Morgunblaðið - 24.04.1994, Page 8

Morgunblaðið - 24.04.1994, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 eftir Súsönnu Svavarsdóttur „ÍSLENSKI stjórnandinn reyndist frábær sendiherra. Hann náði fram full- komnu jafnvægi krafts og viðkvæmni, og stórkostlegri túlkun í sænska verkinu (eftir Hilding Rosenberg), sem samið er fyrir strengjasveit. Við fengum að heyra meira en nóturnar sjálfar. Með ótrúlegum skýrleik skynjuðum við mikla friðsæld ... Ég get ekki látið hjá líða að lýsa hversu vel Guðmundur Emilsson skilaði sínu hlutverki, bæði gagnvart hljómsveitinni og áheyrendum. Hann stjómaði af nákvæmni og krafti ogtúlkunin var af lífi og sál.“ Guðmundur Emilsson segir frá erilsömu lífi sínu sem hljómsveitarstjóri, tónlistarstjóri Ríkisút- varpsins og akademískur tónlistarmadur annig lýsir fiðluleik- arinn og gagnrýn- andinn Gabby Avila Simpson tónleikum sem okkar eigin Guðmundur Emils- son stjórnaði í Quito í Andesfjöllum, í 2.800 metra hæð í því framandi landi Ekvador. Gagnrýn- in birtist í E1 Commercia 28. nóvember síðastliðinn, fáein- um dögum eftir að Guðmund- ur varði doktorsritgerð sína við háskólann í Bloomington í Bandaríkjunum. Maðurinn hlýtur að hafa verið hátt uppi í orðsins fyllstu merkingu. „Já, ég var svo sannarlega hátt uppi. Ég stóðst doktors- vömina í Bloomington aðeins tveimur dögum áður en ég hélt til Suður-Ameríku. Það var fjallstindur minn í nám- inu, sem ég hafði verið að nálgast í mörg ár samhliða mikilli vinnu hér heima. Ég var hátt uppi, akadem- ískt. Ég var glaður. Það var í mér feginleiki. Stemmningin þessa dagana var um leið dálítið magnþrungin, vegna þess að ég hafði ekki tæki- færí til að vinda ofan af mér eftir vörnina, heldur fór ég beint út í bíl, sem fór með mig beint út í flugvél, sem fór með mig beint upp í fjöllin í allt annarri heimsálfu, í altt aðra menningu, allt aðra sögu. Þar var allt annað fólk. Bara það að takast á við hið þunna loft í 3.000 metra hæð var átak í sjálfu sér. Utlendingar fóru móðir og másandi niður landganginn úr vélinni og stóðu þannig við færibandið í leit að töskum." í 7. himni - Hvemig leið þér? „Það var ótti í mér, því ég vissi það sem frægt er, að í fyrsta og eina skiptið sem Leonard Bernstein hné niður á hljómsveitarpalli var þegar hánn stjómaði hljómsveitinni, sem ég var að fara að stjóma, Fílharmóníuhljómsveit Ekvadors — á sama stað — við sama púlt. Það má því segja að allt hafi lagst á eitt að gera þetta spennandi. Það var farið með mig upp á hæsta tind, á efstu hæð í hóteli. Mér var öllum lokið þegar ég stóð á 7. hæð og horfði yfir Quito. Ég sagði við sjálfan mig: „Nú hlýt ég að vera í 7. himni.“ - Hvað kom til að þú fórst að stjóma á fjallstindi? „Það var ósköp einfalt. Hér hafði hljómsveitarstjóri verið á ferð. Hann var frá Quito. Ég þekkti hann ekki baun. Hann var hér til að kynna tónlist frá heimalandi sínu, en kom á tónleika hjá íslensku hljómsveitinni, sem ég stjórn- aði. Og á dauða mínum átti ég von en ekki því að hann færi að bjóða mér til Quito. En hann gerði það nú samt. Það hafði staðið til alllengi að ég þekktist boðið, þegar ég fékk boð