Morgunblaðið - 24.04.1994, Page 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRIL 1994
byssur
eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur
Skömmu eftir áramót hætti störfum á Borgarspítalanum hjúkr-
unarkona sem komin er fast að áttræðu. Sigríður Sveinbjörnsdótt-
ir á að baki gifturíkt starf við hjúkrun og ævintýraleg námsár í
Danmörku á tímum seinni heimsstyijaldar, en Bispebjergsjúkra-
húsið, þar sem hún lærði, var í víglínunni vegna samstarfs þess
við dönsku andspyrnuhreyfinguna þegar hún háði hatrömmustu
baráttuna við hernámslið þýskra nasista. Frá öllu þessu segir
Sigríður í samtali sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við hana
á dögunum. Hún liggur heldur ekki á skoðunum sínum hvað snert-
ir hjúkrun og heilbrigðismál í íslenskum nútúma.
Sigríður við hjúkrun síðasta daginn á Borgarspítalanum. Ljósm:
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Égvar
alltaf
hræddvíð
Kaupmannahöfn
Sigríður
Sveinbjörns-
dóttir hjúkraði
ofsóttu and-
spyrnufólki á
Bispebjerg-
spítala í
Kaupmanna-
höfn á stríðs-
árunum
Sigríður nýútskrifuð hjúkrunarkona í
Danmörku árið 1943
Sigríður fæddist árið 1915 á
Álftá á Mýrum en missti föður sinn
rúmlega ársgömul. ,,Við mamma
vorum viðloðandi á Álftá, þar sem
bróðir mömmu bjó, þar til ég var
fimm ára. Þá gerðist mamma ráðs-
kona hjá bóndanum í Lækjarbug á
Mýrum. Hann hafði misst konu sína
frá þremur ungum börnum. Með
þeim ólst ég upp. Mamma var bú-
stýra í Lækjarbug í 60 ár, þar til
bóndinn þar dó. Þá flutti hún til
mín og var hjá mér þar til hún Iést
á tíræðisaldri," segir Sigríður.
„Eftir tveggja vetra nám í hér-
aðsskólanum í Reykholti hug-
kvæmdist mér, þá tvítugri, að fara
til Kaupmannahafnar í vist, því erf-
itt var að fá vinnu hér heima og
engir peningar til að læra neitt.
Halldóra Sigurðardóttir, einn af
kennurum mínum í Reykholti,
þekkti Ástu Björnsdóttur, konu
Jóns Helgasonar prófessors í Kaup-
mannahöfn. Hún kom mér í vist í
Danmörku árið 1935. Eg sigldi út
með Dronning Alexandrine og
starði steinhissa á hinar stóru bygg-
ingar og skóga sem mættu auganu
þegar í innsiglinguna að Kaup-
mannahöfn kom. Ásta tók á móti
mér og fór með mér í vistina. Þar
átti ég erfiða daga. Það var ætlast
til mikils af mér og stéttaskiptingin
var snöggtum meiri en ég hafði
þekkt fram að því, ég varð til dæm-
is alltaf að borða í eldhúsinu, þótt
ég væri eina vinnuhjúið á heimilinu.
Nokkru seinna fór ég aðra vist, síst
þægilegri. Þar á eftir komst ég til
góðs fólks, Direktors Raun og hans
konu. Þau höfðu lent í fyrra stríðinu
í Rússlandi og vissu hvað lífið var.
Hjá þeim var ég í rúmt ár og frúin
hjálpaði mér svo að komast í hjúkr-
unarnám.
Eg fór lítið út að skemmta mér
til að byrja með en reyndi að halda
sambandi við íslendingana í Höfn,
kom oft til Ástu og Jóns og kynnt-
ist þar nýju fólki, einkum eftir að
stríðið skall á, þá reyndum við ís-
lendingarnir sannarlega að halda
hópinn. Eg kynntist m.a. ungum
manni, Eiríki Magnússyni, sem ég
seinna giftist. Hann var að læra
að verða rafvirki. Við áttum okkar
tilhugalíf í Kaupmannahöfn stríðs-
áranna.
