Morgunblaðið - 24.04.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994
B 9
Morgunblaðið/Kristinn
Helsinki Sanomat kallar Guð-
mun „afburða tónlistar-
mann.“ Harri Wessman hjá
Huvedstadsbladed segir Guð-
mund hafa náð nánara sam-
bandi við Avanti! en menn
eigi að venjast.
„Þetta segir mér að íslensk-
ir hljómsveitarstjórar eiga
fullt eins mikið erindi við
finnskar hljómsveitir og
Finnar við íslenskar hljóm-
sveitir," segir Guðmundur. En
hvaða áhrif hafa jákvæðar
viðtökur og lofsamleg gagn-
rýni á hann?
„Það er mjög erfítt að sann-
færa mig um nokkurn skap-
aðan hlut. Ég_ er efasemda-
maður í mér. í pólitík er ég
alger trúleysingi til dæmis.
Sko, efasemdamaður er sá
sem vill láta sannfærast en
er með mótrök á hraðbergi.
Allan tímann sem ég stundaði
nám í hljómsveitarstjórn í
Bandaríkjunum var ég með
efasemdir um eigið ágæti á
því sviði. Mótrökin voru svo
þung. Það var alveg sama
hversu vel mér gekk, ég trúði
ekki á eigin mátt.
Eftir að ég kom heim, var
svo sem enginn að ala á því
að ég ætti eitthvert erindi á
hljómsveitarstjórapailinn. En
þegar ég upplifði móttökurnar
í Helsinki, í höfuðvígi hljóm-
sveitarstjóra og með þessari
dáðu hljómsveit, byrjuðu efa-
semdirnar smám saman að
minnka. Og nú stend ég
frammi fyrir þeirri voðalega
stóru spurningu, hvort ég eigi
bara að hætta að efast og
fara að trúa á sjálfan mig.
Það er mjög freistandi — því
ég er kominn á bragðið.
En um leið veit ég að það
eru svo ótrúlega margir kall-
I ■ - ■
aðir til, en svo ótrúlega fáir
útvaldir til allra verka. Til
þess að elta uppi þessar hill-
ingar, sem við höfum verið
að tæpa á, þarf maður að
fórna svo miklu. Ég veit ekki
hvort ég er reiðubúinn til þess.
Ég held ég haldi bara áfram
að fikra mig áfram með það.“
- Hvers vegna stjómar þú
aldrei á íslandi nú orðið?
„Ég get ekki einbeitt mér
að því. Hér er ég eitthvað
allt annað en hljómsveitar-
stjóri. Sé það ennþá eitthvað
að velkjast fyrir mér hvort ég
er hljómsveitarstjóri í útlönd-
um, þrátt fyrir velgengni, er
það ekki til umræðu hér á
Islandi."
Doktor í
hljómsveitarstjórn
Með 300 síðna doðrant í
farteskinu, sem heitir dokt-
orsritgerð, verður manni á að
spyrja, hvernig eiginlega
hægt sé að skrifa sig inn í
doktorsgráðu í hljómsveitar-
stjórn.
„Doktorsritgerðin er aðeins
hluti af náminu. Hún er að-
eins fimm einingar af sextíu,"
segir Guðmundur. Ritgerð
hans ber heitið: „Krzystof
Penderecki’s Dies Irae:
Aspects of Music and Literat-
ure.“
„Ég valdi viðfangsefnið af
stakri kostgæfni, vegna þess
að ég vissi að mér gæfist
aðeins eitt tækifæri til að
sökkva mér ofan í svona verk-
efni á ævi minni,“ segir Guð-
mundur. „Ástæðan á sér djúp-
ar rætur í sálarlífi mínu, eða
allt aftur til þess er foreldrar
mínir fóru með mig á heimild-
arkvikmyndina „Night and
Fog“ þegar ég var um það
bil tíu ára. Hún sýndi útrým-
ingarbúðimar í Áuschwitz í
öllu sínu viðbjóðslega veldi.
Það er álitamál hvort prests-
hjónin gerðu rétt í að setja
mig í gegnum þetta en ég
fylltist einhverjum tryllings-
legum viðbjóði sem hefur set-
ið í mér alla tíð. Pyntingarsal-
urinn í Madame Tussaud
safninu í London varð eins og
hjáróma hjal á móti því sem
sást í þessari mynd.
