Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Útileikhús á Egilsstöðum Leikhússgestir læra þjóðdansa PHILIP Vogler hefur verið bú- settur á Egilsstöðum í tólf ár og er kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum. Þar hefur hann staðið fyrir ýmsum þjóðlegum atburðum, m.a. námskeiðum í rímnakveðskap, sauðskinnsskóa- gerð og þjóðdönsum. í sumar sér hann um útileikhús á Egilsstöð- um og blaðamaður Morgunblaðs- ins innti hann eftir því hvað atti honum út í þá framkvæmd: „Ég hef verið leiðsögumaður síðan 1982 og unnið mikið að ferðamál- um í héraðinu. Ég er líka í Framf- arafélagi Fljótsdalshéraðs og þar komu upp hugmyndir um að standa fyrir ýmsum uppákomum, t.d. í tónlist. Ég geymdi þær hugmyndir sem ég sá að félagið ætlaði ekki að koma í fram- kvæmd og sumarið 1992 fór ég að leita að vettvangi fyrir þessar hugmyndir." Ungmenna- og íþróttasam- band Austurlands sá um útihátíð- arsvæðið á Eiðum og þar voru fyrstu sýningar útileikhússins ÚTILEIKHUSIÐ „Hér fyrir austan“. Morgunblaðið/Benedikt haldnar sumarið 1993. „Við- brögðin voru góð miðað við veðr- ið. Við fengum óheyrilega slæmt veður allt sumarið, en þó mættu aldrei færri en þrjátíu manns á sýningar.“ Nú hefst annað sýningarár útileikhússins, sem er inni í Egilsstaðaskógi. „Það er fímm mínútna gangur frá bænum og leikhúsið rúmar allt að 120 áhorfendur." Björn Kristleifsson arkitekt hannaði svæðið með Philip Vogler og fengu þeir dýrmæta aðstoð frá mörgum öðrum. „Leikhússviðið hefur enga veggi eða þak, þannig að nátt'úran í kring fær að njóta sín.“ Útileikhúsið heitir „Hér fyr- ir austan“ og setur einungis upp leikþætti eftir austfírðinga. „A leiksýningum verður áhorfendum boðið upp á námskeið í þjóðdöns- um. Þeir munu læra að minnsta kosti tvo þjóðdansa á sýningu.“ Þessi litla stúlka sýndi leikhúsinu mik- inn áhuga. Philip Vogler við fyrstu hleðsluna. FOLK Fæst einhver 1 hlut- verk James Deans? JAMES Dean lést fyrir 39 árum og enn hefur ekki verið framleidd kvik- mynd um líf stjörnunnar. Aðeins hefur verið gerð ein sjónvarpsmynd um Dean þar sem Stephen McHattie lék aðalhlutverkið. Síðan hefur hvorki heyrst af þeim tveimur né spurst. Nú eru tvær kvikmyndir væntan- legar um líf James Dean. Leikstjór- inn Alan Hauge og framleiðandinn Fritz Manes munu gera kvikmýnd, sem að þeirra sögn er hin eina og sanna kvikmynd um James Dean. Hún er nefnilega gerð í fullri sátt við aðstandendur hans. Hvort það þýðir að farið verði silkihönskum um líferni stjömunnar, en margir segja hann hafa verið mikið fyrir áfengi og skemmtanir, er ekki vitað. Kvikmyndafyrirtækið Warner Bros. hyggur einnig á gerð kvik- myndar um líf kyntáknsins. Hins vegar gengur ekki vel að skipa í hlutverk hans. Leikstjórinn Michael Mann og framleiðandinn Marvin Worth hættu nýverið við að gera kvik- myndina vegna þess að Wamer Leonardo DiCaprio Bros. var ekki tilbúið að bíða í tvö ár eftir að Leonardo DiCaprio stækkaði í hlutverkið. Þar með stendur næsti leikstjóri frammi fyrir stóru vandamáli. Johnny Depp lýsti því einhvern tíma yfir í viðtali hversu honum þætti það þreytandi að vera kallaður „nýr“ James Dean, þannig að ekki verður auðvelt að fá hann í hlutverkið. Brad Pitt mun að öllum líkind- um einnig vita betur en að spreyta sig á hinni ódauð- legu goðsögn, James Drífðu þig og nýttu þér frábært tilboð! H w a s k w o I a b w i ó Við gefum pakka með 2 Upperdeck körfuboltamyndum meðan birgðir endast. Bíómiðinn gildir sem 15% afsláttur af SHAQ - bolum í Frísport, Laugavegi 6. Verðlaunagetraun - Reebok SHAQ - skór í verðlaun! Kiefer Sutherland kominn á beinu brautina ►í NÝLEGU viðtali segir Kiefer Sutherland að hann hafi náð sátt við sjálfan sig. Hann gekk í gegnum mikla erfiðleika og lagðist í aðgerðaleysi og drykkju þegar leikkonan Julia Roberts hætti við hann fyrir nokkrum árum. Fyrir vikið var hann á forsíðum allra slúður- blaða, en hann segist samt eiga henni mikið að þakka. „Með henni gerði ég mér í fyrsta skipti grein fyrir að vinnan væri ekki það eina sem skipti máli. Hún var nógu góð til að kenna mér að fleira skipti máli.“ Aður fyrr lék liann í tuttugu og sex kvikmyndum á rúmum tíu árum, næstum því þremur á ári. Hann sleit sér út og hafði enga orku aflögu fyrir vini sína eða fjölskyldu. Núna pass- ar hann upp á að hafa nógan tíma fyrir sjálfan sig og börnin hans tvö njóta góðs af því. Það má segja að hann sé orðinn pabbi í þriðja sinn. Kiefer ásamt föður sínum Donald Suther- land á frumsýningu myndarinnar „A Few Good Men“, Kiefer Sutherland í næstu kvik- mynd sinni, „The Cowboy Way“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.