Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ DOMSMAL Héraðsdómur dæmir 15 til fangelsisvistar en sýknar þrjá af ákærum í stóra fíkniefnamálinu Sakfellt fyrir innflutn- ing á tugum kílóa af hassi auk innflutnings á amfetamíni. Dómamir frá 60 dögum upp í 4 V2 ár. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gærmorgun 15 karlmenn í 60 daga til 4‘/2 árs fangelsi en sýknaði tvær konur og einnig mann sem framseldur hafði verið til lands- ins frá Svíþjóð í umfangsmesta fíkniefnamáli sem rekið hefur verið fyrir dómstólum hérlendis. Ólafur Gunnarsson, 39 ára, meintur höfuð- paur málsins, var dæmdur í 4'/2 árs fangelsi og sakfelldur fyrir innflutn- ing á 19,6 kg af hassi og 1,89 kg af amfetamíni og tilraun til inn- flutnings á 910 grömmum af amfet- amíni að auki. Þorgeir Jón Sigurðs- son, 30 ára, var dæmdur til 3 '/2 árs fangelsis og sakfelldur fyrir aðild að innflutningi á 18,8 kg af hassi og 1,9 kg af amfetamíni. 54 ára gamall maður, sem sakfelldur var fyrir aðild að innflutningi á 7,3 kg af hassi og 890 g af amfetamíni, var dæmdur til 22 mánaða fangels- isvistar. Þrír menn hlutu 18 mánaða fang- elsisdóma, einn 15 mánaða dóm, einn 12 mánaða fangelsi; 3 voru dæmdir í fangelsi í 10 mánuði; einn í 6 mánuði, 2 í þijá mánuði og einn hlaut 60 daga fangelsisdóm. í dómi Héraðsdóms er Ólafur Gunnarsson sýknaður af 4 af 13 ákæruliðum sem varða og af því sem honum var gefið að sök er hann sýknaður af innflutningi á 6,2 kg af hassi og 1,2 kg af amfetamíni. Sýknaður þar sem aðeins einn bar á hann sök í þeim tilvikum þar sem Ólafur er sýknaður var um að ræða smygl- ferðir þar sem hann hafði bæði hjá lögreglu og fyrir dómi neitað sakar- giftum og aðeins var til að dreifa framburði ákærða, Þorgeirs Jóns, eins ujn meintan þátt Ólafs í brotun- um. í tilvikunum fjórum segir í dóminum að gegn eindreginni neit- un Ólafs þyki ekki sannað að hann hafí framið umrædd brot. í þeim tilvikum þar sem Ólafur hafði gengist við ákæru- atriðum í yfirheyrslum hjá lögreglu en síðan dregið játningar til baka fyrir dómi, segir ýmist í dóminum að framburður ____________ hans sé ótrúverðugur og - að Ólafur hafi engin haldbær rök fært fyrir hinum breytta framburði sínum. í þessum tilvikum virðist sakfelling hans einnig jafnan byggð á framburði tveggja eða fleiri af þeim mönnum sem einnig voru ákærðir í málinu eða á gögnum sem fengust við hlerun á heimili eins sakborninganna af samtali Ólafs við húsráðandann 0g þriðja sak- bominginn. Um ákvörðun refsingar yfir Ólafí segir dómurinn að sannað teljist að hann hafi átt aðild að innflutningi á um 19,6 kg af hassi en þar af hafi verið Iagt hald á tæp 6 kg. Sannað sé að ákærði hafi tekið við rúmlega 10 kg af hassinu og sönn- uð sé sala hans á 1.300 grömmum. Einig sé sannað að hann hafi átt aðild að innflutningi á um 1,8 kg af amfetamíni og tilraun til inn- flutnings á 910,6 g af amfetamíni, sem við efnagreiningu reyndist kof- fein og glúkósi en ekki amfetamín. Sönnuð sé móttaka hans á um 1,1 kg af amfetamíninu og sala á 25 grömmum. Atvinnulaus en skorti ekki fé Þá segir í dóminum að þó ekki sé hægt að slá neinu föstu um frek- ari sölu Ólafs á fíkniefnum og eng- ir aðrir hafi borið um kaup fíkni- efna af honum en sumir með- ákærðu, telji dómurinn sannað að hann hafí staðið að flutningi þess- Höfuðpaurínn dæmdur til 4 Vi árs fanffelsisvistar