Nám mitt hófst 1939 með því
að ég fór á Pestrupháskóla á Jót-
landi, þar sem ég var á dönskunám-
skeiði. Eftir það hóf ég nám í
Bispebjerg í desember 1939. Við
Byggingar Bispebjergspítalans í
byijuðum í einskonar forskóla,
pínulitlar og vesælar í gráröndótt-
um kjólum, og lærðum þar einna
fyrst að binda um útlimi. Það var
ekki kastað höndunum til kennsl-
unnar, okkur var gert vel ljóst að
það væri sannarlega ekki sama
hvernig bundið var t.d. um sár á
fæti, það var ekki nóg að byrja
efst og enda neðst. Kennararnir í
forskólanum voru heiðarlegir og
strangir og kenndu okkur í sex
mánuði.
Eftir þrjá mánuði fórum við að
vinna á deildum, alltaf í grárönd-
óttu kjólunum. En á deildunum
fengum við smekki á litlu svunturn-
ar sem okkur bar að ganga með.
Við unnum við ýmis konar aðhlynn-
ingu, hjálpuðum fólki að þvo sér
og svo framvegis. Þegar sex mán-
uðirnir voru liðnir vorum við ýmist
Iátnar hætta eða fengum kappann,
allt eftir^ því hvernig okkur hafði
gengið. Ég fékk kappann og gekk
með hann alla mína tíð sem hjúkr-
unarkona. Við fengum líka blárönd-
ótta kjóla með pinnstífum, lausum
flibbum og nýjar svuntur.
Ein íslensk stúlka byijaði um
sama leyti og ég í námi á Bispe-
bjerg. Hún heitir Helga Albertsdótt-
ir og kom í mars 1940. Við höfum
haldið sambandi síðan. Hún vann
síðar lengi sem deildarstjóri á
Kleppi. Meðan námið stóð yfir var
fylgst vel með okkur námsmeyjun-
um. Á morgnana var hringt, við
áttum að mæta klukkan 6.15 í borð-
stofuna. Þá stóð forstöðukonan þar
öðru megin og húsmóðirin hinu
megin til þess að athuga hvort við
værum ekki ábyggilega allar í
hreinum fötum og skóm. Ef við
fórum út á kvöldin voru skráðir
niður brottfarar- og komutímar.
Við unnum tólf tíma vaktir og feng-
um mat, húsaskjól og lítilsháttar
kaup, 34 krónur á mánuði. Þetta
voru mun betri kjör en í vistinni,
því við fengum vinnufötin frí og
þvotta á þeim.
Stéttaskiptingin á dönsku sjúkra-
húsunum var þá mikil. Við urðum
alltaf að tala við yfirhjúkrunarkon-
una í þriðju persónu. Læknarnir
voru næstum eins og Guð almáttug-
ur. Ég var alltaf öftust í röðinni
þegar farið var í stofugang á
morgnana. Á þessum árum var ver-
ið að beijast við flesta sömu sjúk-
dómanna og barist er við enn í
dag, en vígstaðan var ójöfn, meðul-
in voru ekki þau sömu. Einkum var
erfitt að beijast við lungnabólguna
meðan pensilínið var ekki komið til
sögunnar. Sjálf var ég svo óheppin
að fá þrisvar sinnum lungnabólgu.
Þá voru gefnar við lungnabólgu svo-
kallaðar M og B töflur, stórar hluss-
ur. Ég kastaði þeim öllum upp og
var að lokum sprautuð með ein-
hverskonar pensilíni, sem þá var
verið að byija að nota. Þegar ég
skánaði loks af lungnabólgunni fékk
ég bijósthimnubólgu. í kjölfar þeirra
veikinda fylgdi svo mikill slappleiki
að ég hélt að ég væri komin með
berkla. Svo var þó ekki.
