Morgunblaðið - 24.04.1994, Page 28
28 B
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994
HÖGNI HREKKVtSI
„HVEKKIIG VAt? HÖGWI í TAU/Mf,<SÓE>l ?"
Segðu mér hvað þú hefur
borðað undanfarið, svo ég
geti sleppt því.
Laxveióimenn
Til sölu veiðileyfi í Brennu (ármót Hvítár og Þverár í Borgarfirði).
Einnig nokkur óseld leyfi í Alftá á Mýrum.
Upplýsingar í síma 91-77840 alla virka daga frá kl. 9-17.
Veiöiffélagió Straumar hff.
9
r
fi>
KÍMVER5KIR TÓÍILKIKAR
HÁSKÓLABÍCI
fimmludaqinri.*2&, apni, U.210.00
Hljómsueitarstjórí Lan Shui
I Einleikari: Zhou Ting v * |
Chen Yi: Sproui
Sergei Rachmaninoff: Píanókonsert nr. 2
Tari Dun: Orchestral theatre I.
Pjotr Tsjajkofskíj: Francesca da Rimini
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLAND8 Sími
'HST^rn s ve’Tt a 1 f r a' 1 's í e n’d 1 n’g a 622255
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Tónlistarhöll
- fyrir hverja?
Frá Davíð Ólafssyni:
Það var einkennileg tilfinning,
sem greip mig í dag, sunnudag,
þegar ég gekk út úr Operunni eft-
ir að hafa hlustað á Sigrúnu Eð-
valdsdóttur leika á fiðluna sína við
undirleik Snorra Sigfúsar Birgis-
sonar. Bæði hafa þau getið sér
frábæran orðstír fyrir vandaðan
leik á hljóðfæri sín. Þessar línur
eiga þó ekki að vera neinn dómur
um tónleikana, til þess eru aðrir
kjörnir og hæfari.
Tilfinning mín snerist fyrst og
fremst um fiðluleikarann. Þarna
höfðum við setið í tæpar tvær klst.
og hlustað á unga íslenska konu
flytja okkur nokkur af þekktustu
fiðluverkum tónbókmenntanna af
mikilli snilld svo að unun var á
að heyra. Hún hefur auðvitað
meðfædda hæfileika, en auk þess
hefur hún notið kennslu, fyrst í
Tónlistarskólanum í Reykjavík og
síðan á sumum frægustu mennta-
stofnunum í sínu fagi og þess utan
Gagnasafn
Morgnnblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
notið leiðsagnar frægra erlendra
kennara. Árangurinn af þessu og
þrotlausri vinnu í gegnum mörg
ár höfum við fengið að sjá í því
að hún hefur tekið þátt í alþjóðleg-
um keppnum og hlotið verðlaun
og nú er hún að undirbúa sig und-
ir eina hina mestu, Tsjajkovskíj-
fiðlukeppnina í Moskvu á næsta
sumri.
Og hver voru svo viðbrögð unn-
enda fagurrar tónlistar á höfuð-
borgarsvæðinu þegar slíkt tæki-
færi bauðst? Mig rak sannarlega
í rogastans þegar mér varð það
ljóst. Þarna voru samankomnar
nokkrar hræður, ég get mér til
varla yfir eitt hundrað! Hvar var
nú t.d. allt fólkið, sem berst fyrir
tónlistarhöll. Til hvers tónlistar-
höll fyrir milljarða króna ef aðeins
fáir sýna áhuga á að koma á tón-
leika eins og þá sem hér var boð-
ið upp á. Forsenda fyrir tónlistar-
höll er þó að einhveijir séu áheyr-
endurnir.
Annað atriði dettur mér í hug
í þessu sambandi. Það er mjög
algengt þegar tónlistarflytjendur
íslenskir koma heim frá löngu og
dýru námi erlendis að þeir séu
spurðir að því af fjölmiðlum hvort
þeir ætli að setjast hér að og lofa
okkur að njóta listar sinnar. Fjöl-
miðlafólki finnst það augsýnilega
skylda listamannanna að gera það
og á bak við liggur að þjóðin sé
búin að kosta menn til náms með
ærnum fjárframlögum af tak-
mörkuðum sjóðum. Þegar maður
verður hins vegar vitni að því
hvernig móttökur landsmanna
veita þessum listamönnum, og
þetta dæmi, sem hér var nefnt er
alls ekki einsdæmi, þá undrast
maður ekki þó tvær grímur renni
á listamennina, þegar þeir eru
spurðir. Þarna kemur því miður
fram tvískinnungur, sem er svo
algengur hjá okkar þjóð.
Tilfellið, sem orðið hefur tilefni
þessa bréfs, hefur einnig aðra og
alvarlegri hlið. Þessi unga kona,
sem hér var að miðla okkur af list
sinni er, eins og áður segir, að búa
sig undir eina hina hörðustu
keppni, sem til er á hennar lista-
sviði. Hún þarfnast allrar þeirrar
uppörvunar, sem hún getur fengið
frá sínu fólki. Þegar landskeppni
er t.d. í fótbolta eða handbolta er
mikið lagt upp úr því að áhorfend-
ur mæti sem flestir þegar leikið
er á heimavelli og þenji raddbönd-
in til hins ýtrasta til stuðnings sín-
um landsmönnum. Þetta er þeirra
uppörvun til sinna manna og þyk-
ir geta ráðið úrslitum um vel-
gengni heimaliðsins.