Morgunblaðið/Kristinn FRÁ meðferð stóra fíkniefnamálsins fyrir Héraðsdómi. Frá vinstri: Jóhannes Rúnar Jóhannsson sækjandi, Guðjón St. Marteinsson dómsformaður, Hjörtur O. Aðalsteinsson héraðsdómari, Örn Claus- en hrl. og Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari. Yfirheyrslur að næturlagi aðfinnslu- verðar ara efna til landsins í ágóðaskyni og ásetningur hans hafi staðið til þess að koma efnunum í verð. „Á því tímabili sem ákæran lýtur áð var ákærði að langmestu leyti at- vinnulaus. Á sama tíma virðist ákærða ekki hafa skort fjármagn. Hann lagði fjármagn til fíkniefna- kaupa og til kaupa á flugfarseðlum og til farareyris einstakra með- ákærðu, lánaði mönnum peninga, fór sjálfur í margar utanlandsferð- ir, lagði fram fé til heimilishalds o.fl. ... Dómurinn telur framburð ákærða þess efnis að hann hafi unnið háar fjárhæðir í peningaspil- um ótrúverðugan," segir dómurinn og telur langlíklegast að Ólafur hafi selt verulegan hlut þeirra fíkni- efna sem hann tók við og rúmur fjárhagur hans á þessum tíma verði að mestu skýrður með sölu á fíkniefnum. Þá seg- ir að dómurinn telji sann- að að í sumum tilvikum hafí Ólafur verið frum- kvöðull og aðalskipu- ” leggjandi brotanna en í öðrum ekki. Ábyrgð aðstoðarmanna ekki minni í sumum ákæruliðum sé vart gerandi munur á hlut einstakra ákærðu sem hlut eigi að máli, t.d. sé refsiábyrð þeirra, sem keypt hafi efnin ytra, flutt þau til landsins og virðist hafa verið þátttakendur í mestöllum undirbúningi einstakra ferða, ekki minni en refsiábyrgð Ólafs þótt hann hafí lagt til fjár- magnið. „í raun vakti hið sama fyrir öllum ákærðu, þ.e. að að afla sér fjárhagslegs ávinnings með brotum sínum og/eða í sumum til- vikum að afla fíkniefna til eigin neyslu," segir í dóminum. Síðan segir að brot Ólafs hafi verið stór- felld og beri að virða heildstætt sem óslitna brotastarfsemi. Refsing var talin hæfíleg fang- elsi í fjögur ár og sex mánuði, að teknu tilliti til þess að Ólafur hafi rofíð skilorð sex mánaða fangelsis- dóms. Um þátt Þorgeirs Jóns Sigurðs- sonar segir að hann hafí keypt ytra um 18,8 kg af hassi og staðið að flutningi þess til landsins og af- hendingu. Þá hafí hann keypt um 1,9 kg af amfetamíni og flutt til landsins og afhent hér á landi. Hann hafí framið brot sín í ágóða- skyni og þáttur hans hafí að mestu verið fólginn í undirbúningi ein- stakra ferða, kaupum fíkniefna ytra, útvegun fólks til að bera fíkni- efnin til landsins, afhendingu efna ytra og aðstoð við að koma efnum fyrir á burðarmönnum, auk mót- töku og afhendingu efna hér á landi. Dómurinn telji refsiábyrgð hans í_ einstökum ferðum ekki minni en Ólafs Gunnarssonar. Brotin séu stórfelld og beri að virða heildstætt sem óslitna samfellda brotastarf- semi. Þorgeir hafi játað brot sín greiðlega og hafi átt með fram- burði sínum stóran hluta að upp- ljóstrun málsins og sé það virt til refsilækkunar. Refsing mannsins, sem áður hafði gengist undir tíu dómsáttir og hlotið 13 refsidóma, var talin hæfileg fangelsi í þijú ár og sex mánuði. Burðarmenn bera mikla ábyrgð Um refsingu yfir 54 ára manni, sem var dæmdur til 22 mánaða fangelsisvistar, segir að hann hafí flutt 7,3 kg af hassi og tæp 890 grömm af amfetamíni til landsins. Dómurinn telur að þótt brot hans séu einkum fólgin í flutningi efn- anna til landsins gegn þóknun sé refsinæmi þess sem flytur fíkniefni inn til