Morgunblaðið - 24.04.1994, Page 32
sa#
Skipholti 50c ■ 105 Reykjavík
Sími 620222 - Fax 622654
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRIL 1994
Elioti
systurnar
eftir Bergljótu Ingólfsdóttur
ALLT tekur enda, líka sjónvarpsþættirnir um Eiiott systurnar,
eða „The House Of Eliott“ eins og þættirnir heita. Þess var sér-
staklega getið í breskum dagblöðum hinn 6. mars sl. að lokaþátt-
urinn yrði sýndur á BBC 1 kl. 7.30 um kvöldið. Samtímis var
sagt frá því að búist væri við að 10 milljónir manna fylgdust
með útsendingunni. Þættirnir hafa verið sýndir í þijú ár og stöð-
ugt unnið á, í upphafi voru áhorfendur 8 milljónir, fjölgaði fljótt í
9 niilljónir og síðasta árið voru þeir orðnir 10 miHjónir eins og
áður segir. Vinsældir þáttanna hafa jafnast á við það besta sem
sýnt hefur verið í bresku sjónvarpi.
Það hefur verið haft að gam-
anmálum að fleiri fylgdust
með þáttunum en vildu
vera láta, einkum bar á því
að karlmenn vildu ekki viður-
kenna að hafa verið dyggir áhorf-
endur, heldur afsakað sig með því
að eiginkonumar hafa verið límd-
ar við skjáinn yfir vikulegum þátt-
. unum.
Frameleiðendur tóku þá
ákvörðun að hætta nú er hæst
lætur, en aðeins hafði borið á því
að söguþráðurinn væri farinn að
þynnast undir það síðasta.
Ekki er gott að segja hvað gerði
þættina um Eliott systurnar svo
vinsæla og höfðaði til svo margra.
Þriðji áratugurinn, sem er vett-
vangur þáttanna, hefur í hugum
margra rómantískan blæ, fyrra
Gamla tölvan of hægvirk?
Langar þig í 486 tölvu?
stríði var lokið og menn að jafna
sig eftir þær hörmungar. Það tók
við gleðitími, „the gay twenties“,
eins og sá tími er oft kallaður.
Eitt er víst að glæsilegri kven-
fatnaður hefur vart sést í sjón-
varpsþáttum, fötin gullfalleg og
leikonumar bera þau vel.
I upphafi var eitthvað fundið
að því að leikkonurnar, Louise
Lombard og Stella Gonet sem
leika þær Evie og Bea, væra svo
ólíkar útlits að það fengi ekki
staðist að þær væru skyldar hvað
þá heldur systur. Hvað sem vali
á leikkonum líður vakti mismun-
andi talsmáti athygli, þar sem
önnur talar með Oxford hreim en
hin með skoskum.
Slíkir smámunir hafa greini-
lega haft lítið að segja, áhorfend-
Hjördís Geirsdóttir Hjördís Kristinsdóttir
Suðurlandsbraut 2,
(Hótel Esja), s. 682266,
óskar landsmönnum gleðileg sumars.
I tilefni af sumarkomunni býður
Snyrtistofan okkar upp á 10% afslátt
af þjónustu og vöru til 15. maí ’94.
Verið velkomin!
Komdu með þá gömlu og við veitum
þér ókeypis ráðgjöf varðandi uppfærslu!
Viö bjóöum nú viöskiptavinum okkar
(bæöi núverandi og veröandi) nýja
þjónustu: Endurbætur á eldri tölvum meö
útskiptum á móöurboröum, stækkun á
minni, diskum og þess háttar.
Komdu meö gömlu PC tölvuna þína til
okkar, viö skoöum hana og metum
hvernig best er aö uppfæra hana upp i
486 eöa jafnvel Pentium. Þetta mat okkar
kostar þig ekki neitt!
Heildarlausn uppfærslu kostar frá
26.500 krónum*.
*Nýtt móöurborö, 486SX-25 örgjörvi og 1 klst. vinna.
ur lifðu sig inn í andrúmsloft
þriðja áratugarins. Á þeim tíma
voru aðrir siðir en nú, samskipti
manna yfirmáta kurteisleg og
framganga öll önnur. Og ekki síst
þessi óviðjafnanlega tíska.