frá vinkonu minni, Aliciu Terzia að heim- sækja hana til Buenos Aires. Hún hafði líka komið á tón- leika til mín, .sem ég stjómaði í Frakklandi og víðar. Hún hafði, af eigin hvötum, haft samband við tvær hljómsveitir í Argentínu og mælt með mér. Eg hafði heyrt um hvor- uga þeirra áður. Og ég var ekki fyrr búinn að vinna í Quito en ég hélt til Lima í Perú, þar sem þeir voru næst- um búnir að týna farangrin- um mínum í 60 mínútna stoppi, áður en ég hljóp út í vél til Buenos Aires. Ég var seinastur um borð. Frá Buenos Aires var hald- ið út í buskann. Ég vissi ekk- ert hvert ég var að fara. Við fórum til Mar del Plata, sem er sumarleyfisstaður ríka fólksins fyrir sunnan Buenos Aires og rekur sína eigin sin- fóníuhljómsveit, eigið leikhús og aðrar „lista“-semdir fyrir útvalda. Þarna komst ég í tæri við þekktasta píanóleik- ara Argentínu og við spiluðum saman tilbrigði Um stef eftir Paganini, eftir Rakhmanínov. Hljómsveitin þarna var unaðs- Ieg, píanóleikarinn var unaðs- legur og áheyrendur voru unaðslegir. En það sem var eftirminnilegt við vikuna þarna, var atburður sem átti sér stað á tónleikunum. Þegar við vorum rétt að koma að hápunkti verksins, fóru ljósin. Það varð grafar- þögn og kolniðamyrkur í hálfa mínútu. Þá var allt í einu hrópað „bravó“ úti i sal og svo var byijað að klappa og klappa þar til Ijósin komu aft- ur. Þá kláruðum við taktana sem við áttum eftir og klapp- ið í myrkrinu rann saman við klappið í lokin.“ Kappakstur á tveimur hjólum - Hvert svo? „Næst var ferðinni haldið til San Juan, við rætur Andes- fjalla í Argentínu. San Juan er menningarmiðstöð fylkis- ins sem borgin er staðsett í. Þá gerðist nokkuð sem verður mér ógleymanlegt. Gestamóttakan á hótelinu í Mar del Plata gleymdi að vekja mig snemma á sunnu- dagsmorguninn, sem ég átti að halda af stað. Ég þurfti að komast landleiðina til Buen os Aires í veg fyrir flugvél, sem átti að fara til San Juan. Þegar ég vaknaði var rútan farin og það var leitað að öll- um mögulegum farartækjum til að koma mér til Buenos Aires. Það var leitað að rellu, reynt að fá rútubíl og meira að segja flugvél. Leiðin var löng og ég átti að vera kom- inn í flug eftir þrjá tíma. Mér var sagt að það væri útilokað að ná þessu. Það þafði aldrei gerst að þessi landleið væri farin á þremur klukkustund- um. En þegar þeim varð ljóst hvað ég var „desperató", var hringt í víðfræga kappakst- urshetju, sem sagðist skyldu koma mér til borgarinnar á þremur tímum — en hann lof- aði ekki að ég kæmist þangað lifandi. Ég sagði, já takk“ og borg- aði fyrirfram. Þetta var sá agalegast kappakstur sem hægt er að fara í; gegnum mýrlendi, þar sem þúsundir nautgripahjarða voru á hlaupum. Þegar við komum á tveimur hjólum á flugvöllinn, var búið að loka vélinni. Samt tókst mér á ein- hvern hátt að tala mig mn í vélina og komst í tæka tíð til San Juan, á fyrsta farrými. 