Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 30
30 B
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994
HVER.. mer eiginlega „vorbodinn ljúfi“?
Ljóminn fer afhugtakinu
SITT sýnist hveijum um hvað
eða hver sé helsti vorboðinn.
Menn rýna í ýmis teikn og
kannski er fyrsti vorboðinn sjálf
sólin sem boðar vor með þvi að
hækka stöðugt á lofti sem boðar
undanhald snjóa- og svellalaga.
Það er eitt og annað, ein og ein
hálfrotuð fiskifluga á sólríkum
síðvetrardögum, krókusar
sprettandi frá ylnum við hús-
veggi. Grásleppuvertíðin.
Astarleikir hrafna í háloftun-
um. Vel á minnst, þá spila fugl-
ar stóra rullu í þessu máli, „vor-
búðinn ljúfi fuglinn trúr...
o.s.frv.“ er auðvitað vel þekkt
stef úr ljóði eins af gömlu meist-
urunum. Algengast mun þá að
fólk telji skógarþröstinn eða
lóuna fyrsta vorboðann. En ef
settir eru staðlar og fyrsti vor-
boðinn sé samkvæmt þeim sá
farfuglinn sem fyrstur kemur
til landsins, þá er það ekki hug-
ljúf lóa eða þröstur, eða einhver
annar fugl sem mörg rómantisk
ljóð hafa verið samin um, heldur
einn af verri vargfuglum lands-
ins. Það er sem sé sílamávurinn
sem er „vorboðinn ljúfi“.
Viðbúið er að einhverjir hrökkvi
við er þeir átta sig á þessu,
því sílamávurinn, með sín snöru
og köldu augu og gífurlegu matar-
lyst og dálæti á ungum annarra
fugla í þeim efnum, er ekki sú
ímynd sem menn tengja við „vor-
boðann ljúfa“. Sílamávurinn er
annars nýr landnemi á íslandi,
byijaði að verpa á Suðurlandi á
þriðja tug þessarar aldar. Honum
fjölgaði skjótt og er nú geysilega
algengur og áberandi varpfugl hér
á landi. Lengi vel rugluðust menn
á sílamáv og náfrænda hans svart-
baknum, sem er gamalgróinn
varpfugl á íslandi. Vera má að
einhverjir ruglist enn, en sílamáv-
urinn er þegar að er gáð töluvert
smærri, steingrár á bakí en ekki
svartur, og gulfættur en ekki grá-
fættur eins og svartbakur. Hann
er í raun mjög ólíkur svartbak,
utan að báðir eru mávar og miklar
vargar.
Sílamávurinn er vorboðinn
„ljúfi“ einfaldlega vegna þess að
hann kemur fyrstur farfuglanna.
Yfirleitt strax í febrúar. í vor var
hann þó seinna á ferð, trúlega
hefur hann gleymt sér í loðnuveisl-
unni, en sjómenn sáu hann elta
loðnuskipin í stórum hópum.
Miðað við suma aðra farfugla
fer sílamávurinn ekki langt. Hann
heldur sig á sjó og má rekast á
hann úti fyrir Mið- og Suður-Evr-
ópu. Þó að hann sé hreinn sjófugl
á vetrum er ekki svo yfir sumar-
tímann. Sílamávsvörpin eru ekki
síður til fjalla en nærri strand-
lengjunni.
Skil a vorugjaldi
Vegna breytinga á lögum um vörugjald, sem tóku gildi 1. janúar 1994, og þar
sem ný reglugerð tekur gildi 1. maí nk., vill ríkisskattstjóri minna á skil vöru-
gjalds. Helstu breytingar varða gjaldskyldusvið, gjaldflokka (tollskrárnúmer
gjaldskyldra vara eru talin upp eftir gjaldflokkum í viðauka við lögin), gjalddaga,
álag og dráttarvexti. Reglur um gjaldstofn vörugjalds eru óbreyttar, en minnt er á
að gjaldstofn af innlendri framleiðslu er heildsöluverð vara sem eru framleidd-ar,
unnið að eða pakkað hér á landi.
Gjalddagi vörugjalds er nú fimmti dagur þriðja mánaðar eftir lok
uppgjörstímabils vegna sölu eða afhendingar á því tímabili. Gjalddagi
vörugjalds fyrir tímabilið janúar—febrúar 1994 er því 5. maí. Vörugjald telst
greitt á tilskildum tíma hafi greiðsla sannanlega verið póstlögð á gjalddaga.
Álag skal nú vera 2% af þeirri upphæð sem vangreidd er fyrir hvern þyrjaðan
dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 20%. Sé vörugjald ekki greitt innan
mánaðar frá gjalddaga reiknast dráttarvextir af því sem gjaldfallið er.
