Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Smálúða og grænmeti á grillið Á heimili Krístínar Gestsdóttur er mikið grillað og það er hún sjálf sem sér um það. Mér finnst gaman að grilla og vil ekki leyfa neinum að gera það fyrir mig. Mest gaman er að búa til brauð á grillinu og næst á óskalistanum er fiskur. I síðasta þætti var ýsa grilluð með lítilli fyrirhöfn, en fisk er mun þægilegra og fljótlegra að grilla en kjöt. Það lekur ekki eins mikið úr fiskinum og hann er fljótari að soðna. Núna var smálúða sett á grilið, en með henni var grillað epli, paprika, laukur og hvítlaukur. Frosnar franskar kartöflur voru keyptar og settar í álbakka og voru þær tilbúnar eftir 7 mínútur. Grænmetið og eplin voru í 10 mínútur á grillinu, en fiskurinn í 7 mínútur. Undir- búningstími var um 10 mínútur. Fáir íslendingar borða roð af fiski. Ekki er sama, hver tegundin er, einnig skiptir stærð máli. Roð af smálúðu er mjög gott grillað. Skafa verður allt slím af roðinu, og er gott að helia sjóðandi vatni á það, þá liggja slím og hreistur laust. Þegar ég sneri lúðuflökun- um á grillinu, losnaði roðið af í heilu lagi, það var ágætt, þá gat það verið aðeins lengur en fiskur- inn á grillinu. Það varð stökkt og mjög ljúffengt og þegar fiskurinn var borinn fram, klippti ég roðið ræmur og lagði ofan á hann. Ymsir hafa komið að máli við mig og beðið um upp- skrift af skonsum á grillið, en þær birtust í blaðinu 16. júlí 1993. Sú uppskrift kemur hér í lokin. Grilluð smálúðuflök 2 meðalstór smólúðuflök safi úr ’Asítrónu 1 Vitsk. salt nýmalaður pipar matarolía Skafið roðið, sjá hér að fram- an. Hellið sítrónusafa yfir hold- hliðina, stráið salti og pipar yfir og látið bíða í 10 mínútur. Hitið grillið, hafið mesta hita. Penslið grindina (óþarfi er að nota samlokugrind). Penslið báð- ar hliðar flakanna með matarolíu, setjið flökin á grindina, roðhliðin snúi niður. Grillið í 5 mínútur, snúið við og grillið í 3 mínútur. á síðari hliðinni. Grillaðar franskar kartöflur ’Akg franskar kartöflur ólbakki Setjið kartöflurnar á bakkann og setjið á grillið. Snúið við eftir 3-4 mínútur. Grilluð paprika 4 paprikur matarolía Takið stilk og steina úr papr- iku. Skerið síðan í breið rif langs- um. Penslið með matarolíu. Setj- ið á grillið. Húðin snúi niður fyrst, grillið í 5 mínútur á hvorri hlið. Grillaður laukur 2 stórir laukar matarolía Afhýðið laukinn, skerið í breið rif langsum. Flettið blöðunum í sundur. Penslið með matarolíu og þræðið upp á grillteina. Grillið í 10 mínútur. Snúið öðru hverju. Grillaður hvítlaukur 1 stór hvítlaukur matarolía Takið utan af lauknum, takið síðan húðina utan af rifjunum, penslið með matarolíu. Þræðið rifin upp á grillteina og grillið í 10 mínútur. Snúið öðru hverju. Grilluð epli Skerið eplin í tvennt, takið úr þeim kjarnann, penslið með matarolíu. Setjið á grillið. Látið skurðflötinn snúa niður fyrst í 3-4 mínútur, snúið þá við og grillið í 6-10 mínútur. Skonsur á grillið 5 dl rúgmjöl 5 dl hveiti 1 msk. þurrger 'Atsk. salt 2 msk. kúmen Vidl matarolía ’/idl siróp 3 2/4 dl fingurvolgt vatn, alls ekki heitara Setjið öll þurrefni í skál, bræð- ið sírópið í volgu vatninu og setj- ið út í ásamt matarolíu. Hnoðið saman. Fletjið út um 'A sm þykkt, legg- ið álpappírbút, skerið ferning, 10x10 sm með kleinuhjóli eða hnífsegg ekki alveg í gegn. Legg- ið á álpappír. Látið lyfta sér með- an grillið er að hitna, í um 15 mínútur. Bakið á álpappírnum á grillinu í um 5 mínútur, snúið við á annan álpappírsbút í aðrar 