1 San Juan kynntist ég ein- hverjum dásamlegasta tón- leikasal, sem ég hef komið í. Þetta var 1.500 manna salur með fullkomnu konsertorgeli og nýtísku hljóðveri inn- byggðu. Þama flutti ég píanó- konsert eftir Grieg, sinfóníu eftir Síbelíus og fleira gott. Það er skemmst frá því að segja, að ég komst heim fýrir rest, eftir allar þessar stiklur. En ég man hvað ég var hissa, þegar ég skráði mig inn á hótelið í New York á heim- leið, sem Dr. Emilsson. Ég var hissa, vegna þess að ég hafði ekki haft tíma til að velta því fyrir mér að ég hafði náð langþráðum áfanga." - Verður eitthvert fram- hald á tónleikahaldi þínu í Suður-Ameríku, eða fékkstu nóg af hraða, hæðum og hita? „Allar þessar hljómsveitir hafa boðið mér að koma aft- ur. í San Juan hefur mér ver- ið boðið að stjórna í maí, júlí og ágúst. Það er ekki búið að ganga frá dagsetningum hjá hinum tveimur hljómsveit- unum. Síðan hefur fjórða hljómsveitin bæst við. Hún er í Entre Rios (Borginni milli fljótanna), sem er ein af stór- borgum Argentínu. Það má segja að Suður- Ameríka sé alit í einu, og fyr- irvaralaust, orðin snar þáttur í lífí mínu. Ég sem vissi varla hvar Amasonfljótið var. Það hlægilegasta við þetta var að ég hafði heitið mér því að ef ég fengi einhvern tím- ann næði til að klára doktors- prófið mitt, með öllu bröltinu hér heima, skyldi ég fara í heimsreisu. En það varð bara Suður-Ameríka, sem hefur heillað mig algerlega upp úr skónum: Náttúrufegurðin, mannauðurinn, menningar- sagan og öll þessi framandi fegurð." - Hvað er eftirminnilegast úr ferðinni? „Það sem er kannski eftir- minnilegast af þessu öllu, voru kynni mín af Mariu Kod- ama Borges, ekkju Luis Borg- es, þjóðskálds Argentínu, sem ég hitti fyrir tilviljun í ellefu milljóna borg, sem hún sýndi mér um miðnætti að loknum tónleikum. Hún bað síðan kærlega að heilsa Vigdisi for- seta, sem hún hafði hitt áður — og reyndar komið til Is- lands — og Matthíasi Johann- essen.“ Til Evrópu En þótt Guðmundur Emils- son hafi heillast af Suður- Ameríku, hefur hún ekki verið eini viðkomustaður hans. í fyrra fór hann einnig í tón- leikaferð með franskri hljóm- sveit um Frakkland og Þýska- land. Efnisskrá hljómsveitar- innar var tileinkuð íslandi, tónlist og konum. „Mig langaði að hylla þjóð- höfðingja okkar með því að leggja áherslu á íslenska tón- list og tónlist eftir konur. Alma mater Vigdísar er ein- mitt í Grenoble, en þaðan var hljómsveitin, Ensemble Instrumental de Grenoble. Fjórar íslenskar konur voru með í ferðinni; Sigrún Eð- vaidsdóttir fiðluleikari, Bryn- dís Halla Gylfadóttir sellóleik- ari, Elísabet Waage hörpu- leikari og Mist Þorkelsdóttir tónskáld. mezzósópran. Við fluttum verk eftir spænska konu, Mariu del Alvear; verk sem var tileinkað íslandi. Einnig fluttum við verk eftir Aliciu Tersia og frumfluttum þar að auki verk eftir bæði Atla Heimi og Þorkel Sigur- bjömsson. Þetta var gríðar- lega krefjandi efnisskrá, var útvarpað í Köln og vakti mikla athygli. Þaðan héldum við til Bonn, þar sem okkur veittist sú ógleymanlega stund að leika í marmaraslegnum konsert- sal, sem gerir hvort tveggja í senn; að hýsa í hvelfingu neðansvið, handrit Beetho- vens og að standa við lágreist- an fæðingarstað hans þar í borg. Þar gerðist eitthvað undursamlegt að allra mati, sem við munum búa að. Sjáðu fyrir þér mynd: Laufskrúðið í garðinum speglaðist í kol- svörtum