Ég náði heilsu á ný eftir þriggja
mánaða veikindi og þakka það frá-
bærri 'umönnun eins assistentsins
sem þarna starfaði. Hann hjálpaði
mér að komast á endurhæfingar-
stofnun sem eingöngu var ætluð
hjúkrunarkonum. Að veikindatíma-
bili loknu var ég reynslunni ríkari,
þekkti heim sjúkrahússins bæði sem
hjúkrunarnemi og einnig sem sjúkl-
ingur. Ég lauk hjúkrunarprófi árið
1943 og fór að því loknu að læra
skurðstofuhjúkrun. Mér fannst það
spennandi og lærdómsríkt starf, þar
sem alltaf var mikið um að vera,
ekki síst eftir að Þjóðvetjar hernámu
Danmörku.
Stríðið var nálægt okkur sem
störfuðum á Bispebjerg á þessum
árum. Það var þar beinlínis innan
dyra. Meðal hjúkrunarfólksins var
fólk sem var í fremstu línu innan
dönsku andspyrnuhréyfingarinnar.
Undir hinum fjölmörgu sjúkrahúss-
byggingum voru geysilega margir,
mannhæðarháir undirgangar. Þar
rataði enginn nema sá sem til
þekkti. Ég var lengi að læra að rata
þarna, innan um rafmagnsrör, ótal
ranghala og skúmaskot. Niður í
þessa ranghala var farið með særða
andspyrnumenn. Særðir karlmenn
voru gjarnan keyrðir þarna niður,
svo upp á kvennadeild og faldir
þar. Iðulegá voru ofsóttir menn, t.d.
gyðingar, faldir á spítalanum meðan
verið var útvega þeim nýja pappíra.
Mjög oft var skipt um nöfn á and-
spymufólkinu og það svo útskrifað
undir nýju nöfnunum - þeirri starf-
semi fylgdi mikil vinna og náið sam-
starf margra aðila, þar sem enginn
mátti bregðast. Þegar gyðinga-
ofsóknirnar byijuðu í október 1943
þá tókst dönsku lögreglunni að
bjarga mörgum með því að segja
nasistum rangt til um heimilisföng
og koma í millitíðinni boðum til
hinna ofsóttu svo nasistar komu að
tómum húsunum. Stórum hópi þess-
ara gyðinga var smalað saman og
komið til Bispebjerg og þeir faldir
þar þangað til þeim var komið úr
landi. Bispebjerg var nær sjó en
aðrir spítalar í Kaupmannahöfn,
nálægt höfninni á austurströndinni.
Gyðingarnir voru faldir í kennslu-
stofunni okkar í nýju geðdeildar-
byggingunni í Bispebjerg. Ég var
þar á næturvakt þessa nótt og mér
var sagt að hvað sem á gengi mætti
ég ekki hleypa neinum inn, heldur
átti ég að kalla í tvo lækna sem
voru á vaktinni ef barið væri uppá.
Nasistar komu ekki og gyðingarnir
/voru fluttir í bílum niður á höfn og
fóru með bátum til Svíþjóðar. Þetta
var hræðilegt hættuspil.
Ég var oft við þegar verið var
að ná út kúlum og gera aðgerðir á
andspyrnuhreyfingarfólkinu. Ef upp
komst um slíkt hjálparstarf gat það
kostað viðkomandi hjúkrunarfólk
lífið. Stundum komu dönsku SS-
mennirnir með sært fólk og stóðu á
ganginum með byssurnar meðan
aðgerðirnar voru gerðar. Það var
ekki þægilegt. Ég var alltaf hrædd
við byssur, ég hélt niðri í mér andan-
um þegar ég mætti mönnum með
brugðnar byssur, fannst það á ein-
hvern óskiljanlegan hátt vernda
mig.
Þagnarskyldan var mikils verð
við þær kringumstæður sem ríktu á
stríðsárunum. Við þurftum öll að
gæta okkar að segja ekki neitt sem
máli skipti við þá sem í kring voru.
Þá var tryggast að gæta tungu
sinnar, alls staðar gátu verið njósn-
arar og ef útaf var brugðið gat
maður verið hirtur af nasistum dag-
inn eftir. Slíkt sá maður gerast
þarna.
Margir af þeim sem þarna unnu,
bæði læknar og hjúkrunarkonur,
voru handteknir og færðir í fangelsi
og sumir komu aldrei aftur. Einn
var skotinn í sjúkrahúsgarðinum
eftir að hafa stokkið út um glugga
*