landsins mikið. Ákærðu geti ekki dregið úr eða dreift refsiábyrgð þótt þeir skipti með sér verkum við framningu brots. Það að menn sam- mælist um brot skuli að hafnaði verka til þyngingar refsingunni. Til þessara orða er síðan jafn- framt vísað við ákvörðun refsingar íjögurra annarra burðarmanna fíkniefna inn til landsins en þeir voru dæmdir til 3-18 mánaða fang- elsis fyrir innflutning hvers um sig á 1-4,6 kg af hassi. Sá sem þyngst- an dóm fékk hafði jafnframt verið dæmdur fyrir að bera inn til lands- ins 700 grömm af amfetatmíni. 26 ára maður sem hafði keypt 2,3 kg af hassi erlendis til flutning til landsins og átt þátt í innflutn- ingi á 7 kg til viðbótar, auk 900 g af amfetamíni, var dæmdur til tíu mánaða fangelsisvistar. 27 ára maður, sem dæmdur var fyrir aðild eða tengsl við innflutning á 10 kg af hassi með ýmsum hætti, hlaut 15 mánaða fangelsi. 29 ára maður, sem lagt hafði fram í eitt skipti peninga til fíkniefnakaupa, hlaut þriggja mánaða fangelsi. 48 ára maður, sem kom við sögu innflutnings á 4 kg af hassi og til- raun til innflutnings á 910 grömm- um af amfetamíni, hlaut 18 mánaða fangelsi. Sá sem borið hafði hassið inn til landsins í þau skipti og hið ætlaða amfetamín, sem reyndist glúkósi og sykur þegar efnagrein- ing lá fyrir, var aðeins dæmdur fyrir aðild að hassinnflutningi þar sem hann bar að hann hefði ekki vitað af ætluðum amfetamíninn- flutningi og var talið að hann hefði ekki haft ásetning til annars en að flytja inn hass. Sex mánaða fangelsi hlaut 25 ára gamall maður, sem talið var sannað að hefði skipulagt innflutn- ing á 2,3 kg af hassi og 300 grömm- um af amfetamíni. 22 ára maður, sem flutti 5,8 kg af hassi og 200 grömm af amfetamíni í bíl sínum með Norrænu, var dæmdur í tíu mánaða fangelsi. 60 daga fangelsi hlaut 41 árs maður fyrir afhendingu fjármuna sem ætlaðir --------------- ákærðir fyrir aðild að viðkomandi smyglferðum. Dómurinn segir að enda þótt verulegar líkur bendi til aðildar mannsins að fíkniefnamis- ferli þyki sök hans ekki nægilega sönnuð og verði hann því sýknaður. Fundið að næturyfirheyrslum í dóminum er vikið að því að við ýmis tækifasri hafi yfirheyrslur lög- reglu yfir Ólafi Gunnarssyni farið fram að næturlagi og segir að það sé aðfinnsluvert enda sé ekki hægt að ætlast til að réttargæslumenn vinni störf sín á þeim tíma sólar- hrings nema sérstök þörf krefji. Að öðru teyti er ekki fundið að rann- sókn lögreglunnar og m.a. tekin- afstaða til þess að staðið hafi verið að hlerun á heimili eins sakborn- ingsins með lögmætum hætti en við þá hlerun fengust m.a. gögn sem sakfelling Ólafs byggðist á í nokkr- um atriðum. Veijendur margra úr hópi ákærðu höfðu krafist þess að máls- varnarlaun yrðu greidd úr ríkissjóði með vísan til mannréttindasáttmála Evrópu þar sem skjólstæðingar þeirra hafi ekki haft nægilegt fé til að greiða fyrir lögfræðiaðstoð, sem þeir skuli því njóta ókeypis. Um þetta atriði segir dómurinn að tilvitnað ákvséði sáttmálans, sem nú hefur öðlast lagagildi hér á landi, sé þess efnis að hafi sakborningur ekki nóg fé til að greiða lögfræðiað- stoð skuli hann fá hana ókeypis sé það nauðsynlegt vegna réttvísinnar. Ekki verði séð að féleysi ákærðu hafí hamlað því að þeir hafí notið fullra varna í málinu. Því var krafan ekki tekin til greina. Hins vegar segir að við ákvörðun málsvamarlauna verði að hafa í huga að