Fiðluleikarinn okkar, sem hér
var nefnd, þarfnast ekki slíkrar
uppörvunar, en hún þarfnast þess
að hennar fólk veiti henni athygli
og það gerir það með því að koma
og hlusta á hana þegar hún býður
upp á tónleika eins og gert var í
dag.
Þátttaka í keppni eins og nú
bíður Sigrúnar er ekki bara henn-
ar vegna, hún er fulltrúi íslands
eins og ávallt er í slíkum keppnum.
Það hlýtur að vera erfitt að fara
til keppninnar með það ósegjan-
lega tómlæti í farteskinu, sem lýsti
sér í aðsókninni að tónleikunum í
dag.
Þeir, sem komu til tónleikanna,
taka áreiðanlega undir það með
mér að Sigrúnu megi vegna vel í
þeirri erfiðu keppni sem nú bíður
hennar.
DAVÍÐ ÓLAFSSON,
Hörgshlíð 26,
Reykjavík.
ári. Oft var þörf en nú er nauðsyn
að vel verði staðið að verki í þess-
um efnum.
xxx
Líkamsrækt er orð, sem er fólki
tamt á tungu. Okkur er gef-
inn líkami til að búa í, segja menn,
og við getum ráðið miklu um það,
hversu heilbrigður íverustaður
þessi líkami er. Með því að neyta
hollrar fæðu (dag hvem) og hreyfa
sig eftir kúnstarinnar reglum (sem
eru af ýmsum toga) höldum við
þessari vistarveru heilbrigðri.
Það er áreiðanlega mikið til í
þessu. Við getum efalaust ráðið
miklu um það, hvort þessi íveru-
staður endist nokkrum árum leng-
ur eða skemur, máske tugum ára
lengur eða skemur!
En fleira kemur til. Líkams-
ástand okkar er að hluta til erfð-
ir. Enginn velur sér föður eða
móður. Og heilsufarslegar erfðir
situr maður uppi með, hvað sem
líður fæðu eður fimleikum.
Sá grunur Iæðist og að Víkveija
að það skipti einnig heilsufarslegu
máli í hvers konar skapi hver og
einn neytir matar síns, svona með
og ásamt samsetningu hans. Létt-
ir ekki góðgætið lundina? Og til
einhvers gaf forsjónin okkur
bragðlaukana. Varla voru þeir
hannaðir sem mýrarljós. Víkveija
datt þetta bara svona í hug, eða
þannig.
Víkverji skrifar
Hljóðmengun er orð, sem fá-
heyrt var fyrir nokkrum ára-
tugum, en er nánast áþreifanlegur
hluti af veruleika líðandi stundar.
Víkveiji er þeirrar skoðunar að
meir en tímabært sé að snúast til
varnar gegn heilsuspillandi hávaða
í daglegu umhverfi okkar, áður
en í algjört óefni er komið.
Hávaði hvers konar einkennir
líf okkar síðustu árin: hávaði í
atvinnutækjum ýmiss konar, há-
vaði í ökutækjum, flugvélum og
umferð, hávaði í hátölurum, út-
varpi, sjónvarpi o.s.frv. Á sumum
vinnustöðum streymir síbylja há-
vaðans úr glymskröttum frá
morgni til kvölds. Svo langt var
gengið að fyrir nokkrum árum
skoraði náttúruverndarþing á
stjórnvöld að undirbúa og setja
heildarlög og reglur til varnar
gegn hávaðamengun. Það hafa
margar verr grundaðar hugmyndir
litið dagsins ljós.
xxx
Víkveiji las fyrir margt löngu
grein eftir Steingrím Gaut
Kristjánsson um hávaðamengun.
Þar sagði meðal annars:
„Margir virðast álíta að þar sem
meiri hluti starfsmanna vill hlusta
á útvarp verði minnihlutinn að
lúta í lægra haldi samkvæmt
grunnreglu lýðræðis, en þetta er
hinn mesti misskilningur. Vegna
vinnunnar rekur engan nauður til
að haldið sé uppi tónlistarflutningi
á vinnustöðum. Einn hópur manna
á engan rétt á því að kúga minni-
hluta með þessum hætti, hvorki á
vinnustöðum né annars staðar.
Um opinberar stofnanir gildir
nokkuð öðru máli en einkafyrir-
tæki. Þær eru reknar í umboði
samfélagsþegnanna og þangað
eiga menn nauðsynjaerindi.
Starfsmenn hins opinbera hafa
ekkert umboð til að halda opinbera
tónleika í opinberum stofnunum
umbjóðendum sínum til skapraun-
ar þegar þeir eiga þangað erindi.“
Þá veit maður það.
xxx
Fjölmiðlar tíunda bæði jákvæð-
ar og neikvæðar fréttir, enda
eru þeir, eða eiga að vera, spegill
staðreynda á hverri tíð. Hinn nei-
kvæði fjölmiðlasegull mætti þó
vera hljóðlátari en verið hefur um
sinn og sá jákvæði virkari.
Sú frétt, sem snart Víkveija
verst í vikunni, var fréttin um átta
þúsund íslendinga á vinnualdri á
atvinnuleysisskrá. Það verður ekki
of mikið gert úr jafn hryggilegri
staðreynd. Og senn lýkur skólum
og margar þúsundir ungmenna
leita út á vinnumarkaðinn.
Sveitarfélög hafa, sum hver,
lagt sitt af mörkum til að tryggja
ungmennum sumarstörf. Reykja-
víkurborg útvegaði fimm þúsund
ungmennum sumarstörf á liðnu