Gjaldflokkum vörugjalds er fjölgað í sjö. Jafnframt flytjast vörur á milli
gjaldflokka auk þess sem nýjar vörur bætast við og aðrar falla út. í gjaldflokki A
(6% vörugjald) er m.a. kaffi, te, nasl og ísblöndur. í gjaldflokki 6 (11% vörugjald)
eru m.a. ýmsar byggingavörur og snyrtivörur. í gjaldflokki C (16% vörugjald) eru
m.a. ýmsar plastvörur, rafmagnsvörur og vörur til vélknúinna ökutækja. í gjald-
flokki D (18% vörugjald) er m.a. sælgæti og hráefni til sælgætisiðnaðar, sætakex
og ávaxtasafi ásamt öðrum drykkjarvörum. í gjaldflokki E (20% vörugjald) eru
m.a. ýmis heimilistæki og smávarningur. í gjaldflokki F (25% vöru-gjald) eru
vopn o.þ.u.l í gjaldflokki G (30% vörugjald) er m.a. sykur, sjónvarps-tæki og
hljómflutningstæki.
Nánari upplýsingar um vörugjald veita skattstjórar og virðisaukaskattsskrifstofa
ríkisskattstjóra.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
.rnrnMmrt.. m * u ---».**.- ^ •**»** *. . *í
ÚR MYNDASAFNINU
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
SÆNSKA
FRYSTIHÚSIÐ
Sænska frystihúsið svonefnda,
sem stóð þar sem nú er Seðla-
bankahúsið, var fyrsta
frystihúsið sem sérstak-
lega var byggt sem slíkt
á Islandi. Það var á þeim
tíma stærsta hús sem
þá hafði verið byggt hér
á landi — stóð áður í
Gautaborg í Svíþjóð, en
var rifið og efniviðir þess
fluttir hingað. Húsið tók
í fyrsta sinn á móti fiski til frysting-
ar 18. febrúar 1930. Það hætti hins
vegar að taka á móti fiski til út-
flutnings árið 1967, en var notað
áfram um nokkurra ára
skeið. Þessi stóra bygg-
ing var svo rifin 1981
til að rýma fyrir Seðla-
bankahúsinu. Meðfýlgj-
andi myndir eru hins
vegar frá þvi um 1960
og eru tvær þeirra tekn-
ar úr húsinu sjálfu, en
hinar þar rétt hjá og
sýna þær lífið við höfnina á þessum
árum.
Við höfnina.
Ég heiti...
Sumarlibi Ragnar ísleifsson
NAFNIÐ Sumarliði er samsett
af nafnorðunum sumarog liði,
sem merkir farmaður, eftir því
sem segir í bókinni Nöfn Islend-
inga. Talið er að nafnið merki
„víkingur sem heiýar á sumrin".
Nafnið kemur bæði fyrir í Land-
námu og íslendingasögunum,
Sturlungu og í fornbréfum frá
14. og 15. öld. Nafnið er að finna
í nafnatali séra Odds á Reynivöll-
um frá 1646. í manntalinu 1703
hétu 26 karlar Sumarliði og 100
árum seinna voru nafnberamir
14.1 upphafi þessarar aldar virð-
ist nafnið hafa notið vaxandi vin-
sælda og árið 1910 eru 55 karlar
með þessu nafni. Siðan hefur
heldur dregið úr notkun þess. A
árunum 1921 til 1950 var nafnið
gefið 21 dreng og I þjóðskrá
1989 voru skráðir 44 Sumarliðar.
Sumariiði Ragnar ísleifsson er
einn þeirra sem heita þessu
sumarlega nafni. Hann heitir eftir
afa sínum sem var gefið nafnið
Sumarliði eftir að vitjað var nafns.
„Upphaflega er nafnið komið inn í
fjölskyldu mína frá Vestfjörðum og
síðan um Vesturland, en afi_ bjó á
Akranesi,“ segir Sumarliði Isleifs-
son. Hann er fæddur um mitt sum-
ar og finnst það fara prýðilega sam-
an, nafnið og fæðingardagurinn.
Nafnið er fremur sjaldgæft en
Sumarliði segist ekki hafa orðið
fyrir teljandi óþægindum þrátt fyrir
það. Hann heitir Ragnar að miili-
nafni og gekk undir því fyrstu árin,
til aðgreiningar frá afa sínum. „Það
var ekki fyrr en ég kom í gagn-
Morjjunblaðið/Sverrir
Sumarliði Ragnar Isleifsson
fræðaskóla að ég fór að nota Sum-
arliða-nafnið,“ segir Sumarliði. „í
fyrstu var ég ekkert of lukkulegur
með nafnið, það kom fyrir að ég
væri uppnefndur en það var ekkert
alvarlegt. Nú er ég mjög ánægður
með þetta nafn og þykir gaman að
heita því.“
í bókinni Nöfn íslendinga er að
finna fleiri „sumarleg" nöfn. Af
karlmannsnöfnum má nefna Sum-
arsvein og Sumarvin. Kvenfólkið
hefur úr meiru.að velja og má nefna
nöfn á borð við Sumarlilja, Sumar-
lín og Sumarlína. Þá eru dæmi um
nafnið Sumarrós og eina konu í
Barðastrandarsýslu árið 1910 sem
hét því dapurlega nafni Sumarlaus.