steinatökum og
kvennaburði í hléi á kvennakeppni. Hafði
Andrés sigur eftir jafna keppni. Báðir
verða kapparnir i eldlínunni á kraftamót-
um eriendis í sumar.
HÁRGREIÐSLA
Brósi fer í keppni
til Singapore
Hárgreiðslumeistaranum Brósa
hefur verið boðið að sýna
hárgreiðslu á sýningu í Singapore
sem haldin verður 1. maí næstkom-
andi. í tilefni þess fékk hann fata-
hönnuðinn Margréti Elinu Þórðar-
dóttur tii að hanna og sauma bún-
inga á þær tíu sýningarstúlkur sem
koma til með að sýna greiðslur
hans. Búningamir eiga að minna á
eldinn og sólina, eru kjólarnir rauð-
ir en skartgripimir, sem Brósi hann-
aði sjálfur og smíðaði, eru gylltir.
„Dagur hárgreiðslunnar í austri"
er yfírskrift sýningarinnar og mun
ágóði hennar renna til aldraðra og
sjúkra. Sex meistarar munu sýna
verk sín og leikni, en heiðursgestur
verður forsætisráðherra Singapore.
Brósi er eini Islendingurinn með-
al hárgreiðslumeistaranna, en auk
hans sýna meðal annars hinn
þekkti, franski meistari Maurice
Franck, alheimsforseti Intercoiff-
ure, tveir hárgreiðslumeistarar frá
Ástralíu og einn frá Bandaríkjun-
um. Auk þeirra sýnir ítalskur hönn-
uður fatnað.
1 september síðastliðnum sýndi
Brósi hárgreiðslu í París ásamt fleiri
íslendingum og mun hárgreiðslu-
meisturum frá Singapore sem
staddir voru á sýningunni hafa líkað
handbragð hans vel, því í desember
fékk hann bréf frá forseta Interco-
iffure þar í landi, sem bauð honum
að koma og sýna.
„Þetta er mikill heiður fyrir mig
og viðurkenning," segir Brósi. „Ég
verð með 45 mínútna sýnikennslu
og mun sýna klippingu, ýmsar út-
færslur á permanenti og kvöld-
greiðslur á tíu sýning-
arstúlkum, sem allar
eru frá Singapore. Ég
fékk Margréti Elínu Þórð-
ardóttur til að hanna fyrir
mig búninga á stúlkurnar
og með hitann úti í huga bað
ég hana um að hafa þá alla
rauða, létta og flögrandi."
Fantasíur skemmtilegastar
Margrét Elín útskrifaðist frá
Margarethe skólanum í Kaup-
mannahöfn fyrir tveimur árum.
Hún segir að þetta hafí verið mjög
skemmtileg vinna. „Ég fékk að ráða
öllu sjálf, en það er ekki oft sem
maður fær tækifæri til þess hér
heima. Mér fínnst skemmtilegast
að hanna fantasíur eins og í þessu
tilviki, en hafði þó í huga kjóla sem
Morgunblaðið/Knstinn
Margrét Elín Þórðardóttir
fatahönnuður, hannaði tíu
rauða kjóla fyrir sýninguna
og voru þeir mátaðir á tvær
16 ára námsmeyjar í Versl-
unarskólanum, þær Helenu
Pang og Svövu Þorsteins-
dóttur. A minni myndinni er
Brósi ásamt Helenu Pang.
Skartgripina sem Helena ber
smíðaði Brósi sjálfur.
Dansa afródansa og
kalypsó af mikilli gleði
manni og þegar inn var komið
hafði maður á tilfinningunni að
komið væri inn í svörtustu Afríku.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Dansararnir í hópnum segja að kalypsó-dansinn höfði vel til Islendinga. F.v. Anna Jóhannsdóttir, Nína
Geirsdóttir, Orville Pennent, Sigrún Grendal og Sólveig Hauksdóttir.
Sérstæður danshópur þar sem
uppistaðan er konur — og
aðeins einn karlmaður kemur við
sögu — hefur vakið athygli að
undanfömu fyrir öðru vísi dansa
en venjulega tíðkast. Meðal ann-
ars dansaði hópurinn kalypsó-
dansa fyrir stuttu á Hótel íslandi
og komu dansaramir fram sem
módel fyrir förðunarmeistara.
Hópurinn er þekktari fyrir afró-
dans sinn, en kalypsó hefur að
undanfömu vakið athygli, því hon-
um fylgir mikil gleði og stemmn-
ing, sem kemur fólki í gott stuð.
Hópurinn hefur sýnt víða, m.a. á
óháðri listahátíð og árshátíðum
og fengið lof fyrir.
Þegar farið var að grennslast
fyrir um hvaða hópur átti hér hlut
að máli kom í ljós, að um var að
ræða félaga úr Kramhúsinu undir
stjórn Jamaicabúans Orvilles
Pennents. „Ég er fæddur á Jama-
ica, bjó í Bandaríkjunum í tíu ár
en hér á landi undanfarin tvö ár,“
sagði hann þegar Morgunblaðið
skellti sér á æfingu hjá hópnum.
Taktfastur trumbusláttur
Þess má geta að þegar komið
var að húsinu dundi taktfastur
tmmbuslátturinn á móti blaða-
Fremstur í flokki fór Orville,
hummandi undir slætti trom-
munnar, og á eftir honum fylgdu
nemendumir stappandi fótum og
hreyfandi líkamann að hætti þel-
dökkra. Greinilegt var að mikil
átök áttu sér stað, því nemendur
vom kófsveittir, en glaðlegir engu
að síður.
Sá sem sló djembe-trommumar