málið hafi verið gífurlega umfangsmikið og margir ákærðir, en alls voru 18 manns sakaðir um innflutning á nær 40 kg af hassi og 6 kg af amfetamíni. Dómsmeðferð hafí tekið Iangan tíma og hafí veijendur allra sak- borninga þurft að sækja þinghöld og gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna. Þáttur sumra ákærðu í mál- inu hafi verið lítill og hefði í sumum tilvikum verið heimilt að ljúka þætti þeirra í samræmi við ákvæði rétt- arfarslaga um játningamál. Þyki því ósanngjamt að dæma þá sem sakfelldir hafí verið til að greiða málsvarnarlaun að öllu leyti. Því var niðurstaða dómsins sú að Ólaf- Gunnarsson skyldi ur vora til kaupa á 2 kg af Höfuðpaurirtn greiða 3A hluta 1.700 þús- hassi og fyrir að hafa sýknaður af 4 unc* króna réttargæslu og efnið undir höndum um ákæruliðum málsvarnarlauna Jóns f13 Magnússonar veijanda _________________ sína, Þorgeir Jón Sigurðs- son skyldi greiða '4 hluta skeið. Sá framseldi var sýknaður Eins og fyrr sagði vora konumar tvær sem ákærðar vora í málinu báðar sýknaðar af ákærum. Ann- arri hafði verið gefið að sök að hafa flutt inn 1 kg af hassi og allt að 500 g af amfetamíni en hinni, í félagi við eiginmann sinn, sem hlaut 12 mánaða fangelsi, að hafa 2-2,3 kg af hassi til landsins og borið inn hluta af efninu. Jafnframt stóra málinu var í gær felldur dómur yfir 34 ára íslendingi með sænskt ríkisfang, sem var upp- haflega ákærður ásamt öðrum í málinu. Þáttur hans hafði verið skilinn frá þætti annarra þar sem hann kom ekki til landsins við upp- haf dómsmeðferðar. Maðurinn var hins vegar sóttur til landsins af lög- reglu í síðustu viku og var mál hans þá flutt og dæmt samhliða stóra málinu. Maðurinn, sem hafði á síðasta ári verið handtekinn í Svíþjóð og framseldur eftir form- legum leiðum til landsins, var sýkn- aður af öllum ákærum. Honum hafði verið gefíð að sök að hafa átt aðild að innflutningi á 7,1 kg af hassi og 2,6 kg af amfetamíni í þremur smyglferðum. í niðurstöð- um dómsins segir að maðurinn hafí algjörlega neitað aðild að innflutn- ingi fíkniefna en hins vegar hafði hann í öllum tilvikum játað að hafa hitt af tilviljun á förnum vegi er- lendis þá sem jafnframt vora 1.200 þúsund króna málsvarnar- launa veijanda sína. Þá vora þrír sakborningar dæmdir til að greiða 'A hluta einnar milljónar króna málsvarnarlauna veijenda sinna og jafnframt að fullu 50-80 þúsund króna réttargæslulaun. Málsvarn- arlaun annarra veijenda voru hins vegar lögð á ríkissjóð að 9/10 hlut- um en 1/10 hlut beri sakborningar hver fyrir sig. Að auki voru máls- varnarlaun veijenda kvennanna tveggja sem sýknaðar voru, sam- tals 1,2 milljónir króna, felld á ríkis- sjóð og einnig 800 þúsund króna málsvarnarlaun veijanda sænska ríkisborgarans sem sýknaður var í sérstöku máli eins og fyrr sagði. Ríkið greiðir 10,3 af 12,6 milljónum Alls voru tildæmd málsvarnar- laun í máli þessu 12,6 milljónir króna og er hlutur ríkissjóðs í þeim samkvæmt dómsorði 10,3 milljónir króna. Þá voru þeir ákærðu, sem sakfelldir vora, dæmdir sameigin- lega til að greiða helming af einnar milljónar króna saksóknarlaunum auk þess kostnaðar sem féll á við rannsókn málsins og beinlínis hlaust af brotum þeirra eins og segir í dómi héraðsdómaranna Guð- jóns St. Marteinssonar, Hjartar O. Aðalsteinssonar og Sigurðar Tóm- asar Magnússonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.