Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 35 LÚÐVÍKALFREÐ MAGNÚSSON Aðalbjörg bjó yfir fágætum pers- ónutöfrum, sem geisluðu frá henni, jafnt í kennslu og meðal samstarfs- fólks. í starfi beitti hún þessum eiginleikum sínum á snilldarlegan hátt. Það fór þó aldrei milli mála hvers hún vænti af nemendum sín- um. Hún var skarpgreind og ólg- andi af hógværri kímni og góðvild. Hún var umburðarlynd eins og títt er um þá sem eru sterkrar gerðar. Stundum kom fyrir að hún brosti góðlátlega yfir þvaðri og voru þau bros oft miklu áhrifameiri en löng andmæli. Hún hafði sterkan aga á nemendum sínum, hvort heldur var um að ræða sex ára börn eða ungl- inga. Ef útlit var fyrir að nemendur einbeittu sér ekki nóg lækkaði Aðal- björg róminn og sló þá þögn á nem- endur og fóru að hluta grannt eftir því hvað hún var að segja. Þegar margir heyra orðið agi, kemur oft upp í huga þeirra harka og hróp. Það var ekki aginn hennar Aðal- bjargar. Blæbrigðum sínum í starfi sem kennari beitti hún alltaf á rétt- um tíma og á réttan hátt eftir því hvaða einstaklingur átti í hlut. Um nokkurn tíma hafði Aðal- björg átt við erfiðan sjúkdóm að etja. Það var gleði í skólanum þeg- ar hún kom aftur til starfa. En svo fór að hún varð að lúta í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn. Það er skarð fyrir skildi hjá Selja- skóla við fráfal) Aðalbjargar. Það var gæfa skólans og fólksins í hverfinu að fá hana hingað til starfa. Blessuð veri minning henn- ar. Aðstandendum Aðalbjargar votta ég djúpa samúð. Ásgeir Pálsson. + Lúðvík Alfreð Magnússon var fæddur á Gjögri í Ár- neshreppi í Strandasýslu 25. ágúst 1918. Hann lést á Sjúkra- húsinu í Keflavík 12. júní síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Ytri-Njarðvíkur- kirkju 16. júní. LÚLLI afi minn er farinn. Minn- ingarnar streyma fram í hugann. Ég sé hann sitjandi í stólnum sín- um hlæjandi, vegna þess að ein- hver í fjölskyldunni var að segja brandara. Hann hló mikið hann afi, þrátt fyrir að hann hafi verið mikið veikur var hann ávallt í góðu skapi og aldrei kvartaði hann. Hann var lífsglaður og kunni að meta það sem hann átti. En allir þurfa að fara, og afi fékk að kveðja þennan heim á þann hátt sem hann hefði örugglega kosið sjálfur, í faðmi fjölskyldu sinnar. Afi var alltaf góður við okkur barnabörnin. Það var oft beðið með óþreyju eftir jólaböllunum hans Lúlla afa, en skemmtilegri jólaböll hef ég aldrei farið á. Afi fylgdist alltaf vel með okkur og vissi ávallt hvað var að gefast hjá okkur. Afi var duglegur og góður maþur, en núna er hann kominn á betri stað þar sem honum líður vel. Minning hans mun alltaf geymast hjá okk- ur. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma ðll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku afi minn, ég kveð þig nú. Blessuð sé minning þín. Þín Rósa. Fallegt og varan- legt á leiöi Smíðum krossa og ramma úr ryðfríu stáli, hvíthúðaða. Einnig blómakrossa á leiði. Sendum um land allt. Ryð- frítt stál endist um ókomna tíð. Sendum myndalista. Blikkverk sf., sími 93-11075. Veldu verðlaunatækin frá Blomberq Blomberg hlaut hin eftirsóttu, alþjóðlegu 1F verðlaun fyrir framúrskarandi glæsilega og vandaða eldavél á stærstu iðn- sýningu Evrópu í Hannover í Þýskalandi. 586 framleiðendur frá 251 landi kepptu um þessa eftirsóttu viðurkenningu. Við bjóðum 6 gerðir eldavéla á verði frá aðeins kr,.55,955* stgr, Að auki bjóðum við mikið úrval af helluborðum og innbyggingarofnum frá Blomberg *Stadgreidsluafsláttur er 5% Aðalbjörg hóf kennslustörf í Reykjavík 1958 og kenndi lengst af við Austurbæjarskóla og Selja- skóla síðustu 14 árin. Á sl. hausti kenndi hún veikinda og gekkst und- ir uppskurð, en kom ótrúlega fljótt til stafa að nýju og lauk kennslu vetrarins. Það starf sem Aðalbjörg valdi sér, að kenna heimilisfræði er ábyrgðarmeira og vandasamara en ætla mætti við fyrstu sýn. Að kenna verðandi húsmæðrum að standa fyrir heimili og viðhafa nýtni og hagsýni er afar þýðingarmikið og þetta starf leysti Aðalbjörg af hendi frábærlega vel. Ekki hefi ég heyrt nemendur Aðalbjargar minn- ast hennar öðruvísi en með hlýju og virðingu enda kom hún fram við menendur sína af prúðmennsku og kurteisi og þeirri virðingu sem ungl- ingum og börnum ber. Eftir að hafa starfað með Aðal- björgu í Austurbæjar- og Seljaskóla í 20 ár minnist ég einskis sem gæti varpað skugga á það sam- starf. Eins og áður segir notaði Aðalbjörg hvert tækifæri til að auka þekkingu sína og færni í starfi. Því var það er kennarar skólans ákváðu að fara í náms- og kynnisferð til Newcastle að hún hugðist vera með. En þá ferð fór hún ekki því að örlögin höguðu því svo að hún var orðin veik er lagt skyldi af stað og hinn 10. júní fór hún í þá ferð sem okkar allra bíður og enginn á afturkvæmt úr. Það er jafnan skarð fyrir skildi þegar einn félaginn úr hópnum hverfur á braut. Skarð Aðalbjargar verður vandfyllt. Við starfsfélagar hennar munum minnast hennar fyr- ir frábæra ljúfmennsku og alúðlega framkomu jafnt við samstarfsfólkið og nemendur skólans. Við sem störfum með Aðalbjörgu í Selja- skóla sendum eiginmanni hennar og börnum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hennar. Hjalti Jónasson. Gail flísar úwðmi 1 íH É Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 ///- Einar Farestveit&Cohf Borgartúni 28 tf 622901 og 622900 - Þjónusta i þina þágu plurgmWaSrili - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.