Morgunblaðið - 24.04.1994, Page 22
22 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRIL 1994
eftir Árna Matthíasson,
mynd Einar Falur Ingólfsson,
myndvinnsla Ómar Oskarsson
í FJÖLDA ára lögðu
milljónir manna fæð
á Yoko Ono fyrir það
að bera ábyrgð á
andláti Bítlanna.
Henni var flest fund-
ið til foráttu, tónlist-
ariðkan hennar fékk
hraksmánarlega
dóma og listaiðja
önnur talin léttvæg.
Seinni ár hefur þó
runnið upp fyrir
flestum ljós að Yoko
Ono er með merkari
listamönnum seinni
ára, sem myndlistar-
maður, ljóðskáld og
tónlistarmaður, enda
má segja að það
versta sem fyrir
listamannsferil
hennar hafi komið
var að verða ást-
fangin af John
Lennon.
Sjöundi og átt-
undi áratug-
amir voru
tímar mikilla
tilrauna og mikils ftjáls-
ræðis í sígildri tónlist og
ekki síður í rokki. í jassi
komu fram menn eins og
Omette Coleman og Albert
Ayler, í klassík John Cage,
sem er nokkm eldri en
Yoko, og Richard Maxfíeld
og í rokkinu voru fjölmarg-
ar sveitir sem reyndu á
þanþol staðlaðs og að
mörgu leyti staðnaðs tón-
listarforms. Yoko Ono var
hluti af „New York-klík-
unni“, sem meðal annars
var skipuð Cage og Maxfí-
eld, en hún var einnig í
góðu sambandi við jassrisa
eins og Omette Coleman
og tróð upp með Coleman.
Hún þekkti vel til vestrænn-
ar tónlistar frá uppvaxtar-
ámm sínum í Japan, þvf
faðir hennar hafði dálæti á
vestrænum tónskáldum.
Eftir síðari heimsstyijöld-
ina, en síðustu mánuðunum
fyrir uppgjöf Japana eyddu
Ono og móðir hennar í hópi
flóttafólks, sem flúði eyði-
leggingu Tókýó og loftárás-
ir Bandaríkjamanna, flutt-
ist fjölskyldan til lands sig-
urvegaranna og með tíman-
YOKO ONO hefur ekki notið sannmælis fyrir tónlist
sína fyrr en á allra síðustu árum. í nýútkomnum kassa
með heildarverkum hennar fæst sönnun þess að þar
var hun brautryðjandi eins og svo víða annars staðar
um fór Ono að nema tón-
smíðar í einum fremsta
skóla Bandaríkjanna á því
sviði. Ekki undi hún hag
sínum vel þar, fannst um
of að sér þrengt. Hún flosn-
aði því upp og fluttist til
New York, sem þá var
menningardeigla þar sem
allt gat gerst. Þetta var
1960 og snemma var hún
komin í hóp framúrstefnu-
listamanna sem blönduðu
saman tónlist, myndlist og
ljóðlist á áður óþekktan
hátt í leit að nýjum leiðum
til að túlka veruleikann. Á
þeim tíma trúðu menn að
með listinni mætti breyta
heiminum og sú trú átti
eftir að setja svip á listaiðju
Yoko Ono og ekki síður á
samstarf hennar og Johns
Lennons síðar.
Íjíðla árs 1966 var Yoko
Ono með sýningu í Lundún-
um. Þá kom á sýninguna
John Lennon, sem frétt
hafði af „furðulegri" lista-
konu og sýningu hennar.
Hann kom því ekki síður
til að sjá Yoko en listaverk
hennar og sú ferð átti eftir
að verða báðum afdrifarík.
Yoko Ono hafði ekki hug-
mynd um hverjir Bítlamir
væru og segist ekki hafa
þá heyrt neina rokktónlist
sem nöfnum tjáir að nefna.
John kynnti hana fyrir
rokkinu og þau fundu þegar
hjá sér þörf til að búa til
tónlist saman. Eins og fram
kom hafa ýmsir kennt Yoko
Ono um að Bítlarnir hættu
og víst er að Paul Mac-
Cartney lagði fæð á hana
og kenndi henni um, en
flestir sem um hafa fjallað
hafa bent á að Lennon vildi
slíta samstarfinu þegar
Brian Epstein lést vegna
ofneyslu fíkniefna í ágúst
1967. Paul vildi halda
áfram, en ekki varð feigum
forðað.
F yrsta samstarfsverkefni
þeirra Johns og Yoko var
plata sem þau tóku upp í
maí 1968, og síðar var gef-
ið út sem platan Two Virg-
ins, en það fyrsta sem kom
fyrir eyru almennings var
lagið Revolution 9 á „Hvíta
albúmi“ Bítlanna, þó það
hafi jafnan verið skrifað á
Lennon/McCartney. í því
lagi má heyra vísi að mörgu
því sem þau áttu eftir að
gera saman, en það er aftur
á móti ekki fyrr en á síð-
ustu árum sem menn eru
farnir að meta framlag Ono
að yerðleikum, meðal ann-
ars í samhengi sögunnar
og í ljósi þeirra áhrifa sem
söngstíll hennar og inntak
tónlistar hafði á síðpönkið
bandaríska.
Ekki verður hér rakin
frekar saga Yoko Ono og
Johns Lennons, en kveikja
þessarar samantektar var
kassi með sex geisladiskum
sem kom út fyrir nokkru
með helstu verkum Yoko
Ono. Kassinn heitir einfald-
lega Onobox, og í honum
eru upptökur allt frá því
1968 fram á níunda áratug-
inn. Alls má þar fínna 105
lög, þar af 20 sem ekki
hafa áður litið dagsins ljós,
m.a. heila breiðskífu, A
Story, sem Yoko tók upp
þegar þau John skildu um
tíma 1973—74. Vart þarf
að taka fram að margir
helstu rokktónlistarmenn
sögunnar koma við sögu á
plötunum, þeirra á meðal
Georg Harrison, Ringo
Starr, Eric Clapton og Mick
Jagger, að ógleymdum
John Lennon sjálfum, en
margt af því sem finna má
í Onobox er með besta gít-
arleik sem hann hljóðritaði.
Ýmsir koma við sögu við
takkana, þar á meðal Phil
Spector og Bill Laswell, en
aldrei fer á milli mála að
tónlistarstjórinn er Yoko
Ono. Hún valdi svo sjálf í
kassann og hafði yfir-
umsjón með stafrænni
hljóðblöndun. Vel hefur
tekist yfirlýst ætlan hennar
að sýna fram á samfellu í
tónlistinni, ekki síður en að
hver diskur hefur sitt meg-
inþema.
John Lennon hélt því alltaf
fram að Yoko væri jafnoki
hans í tónlistarsköpun og
þó margir hafi hent gaman
að þeirri staðhæfíngu,
rennir Onobox styrkum
stoðum undir þá fullyrð-
ingu. Víst er margt tónlist-
arinnar erfítt áheyrnar í
fyrsta sinn, en við endur-
tekna hlustun kemur í ljós
að þó hvarvetna megi
greina að samstarf Ono og
Lennons hafí verið henni
gjöfult ekki síður en hon-
um, þá er nokkuð til í stað-
hæfingunni í inngangi þess-
arar greinar.
V