Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994
B 31
Séð úr Sænska frystihúsinu yfir Ingólfsgarð.
Hluti af
Sænska
frysti-
húsinu
séð frá
Skúla-
götu.
• •J: j:
Úr porti
frysti-
hússins.
Til vinstri
er verið
að vinna
að bygg-
ing-
arfram-
kvæmd-
um á
geymslu-
skúrum.
SÍMTALID
ER VIÐ SVANHILDIGUÐIÓNSDÓTTUR SAUMAKONU
Vonast eftir pöntun
95-37366
— Saumastofan Hofsósi,
góðan daginn.
Já, góðan dag, þetta er á
Morgunblaðinu, þið saumið ís-
lenska fánann er það ekki?
— Jú, það gerum við
Er mikið pantað af fánum
núna vegna lýðveldisafmælis-
ins?
— Já, það er dálítið.
Er það bara dálítið?
— Já, mér finnst það ekki
vera meira en það, kannski er
það sparsemi eða að fólk tekur
svona seint við sér, en ég er
alltaf að vona að heyra frá Rík-
iskaupum. Þeir sjá um fána-
kaupin fyrir lýðveldisafmælið
og ég er að vonast eftir að fá
góða pöntun frá þeim.
Getur þú annað stórri pöntun
héðan af?
— Já, það get ég, svona
hundrað fánum, en tíminn líður.
Hvaðan færðu efni í fánana?!
— Það er innflutt, það er
enginn sem vinnur þetta efni
hér á landi, því er nú ver og
miður.
Hvaðan kaupir þú efnið?
Það kemur frá Bretlandi,
þetta var áður unnið hjá Iðnað-
ardeild SÍS á Akureyri, en allir
vita hvernig það fór.
Er þetta eins skilvirk af-
greiðsla og var?
— Já, þetta hefur gengið
vel, en það er bara dálítið lang-
ur afgreiðslufrestur, minnst sex
vikur.
Hvað saumar þú marga fána
á mánuði?
— Við getum saumað tutt-
ugu fána á dag ef við fáum
frið til þess, en við gerum ýmis-
legt annað, þá erum við búnar
að sníða fánann, það fer eins
langur tími í það og að sauma.
Þegar ég segi tuttugu þá á ég
við meðal stóra fána.
Hvað eruð þið margar á þess-
ari saumastofu?
— Við erum flestar þijár.
Hvenær fórstu að sauma ís-
lenska fánann?
— Það var 1. desember árið
1972 sem þessi saumastofa var
stofnuð, og þá með það fyrir
augum að sauma íslenska fán-
ann fyrir þjóðhátíðarárið 1974.
Við fengum þetta verkefni frá
Akureyri. Þeir saumuðu þetta
áður á Fataverksmiðjunni
Heklu, en efnið var ofið á Gefj-
un. Þetta þótti tiltölulega lítið
verkefni svo þeir á Heklu töfð-
ust bara á að taka þetta inn í
sín stóru verkefni. Við unnum
miklu fleiri hér þegar þetta
byijaði en urðum fljótt verk-
efnalausar. Þá fórum við út í
að sauma vinnufatnað. Kaupfé-
lag Skagfirðinga rak þessa
saumastofu til ársins 1991. Þá
tók ég sjálf við rekstrinum og
hef rekið þetta síðan. Rekstur-
inn ber ekki meira en seni svar-
ar tveimur stöðugildum.
Hvaðan fáið þið yfírleitt
pantanir á saumaskap á fánum?
— Ég fékk góða pöntun fyr-
ir stuttu frá Bandalagi íslenskra
skáta, þeir eru með átak í þess-
um efnum til þess að fá skóla
vítt og breitt um landið til þess
að kaupa fána og eiga á burðar-
stöng. Einnig panta einstakl-
ingar talsvert og fyrirtæki eins
og Flugleiðir. Einnig saumum
við töluvert af ríkisfánunum
líka.
Ég þakka þér kærlega fyrir
upplýsingarnar.
— Það var lítið.
