Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.1994, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDl SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1994 B 29 Opið bréf til forseta Alþingis og forsætisnefndar Frá Jörmurtdi Inga: I Morgunblaðinu fyrir nokkru var frétt þess efnis að allir þjóðhöfðingj- ar Norðurlanda myndu hittast á Lögbergi í júlí í sumar. Nú er það svo að til forna gengu menn ekki á Lögberg heldur til Lögbergs og hittust ekki á Lögbergi heldur að Lögbergi. í þingskaparþætti Grá- gásar segir „Að Lögbergi skal stefna goðanum ..." og í lögsögu- mannsþætti,, ... og skai hann (lög- sögumaður) ganga til Lögbergs og setjast í rúm sitt og skipa Lögberg þeim mönnum sem hann vill“ og í Lögréttuþætti „ ... til að sitja að Lögbergi með sér“. Rennir mig grun í að þetta nýja orðalag á Lögbergi sé ættað frá lýðveldishátíðinni 1944. Þá sátu þingmenn á þeim stað sem menn héldu þá að væri Lögberg, nánar tiltekið þar sem fánastöngin stend- Frá Konráði Friðfinnssyni: Kristur er á sveimi. Hógvær sem fyrr. Hann knýr á, vill búa hjá þér, í þér, en þú heyrir ekki bankið og lýkur ekki upp fyrir honum hurð- inni. Heldur læturðu sem ekkert sé og gengur áfram þá götu er þú hefir gengið alla ævidaga þína án Guðs. Þú segir: „Ég á fallegt heimili, indæl böm, nýlega bifreið, lítinn varasjóð í banka, get leyft mér og mínum ferðalög endrum og sinnum og það að halda vinum og kunningj- um boð. Nei, ég þarfnast ekki að- stoðar Krists. Er einfær um hlut- ina.“ Þú veist þó ekki að syndin grass- erar í limum þínum og heyr stríð gegn öllu sem Guðs er, bæði leynt og ljóst. Veist ekki að Guð gerþekk- ir hugsanir þínar. Veit af syndinni. Veit af hugsunum hjarta þíns, að þær eru honum ekki að skapi. Því aðeins í Kristi em hugsanir vorar honum þekkar. Samt elskar Guð þig og vill hjálpa þér að fá þig til sín. Hreinsa burt syndina og gremj- una er býr um sig í brjósti þínu. Vill skapa í þér nýtt hjarta úr holdi. Varpa steinhjartanu er fyrir er á dyr. Deyða hið gamla og gera það að engu. Hann sendir til þín, óbeð- inn, elskaðan son, Jesúm Krist, sem knýr á dyr hjarta þíns og vill kom- ur nú á eystri barmi Almannagjár. Þar gætu forfeður okkar þó ekki hafa haldið þing vegna lélegs hljóm- burðar. Jón Asgeirsson tónskáld hefur bent á að eini staðurinn á Þingvöllum þar sem hljómburður er nægilega góður til þess að þar megi tala til þúsund manns eða fleiri, er inni í sjálfri Almannagjá. Þar er meira að segja manngerð þingbrekka, upp við vestari gjá- bakkann. I sömu Morgunblaðsgrein er skýrt frá því að eitt mál verði tekið til afgreiðslu á þessum hátíðarfundi á Þingvöllum. Má ég leyfa mér að stinga upp á að þar verði samþykkt. að spjöll þau sem unnin hafa verið á þingstaðnum við fyrri hátíðafundi verði lagfærð fyrir árið 2000. Þarna á ég aðallega við vegalagninguna niður Almannagjá og samfara því eyðileggingu Drekkingarhyls og neðri Óxárárfoss árið 1907 í tilefni ast þangað inn og vemda þig í ólgu- sjó lífsins. Leiða þig sér við hönd. Kristur vitjar þín æ ofan í æ. Hann gefst eigi upp og mundu að Kristur er ætíð skammt undan. Eina sem þú þarft að gera er að heija upp raust þína og segja: Kristur, sonur Guðs, miskunna þú mér. Ég er syndugur maður.