Annað sem hafði áhrif á
þetta val, var áhugi minn á
samtímatónlist sem kennarar
mínir í Tónlistarskólanum í
Reykjavík ólu á. Það voru
þeir Þorkell Sigurbjörnsson,
Atli Heimir og fleiri frábærir
kennarar. Þeir voru stöðugt
að koma frá útlöndum, af tón-
listarhátíðum, til dæmis í Pól-
landi, þar sem eitthvað stór-
kostlegt hafði gerst. Þeir
sögðu nemendum sínum frá
því af fjálgleik — hljómfræði-
tímar og aðrir tímar fóru
stundum fyrir. bí við þessar
umræður.
Nafn Pendereckis bar oft á
góma og þá í einhveiju um-
deildu samhengi. Það komst
enginn hjá því að taka afstöðu
til hans, með eða á móti.
í þriðja lagi gerði ég mér
grein fyrir að ég yrði að loka
einhverjum þríhyrning, sem
fælist í áratug á íslandi við
tónlistarnám og áratug í
Bandaríkjunum við tónlist-
arnám. Mig vantaði að ljúka
þessu með því að sökkva mér
niður í tónlistararf Evrópu til
að fá einhvetja heildarsýn.
Pólland og Penderecki var til-
valinn póll í hæðina.
í Qórða lagi hef ég alltaf
haft mikla nautn af bók-
menntum og hafi móðir mín,
sem söngkona, kennt mér að
njóta tónlistar og gert hana
að órofa hluta af lífi mínu, ■
gerði faðir minn slíkt hið sama
með bókmenntirnar. Enda er
ritgerðin tileinkuð þeim.
Ritgerðin gerir grein fyrir
Penderecki, eða stöðu hans á
7. áratugnum. I ritgerðinni
er bókmenntaleg úttekt á
söngtexta verksins, Dies Irae,
og fjallað um höfunda texta
brotanna, sem Penderecki
vitnar til í þessu tónverki sem
var frumflutt við vígslu al-
þjóðlegs minnismerkis um
fórnarlömb nasista í Ausch-
witz, árið.
Það sem er merkilegt við
þessa texta er að elsta tilvitn-
unin er í Davíð konung gyð-
inga og sálmana sem eru
eignaðir honum og yngsta
textabrotið, sem Pendereeki
vitnar til er eftir Rozewitch,
pólskt samtíðarljóðskáld
hans. Ég komst að því að
höfundarnir höfðu verið valdir
af gríðarlegu sagnfræðilegu
og bókmenntalegu innsæi
tónskáldsins, því þegar lífs-
hlaup allra höfundanna var
skoðað með smásjá og tilurð'
hvers bókmenntaverks eða
ljóðs, kom á daginn að verkið
átti alltaf rætur að rekja til
ofsókna i einhverri mynd,
óumburðarlyndis og mann-
haturs. Dæmi úr opinberunar-
bók Jóhannesar, sem kemur
við sögu, er að það er ritað
af kristnum manni sem er um
þær mundir ofsóttur af gyð-
ingum og rómverska ríkinu,
sem krossfesti kristna menn
og murkaði úr þeim lífið með
öllum hugsanlegum tólum og
tækjum.
Úr þessu varð eiginlega
tveggja ára djúpköfun og ég
kom upp á yfirborðið breyttur
maður.
Þriðji hluti ritgerðarinnar
er mjög ítarleg greining á
smáum og stórum tóneindum
þessa verks og kynntur til
sögunnar lykill að tónmáli
Pendereckis, sem hefur verið
mönnum gáta. Með þessum
lykli er hægt að útskýra hvern
einasta tón verksins; hvers
vegna það er þessi tónn en
ekki einhver annar.“
Tónlistarstjóri
útvarpsins
Guðmundur var ráðinn tón-
listarstjóri útvarpsins 1. sept-
ember 1989. í haust lýkur
ráðningartíma hans. Þótt
hann geti vissulega sótt um
endurráðningu, er allt útlit
fyrir að honum standi of
margt til boða til að hann
falist áfram eftir þvi starfi.
„Ég kom þarna inn á dálít-
ið merkilegum tímamótum,"
segir Guðmundur. „Um þær
mundir urðu afdrifarík tíma-
mót í stefnumörkun yfír-
stjómar útvarpsins. Skipuð
hafði verið nefnd þriggja
manna, sem gerði tillögur um
framtíðarskipan Rásar 1,
gömlu gufunnar. Þar má með-
al var fyrrverandi tónlistar-
stjóri, sem skilaði séráliti í
nefndinni.
Mér var sagt að það væru
miklar breytingar í vændum.
Þær væru af hinum góða fyr-
ir tónlistarstjóra. Hann gæti
einbeitt sér frekar að því
starfi sem honum væri hug-
leiknast; flutningi og hljóðrit-
un á vinnu íslenskra tónskálda
og tónlistarmanna.