Á HIPPATÍMANUM var
hassneysla talsvert algeng í
vissum hópum vestrænna
samfélaga. Brátt tóku að
heyrast raddir um að hass-
neysla væri heilsuspillandi.
Sunnudaginn 20. apríl 1980
birtist í Morgunblaðinu frétt
þar sem sagði að bandarískir
sérfræðingar hefðu sent frá
sér skýrslu hvar fram kæmi
að æ fleiri sönnunargögn
staðfestu þá kenningu að
langvarandi hassreykingar
yllu lungnaskemmdum,
krabbameini og hefðu jafn-
framt skaðleg áhrif á eigin-
leika mannsins til þess að
geta af sér afkvæmi. í um-
ræddri skýrslu er lýst sér-
stökum áhyggjum vegna þess
að sá hópur unglinga verði
stöðugt stærri, sem reyki
hass í þeirri góðu trú að hass-
reykingar séu skaðlausar -
og þeir reyki sterkari og
sterkari afbrigði maríjúana-
jurtarinnar.
Ifréttinni segir ennfremur: „Dr.
William Pollin, forstöðumaður
stofnunar þeirrar í Bandaríkjun-
um sem berst gegn neyslu eitur-
lyfja segir: „Margt ungt fólk lítur
á marijúana sem skaðlausa jurt
sem hefur þá eiginleika að lífa
upp á tilveruna.“
„En staðreyndin er sú,“ segir
Dr. Pollin, „að rannsóknir sýna
að þetta er margbrotin fíkniefna-
jurt og neysla hennar getur haft
FRÉTTALJÓS
ÚR FORTÍD
Hassog
heilsutjón
skaðleg áhrif á námstækni og
hreyfíkerfi líkamans og getur að
lokum leitt af sér alvarlega sjúk-
dóma.“ Sagt er í skýrslunni að
ganga megi út frá sem gefnu:
Lungnaskemmdir: Af þeim til-
raunum og rannsóknum sem þeg-
ar liggja fyrir má ráða, að dagleg
notkun marijúana leiði til lungna-
skemmda með svipuðum hætti og
miklar sígarettureykingar.
Krabbamein: Rannsóknir hafa
sýnt, að marijúanareykur hafi að
geyma meiri krabbameinsvald-
andi efni en tóbaksreykur.
Barneignir: Rannsóknir hafa
sýnt að sæðisfrumum fækki veru-
lega hjá ungum mönnum sem
reykja marijúana og að sæð-
isfrumur sumra þeirra sem séu
forfallnir séu afbrigðilegar.
Loks kemur fram í bandarísku
skýrslunni að fáar tilraunir hafi
verið gerðar á konum í þessu efni
af ótta við, að sjálfboðaliðar úr
þeirra hópi myndu hljóta óbæt-
anlega skaða af.
Seinni tíma rannsóknir hafa
staðfest enn frekar þessar niður-
stöður sem fram kom í fyrr-
greindri frétt og sýnt fram á fleiri
skaðlegar verkanir af hassreyk-
ingum.
Búnaðarbanki íslands auglýsir
eftir umsóknum um styrki úr
Námsmannaíínunni
Umsóknarfrestur er til 1. maí.
Veittir verða 10 styrkir hver að upphæð
150.000 krónur.
Styrkimir skiptast þannig:
* 5 útskriftarstyrkir til nema Háskóla íslands
* 3 styrkir til námsmanna erlendis í SÍNE
* 2 útskriftarstyrkir til nema á háskólastigi/
sérskólanema
Umsóknareyðublöð eru afhent í öllum útibúum
Búnaðarbankans og á skrifstofum Stúdentaráðs,
SÍNE og BÍSN.
Einungis aðilar í Námsmannalínunni eiga rétt á að
sækja um þessa styrki.
Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí til
BÚNAÐARBANKA ÍSLANDS
Markaðsdeild, Austurstræti 5
155 Reykjavík
®BÚNAÐARBANKl ÍSLANDS
NÁMSB
LÍNAN A