Morgunblaðið - 24.04.1994, Page 6

Morgunblaðið - 24.04.1994, Page 6
6 • B MORGUNBLAÐIÐ HAAAMJFSSTRAUMAR SUNXUDÁGU11 24. APRÍL -1994 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, sími 671800 Fjörug bílaviðskipti. Opið sunnudaga kl. 13-18. Tilboðsverð: Range Rover 4ra dyra '84, hvítur, sjálfsk., ek. 129 þ., sóllúga o.fl. Gott eintak. Selst á kr. 630 þús. stgr. (vegna flutnings erlendis). TXKNl/Leysir endumotkun tækja kostnabarvanda geimferöa? _________ TUNGLFERÐIRAÐ NÝJU Det Nodvendige Seminarium í Danmörku GETUR TEKIÐ INN ISLENSKA NEMENDUR ÞANN 1. SEPT. 1994 4ra ára alþjóölegt, nútíma kennaranám, sem veitir réttindi til kennslu í mörgum skólum og uppeldisstofnunum í Evrópu og þriðja heiminum. Námiö er: • 1 ár með alþjóðlegu námsefni, innifalin er 4ra mánaða námsferð til Asíu. • 1 ár námsefni innanlands, innifalin er 6 mánaða þátttaka í dönsku atvinnulífi. • 2ja ára fagnám, innifalið er 2x6 mánaða starfsnám í grunnskóla og öðrum skólum innanlands og utan. Eftir útskrift tekur við eins árs vinna í skóla í Afríku. Allir nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur um skólann verður haldinn í Reykjavík í lok mai. Ef þú hefur áhuga, hringdu í síma 90 45 65 91 40 45 eða sendu símbréf 90 45 66 11 50 61. Det Nedvendige Seminarium, DK - 6990 Ulfborg. 486DX2/66 Borðtölvur Fást afgreiddar samdægurs! 486 0X2-66 örgjörvi (Penlium ready) 4MB minni (stækkanlegt 1256MB) 256KB flýtiminni (stækkanlegt í 1MB) S3 skjáhraðall -1MB (stækkanlegt í 2MB) 214MB, 340MB eðalGB diskur 14“, 15" eöa 17" lággeisla litaskjár 2 raðtengi og 1 prentaratengi 102 hnappa lyklaborð MS-D0S 6.2, Windows 3.1 og mús Hæsta alþjóölega gæðavottun: IS0 9001 Verðfrákr. 174.900 stgr. Skipholti 50c -105 Reykjavík Sími 620222 - Fax 622654 Metsölublað á hverjum degi! NÚ MÁ tejja í áratugum þann tíma sem er liðinn frá síðustu tunglferðum manna. Vitaskuld hefur tæknivandinn í sambandi við þetta átak verið leystur í eitt skipti fyrir öll. Tæknin sem notuð var áður hefur öll verið varðveitt eða endurbætt og ein- faldara er nú en á árum áður að senda menn til tunglsins. Á hinn bóginn hefur ráðandi efna- hagskreppa og aðrar áherslur í vísindum og hernaði valdið því að erfiðara er að útvega fé til að taka upp tunglferðir að nýju en ætla mætti. Mestu munar um að litið var á geimferðir sem prófstein á þjóðfélagskerfi Rússa annars vegar og Banda- ríkjamanna hins vegar. Þótt Rússar haldi áfram geimferðum sínum, er keppni kerfanna tveggja úr sögunni. I staðinn er komin vinsamleg samvinna. Þar með hvarf líka að nokkru hern- aðarógnin. Allt þetta verður til að erfiðara er að fá fé til banda- rískra geimferða en áður. Nú liggur fyrir í Bandaríkjun- um áætlun um að senda menn til tunglsins árið 1999. Með að nota að verulegu leyti sams konar útbúnað og notaður var um þrjátíu árum fyrr, sem sé sömu lendingar- einingu og Tit- an-4 eldflaug, má ætla að kostnaður verði ekki fjarri 10 milljörðum á ferð, eða nálægt fjórðungi kostn- aðarins áður fyrr. Að auki yrði notuð geimfeija og tunglfeija, sem þarf að smíða sérstaklega. Titan-4 flaugin kæmi geimfeijunni á braut um jörðu og önnur slík ber á braut Kentár-eldflaug sem verður tengd tunglfarinu og skilar því áleiðis til tunglsins. Prá feijunni fer tunglfarið þriggja sólarhringa ferð og endar á braut um tunglið. Lend- ingin verður á svipaðan veg og áður, úr þar til gerðri lendingarein- ingu með hemlunareldflaugum. Á um viku (sem er lengd dagsins á tunglinu) myndu tunglfararnir Við 200 gráðu frost við norðurskaut tungls kynnu tunglfarar að finna ís til viðhalds mannaðri tunglstöð. safna sýnum af miklu stærra svæði en hægt hefur verið áður með fjar- stýrðri tunglbifreið. Megintilgang- ur þessarar farar yrði að kanna möguleika á geimstöð á tunglinu sem sæi sér að sem mestu leyti fyrir þurftum sjálf. Einkum verður leitað að ís nærri skautum tungls- ins. Tunglið er eins og vitað er algerlega vatnslaust. Nema, við þann ofurkulda sem ríkir við skaut- in, kann að vera að ís hafi varð- veist um ármilljónir niðri í gígum þar sem heimskautasól tunglins sem er ætíð lágt á lofti nær aldrei niður. Þessi ís kynni að hafa geymst þarna allt frá þeim tíma að tunglið hafði vatnsforða. Finnist ís, má nota orku sólarinnar til að kljúfa vatn í frumefni