Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fulltrúi Prime Aveation eftir stórskoðun á Fokker-vél Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Keflavík - „Starf mitt er að fylgjast með skoðunum sem þess- um og ég get fullyrt að þessi vinnubrögð eru með því besta sem ég hef séð og ég mun glaður mæla með Flugleiðamönnum til slíkra verkefna," sagði Brian Milles fulltrúi Prime Aveation frá Noregi eftir að Flugleiðir höfðu lokið við stórskoðun á Fokker-vél, einni af vélum fyrir- tækisins. Að sögn Valdimars Sæmunds- sonar, deildarstjóra sölu- og skipulagsdeildar tæknisviðs Flugleiða, var hér um að ræða Mun mæla með Flug- leiðum svokallaða C og D skoðun sem tók um 12 daga. Valdimar sagði að um 50 starfsmenn Flugleiða hefðu komið að verkinu á einn eða annan hátt. Þeir hefðu skilað um 3.300 vinnustundum við vél- ina og væri kostnaður við verkið um 30 milljónir. Valdimar sagði að Flugleiðir hefðu orðið að setja upp nýjan tækjakost hjá sér til að standast kröfur og staðla sem nú væri verið að samhæfa í flugheimin- um. Valdimar sagði að ákveðið væri að félagið tæki að sér skoð- anir á tveim öðrum Fokker-vél- um í eigu sama aðila og kæmu þær í ágúst og september. Hann sagði að Flugleiðir væru vel sam- keppnishæfir á þessum markaði og nú ynnu menn hörðum hönd- um að fá fleiri verkefni. Skuldabréfaútboð Esso býður út 250 milljónir FYRSTA skuldabréfaútgáfa Ollufélagsins hf., Esso, hefst í dag þegar boðin verða út á almennum markaði skuldabréf að fjárhæð 250 milljónir króna. Bréfin eru til sjö ára og verða seld miðað við 5,85% ávöxtunarkröfu. Afborg- anir og vextir greiðast árlega, í fyrsta skipti 31. okt. 1995. Olíufélagið hef- ur rétt til þess að greiða bréfin upp að fullu á hveijum gjalddaga frá og ineð 31. okt. 1998. í útboðslýsingu kemur fram að markmið skuldabréfaútgáfu Olíufélagsins er að auka vægi innlendra langtímalána í lánsfé félagsins. Olíufélagið flutti á síðasta ári inn 271.908 tonn af eldsneyti eða 44% af heildarinnflutningi olíufélaganna. Félagið samdi við rússneska fyrir- tækið Urals um kaup á svartolíu fyrir árið 1993 og hefur sá samning- ur verið endurnýjaður fyrir árið 1994. Um kaup á öðrum olíutegund- um fyrir árið 1993 var gerður samn- ingur við norska fyrirtækið Esso Norge. Ekki tókust samningar við Esso Norge fyrir árið 1994 en þess í stað var samið við norska fyrirtækið Statoil sem bauð betri kjör. Líkt og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu var 198 milljóna króna hagnaður at rekstri Olíufé- lagsins á sl. ári. Eigið fé var í árslok 3.325 milljónir og eiginfjárhlutfall 46,8%. Arðsemi eigin fjár var rúm 6% á sl. ári. í útboðslýsingu segir um rekstrarhorfur að fyrirsjáanleg fjárfestingarþörf Olíufélagsins sé óveruleg á næstu árum. Stefna fé- lagsins sé því að auka hagræðingu, kostnaðareftirlit og ljármagnsnýt- ingu innan þess ramma sem fyrir- tækið hafi þegar mótað. Þannig sé fyrirtækið best til þess fallið að mæta aukinni samkeppni og ytri áföllum með það að markmiði að hámarka arðsemi fyrirtækisins og hluthafanna. Á árinu 1993 fjárfesti Olíufélagið í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 178 milljónir. Seinni hluta árs- ins hófust framkvæmdir við nýja þjónustustöð við Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur. í október sl. var opnuð ný bensínstöð við Aðalstöðina I Keflavík auk þess sem byggt var við Víkurskála í Vík í Mýrdal, bensín- stöðvarnar í Árnesi í Gnúpveija- hreppi og við Geysi í Haukadal. Olíu- félagið keypti birgðastöð vamarliðs- ins við Álaugaeyjar í Höfn á Horna- firði og fasteign undir lager við Bása- skersbryggju í Vestmannaeyjum. 50 tölvur á sérstöku þjóðhátíðarverði DAEWOO D2700U ■ i486DX/2-66 MHz ■ 170 MB diskur ■ 14" lággeisla litaskjár ■ 1 MB myndminni ■ VESA Local Bus skjástýring ■ 4 MB vinnsluminni, stækkanlegt í 64 MB 128 skyndiminni ■ Overdrive sökkull ■ MS-D0S, Windows og mús Kr. 169.000 staðgreitt Fyrstu tvær sendingarnar eru uppseldar DAEWOO D2600R ■ TÍ486DLC-40 MHz ■ 170 MB diskur ■ 14" lággeisla litaskjár ■ 1 MB myndminni ■ VESA Local Bus skjástýring ■ 4 MB vinnsluminni 1MS-D0S, Windows og mús ■ Kr. 118.000 staðgreitt Lykill að alhliða ;tplvulausnum I WSt.- -■/ EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 63 3000 RAÐGREIÐSLUR STAÐGREYÐSLUSAMNINGUR Tökum við pöntunum í síma 63 3000, bréfasíma 68 84 87 eða á staðnum að Grensásvegi 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.