Morgunblaðið - 24.04.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.04.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 B 21 Einskonar þroskasaga Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Einskonar ást („A Thing Called Love“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: Peter Bogdanovich. Handrit: Carol Heikkinen. Að- alhlutverk: River Phoenix, Samantha Mathis, Dermot Mulroney og Sandra Bullock. Sveitasöngvamyndarinnar Einskonar ástar eftir Peter Bogd- anovich verður varla minnst í framtíðinni nema vegna þess að hún var síðasta heila mynd þess ágæta leikara River Phoenix, sem lést í vetur ungur að árum. Hún fjallar um ungt fólk er reynir að koma sér áfram sem sveitasöngv- arar í höfuðborg sveitatónlistar- innar, Nashville, og minnir strax lymskulega á „The Commit- ments“ Alans Parkers af því einu að hún fjallaði um ungt fólk í Dyflinni sem reyndi að koma sér áfram á „soul“-tónlistinni. Lengra nær samanburðurinn ekki. Frá- bær tónlistin bar Parkermyndina hálfa leið til himna, kántrýtónlist- in í Einskonar ást er af skornum skammti, persónurnar lítt spenn- andi og Nashville sjálf eins krum- maleg og smábærinn í frægustu mynd leikstjórans, „The Last Pict- ure Show“; einn bar og mótel. Robert Altman sagði reyndar allt sem segja þurfti um Nashville í samnefndri mynd sinni öndvert við Bogdanovich, sem virðist ósköp lítið hafa að segja. Hann hefur aðeins gert enn eina ungl- ingamynd, í þetta sinn með veika sveitatónlist í bakgrunni. Persón- ur hans og handritshöfundarins Carol Heikkinen eru óreyndir grænjaxlar sem dreymir um að „slá í gegn“ í sveitatónlistinni. Þetta er ungt og fallegt fólk, það vantar ekki, en eins og griðkona á nálægum bar bendir þeim á er hinn eini og sanni sveitasöngur sprottinn af djúpri reynslu og sársauka. Með það sama erum við horfin inn í sjálfskönnun og ein- lægt þroskaferli Samönthu Mat- his, ungrar stúlku sem myndin ljallar að mestu um, er skellir sér í djúpa reynslu og sársauka með River Phoenix, ekki af því það er eitthvað sem maður lifir sig inní, þvert á móti veit maður aldrei hvað hún sér við hann, heldur af því hún þarf að vera búin að næla sér í einskonar þroska í myndarlok, búin að skilja útá hvað sveitasöngnrinn gengur, meðtaka það og marka sér sjálfstæða stefnu í lífinu. Þannig er sagan einfeldnings- leg bæði og gegnsæ og það eru ástarmálin líka. Mathis dregst frekar að hinum skuggalega og óábyrga en þó heillandi Phoenix en lætur hinn ábyggilega, ljóð- elska hæfileikamann Dermot Mulroney fjúka, trú gamla hús- ganginum: Því meiri sársauki því betri sveitasöngur. Leikstjórn Bogdanovich einkennist mjög af alvarleik og húmorsleysi og þótt hann virðist reyna að forðast of miklar klisjur stígur hann oní þær flestar. Persónurnar hljóma voða mikið eins og gamlar kántrýplöt- ur. Tónlistarlífinu í Nashville eru gerð ákaflega lítil skil en Bogd- anovich kemur átrúnaðargoði sínu, vestraleikstjóranum John Ford, fyrir í bílabíói þar sem sýnt er úr „The Man Who Shot Liberty Valance?