sín, þ.e. vetni og ildi, og það þarf þá ekki að burðast með frá jörðu til að anda því að sér. Það myndi spara óskap- lega mikla flutninga frá jörðu og skipta sköpum um hvort hag- kvæmt yrði að byggja geimstöð með úrvinnslu efna tunglsins í huga. Á tunglinu eru margs konar efni sem kynnu að reynast hag- kvæm iðnaðarþjóðum nútímans. Geimstöð á tunglinu réði úrslitum um hvort hægt væri að flytja utan úr geymi hina sérstöku samsætu helíns, He-3, sem gæti orðið lykill að kjarnorkuframleiðslu við kjarnasamruna hér á jörðu. ÞIÓÐLÍFSÞANKAR7V hcegt að koma fólki úr eignaríbúö vegna hávcers ástalífs? ____ Illindi og ástarbrími ! uh NORDISK FORSKERUTDANNINGSAKADEMI Styrkir til norrænna vísindanámskeiða innan Norrænu umhverfis- rannsóknaáætlunarinnar NorFA - Norræna vísindamenntunarakademían - býður norrænum vísinda- mönnum og vísindastofnunum að sækja um styrki til að halda norræn vísinda- námskeið á árinu 1995 á grundvelli norrænu umhverfisrannsóknaáætlunarinnar. Vísindanámskeiðin verða að tengjast einhverju af þeim sviðum sem umhverfis- rannsóknaáætlunin nær til: • Rannsóknir á loftslagsbreytingum. • Umhverfisrannsóknasamvinna á Eystrasaltssvæðinu. • Hinar samfélagslegu forsendur umhverfisstefnunnar. Nánari upplýsingar er að finna í upplýsingabæklingi NorFA „Grenselps forsker- utdanning 1994“. Bæklinginn, sem einnig inniheldur umsóknareyðublað er hægt að fá hjá háskólum, skólum á háskólastigi, rannsóknastofnunum og rann- sóknaráðum eða þá beintfrá skrifstofu NorFA: NORDISK FORSKERUTDANNINGSAKADEMI Postboks2714St. Hanshaugen, N-0131 Noregur. Heimilisfang vegna heimsókna: Stensberggaten 26. Sími: 90 47 22 03 75 20/Myndsími: 90 47 22 03 75 31 f STIGAGANGI einum í íslensku fjölbýlishúsi ríkir um þessar mundir lævi blandið andrúmsloft. Orsökina má rekja til þess að par í einni íbúðinni er svo ástríðufullt að nágrönnunum þykir meira en nóg um. Að minnsta kosti þrisvar á dag athafnar um- rætt par sig í íbúð sinni, með svo háværum hljóðum að fólkið í kring hefur af hið mesta ónæði. Börn þjóta á vettvang og hlusta opinmynnt á frygðarhljóðin, en foreldrarnir, þeir sem heima eru, reyna að toga börnin heim til sín og setja þar á bamalög til þess að reyna að yfirgnæfa stunur og óp hins ástríðufulla pars. Því miður hafa elskendurnir ekki sýnt þá tillitsemi að tímasetja al- mennilega athafiiir sínar svo foreldarnir geta aldrei vitað fyrir víst hvenær offors ástarbrímans grípur þá. Lögregla og barnaverndarnefnd eru nú komin í þetta vand- ræðalega mál. Nágrannarnir tóku upp nokkrar spólur af frygðar- hljóðunum og fengu hinum ábyrgu aðilum barna- verndarnefndar en lögreglan hefur víst hlustað „live“ á umrætt par eðla sig. Sagt er að ein hjón séu flutt úr fyrrgreindu fjöl- býlishúsi vegna ónæðis og þeirra óhollu áhrifa sem þeir telja að þetta sífellda, háværa ástafar hafi á börn þeirra. Hitt fólkið í húsinu þraukar enn og vonast til að hægt verði að koma hinum kraftmiklu n eftir Guórúnu Guðlaugsdóttur elskendum í annað húsnæði, sem þó ekki er auðgert því um eignar- ibúðir er að ræða. Þetta mál vekur upp ýmsar spurningar, ekki síst þá hvort hægt sé að koma fólki úr húsnæði sínu fyrir sakir sem þessar. Ég hef fregnað að í nýrri reglugerð um fjölbýlishús sé heldúr hallást á þá sveifina að réttur eigenda til sjálf- ræðis í eign sinni verði heldur meiri en minni svo varla verður hinum hneyksluðu nágrönnum stoð í henni. í annan stað er víst án árangurs búið að marg biðja hið ástríðufulla par að reyna að hemja sig og hafa hægar um sig. Er fram- ferði þess sæmilegt gagnvart börn- unum í blokkinni? Maður fær heldur ekki varist þeirri spurn hvernig þetta par get- ur haldið út hinn mikla félagslega þrýsting sem það sætir og hefur sætt um alllangan tíma, það virð- ist þurfa stáltaugar til. Loks hafa ýmsir velt fyrir sér hvernig fólk í nútímaþjóðfélagi, þar sem allir eru yfirhlaðnir verkefnum nær allan daginn, hefur orku til svo tilþrifa- mikils ástalífs til lengri tíma. Fróðlégt væri að frétta hvaða niðurstaða verður ofan á í þessu undarlega máli, tekst nágrönnun- um að koma fólkinu út úr íbúð sinni fyrir hávært ástalíf, bugar hinn félagslegi þrýstingur hina ríku náttúru parsins - eða venjast allir aðilar þessú ástandi?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.