Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C/D
137. TBL. 82. ÁRG.
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
A
Irsk
hjónabönd
Boltinn
hjóna-
djöfull
Dublin. Reuter.
ÍRSKUR
stjórnmála-
maður varaði í
gær við því að
skilnaðartíðni
á írlandi kunni
að aukast í
kjölfar heims-
meistara-
keppninnar í
knattspyrnu.
Segir hann að
er fótbolta-
áhangendur
snúi heim frá
Bandaríkjunum, þar sem
keppnin fer fram, slyppir og
snauðir eftir að hafa eytt langt
umfram efni, muni það reynast
of mikið álag á fjölmörg hjóna-
bönd.
Þessa myrku framtíðarsýn á
Austin Currie, einn forystu-
manna aðalstjórnarandstöðu-
flokksins á írlandi, Fine Gael.
Sagði hann að allt benti til
þess að skilnaðartíðni ykist sí-
fellt og að heimsmeistara-
keppnin bætti þar ekki úr skák.
Skilnaðir eru ólöglegir í lýð-
veldinu írlandi, þar sem lang-
flestir íbúanna eru kaþólskir.
Þúsundir íra eru nú staddir í
Bandaríkjunum til að hvetja lið
sitt í heimsmeistarakeppninni.
Reuter.
Múslimar
ijúfa
vopnahlé
Sarajevo. Reuter.
TILKYNNT var um gróf brot á
vopnahléi sem Sameinuðu þjóðirn-
ar (SÞ) komu á í Bosníu fyrir ell-
efu dögum. Tilkynningin barst í
gær, nokkrum stundum eftir að
Bosníu-Serbar hótuðu að hefja
gagnárás á her Bosníustjórnar.
Sagði háttsettur foringi í liði SÞ
að múslimar hefðu rofið vopna-
hléið en að Serbar hefðu, enn sem
komið væri, sýnt óvanalega still-
ingu með því að hefja ekki gagn
árás.
Radovan Karadzic, leiðtogi
Bosníu-Serba, hótaði því á sunnu-
dagskvöld að her Serba myndi
hefja gagnárás á Bosníuher, hættu
múslimar ekki þegar árásum á
Serba á Orenfjalli. Tóku háttsettir
foringjar í her Bosníu-Serba undir
þetta.
Karadzic sagði þúsundir Serba
hafa flúið undan árásum múslima,
sem hygðust ná á sitt vald mikil-
vægum vegi í miðhluta Bosníu.
Oeirðir
í Seoul
TIL harðra átaka kom í gær milli
óeirðalögreglu og mótmælenda í
Seoui, höfuðborg Suður-Kóreu, í
gær. Beitti lögreglan táragasi
gegn þúsundum námsmanna og
hrísgrjónabænda sem voru að
mótmæla áformum Suður-Kóreu-
stjórnar um að opna fyrir inn-
flutning á hrísgrjónum.
Boutros-Ghali víll franska íhlutun í Rúanda
Bandamenn Frakka
vilja ekki taka þátt
París, Kígalí, Sameinuðu þjóðunum. Reuter.
N-Kóreusljórn segist vilja semja
Refsiaðgerðir
ræddar áfram
Sameinuðu þjóðunum. Reutcr.
BOUTROS Boutros-Ghali, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
hvatti í gær öryggisráð SÞ til að samþykkja boð Frakka um aðgerðir til
að koma á friði í Rúanda. Sagðist hann telja æskilegt að sveitir Frakka.
yrðu um þrjá mánuði í landinu. Frakkar hafa farið formlega fram á það
við öryggisráðið að fá að senda tvö þúsund manna herlið til Rúanda og
er búist við að beiðni þeirra verði afgreidd í dag eða á morgun. Einnig
myndi sjö hundruð manna herlið frá Senegal aðstoða Frakka. Óryggisráð-
ið hefur áður samþykkt að senda um 5.500 friðargæsluliða til Rúanda.
Reutcr.