“ Því Guð, skapari himins og jarðar, elskar syndarann, mig og þig, en hatar syndina. Guð veit að syndin er hreiðrar um sig í hjörtum fólksins er aflið er megnar að afvegaleiða mennina frá sér og gera hann að grimmri og miskunn- arlausri ófreskju er engu eirir. Þannig vill Guð, er skapaði mennina í sinni mynd, ekki að þeir hagi sér. Þess vegna býður hann þér blessun sína, náð sína og kærleika sinn. Til að geta öðlast allt þetta þarftu að- eina að trúa þeim er hann sendi til jarðarinnar, sem er Drottinn vor Jesús Kristur. Hann er með öðrum orðum lykillinn að þessari gæfu. Lykillinn að dyrum himnaríkis. Lyk- ilinn að hinu eilífa lífi. Eins og Kristur segir sjálfur: „Faðirinn elskar soninn og hefur lagt allt í hönd honum. Sá sem trú- ir á soninn, hefur eilíft líf, en sá sem óhlýðnast syninum mun ekki sjá líf, heldur varir reiði Guðs yfir honum.“ (Jóh. 3,35.36.) KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Blómsturvöllum 1, Neskaupstað. konungskomunnar. Eystri veggur Almannagjár var þá sprengdur upp að hluta, til að auðvelda brúarsmíð- ina. Nú er brúin óþörf eftir að akst- ur niður gjána var aflagður. Væri dýnamíti til að fjarlægja hana ólíkt betur varið en því sem var notað 1907. Að lokum þetta. Hvort sem hátíð- arfundurinn þann 17. júní verður haldinn innan um spýtnabrakið upp á eystri gjábarminum eða í skjólinu inni í Almannagjá þá vona ég að hann verði að minnsta kosti haldinn að Lögbergi. JÖRMUNDUR INGI, Reykjavíkurgoði. Pennavinir TÉKKNESK 22 ára stúlka með áhuga á ferðalögum og ensku: Renata Spackova, Tyrsova 357, 506 01 Jicin, Czech Republic. ÞRETTÁN ára japönsk stúlka með margvíslega áhugamál: Aki Ikemi, 2-6-7 Funami-cho, Muroran, Hokkaido, 051 Japan. ÁTJÁN ára norsk stúlka sem ætt- leidd var frá Kóreu og er á skóla í Danmörku: Sonja Johnsen, Hojskolen pá Samso, Skolebakken 10, Kolby, DK-8305 SAMS0, Denmark. TÓLF ára tékknesk stúlka með áhuga á útivist, ferðalögum og bókalestri: Jana Berna, Zamecka 498, 507 81 Lazne Belohrad, Czech Republic. FRÁ Ghana skrifar 25 ára við- skiptafræðinemi með áhuga á bóka- lestri, ferðalögum og ljósmyndun: Johnson Kofi Avorkpoh, 89 Oguaa Hall, University of Cape Coast, University Post Office, Cape Coast, Ghana. SPÆNSKUR 22 ára háskólastúd- ent með áhuga á íþróttum: Rafel Castro Mestre, C/Fluvia 204, 7-3, Barcelona 08020, Spain. Krístur, sonur Guðs, miskunna þú mér Takið ei t ir um okkar fallega land sefur þú best á dýnum frá Húsgagnahöllinni ðu eins og . PBiiti VJia gjailhúsaajg- sjxjcJij/ ux;j -jJJí Ja;jd og gs/íJ vo;p-j;jiíj;jJ; sí/fj/ J dý;JU;/J MÍJBB Farsi David Waisglass and Gordon Coulthart SKRIFSTOFU- húsgögn . 'u*. i) . UAISbl-ASS/ceOCTHMÍT „Þetta mun fækka vinnuhléum!" „Jæja, Bergur, segðu okkur hvernig fjárhagsstaðan er hjá okkur.“ UAtS,6>t-A CS/coOC-TUAíl-T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.