Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 B 11 á þriðju hæð til þess að komast hjá því að verða pyntaður til sagna. Ég gleymi aldrei „generalstrækn- um“ sem var í Kaupmannahöfn síð- ast í júní 1944. Þá var götunum lokað, tekið af rafmagn og gas og svo var barist. Ég get ekki gleymt ungum, ljóshærðum manni sem ég var látin standa yfir og reyna að gefa blóð. Það var búið að skjóta af honum fæturna, annar hékk á húðinni á hnjánum. Honum blæddi út í höndunum á mér. Það flaut allt í blóði og engar aðstæður voru til að gera að sárum hans nógu fljótt. Allt í kringum mig var deyjandi fólk. Þessar minningar vitja mín stundum í draumi. Heim til íslands fór ég í septem- ber 1945, með Lagarfossi. Það var einkennilegt að koma heim. Ef ég hefði haft peninga hefði ég farið beina leið út aftur. Á íslandi skildi mann enginn. Þar áttu allir allt til alls. Stríðið hafði ekki komið við fólkið hér og ég gat ekki gengið í takt við þann hugsunarhátt sem hér var ríkjandi þá. Ég vakti margar nætur eftir að heim kom og átti bágt, allt fyrsta árið. Ekki bætti úr skák að mér var heldur fálega tekið af hjúkrunaryfirvöldum. Hingað var þá búið að ráða margar danskar hjúkrunarkonur en mér var boðið það eitt að fara til ísafjarðar eða Akureyrar, en þangað gat ég ekki farið. Það bjargaði mér að ég hafði verið samskipa Kristjáni Þor- varðarsyni lækni. Hann fékk mig til þess að vera yfir pilti einum sem átti við geðræn vandamál að stríða. Ég vakti yfir honum daga og næt- ur, það var erfíð vinna. Eftir það vakti ég yfír geðveikri konu um tíma. Um fasta vinnu var ekki að ræða fyrr en nokkrum mánuðum seinna að ég fékk starf sem skurð- stofuhjúkrunarkona á Hvítaband- inu. Ég var þar ekki lengi, ég gifti mig og varð fljótlega ófrisk og hætti þá störfum utan heimilis." Sigríður eignaðist tvö börn sem lifðu, hið fyrra fætt 1947, hið seinna fætt 1951. Þegar þau voru farin að stálpast fór hún að vinna á sumr- in á Hvítabandinu í afleysingum. „Þegar Hvítabandinu var lokað réðst Ragnhildur Jóhannsdóttir, sem verið hafði yfirhjúkrunarkona þar, til Borgarspítalans. Hún fékk mig til að vinna þar,“ segir Sigríð- ur. „Þá var A-3, slysadeildin, að opna árið 1968, þangað réð ég mig í fullt starf. Þar með var ég aftur komin í miðja hringiðuna. Um það leyti var hjónaband mitt að flosna upp og nokkru seinna skildum við hjónin, svo mér veitti ekki af að fá fasta vinnu. Fyrst var A-3 slysa- deila og háls-, nef- og eyrnadeild. Svo komu heilasérfræðingarnir til starfa árið 1972, þá varð A-3 slysa- og heilaskurðdeild og hefur verið það síðan. Á A-3 undi ég mér vel frá fyrsta degi. Þar var nóg að gera allan sólarhringinn, ég hef borið svo mikla virðingu fyrir minni vinnu að ég sat sjaldnast aðgerðar- laus. Ég kalla slíkt ekki hjúkrun." Sigríður hefur séð miklar breyt- ingar í hjúkrunarmálum. „Menntun hjúkrunarkvenna hefur breyst með tilkomu háskólanámsins. Það er gott og gilt, en sjúklingarnir verða þó alltaf að vera númer eitt, mér finnst stundum að það sé ekki lögð nógu mikil áhersla á það. Fólk má ekki læra svo mikið að það „læri“ sig frá starfinu. Mikilvægustu eig- inleikar hjúkrunat'konu finnst mér vera umburðarlyndi og umhyggja fyrir sjúklingunum, völd og pening- ar eiga að skipta miklu minna máli en þeir. Það var mér kennt ungri og það hefur verið mitt leiðarljós í starfi.“ Nú er Sigríður komin fast að áttræðu, hvernig skyldi henni líka að hætta störfum? „Mér líkar það illa, það er fljótsagt. Ég er hraust og frísk og bý enn yfir mikili starfs- orku. Ég var í fullu starfi þar til fyrir tveimur ár. Eftir það var ég í 60 prósent starfi þar til ég hætti. Mér fannst ég geta vel unnið á við hina, sem voru helmingi yngri og meira en það. En ég þarf víst ekki að kvarta, daginn eftir að ég fór varð læknir á deildinni sjötugur og hætti þá störfum, en ég er jú orðin 78 ára gömul.“ Bandarísk rannsókn Varasamt að sofa méð augn- linsur Chicago. Reuter. KOMA mætti í veg fyrir allt að þremur af hverjum fjór- um tilvikum um sár á horn- himnu á auga með þvi að fá fólk til að hætta að sofa með linsur, segir í skýrslu um málið sem gerð var við John Hopkins-háskólann banda- riska í Baltimore. Stundum geta myndast sár eftir fáein- ar nætur. Um 24 milljónir Bandaríkja- manna nota augnlinsur. Skýrslan var birt í ritinu Archi- ves of Opthalmology sem gefið er út af bandarísku læknasam- tökunum. í ljós kom að meðal þeirra sem sváfu með mjúkar, einnota linsur og hins vegar þeirra sem notuðu linsur er ætlaðar eru til langtíma notk- unar mátti rekja allt að 74% tilvikanna til þess að sofið var með linsurnar. „Sé tekið tillit til almennrar heilbrigði og vilji menn draga úr tíðni þessa sjúkdóms er ljóst að bann við því að sofa með linsurnar myndi hafa mikil áhrif," segja skýrsluhöfundar: „Á hinn bóginn myndi aukin áhersla á að fólk færi að heil- brigðisreglum við notkunina án þess að hróflað yrði við notkun- armynstrinu ekki hafa umtals- verð áhrif“. Flóa- söfnun í Bretlandi London. Reuter. BRESKIR vísindamenn hafa hvatt Breta til að senda sér flær en það er liður í átaki til að komast að því hvenær og hvar flærnar fara á kreik á vorin og seijast á hunda og ketti, þeim og eigendun- um til sárrar gremju. Vísindamennirnir vilja að flærnar séu settar á límbaúd, skellt í umslag og sett í póst með upplýsingum um hvenær þær náðust og hvar. Flóabitið hefst í apríl eða maí ár hvert. Vitað er að sum- ar flærnar stökkva allt að 10.000 sinnum áður en þær finna sér hýsla og að kattarfló- in, sem er algengust flóa í Bretlandi, bítur ekki menn nema hún sé mjög hungruð. í frétt The Daily Mail af flóa- söfnuninni segir að þegar flóin hafi fundið sér hýsil, hefjist tímabil áts og kynlífs sem standi í viku, en þá drepst fló- in, örmagna. kjólamarkaður opnar mánudaginn 25. apríl kl. 13. V£RÐ: 2.900 - 4.900 - 6.900 - 8.900 -10.900 -12.900 Opiö: Mánud.-föstud. 13-18. Laugard. kl. 10-13 v/Laugalæk, sími 33755. Kjólamarkaður Hrísateigs megin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.