Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn BJÖRK svífur niður á Laugardalsvöll í faðmi Þórs Jóns Péturssonar, en á söng hún „Akkerislagið“ af breiðskífu sinni, en á íslensku. FJÖLMARGIR lögðu leið sína í Laugardalinn á sunnudag, enda mikið um að vera þar. Líklega hafi margir þeirra á áttunda þúsund áheyrenda sem komu saman á gervigrasinu komið þangað til að sjá Björk og heyra. BJÖRK Guðmundsdóttir hafði í nógu að snúast á sunnudag, en þá voru tónleikar hennar og hljómsveitar í Laugardalshöll á vegum Smekkleysu í samvinnu við Morgunblaðið. Fyrr um daginn stökk hún meðal annars í fallhlíf niður á gervigrasið í Laugar- dal og söng þar fyrir á áttunda þús- und manns. Björk kom með hljómsveit sinni og fjörutíu manna fylgdarliði til landsins aðfaranótt sunnudags, en tók samt daginn snemma því strax á sunnudagsmorguninn var blaða- mannafundur Smekkleysu, þar sem meðal annars var kynnt sumarútgáfa Smekkleysu, en Björk er einn af eig- endum Smekkleysu. A þeim blaða- mannafundi sagði Björk að tónleik- arnir í Laugardalshöllinni þá um kvöldið væru án efa merkilegustu tónleikar hennar, því það væri í fyrsta sinn sem hún kæmi fram á Annir hjá Björk tónleikum hér á landi og flytti ein- ungis eigin tónsmíðar með eigin hljómsveit. Aðspurð um það hvort sú staðreynd skýrði þann mikla fjölda sem væri í fylgdarliði hennar kvað hún já við og sagði að tónleikarnir væru einskonar árshátíð samstarfs- manna hennar, sem hefðu gripið tækifærið til að hittast allir, en það væri næsta sjaldgæft. Björk sagðist vera farin að vinna að næstu breiðskífu sinni, hún tæki mest upp heima hjá sér eftir því sem andinn blési henni í brjóst, en hún hefur skipulagt sumarið þannig að það nýtist henni sem best til laga- ) smíða og upptöku. Ekki segist hún stefna á að selja meira af næstu plötu en fyrstu breiðskífu hennar, Debut, hefur selst, „ég held að ég hafi með- al annars verið svona heppin og geng- ið svo vel, vegna þess að ég hef ekki stefnt á einhverja milljónasölu, en bara reynt að gera þetta eins vel og ég get“, sagði hún. Eftir blaðamannafundinn hélt Björk niður í Laugardalshöll þar sem | hljóðfæri voru sett upp og tæki og tól stillt fyrir uppákomu kvöldsins. Að því loknu fór hún út á flugvöll og upp í vél sem flutti hana í Laug- ardalinn hvar hún stökk í fallhlíf nið- ur á gervigrasið í faðmi Þórs Jóns Péturssonar. Eftir að niður var kom- ið og Björk búin að spretta af sér umbúnaðinum sem þurfti söng hún Leikið á allan tilfinningaskalann TÓNLIST Laugardalshöll JÓMFRÚTÓNLEIKAR BJARKAR GUÐMUNDSDÓTTUR Björk Guðmundsdóttir og sex manna hljómsveit hennar í Laugardalshöll 19. júní. Ahorfendur á sjötta þúsund. SÁ VIÐBURÐUR sem mesta at- hygli vakti og aðsókn fékk á Lista- hátíð í Reykjavík að þessu sinni var tónleikar Bjarkar Guðmundsdóttur og hljómsveitar hennar í Laugar- dalshöll á sunnudag, sem Smekk- leysa hélt í samvinnu við Morgun- blaðið. Þetta voru fyrstu tónleikar Bjarkar hér á landi frá því Sykur- molana þraut örendi, jómfrútónleik- ar, og lengi 'nafði þeirra verið beðið og af mikilli óþreyju. Björk sagði í viðtali á sunnudag að þetta væru mikilvægustu tónleik- ar hennar til þessa, enda hún ekki áður komið fram með eigin lög og eigin hljómsveit; fram að því alltaf í samstarfi við aðra listamenn, þá helst Sykurmolana. Sykurmolarnir léku einu sinni í Laugardaishöll, á Stuðmannatón- leikum, þá nýstofnuð hljómsveit og óþekkt og áhorfendur harla fáir. Að þessu sinni þurfti ekki að kvarta yfír aðsókn, enda seldist upp vel fyrir tónleikana og miðar gengu kaupum og sölum fyrir utan Höllina á geypiverði. Ahorfendur voru flestir í yngri kantinum, sem vonlegt er, en einnig mátti sjá ráðsettari og rosknan sem röðuðu sér yfírleitt í stúkuna. Áber- andi var hve stúlkur á aldrinum 15 tii 18 ára voru hátt hlutfall þeirra sem í salnum skemmtu sér, iíklega hátt í tveir þriðju viðstaddra. Stemmningin áður en Björk sté á svið var gríðarlega góð og átti danssveitin Bubbleflies sinn þátt í að hita viðstadda upp. Eftir því sem nær dró að Björk birtist var sefjun- in meiri og fólk reyndi að særa hana á svið með því að kaila í sí- feliu Björk, Björk. Það var að vonum fögnuður þegar fyrstu tónar upp- hafslagsins heyrðust og enn magn- aðist æsingur viðstaddra þegar Morgunblaðið/Kristinn Björk birtist á sviðinu og fór að syngja um vöiundarhús mannlegrar hegðunar. Reyndar sló það marga sem hugðust taka undir út af laginu þegar þeir heyrðu að hún söng á íslensku og þannig hét lagið Mann- leg hegðun, en ekki Human Be- haviour eins og það heitir á breið- skífunni Debut. Eftir að söngólmir áttuðu sig létu þeir ekki á því standa að syngja með af kappi og var svo fram eftir tónleikum. Hljómsveitin virtist vel þétt og með á nótunum og þó Björk virtist óstyrk til að byrja með óx henni ásmegin eftir því sem á leið og kunni greinilega vel að meta hlýlegar viðtökur tón- leikagesta. Fleiri breiðskífulög fylgdu á eftir, öll á íslensku, Þú veist að ég elska þig, Einn dag enn, Venusstrákurinn og Komdu til mín,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.