Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Rúnar Þór
1.020 konur
í kvennahlaupi
METÞÁTTTAKA var í Kvenna-
hlaupi ÍSÍ í Kjarnaskógi á sunnu-
dag. Yfir 1.000 konur, frá koma-
börnum og hátt upp í nírætt, tóku
þátt í hlaupinu og hlupu ýmist 2,2
km eða 4,4 km hring í skóginum.
Þátttaka eykst
Anna R. Hermannsdóttir, úr
undirbúningsnefnd, lýsti yfir
ánægju sinni með hlaupið. „Við
erum ofsalega ánægðar. Aukning-
in var mikil í fyrra, úr 200 í 600,
og við áttum engan veginn von á
að hún gæti orðið jafn mikil aft-
ur. Mér fannst ég líka taka eftir
almennri ánægju og stemmingin
var mjög góð,“ sagði Anna.
Hún tók fram að umhverfið í
skóginum hefði eflaust haft góð
áhrif á stemmninguna og sagðist
vonast til að búið yrði að lengja
brautina fyrir hlaupið að ári.
Bæjarráð
Mótmæla
formannsvali
BÆJARRÁÐSMENNIRNIR
Sigurður J. Sigurðsson og Sig-
ríður Stefánsdóttir óskuðu sér-
bókunar vegna kjörs bæjarstjóra
sem formanns bæjarráðs á fyrst
fundi ráðsins á fimmtudag.
Bókunin er svohljóðandi: „Við
teljum afar óeðlilegt að bæjar-
stjóri sem kjörinn fulltrúi í bæj-
arstjórn skuli með þessum hætti
afsala atkvæðisrétti sínum til
þriðja fulltrúa Framsóknar-
flokksins sem nú tekur sæti í
bæjarráði til að fara með þetta
atkvæði. Við lýsum því andstöðu
við þess ráðstöfun."
Hátíðarhöldin í tilefni af 50 ára lýðveldisafmælinu
Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir
Skralli
TRÚÐURINN Skralli lét sig ekki vanta í Kjarnaskóg. Einhver
laumaði að honum grillaðri pylsu og hann gaf hana börnunum.
Haldið upp á
lýðveldisafmæli
Vel heppnuð
þriggja
daga hátíð
„DAGSKRÁIN gekk almennt
afskaplega vel og var sannköll-
uð þriggja daga hátíð. Ég nefni
sem dæmi frábæra stemmningu
i bænum að kvöldi þjóðhátíðar-
dagsins. Fólk var greinilega af-
skaplega hrifið af því að geta
valsað svona á milli tveggja teg-
unda tónlistar. Úti við KEA var
20 manna nikkarahljómsveit og
hljómsveitin Hunang á torginu.
Skrúðgangan um daginn var
líka með þeim fjölmennari sem
hér hafa sést. Veðrið dansaði
við okkur. Hvað er hægt að biðja
um meir?“ sagði Jón Arnþórs-
son, starfsmaður lýðveldishá-
tíðarnefndar, um þriggja daga
hátíðarhöld á Akureyri í tilefni
af 50 ára afmæli lýðveldisins.
Hann sagði að fjölbreytt dag-
skrá hefði trúlega haft þau áhrif
að færri komu til gróðursetning-
ar á Rangárvöllum en ella. Að-
eins hefði verið gróðursettur
helmingur þeirra plantna sem
þurft hefði til að ná fjölda bæj-
arbúa. Afgangurinn yrði gróð-
ursettur á vegum bæjarins. Út-
gerðarfélag Akureyringa gaf
plönturnar.
Hvað fleiri dagskrárliði varð-
aði nefndi Jón sem dæmi að afar
góð aðsókn hefði verið að skáta-
tívolíi og spyrnukeppni. Sömu
sögu væri að segja af fjölskyldu-
hátíð í Kjarnaskógi á sunnudag.
Yfir 5.000 manns hefðu tekið
þátt í sérlega vel heppnaðri dag-
skrá. „Kjarnaskógur var notað-
ur sem fjölskylduskógur eins og
á að vera og leikskólakennarar
héldu uppi fjörinu," sagði Jón.
Mývatn - Mývetningar héldu þjóð-
hátíð í Höfða 17. júní og fögnuðu
50 ára afmæli íslenska lýðveldisins.
Hófst hátíðin kl. 14. Veðrið var
ágætt, kyrrt en skýjað, alveg þurrt
og hiti 13 til 14 stig. Skrúðganga
var frá hliðinu inn í Höfðann og á
hátíðarsvæðið í fögru skógarijóðri.
Stjórnandi og kynnir á samkomunni
var Guðný Jónsdótir. Séra Örn Frið-
riksson, prófastur á Skútustöðum,
annaðist helgistund og flutti bæn.