Simpson kveðst saklaus
MADELEINE Aibright, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð-
unum, ræddi í gær drög að refsiað-
gerðum gegn Norður-Kóreustjórn
við rússneskan starfsbróður sinn,
Júlíj Vorontsov. Að sögn Jimmy
Carters, fyrrverandi Bandaríkjafor-
seta, hefur N-Kóreustjórn boðist til
að hætta um stundarsakir við áætl-
anir sínar í kjarnorkumálum, en um
það hefur ekkert formlegt tilboð
borist.
Ný Bítlalög
London. Rcutcr.
FYRRUM Bítlarnir Paul McCartney,
George Harrison og Ringo Starr
hafa tekið upp nokkur lög saman, í
fyrsta sinn í 24 ár. Þetta var haft
eftir upptökustjóra hjá plötufyrir-
tæki þeirra. Bjóst hann við því að
nýju lögin yrðu leikin í tíu þátta sjón-
varpsröð sem hann vinnur að.
Carter, sem átti viðræður við
ráðamenn í Norður-Kóreu í síðustu
viku, sagði, að þeir hefðu boðist til
að fresta um sinn kjarnorkuáætlun-
um sínum og leyfa alþjóðlegt eftirlit
gegn því, að teknar yrðu upp viðræð-
ur um eðlileg stjórnmála- og efna-
hagsleg tengsl milli N-Kóreu og
Bandaríkjanna.
James Rubin, talsmaður sendi-
nefndar Bandaríkjanna hjá SÞ,
kvaðst í gær ekki geta sagt um
hvenær leitað yrði staðfestingar á
þessum yfirlýsingum N-Kóreustjórn-
ar við Carter en tók fram, að skilyrð-
in fyrir viðræðum væru m.a., að
eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorku-
málastofnunarinnar yrði leyft að
vinna sitt verk; að kjarnaofn, sem
nýlega var tekinn úr notkun í N-
Kóreu, yrði ekki fylltur eldsneyti á
ný og gamla eldsneytið ekki unnið
áfram.
■ „Jákvæð teikn“/18
VITN ALEIÐSLUR í máli O.J.
Simpsons hófust í Los Angeles í
gær, en hann var handtekinn á
föstudag sakaður um að hafa
myrt fyrrum eiginkonu sína og
elskhuga hennar. Simpson kvaðst
sakiaus af ákærunni en dómari
ákvað að hann yrði ekki látinn
laus gegn tryggingu sökum þess
hve alvarlegt brotið væri. Ef
Simpson verður fundinn sekur á
hann yfir höfði sér dauðarefsingu.
Boutros-Ghali segir í bréfi til
öryggisráðsins að þær sveitir skorti
hergögn og taka muni þó nokkurn
tíma að þjálfa sveitirnar er nýr bún-
aður berst. Því sé æskilegt að
Frakkar sjái um friðargæslu í millit-
íðinni.
Skæruliðar í Rúanda hafa hótað
hernaðaraðgerðum gegn Frökkum,
sendi þeir lið til landsins. Saka þeir
Frakka um að hafa veitt stjórn
Rúanda, sem skipuð er mönnum af
Hútu-ættbálki, aðstoð í átökum við
Tútsímenn á árum áður og segja
einu ástæðu þess, að Frakkar vilji
nú hafa afskipti af deilunni, vera
að Hútumenn standi höllum fæti.
Neituðu leiðtogar uppreisnarmanna
að ræða við sendiherra Frakka er
hann fór fram á viðræður um hinar
væntanlegu aðgerðir í gær.
Talið er víst að frönsku hersveit-
irnar munu fara inn í Rúanda frá
Zaire og Mið-Afríska lýðveldinu og
reyna að vernda óbreytta borgara á
svæðum, þar sem hart er barist.
Frakkar hafa farið fram á við
bandamenn sína í Evrópu að þeir
leggi fram liðssveitir vegna aðgerð-
anna í Rúanda. Hittast ráðherrar
aðildarríkja Vestur-Evrópusam-
bandsins á fundi í Brussel í dag til
að ræða málið en ekki er talið að
hann muni skila neinum árangri.
Svipaður fundur sl. föstudag var
árangurslaus þar sem ekkert annað
ríki er reiðubúið að senda hermenn
sína til Rúanda sökum hinnar miklu
áhættu.