Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ1994 39
tókst á við þær og bar sigur af hólmi.
Gæfan brosti einnig við henni í líki
góðs maka og barna, sem eru hvert
öðru mannvænlegra. Arngunnur var
svo lánsöm að kunna að meta þessar
góðu gjafir.
Arngunnur var listfeng kona og
hugleiddi á yngri árum að nema
myndlist. Hún var óspart hvött til
þess af listakonunni frú Barböru
Arnason, sem gift var afabróður
Arngunnar, Magnúsi Á. Árnasyni,
listamanni. Af þessu varð þó ekki
og fáum við því ekki að vita hvaða
stefnu líf hennar hefði tekið ef þessi
leið hefði verið valin.
Að leiðarlokum þakka ég fyrir
allar gjöfulu samverustundirnar og
bið fjölskyldu Arngunnar blessunar
Guðs.
Gyða Magnúsdóttir.
Hún Arngunnur vinkona mín er
látin, 51 árs gömul. Við vorum óað-
skiljanlegar vinkonur á unglingsár-
unum, Agga og Bogga vorum við
kallaðar þá. í þijá vetur vorum við
saman í skóla, fyrst í Gaggó Vest
og síðan í landsprófinu við Vonar-
stræti. Eftir það skildust leiðir hvað
skólagöngu viðvék en áfram vorum
við samrýndar vinkonur.
Ég minnist margs frá þessum
árum. Arngunnur og Erla voru bún-
ar að vera vinkonur lengi þegar ég
kynntist þeim. Þær voru KR-ingar
og spiluðu handbolta og ég fór að
fylgja þeim á æfingar og á völlinn
og síðan fór ég að æfa sjálf, ég
held bara til að fá að vera í þeirra
hópi. Arngunnur átti heima á Sól-
vallagötu 31, á miðhæðinni, með
foreldrum og systkinum, afi hennar
og amma bjuggu á efri hæðinni en
móðurbróðir og hans fjölskylda á
neðri hæð. Þetta var elskulegt og
glaðvært fólk allt saman, samgang-
ur á milli hæða og alltaf mikið um
að vera, eða þannig er það í minning-
unni. Að koma inn á heimili Þórg-
unnar og Jóns, foreldra Arngunnar,
fannst mér mjög sérstakt vegna
þess að þarna var allt fullt af fram-
andi hlutum sem Jón hafði komið
með frá útlöndum, en hann var í
mörg ár stýrimaður á stórum skipum
sem sigldu út um allan heim. Ég
minnist tilhlökkunar Arngunnar
þegar von var á pabba hennar heim,
Blömastofa
Friöjinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við ðll tilefni.
Gjafavörur.
Erfidrykkjur
Giæsilq; kalíi-
lilaðborð liillcgir
saíir og injög
góð þjónusta.
Upplýsingar
í sínia 2 23 22
. FLUGLEIDIR
HlTKL LlfTLKIIin
MINNINGAR
og innilegs sambands feðginanna og
ég man líka eftir fatnaði sem hann
færði henni sem var öðruvísi en sá
sem fékkst hér heima. Ég minnist
þess þegar Arngunnur bauð mér í
fyrsta skipti með sér um borð í
Tröllafoss, sem lá hér í höfninni, að
heimsækja pabba sinn er hann var
þar á vakt. Við fengum þar að borða
en fórum síðan í eltingaleik um allt
skip. Mér finnst eins og það hafi
verið þá sem við endanlega innsigl-
uðum vináttuböndin.
Þótt margt komi upp í hugann
þegar ég hugsa til unglingsáranna
þá finnst mér oft sem ég eigi auð-
veldara með að kalla fram hugar-
ástand en atburðina sjálfa. Ég minn-
ist heitra maídaga í bakgarðinum á
Sólvallagötunni. Við Arngunnur
liggjandi á dýnum og púðum í sól-
baði. Einhveijir aðrir íbúar hússins
voru þarna líka og ég man eftir
notalegu skvaldri og hlátri.
Ánægjustund sem þó var blandin
samviskubiti, því við vorum í upp-
lestrarfríi og skólabækurnar lágu
óhreyfðar í grasinu. Ég minnist
Þingvallaferðar sem við fórum ein-
hvern .tímann um vor, tvær saman,
fyrst með strætó upp að Árbæ, síðan
gangandi og á puttanum.'Við höfð-
um með okkur svefnpoka og sváfum
um nóttina úti milli tijáa nálægt
Valhöll. Þegar við opnuðum augun
í morgunsárið spígsporuðu þre$tir
rétt við andlit okkar, en fleira man
ég ekki úr þeirri ferð. Við fórum
margar ævintýraferðir saman og
eftirminnileg er dvöl í sumarbústað
í Þrastaskógi sem við fórum með
Erlu og Öldu. Við Arngunnur reynd-
um að komast í vinnu á sumrin og
stundum tókst það. Sumarið sem við
urðum 16 ára vorum við kaupakonur
á Hrauni í Ölfusi og annað sumar
fengum við vinnu í Skógrækt
Reykjavíkur.