Ragnar Jónsson stjórnaði almenn-
um söng og lék með. Þórdís Guð-
finna Jónsdóttir fór með ávarp fjall-
konunnar. Ræðu dagsins flutti
Garðar Karlsson skólastjóri. Þá var
glímusýning sem Pétur Ingvarsson
glímukappi stjórnaði. Þar sýndu
nokkrir knáir glímumenn af báðum
kynjum listir sínar. Síðast var sleg-
ið á létta strengi og höfðu viðstadd-
ir gaman af, ekki síst unga fólkið.
Samkoman fór vel fram og var hin
ánægjulegasta. Fjölmenni sótti
hana.
VINNINGSNUMER
í Happdrætti
Krabbameinsfélagsins
________ Dregið 17. júní 1994. ------
VW GOLF 1800 Státion: 54720
HYUNDAI ELANTRA 1800 GTi: 81388
BIFREIÐ AÐ EIGIN VALI EÐA GREIÐSLA UPP í ÍBÚÐ. VERÐMÆTI KR. 1.000.000:
143922
VÉLSLEÐI Ski-Doo Grand Touring: 116688
VINNINGAR Á KR. 100.000:
úttekt hjá Húsasmiðjunni, Radíóbúðinni, Útilífi, ferðaskrifstofu eða húsgagnaverslun:
1919 22988 41816
2582 25624 43249
2650 29472 45501
■ 3077 29517 45659
4608 31017 46815
5151 31474 51404
5462 31658 53602
6170 32367 53856
9214 32502 54934
15479 32895 56560
16874 33162 57876
17045 33962 60099
17527 36845 61281
17820 37794 61891
18265 40230 61990
Handhafar vinningsmiða framvísi þeim
á skrifstofu Krabbameinsfélagsins
að Skógarhlíð 8, sími 621414.
Krabbameinsfélagið
þakkar landsmönnum
veittan stuðning.
63252 83041 111257 124404 139455
67914 83940 112958 124544 141745
68441 90706 113004 124704 142779
68482 91510 113636 126670 142855
69266 92878 115378 128213 143383
70746 93736 115454 128567 143445
71110 94001 116184 128718 146482
71540 96851 118087 129754 147416
74631 102535 119195 130207 148730
78836 103695 119395 132632 149570
79669 105817 119430 132658 149881
80028 107558 119606 134105 151385
80864 107737 121360 134173 152707
80930 108041 121728 135048 153923
82226 108276 123154 138347 153988
Krabbameinsfélagið
_ _ Morgunblaðið/Rúnar Þór
ÁRNÝ Leifsdóttir, nýstúdent, tók fyrstu skóflustunguna að nýju
húsi í Stefánslundi.
Brautskráning frá Menntaskólanum
Skóli á tímamótum
136 stúdentar voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Akureyri á
17. júní. Við það tækifæri var einnig tekin skóflustunga að nýju húsi
í Stefánslundi.
Við brautskráningna sagði
Tryggvi Gíslason, skólameistari,
að skólinn, eins og íslenska lýð-
veldið, stæði á tímamótum. Með
2.400 fm nýbyggingu norðan
gamla íþróttahússins tvöfaldaðist
skólahúsnæði. Unnið væri að
sóknaráætlun til ársins 2006 í
tengslum við nýja húsið.
Hann hvatti nýstúdentana til að
láta ekki sitt eftir liggja við upp-
byggingu landsins. „Hugvit er
undirstaða menningar, vísinda og
lista. í hugviti okkar búa gáfur,
skarpskyggni, innsæi og frumleiki.
Á mannlegu hugviti byggjast allar
framfarir og öll þróun. I hugvitinu
býr einnig siðvit, vitund um rétt
og rangt,“ sagði Tryggvi meðal
annars. Hann óskaði nýstúdentum
til hamingju og þakkaði þeim fyrir
samveruna í skólanum.
Ovenjumikið
um rúðubrot
MIKIL ölvun var í miðbæ Akur-
eyrar aðfaranótt 17. júní. Til-
kynnt var um 5 rúðubrot. Þrátt
fyrir manníjölda bar lítið á ölvun
næstu nótt.
Lögregla hafði afskipti af 5
ökumönnum vegna meintrar
ölvunar við akstur og 9 vegna
hraðaksturs um helgina. Jafn
margir gistu fangageymslur
lögreglunnar vegna ölvunar,
óspekta eða rúðubrota. Frá 17.
til 20. júní var samtals tilkynnt
um 8 rúðubrot í bænum. Lítið
bar á ölvun aðfaranótt 18. júní
en umgengni var frekar slæm.