marmaranum yfir hljómsveitinni svo úr varð ein- hvers konar dáleiðsla sem minnti kannski einna helst á hið þekkta ljóð Valéry, „Kirkjugarður við hafið“. Ég hafði áðuj-. farið í tónleikaferð með þessari hljómsveit um Frakkland. Reynslan með þeim í Bonn var einstök. Og nú stefnir í þriðja ævintýrið með þessari hljómsveit. Ég fer til fundar við forsvarsmenn hennar í maí til að ganga frá samningi þar um. Það er til- hlökkunarefni." - Varstu ekki líka í Rúm- eníu? „Jú. Það forfallaðist stjórn- andi í Búkarest, stuttu fyrir tónleika. Þá þekkti maður mann, sem þekkti mann, sem þekkti mig. Sá spurði hvort ég væri ekki til í að skjótast til Rúmeníu til að stjórna Þjóðarfílharmóníuhljómsveit Rúmeníu í Búkarest. Mér fannst þetta sniðug hugmynd En mér þótti hún ekki eins sniðug hálfri klukkustund áð- ur en tónleikarnir áttu að hefjast og ég var að leita mér að leigubíl á einhveijum kol- vitlausum stað. Þegar ég loks- ins komst að tónleikasalnum voru vopnaðir verðir við dyrn- ar, sem sögðu að ég færi ekki inn. Ég var við inngang sem ég hafði notast við alla vikuna og reyndi að útskýra á minni sérstæðu rúmensku: „Músík, Maestro, TíVí, Radíó,“ hvert erindi mitt var. En vörðurinn bifaðist ekki. Ég var að verða dálítið áhyggjufullur. Maður reynir að vera ekki með mikil læti við vopnaða verði, en ég varð að komast inn. Fyrir tilviljun kom einhver fiðlari í ganginn og sá mig standa þarna úti. Hann út- skýrði fyrir verðinum hvaða erindi ég ætti inn í þetta hús og þá var mér sagt að þetta væri ekki rétti inngangurinn fyrir hljómsveitarstjórann „á tónleikakvöldinu". Ég rétt slapp inn á sviðið áður en tónleikamir hófust." í Rúmeníu gerðist svolítið sem kom mér algerlega í opna skjöldu, í hreinskilni sagt. Strax eftir 1. sinfóníu Beet- hovens urðu mikil fagnaðar- læti, sem auðvitað glöddu mig. En þegar leið á tónleik- ana magnaðist þessi hávaði. í lok tónleikanna ætlaði svo allt um koll að keyra. Ég átti þessu ekki að venjast — og allra síst ofan af íslandi, svo ég taldi að það hlyti að vera einhver eðlileg skýring á þessu. Ég spurði aðstoðar- mann minn baksviðs hvort þetta væri alltaf svona í Búk- arest. Hann sagði að svo væri ekki. Ég spurði hvort þeir væru bara svona elskulegir að ráða klapplið og hver borg- aði það. Ég hélt að það væri kannski svona kommúnísk hefð. Nei, hann sagði að svona móttökur væru afar sjaldgæf- ar. Fólkið væri bara ánægt. Enn þann dag í dag trúi ég því varla. Þetta kom svo flatt upp á mig. En mér hefur verið boðið að stjórna þessari hljómsveit aftur í vetur og ég hlakka mikið til.“ í Finnlandi starfar ein stór- kostleg hljómsveit, Avanti!. Hljómsveitin flytur eingöngu tónsmíðar eftir nútíma tón- skáld og henni stjórna aðeins lágvöxnu, ungu, finnsku risamir Ésa Pekka Salonen og Jukka Pekka Saraste — einmitt þeir tveir sem urðu heimsfrægir hljómsveitar- stjórar um þrítugt. Þeirri hljómsveit stjómaði Guð- mundur, en það eru ekki einu tónleikarnir sem hann hefur stjórnað í Finnlandi. Og gagn- rýnendur í því landi hafa skirfað um hann leiftrandi góða dóma. Olavi Kauko hjá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.