Ég gat ekki séð, í fljótu
bragði, annað en að þetta hlyti
að vera af hinu góða. Lögsaga
tónlistarstjóra hafði verið
mjög stór. Hann hafði haft
yfirumsjón með öllum dag-
skrárgerðarmönnum tónlistar
á Rás 1 og Rás 2, fastráðnum
og Iausráðnum. Þessi hópur
var mjög fríður, samtals um
50 starfsmenn.
Á sama tíma og tónlistar-
starfsemin hér á landi hefur
blómgast og dafnað,- hefur
verið dregið úr hijóðritunum
hjá Ríkisútvarpinu. Það er
ekki viðunandi, að á sama
tíma og starfsemi Ríkisút-
varpsins eykst í allar áttir,
skuli ekki hugað að því varð-
veislugildi sem hljóðritanirnar
hafa.
Það hefur verið þrengt að
okkur og mér hefur stundum
fundist eins og hlutverk mitt
sé að elda súpu úr nöglum.
Sérstaklega ef maður á sér
önnur hugðarefni. Ég hef ver-
ið í tónlistarstjómsýslu í um
tólf ár — eða frá því ég kom
heim frá námi. Nú er ég dálít-
ið tvístígandi um framhaldið í
því sambandi. Ég á mér annað
líf og kannski tímabært að
huga að því nánar og hlúa að
því — ellegar gleyma því alveg.
Þrátt fyrir þetta eru marg-
ar jákvæðar hliðar á nýjum
starfsháttum Rásar 1. Þar er
meira samstarf og meiri sam-
ráð en áður hefur verið. Deild-
armúramir em smám saman
að hverfa og það er meiri ein-
hugur að myndast um starf-
semi Rásar 1. Hún hefur
gengið í gegnum visst end-
umýjunarskeið og er sterkari
fyrir bragðið. Vafalaust verð-
ur að halda áfram endurnýjun
og endurskipan. Nú er tími
til að líta um öxl og athuga
hvað hefði mátt betur fara
og hvar hefur verið gengið
of langt.
Það er ljóst að embætti
tónlistarstjóra er allt annað í
dag en það var áður. Við höfð-
um aðgang að útvarpssal sem
var stúdíó. Við eigum ekkert
stúdíó í dag. Við hljóðritum
út um borg og bý. Það hefur
vissa kosti og galla. Gallarnir
vega þó þyngra að mínum
dómi. Það mál hefur staðið í
stað í sex ár og er óviðunandi.
Það þarf að efla erlend
samskipti á sviði tónlistar.
Það er mjög mikilvægt fyrir
tónlistarlíf okkar og fyrir okk-
ar hlustendur. Við emm eina
útvarpsstöðin í Vestur-Evr-
ópu sem er ekki í daglegu
gervihnattasambandi við aðr-
ar útvarpsstöðvar. Það geng-
ur ekki lengur. Við höfum
komist næst því að vera með,
með því að útvarpa tónleikum
Metrópólitan-óperunnar hálf-
um mánuði eftir sýningar
þar. En miðað við beinar út-
sendingar frá Wembley-leik-
vanginum á laugardögum er-
um við ennþá vanþróuð í þess-
utn efnum.
Ég hef átt því láni að fagna
að vinna með mjög hæfu sam-
starfsfólki. Litríku, afkasta-
miklu fólki, sem vinnur
margra manna verk, sé mið
tekið af fyrri árum — svo
ekki sé tekið mið af sambæri-
legum tónlistardeildum og
útvarpsstöðvum í nágranna-
ríkjum okkar. En ég held að
ef vörn Jistanna innan vé-
banda RÚV verði ekki snúið
snarlega í sókn, sé alveg álita-
mál hvort ekki þurfi að endur-
skoða starfsemi þess frá
grunni.
Tónlistardeild Ríkisút-
varpsins hefur leikið einstakt
hlutverk í tónmenningarlífi
þjóðarinnar síðastliðin 60 ár.
Það hefur enginn tekið þetta
hlutverk að sér og mun enginn
taka það að sér — ailra síst
þeir sem ætla að græða á
útvarpsrekstri. Sé þessari
deild ekki gert kleift að standa
sig, hljóta að gerast menning-
arleg slys. Þau verða aldrei
bætt,“ segir hljómsveitar-
stjórinn, tónlistarstjórinn og
efasemdarmaðurinn doktor
Guðmundur Emilsson — sem
líður best í þögninni.