Morgunblaðið - 21.06.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1994 13
LANDIÐ
Fjöraferð
Morgunblaðið/Alfons
Á BLÍÐVIÐRISDÖGUM er gott að breyta til og fara af mölinni niður í fjöru, til að viðra sig, eins og
þessi ungmenni gerðu á dögunum í fjörunni í Ólafsvík, ásamt heimilisdýrinu, henni Fríðu. Virtist hund-
urinn njóta þess að spretta úr spori og njóta sjávarloftsins og freísisins ekki síður en börnin.
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson.
í TILEFNI af komu Íslandssíldarinnar hingað færði bæjarstjóri
Seyðisfjarðar áhöfninni rjómatertu sem skipstjórinn tók á móti.
Síldin kom-
in til Seyð-
isfjarðar
Seyðisfirði - Fyrsta svokallaða „ís-
landssíldin" í hart nær þrjátíu ár
barst til Seyðisfjarðar í síðustu viku.
Margmenni var á bryggjunni við
SR-mjöl þegar ísleifur VE lagðist
að með fullfermi, um 1.100 tonn.
Síldin er stór og jöfn að stærð og
ætti að henta vel í alla vinnslu. Hún
fer nú öll í bræðslu, þó margir hefðu
viljað sjá eitthvað af henni fara í salt.
Að sögn Gunnars Jónssonar, skip-
stóra á Isleifi, fékkst sildin við land-
helgismörkin aust-norðaustur af
Langanesi. Um 18 tíma tók að fylla
skipið. Skipveijar köstuðu sex sinn-
um. Þeir fengu mest 400 tonn í kasti,
en búmmuðu einu sinni.
Fæðingarbær
Jóns forseta
endurreistur
HORNSTEINN var lagður að end-
urreisn fæðingarbæjar Jóns Sig-
urðssonar á Hrafnseyri við Arnar-
§örð 17. júní síðastliðinn. Ekkert
stendur eftir nema hluti af eldhús-
vegg en búið var í bænum til ársins
1902. Ráðgert er að endurreisn
hans hefjist sem fyrst og ræðst
hraðinn af því hversu vel gengur
að fjármagna uppbygginguna að
sögn Þórhalls Ásgeirssonar for-
manns Hrafnseyrarnefndar.
Hrafnseyrarnefnd lagði horn-
steininn snemma dags og hófust
formleg hátíðahöld klukkan 13.30
að viðstöddu fjölmenni. Telur Hall-
grímur Sveinsson skólastjóri að um
1.300 manns hafi sótt skemmtun-
ina. Hátíðarmessa var sungin í
Minningarkapellu Jóns Sigurðsson-
ar og þjónaði séra Kristinn Jens
Sigurþórsson sóknarprestur á Þing-
eyri fyrir altari. Einnig söng Kirkju-
kór Þingeyrarkirkju undir stjórn
Guðmundar Vilhjálmssonar og dr.
Jóhannes Nordal flutti hátíðarræðu.
Fj ölskylduskemmtun
Fjölskylduskemmtun hófst rúm-
lega fjögur undir stjórn Eyvindar
Erlendssonar og var haldin á palli
sem reistur var sérstaklega undir
Bælisbrekku, þar sem Jón Sigurðs-
son lék sér sem ungur sveinn að
sögn Hallgríms. Einnig voru allir
þeir sem voru á Hrafnseyri 17. júní
1944 kallaðir til og myndaðir í til-
efni dagsins og Guðmundur Ingi
Kristjánsson skáld og bóndi á
Kirkjubóli flutti frumort kvæði.
Loks var grillað og á eftir haldinn
dansleikur í samkomutjaldinu þar
sem ungir sem aldnir skemmtu sér
fram undir miðnætti.
HORNSTEINN var lagður að endurreisn fæðingarbæjar Jóns
Sigurðssonar á Hrafnseyri 17. júní síðastliðinn. Talið frá vinstri:
Ágúst Böðvarsson, Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli, Þórhall-
ur Ásgeirsson, Jón Páll Halldórsson og Jóhannes Nordal.