Um tvítugt skildust leiðir, og það
liðu stundum mörg ár án þess við
hittumst. En sambandið slitnaði
aldrei alveg. Eftir að hún fór að búa
með Palla, fyrir nærri tuttugu árum,
byijaði nýtt og gott tímabil í lífi
Arngunnar. Hún kom oftar í heim-
sókn til mín og við gáfum okkur
góðan tíma til að spjalla. Fyrir mig
var það alveg sérstök tilfinning og
hitta Arngunni; ég fann það svo vel
að við vorum alltaf sömu góðu vin-
konurnar og eins og í gamla daga
var það návistin fremur en samtölin,
hugurinn fremur en orðin, sem skipti
máli. Að sitja andspænis henni, að
horfa og hlusta á hana tala og hlæja
þessum smitandi hlátri, það var eins
og að endurlifa unglingsárin.
Nú sakna ég Arngunnar. Hluti
af mér hefur dáið, en ekki horfið.
Ég samhryggist Palla og börnum
Arngunnar, þeim Margréti, Stein-
grími, Ragnari og Maríu Erlu. Einn-
ig Jóni föður hennar og öðmm að-
stándendum.
Borghildur Óskarsdóttir.
t
Móðurbróftir minn,
HALLDÓR VIGFÚSSON,
Laufásvegi 43,
tést f Landspítalanum 19. júní.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vigfús Guðmundsson.
t
Ástkær eiginmaftur minn, faftir okkar, tengdafaftir og ,afi,
ÓSKAR JÓHANNESSON
fyrrverandi bóndi
frá Svinhóli,
lést á heimili sínu, Álfhólsvegi 109, 17. júní sl.
Útför auglýst síðar.
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaftur minn, faðir okkar,
tengdafaftir, afi og langafi,
SKÚLI SIGURJÓN LÁRUSSON
frá Hellissandi,
Breiðargötu 18,
Akranesi,
sem lést í Sjúkrahúsi Akraness 18. júní
sl., verftur jarðsunginn frá Akranes-
kirkju fimmtudaginn 23. júní kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Sjúkrahús Akraness.
Björg Hallvarðsdóttir,
Anna Kristín Skúladóttir, Jón Ingi Haraldsson,
Lárus Skúlason,
Málfríður Guðbjörg Skúladóttir, Gísli H. Hallbjörnsson,
Skúli Skúlason, Margrét G. Rögnvaldsdóttir,
Guðmundur Skúlason, Guörún ísleifsdóttir,
Hallveig Skúladóttir, Stefán Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ALMA DANIELLA NICLASEN
frá Færeyjum,
Þórkötlustöðum 3,
Grindavík,
lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur 16. júnf.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju þann 23. júní kl. 14.00 og
jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði í Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ása Niclasen.
t
Ástkær faftir okkar, tengdafaftir og afi,
ÁMUNDI ÓSKAR SIGURÐSSON,
Neðstaleiti 3,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
miftvikudaginn 22. júní kl. 15.00.
Margrét Ámundadóttir,
Sigrún Una Ámundadóttir, Gibbons Dee Cline,
Kristín Helga Ámundadóttir, Friðþjófur Ó. Johnson,
Hildur Sofffa Ámundadóttir, Ásgeir Þórðarson
og barnabörn.
t
Þökkum auðsýnda samúft og hlýhug við andlát og útför sonar
míns, föftur og bróður okkar,
STEFÁNS KRISTINS GUÐMUNDSSONAR,
Áshamri 30,
Vestmannaeyjum.
Guðmundur Kristinn Axelsson,
Bára Ingvarsdóttir,
Guðleifur Kristinn Stefánsson,
Erling Jónsson,
Axel Guðmundsson,
Valdimar Guðmundsson,
Hafsteinn Guðmundsson,
Þóranna Guðmundsdóttir
og aðrir vandamenn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúft
og vinarhug vift andlát og útför eigin-
manns míns, föftur okkar, tengdaföftur,
afa og bróður,
NARFAWIUM
málarameistara,
Háaleitisbraut 69,
Reykjavík.
Svanhvít Aðalsteinsdóttir,
Þórdís Wium, Úlfar Þór Indriðason,
Snorri Wium, Unnur María Þórarinsdóttir,
HeimirWium, Asa Elmgren,
Sólveig Wium, Guðmundur Kr. Pétursson,
barnabörn, systkini
og aðrir vandamenn.
t
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur hlýhug við andlát og
útför móður minnar, tengdamóftur, ömmu og langömmu,
FINNDÍSAR FINNBOGADÓTTUR,
Sauðafelli.
Sérstakar þakkir til allra þeirra, er sýndu henni trygglyndi og vinar-
hug síðustu æviárin.
Hörður Haraldsson, Kristín Ágústsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföftur, afa og langafa,
AÐALSTEINS GUÐMUNDSSONAR,
Hrafnlstu,
áður Hofsvallagötu 15,
verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík í dag, þriðjudaginn 21. júní, kl. 15.00.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug vegna
andláts og útfarar föður okkar, tengda-
föður, afa og langafa,
JÓNASAR KRISTINS
TRYGGVASONAR,
frá Siglufirði.
Vilborg Jónsdóttir,
Pálína Aðalsteinsdóttir, Valberg Gfslason,
Halldóra Aðalsteinsdóttir, Magnús Þorbjörnsson,
Agnes Aðalsteinsdóttir, Brynjólfur Sandholt,
Guðmundur Aðalsteinsson, Steinunn Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Stelnar Jónasson, Vilborg Jónsdóttir,
Margrét Jónasdóttir, Einar Hermannsson,
Gunnlaugur Jónasson, Rannveig Guðlaugsdóttir,
Sólveig Jónasdóttir, Gunnar Þórðarson,
Bryndís Jónasdóttir, Guðmundur Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.