“. Mathis minnir töluvert á Mich- elle Pfeiffer og þótt hún sé frökk og frískleg skortir hana leik- reynslu. Dermot Mulroney er mun ' skemmtilegri þótt hann neyðist til að vera í fýlu mestallan tímann en Sandra Bullock er í vanþakkl- átasta hlutverkinu sem grátklökk og hæfileikalaus vinkona Matis, sem er aðeins í myndinni til að sýna hvílík yfirburðapersóna býr í Matis. Þó tekst Bullock að lífga aðeins uppá myndina, nokkuð sem annars sárvantar. Mestu athyglina hlýtur skiljan- lega River Phoenix og karakter hans sem hefur um sig myrka áru, er dökkur bæði á brún og brá, og undarlega forhertur á svipinn að líkindum vegna ein- hvers í fortíðinni, sem verður aldr- ei mjög ljóst. Persóna hans er afar dularfull og fæst raunar eng- inn botn í hana svo Phoenix verð- ur hálf ráðleysislegur í eilífri leit sinni að tilgangi. Það sama gildir um Bogd- og myndina hans. 49.900- 46.900- STGR. - AFBORGUNARVERÐ KR. 49.400- 212 Itr.kælir - 78 Itr.frystir Mál HxBxD: 147x60x57 Tvísk. m/frysti aö ofari U S - 1 3 0 O 39.900- 265 Itr.kælir- 25 Itr.fyrstih. Mál HxBxD: 140x60x57 Sjá mynd U S - 1 2 S 0 34.900- STGR. - AFBORGUNARVERÐ KR. 36.700- 212 Itr.kælir-16 Itr.fyrstih. Mál HxBxD: 122x55x57 falleg og GOÐ framtíðarlaus FYRIR HEIMILIÐ 282 Itr.kælir- 78 Itr.frystir Mál HxBxD: 171x60x57 Tvísk. m/frysti aö ofan RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 __________BrSds_____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Æfingakvöld byrjenda Sl. þriðjudagskvöld, 29. mars, var æfingakvöld byijenda og var spilaður Mitchell í tveimur riðlum og urðu úr- slit kvöldsins eftirfarandi: N/S riðill. Alfheiður Gísladóttir/Pálmi Gunnarsson 219 Hrund Einarsdóttir/SverrirÞorvaldsson 195 Ami Þorsteinsson/Kristján Rafn Harðarson 192 KolbrúnThomas/EinarPétursson 189 A/V riðill. Steindór Grétarsson/Baldur Garðarsson 219 Siguijón Guðröðarson/Jensína Stefánsdóttir 205 Stefán A. Stefánsson/Hersteinn Kristjánsson 205 Björk Lind Óskarsd./ Arnar Eyþórsson 204 Á hverju þriðjudagskvöldi er æf- ingakvöld byijenda og er spilað í húsi BSÍ. Húsið er opnað kl. 19 og spila- mennskan hefst kl. 19.30 Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudagskvöld, 18. apríl, voru spilaðar sjö umferðir í Stefánsbaró- meternum og er staðan eftir tvö kvöld af flórum þannig: Jón Baldursson/Sigurður B. Þorsteinsson 203 Dröfn Guðmundsdóttir/ÁsgeirÁsbjörnsson 182 Hjálmar S. Pálsson/Svcinn R. Þorvaldsson 90 Friðþjófur Einarsson/Guðbrandur Sigurbergss. 87 Ingvar Ingvarsson/Sigurður Siguijónsson 70 Jón Gíslason/Júlíana Gísladóttir 58 Erla Siguijónsdóttir/Kristj ana Steingrímsdóttir 57 Hæstu skor annað kvöldið fengu: Dröfn Guðmundsdóttir/Ásgeir Ásbjömsson 114 Jón Baldursson/Sigurður B. Þorsteinsson 89 KjartanJóhannsson/JónÞorkelsson 77 Nk. mánudagskvöld verða spilaðar sjö umferðir og að venju er spilað í íþróttahúsinu v/Strandgötu kl. 19.30. Bridsfélag SÁÁ 19. apríl var spilaður Mitchell-tví- menningur á 10 borðum. Efstu pör urðu: N/S Guðmundur Sigurstejnsd./Ásgeir Sigurðsson 241 Kristinn Óskarsson/Óskar Kristinsson 231 GesturPálsson/Guðmundsson Sigurbjömsson 224 A/V Guðni Kolbeinskon/Magnús Torfason 251 Ása Amþórsdóttir/Birgir Ólafsson 248 Ingimundur Eyjólfsson/Þórir Fiosason 245 Spilað er á