5 mínútur. Athugið að tími er breytilegur, grillin eru mismunandi og veður- lag okkar hér á íslandi er líka breytilegt, en það skiptir megin- máli varðandi tíma. Brjótið í sundur að bakstri loknum. Þetta geymist mjúkt og heitt, ef brauðið er vafið í álpapp- ír og stykki sett utan um. ATVINNU A / l(AI YriKlf^AI? JHk H Hr IW ■THi HfcÉPX \ LÁ vJ7L í \~sll \vJ7/ V#\ Ifl Leikskólar Reykjavíkurborgar Lausar eru til umsóknar stöður leikskóla- kennara og þroskaþjálfa. Einnig staða mat- reiðslumanns við nýjan leikskóla, Sólborg við Vesturhlíð. Unnið er að því að móta starf, sem kemur til móts við þarfir fatlaðra og ófatlaðra barna í sameiginlegu umhverfi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Jónína Kon- ráðsdóttir, í síma 15380. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Óskum að ráða sjúkranuddara Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði óskar að ráða einn sjúkranuddara í fullt starf. Aðeins löggiltur sjúkranuddari kemur til greina og æskilegt væri að viðkomandi hefði lært sogæðanudd. Þá vill stofnunin ráða sjúkranuddara frá 1. september nk. til 1. janúar. Þeir, sem áhuga hafa á þessum störfum, vinsamlega hafi samband við Wolfgang Roling, yfirmann nudd- og baðdeildar, f síma 98-30300. Heilsustofnun NLFÍ. Organistar - tónlistarfólk! Organista vantar í hlutastarf við Blönduós- kirkju nú þegar eða á komandi hausti. Til greina kemur, auk organistastarfsins, tón- menntakennsla, kórstjórn og hljóðfæra- kennsla. Umsóknarfrestur er til 12. júlí. Upplýsingar gefur formaður sóknarnefndar, Guðmundur Ingi Leifsson, vinnusími 95-24209, heimasími 95-24249. Fræðslustjóri. Skólastjórastaða Bréfaskólinn auglýsir laust til umsóknar starf skólastjóra, en starfið veitist frá 1. septem- ber 1994. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskóla- menntun eða sambærilega menntun, hafi reynslu í námsgagnagerð, kennslu- og út- gáfustarfi. Ennfremur þekkingu á fjar- kennslumálum, stjórnun og rekstri. Skriflegar umsóknir berist stjórn skólans, þar sem fram koma upplýsingar um menntun, aldur og fyrri störf. Allar umsóknir verður farið með sem trúnað- armál og öllum svarað. Nánari upplýsingar veitir formaður skóla- nefndar, Höröur S. Óskarsson, í síma 91-682929 og skólastjóri, Guðrún Friðgeirs- dóttir, sími 91-629750. Umsóknarfrestur er til 22. júlí, en umsóknir skulu berast til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „Trúnaðarmál - 5678." Sálfræðingar! Sálfræðing vantar til starfa á Fræðsluskrif- stofu Norðurlands vestra á Blönduósi. Sérmenntun og/eða reynsla á sviði skólasál- fræði æskileg. Nánari upplýsingar veitir fræðslustjóri, Guð- mundur Ingi Leifsson, í símum 95-24369 (skrifstofa) og 95-24249 (heima). Umsóknarfrestur til 18. júlí. Fræðslustjóri. Afgreiðsla í kjötborði Skagfirðingabúð á Sauðárkróki óskar eftir starfskrafti til afleysinga í sumar. Um er að ræða umsjón með kjötborði verslunarinnar. Viðkomandi þarf að geta hafið störf strax. Upplýsingar gefur verslunarstjóri, Ómar Bragi Stefánsson, í síma 95-35200. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. Hótel- og veitinga- skóli Islands óskar eftir að ráða stundakennara. Kennslugreinar eru: Franska, stærðfræði, rekstrarfræði, teikning og leturgerð, veitingasaga, matreiðsla og framreiðsla. Umsóknarfrestur er til 6. júlí. Umsóknum skal skila til skólans. Frekari upplýsingar veitir skólameistari í síma 91-681420, dagana 23. og 27. júní, á skrifstofutíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.