Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 7

Morgunblaðið - 24.04.1994, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 24. APRIL 1994 B 7 VÍS\ND\/Af hvetju erjafnt hlutfall kynjanna best? LEIKIR NÁTTÚRVNNAR „Leikur og einungis leikur ger- ir manninn fullkominn", Fri- edrich von Sciller. Leikur er veigamikill þáttur í andlégri og líkamlegri þróun manns og dýrs. Allir sem fengist hafa við kennslu af einhveiju tagi skilja að árangurinn byggist sum- part á því hversu vel tekst að sam- ræma form og framsetningu þekkingarinnar lífi leiksins. 1 rauninni má segja að leikurinn sé árangursrík- asta aðferða- fræði þekkingaröflunar, sú sem náttúran hefur nýtt sér óspart. Ýmsar greinar nútíma raunvís- inda hafa sýnt fram á að margvís- Ieg skipulagsform náttúrunnar hafa þróast á grundvelli lögmála og ferla sem líkjast á margan hátt reglum vel þekktra leikja. Þetta á við um mismunandi þró- reynslu sem lífverurnar öðlast af umhverfinu og öðrum lífverum þess. Þróun útsjónarseminnar er best lýsbs'em lærdóms- og leik- ferli eða „lærleik“, margt er reynt og það aftur sem gefur góða raun. Hinu er sleppt. Maynard Smith hefur þróað stærðfræðileg líkön sem lýsa því hvernig lífver- urnar smám saman læra þá út- sjónarsemi sem dugar þeim best til framfærslu. Lærleikurinn fer fram á mis- munandi skipulagsstigum og yfir mismunandi langan tíma. í lífi einstaks dýrs gerast hlutirnir hratt og oft með fullum og vit- rænum skilningi dýrsins. Dýrið lærir af reynslunni og nýtir sér það í framtíðarviðureign sinni við dagleg vandamál. Hinsvegar er um að ræða lærleik sem spannar löng tímabil og einkennist af ómeðvituðum ferlum sem leiða til ástands og hagræðingar sem geta verið heilum stofni eða jafn- vel flokki margra stofna til stór- kostlegra framfærslubóta. Tök- Vitanlega geta einstök dýr ekki ráðið kyni afkvæma sinna og því verður að taka röksemda- færslunni sem hér var notuð með varúð. Náttúrarf hefur engu að síður lært að hagkvæmast er að hafa kynin tvö í jöfnum hlutföll- um ef markmið hvers einstakl- ings er að eignast sem flest af- kvæmi. Þetta á ekki við ef það er hlutverk einungis fárra ein- staklinga að eignast afkvæmi og annarra samfélagsþegna að sinna uppeldi þeirra á einhvern hátt. Einnig undir slíkum kringum- stæðum hefur náttúran þróað þá útsjónarsemi sem þjónar henni best til að ná takmarki sínu. I báðum tilfellum hefur það tekið náttúruna dágóðan tíma að finna rétta lausn. I tvíkynja samfélagi hefur hún jafnvel hagrætt hlutum svo að ef röskun verður á hlut- falli kynjanna þá grípur hún til ráðstafana sem hliðra hlutfallinu aftur til jafnvægis. Kannske ræð- um við það einhverntíma seinna. eftir Sverri Ólafsson s ______________ SKULDABRÉF - ÖRUGG FJÁRFESTING Skuldabréf að nafnverði kr. 25.000.000 til sölu. Vextir 5% fastir. Lánstími 25 ár. Vísitala lánskjara. Gjalddagar 1 á ári. Trygging veðbandalausar fasteignir. Greiðandi fasteignafyrirtæki sem getið hefur sér góðs orðs fyrir skilvísi og öryggi í rekstri. Lysthafendur leggi tilboð inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Örugg fjárfesting - 25“. Eitt ár á beimavistarsköla í Danmörku Hefur þú hug á að stunda skóla í eitt ár þar sem þú munt upplifa margt, þurfa að takast á við ýmislegt og þar sem þú getur eignast nýja vini? Þá mun Vamdrup Efterskole eiga vel við þig. Vamdrup Efterskole er heimavistarskóli sem hefur pláss fyrir 50 ung- menni á aldrinum 14-18 ára. Við tökum á móti nemendum frá Dan- mörku og öðrum Evrópuríkjum. Fræðileg jafnt sem verkleg kennsla - grunnskólapróf - fjölbreyttir tóm- stundamöguleikar: Blak, körfubolti, fótbolti, sund, söngur, tónlist, leik- list, stjörnufræði og náttúrufræði, stangveiði og útivera - skólaárið hefst 1. ágúst 1994. Upplýsingafundur verður haldinn í Reykjavík í byrjun maí. Hringið eða skrifið til okkar til að fá nánari upplýsingar og bækling: Vamdrup Efterskole, Tástrup Valbyvej 122, DK-2635 Ishoj, Danmörku. Sími: 90 45 43 99 55 44 Símbréf: 90 45 43 99 59 82 unarstig efnis og forms, allt frá hátterni frumeinda efnisins til þeirra félagslegu reglna sem ríkja í samfélagi manns og dýrs. A undanförnum árum hefur „leikja- fræði“ verið beitt með áhugaverð- um árangri til skýringar á hátt- erni dýra og annarri tilhögun náttúrunnar. Sameiginlegt flestum leikjum er að uppistaða þeirra er samspil tilviljunar og reglna. Oft er ten- ingi kastað en framhaldið er ákveðið af reglum leiksins. Síðan er teningnum aftur kastað, áhrifa reglnanna gætir á ný og svo framvegis. Við þekkjum þetta úr Lúdó, Matador og mörgum öðrum leikjum. Samspil tilviljana og reglna leiðir til niðurstaðna, sem geta verið góðar fyrir suma leik- endur en slæmar fyrir aðra. Ein- faldur leikur sem þessi á sér margt sameiginlegt með þeim ferlum sem leiða til myndunar og þróunar nýrra lífsforma. Til- viljunin ein skapar ný lífsform en reglur leiksins, þ.e.a.s. lögmál náttúrunnar, ákveða síðan hvert verður hlutskipti hins nýja forms, þ.e. líf eða dauði. Nútíma leikjafræði hefur fært lífvísindamönnum nýja mögu- leika til að skilja betur þá þætti sem hafa áhrif á gangfræði þró- unar. Helsti forsvarsmaður þess- arar stefnu er lífvísindamaðurinn John Maynard Smith við Sussex- háskólann í Brighton. Hann hefur beitt aðferðum leikjafræði til að rannsaka það hvernig útsjónar- semi (strategia) einstakra lífvera og tegunda þróast með þeirri um eftirfarandi dæmi. Af hverju er hlutfallið á milli kynjanna í tvíkynja samfélagi sem næst því að vera 50:50? Flestum mun lík- lega finnast spurningin fáránleg, en hún er það ekki frá vísinda- legu sjónarmiði. Nokkrir lífvís- indamenn hafa velt henni fyrir sér í marga áratugi! Leikjafræði Maynards Smiths tekst að skýra fyrirbærið á mjög eðlilegan hátt og er sá árangur á meðal þeirra bestu sem kenningin kann að hrósa sér af. Frá þróunarfræðilegu sjónar- miði má segja að „framleiðsla" afkvæma sé eftirsóknarverðasta takmark lífvera jarðarinnar. Eftirfarandi dæmi sýnir okkur að til þess að hver einstaklingur nái því takmarki er best fyrir tvíkynja samfélag að hafa hlut- fallið á milli kynjanna 50:50. Tökum kvenlífveru sem við köll- um A. A. eignast afkvæmi B sem getur verið af hvoru kyninu sem er. Gerum ráð fyrir að hlutfallið á milli kynjanna í kynslóð B sé 3:1, kvenkyninu í vil. Nú veljum við af handahófi lífveru C úr kynslóðinni sem kemur á eftir B. Hveijar eru líkurnar á því að A sé amma C? Til þess að svo sé þarf B vitanlega að vera for- eldri C. Það er augljóst að ef B er kvenkyns þá eru líkurnar á því að það sé foreldri C 3 sinnum minni en ef B er karlkyns. Til þess að eignast sem flest barna- börn af kynslóð C er því „hag- kvæmara" fyrir A að eignast af- kvæmi af því kyni sem minna er af, §g ÁjMlj 8-vikna Þjálfun 3-5x í viku -tröppuþjálfun -tækjaþjálfun og útiskokk Fitumælingar og viktun -ítarlegar niðurstöður úr fitumælingu Fræðslufundur -þú færð uppskriftir af léttum réttum 5 heppnir sem mæta vel á námskeiðinu fá frítt 3ja mánaða kort námskeið fyrir karlmenn AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 689868 ÞU KEMST I TOPP FORM !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.