Þess má geta að fram undir
þetta hefur veirð sérstakur sýn-
ingargluggi með fatnði úr „The
House of Eliott“ þáttunum á V &
A safninu í South Kensington í
London. En safn Victoriu og Al-
berts hefur meðal annars að
geyma klæðnað frá fyrri tímum
og er vel þess virði að heimsækja
það.
rakið nú eftir, ég ætla að segja y&kur
övernig Dþ&go buxnaötóiaQ fráLibero er gerö.
Alvöru buxnabieia
8em vettir aigjört frelsi tiiaö íireyfa sig.
■ H-LISTINNí Garði, listi sjálf-
stæðismanna og annarra frjáls-
lyndra kjósenda, hefur ákveðið að
framboðslistinn til sveitarstjórnar-
kosninganna 28. maí nk. verði skip-
aður eftirtöldum aðilum: Sigurður
Ingvarsson, rafverktaki, Ingi-
mundur Þ. Guðnason, raftækni-
fræðingur, Jón Hjálmarsson, for-
stöðumaður, Ólafur Kjartansson,
tæknifræðingur, María Anna Ei-
ríksdóttir, sjúkraliði, Guðrún S.
Alfreðsdóttir, starfsmaður á leik-
skóla, Gísii Kjartansson, trésmíða-
meistari, Árni Árnason, nemi,
Guðrúii Sveinbjarnardóttir, skrif-
stofustjóri, Einar Heiðarsson,
starfsm. íþróttamiðstöðvar, Unnar
Már Magnússon, trésmíðameistari,
Finnbogi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri, Karl Njálsson,
framkvæmdastjóri og Hulda Matt-
híasdóttir, fiskverkandi.
■ II-listi áhugamanna um mál-
efni Hvolhrepps vegna sveitar-
stjórnarkosninganna í Hvolhreppi
28. maí hefur verið ákveðinn. Fram
fór skoðanakönnun meðal stuðn-
ingsmanna listans og lagði uppstill-
ingarnefnd fram tillögu um uppröð-
un sem byggðist á niðurstöðu henn-
ar. Á fjölmennum fundi stuðnings-
manna var þessi tillaga svo sam-
þykkt. Il-listinn er óháður pólitísk-
um flokkum og hefur farið með
meirihluta í sveistarstjórn Hvol-
hrepps á síðasta kjörtímabili. List-
ann skipa eftirtaldir: Helga Ása
Þorsteinsdóttir, skrifstofumaður,
Guðmundur Svavarsson, rekstr-
arfræðingur, Helgi Jóhannesson,
verkfræðingur, Sæmundur Hol-
gersson, tannlæknir, Ólafía Guð-
mundsdóttir, bankastarfsmaður,
Árni Valdimarsson, bóndi, Guð-
rún B. Ægisdóttir, bankastarfs-
maður, Ingi Guðjónsson, verslun-
arstjóri, Pálína Björk Jónsdóttir,
kennari og Ágústi Ingi Ólafsson,
kaupfélagsstjóri.
Ný Libero bleia. Alveg eins og buxur. Barnið er öruggt með Libero.
Það var auðvelt fyrir okkur að
stíga skrefið til fulls og hanna
alvöru buxnableiu. Libero er eina
bleian sem hefur alltaf verið með
buxnasniði. Við höfum
einkaleyfi á því.
Nýja Up&go bleian
sameinar buxur og bleiu í eitt.
Bleian uppfyllir ströngustu
gæðakröfur. Hún er með breiðu
teygjubelti sem heldur henni á sínum
stað án límborða.
Með Up&go fær bamið þitt bleiu sem
veitir því algjört frelsi til að hreyfa sig.
Hún er auðveld í meðförum og lekur alls ekki.
Þetta snýst auðvitað allt um Libero. Eitt það
mikilvægasta fyrir lítil dugleg böm er að geta
verið á ferðinni og uppgötvað þessa stórkostlegu
veröld okkar.
Libero Up&go buxnableian
er til í tveimur stærðum
þ.e. fyrir börn frá
9 -15 kg. og
15 - 25 kg.
m
m