þriðjudagskvöldum kl. 19.45 stundvíslega. Bridsfélag Akureyrar Nú er hafið síðasta mót vetrarins hjá félaginu. Mótið er minningarmót um Alfreð Pálsson, sem lengi var einn besti spilari félagsins. Spilaður er tví- menningur með „butler“-útreikningi. Að loknum 7 umferðum af 21 er staða efstu para sem hér segir: Kristján Guðjónsson/Sveinn Pálsson 64 Hjalti Bergmann/Bjami Yngvason 34 Anton Haraldsson/Pétur Guðjónsson 28 HaukurHarðarson/HaukurJónsson 25 HermannTómasson/ÁsgeirStefánsson 23 Sigfús Hreiðarsson/Björgvin Jónsson 20 13 pör spiluðu í Sunnuhlíð síðastlið- ið sunnudagskvöld. Örn Viðar Amars- son og Bjarni Sveinbjömsson urðu efstir, Reimar Sigurpálsson og Svein- björn Sigurðsson í öðru sæti og Sigur- björn Haraldsson og Skúli Skúlason í því þriðja. Bridsfélag Siglufjarðar Mánudagskvöldið 11. apríl var lokið Skeljungsmóti í tvímenningi, en um- boðsmaður Skeljungs á Siglufirði hafði veg og vanda af mótinu og veitti veg- leg verðlaun fyrir 3 efstu sætin. Úr- slit að loknum 19 umferðum var eftir- farandi: ÓlafurJónsson/SteinarJónsson 181 Ásgrímur Sigurbjömsson/Jón Sigurbjömsson 76 BjömÞórðarsson/JóhannMöller 74 JóhannJónsson/ÞórleifurHaraldsson 45 Frá Skagfirðingum Reykjavík Spilaður var eins kvölds tvímenn- ingur síðasta þriðjudag. Úrslit urðu: ÁrmannJ.Lárusson-ÓlafurLárusson 188 AgnarKristinsson-EggertBergsson 187 AðalbjömBenediktsson-RúnarLárusson 176 GarðarV.Jónsson-FriðbjömSteinsson 164 Torfi Sigurðsson—Rafn Guðlaugsson 160 Guðlaugur Sveinsson - Láms Hermannsson 159 Næstu þriðjudaga verður eins kvölds tvímenningur hjá Skagfirð- ingum í Drangey, við Stakkahlíð 17. Opna afmælismótið hjá Skagfirðingum Skráning gengur mjög vel í Opna mótið sem Skagfirðingar gangast fyrir laugardaginn 30. apríl. Spilað verður í Drangey við Stakkahlíð 17 og hefst spilamennska kl. 11 árdeg- is. Góð verðlaun eru í boði, auk silf- urstiga. Skráð er á skristofu BSÍ (Ella), hjá Ólafi Lárussyni s. 16538 og Hjálmari Pálssyni s. 76834. Minnt er á takmarkaða þátttöku í mótið, en lokað verður á töluna 42-46 pör vegna þrengsla í hús- næðinu. Keppnisstjóri verður Ólafur Lárusson. Bridsdeild Víkings Úrslit sl. þriðjudag. BjömFr. Brynjólfsson - Stefán Jónsson 128 Guðjón Guðmundsson - Jakob Már Gunnarss. 124 Brynjólfur Bragason - Öm Erlcndsson 118 Spilað verður nk. þriðjudagskvöld kl. 19.30. : . Símtal á sunnudegi 10 mínútna símtal frá Reykjavík til Siglufjarðar um helgar kostar aðeins PÓSTUR OG SÍMi Sjá nánar í símaskránni bls. 9. r---S KÁTASKEYTI—■« ! Kveðja sem gleður • A PERMINGARDAGINN Fermingardagana taka skatafélögin við skeytapöntunum Á EFTIRTÖLDUM STÖÐUM! | Akranes:.Skf. Akraness — Skátaheimilið v/ Háholt.93-11727 I ísafjörður:....Einherjar/Valkyrjan — Mjallargata 4...........94-3282 ! Vestm.eyjar: .Faxi — Skátaheimilið Faxastíg.................98-12915 I Stokkseyri:....Ósverjar — íragerði 12.......................98-31244 í Hafnarfjörður:...........Hraunbúar — Hraunbyrgi, Hraunbrún 57 i 91-650900 I Reykjavík:..Vogabúar — Skátah. Logafold 10691-683088/ 682510 VlNSAMLEGST HAFIÐ SAMBAND VIÐ SKÁTAFELÖG Á VIÐKOMANDI STÖÐUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.