Morgunblaðið/Einar
GAMLA brúin, en fjær sést þar sem nýja brúin er í byggingu.
Slitlag við Hofsós
Hofsósi - Nýlokið er að leggja bund- Efni var ekið út í ósinn síðastliðið
ið slitlag á um það bil átta km kafla
á veginn milli Hofsóss og Sauð-
árkróks og má þá segja að búið sé
að leggja slitlag á allan veginn að
undanskildum smákafla við brúna
yfir vestari ós Héraðsvatna og er sá
kafli eftir vegna þess að verið er að
byggja nýja brú yfir ósinn, en nýja
brúin mun standa sunnar (ofar) en
gamla brúin.
haust og gert plan í miðjum ósnum,
og á að byggja brúna á þurru, en
hleypa síðan vatninu undir hana full-
gerða. Fólk sem þekkir þennan veg
bíður eftir því að loksins losni það
við að fara svokallaða ósbeygju, en
það er kröpp beygja við eystri enda
gömlu brúarinnar, og hefur oft verið
mjög erfið á vetrum.
Mótmæla samkennslu
Seyðisfirði - Enn hafa komið fram
mótmæli á Seyðisfirði vegna sparn-
aðaraðgerða menntamálaráðuneyt-
isins. I maí mótmæltu kennarar
Seyðisfjarðarskóla áætlunum ráðu-
neytisins um samkénnslu 2. og 3.
bekkjar á næsta skólaári, én nú eru
það foreldrar barnanna sem að
kvarta til Fræðsluskrifstofú Aúst-
urlands.
í ályktun sem samþykkt var á
fundi foreldra fyrr í þessum mánuði
er bent á að sparnaður sé óverulegur
miðað við þau óþægindi sem af hljót-
ast. I lok ályktunarinnar segir:
„Fundurinn behdir á að samanlagður
fjöldi nemenda í þessum árgöngum
er alveg við þau mörk að skylt sé
að kenna þeim í tveimur bekkjar-
deildum. Þá háfa áfgangarnir ólíkar
þarfir og nlismunandi námsstöðu,
þannig að hætt er við áð þegar upp
verðiif stáðið sé Véfið að hirða eyrinn
og kasta krónunni."
SIEMENS
LU
CH
ISIÝ ÞVOTTAVÉL Á NÝJU VERÐI!
• 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott,
mislitan þvott, straufrítt og ull
• Vinduhraði 500 - 800 sn./mín.
• Tekur mest 4,5 kg
• Sparnaðarhnappur (1/2)
• Hagkvæmnihnappur (e)
• Skolstöðvunarhnappur
• Sérstakt ullarkerfi
• Islenskir leiðarvísar
Og verðið er ótrúlega gott.
Siemens þvottavél á aðeins
kr. 59.430 stgr.
SMITH & NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300
o
CQ
Akranes:
Rafþjónusta Sigurdórs
Borgarnes:
Glitnir
Borgarfjörður:
Rafstofan Hvítárskála
Hellissandur:
Blómsturvellir
Grundarfjöröur:
Guðni Hallgrímsson
Stykkishólmur:
Skipavík
Búðardalur:
Ásubúð
ísafjörður:
Pólíinn
Hvammstangi:
Skjanni
Sauðárkrókur:
Rafsjá
Siglufjörður:
Torgiö
Akureyri:
Ljósgjafinn
Husavík:
öryggi
Þórshöfn:
Norðurraf
Neskaupstaöur:
Rafalda
Revðarfjörður.
Rafvélaverkst. Áma E.
Egilsstaðir:
Sveinn Guðmundsson
Breiðdalsvík:
Stefán N. Stefánsson
Höfn í Hornafirði:
Kristall
Vestmannaeyjar:
Tréverk
Hvolsvöllur
Kaupfélag Rangæinga
Selfoss:
Árvirkinn
Garður:
Raftækjav. Sig. Ingvarss.
Keflavík:
Ljósbögihn
Hafnarfjörður:
Rafbúð Skúlá,
Álfaskeiði
Viljir þú endingu og gæði -!
irelur þu SiEMEiMS