Morgunblaðið - 10.07.1994, Side 2

Morgunblaðið - 10.07.1994, Side 2
2 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Forstjóri Eimskips Líkur á ábyrgari samkeppni HÖRÐUR Sigurgestsson forstjóri Eimskips segist telja líklegt að með nýjum eigendum Samskipa verði samkeppni á flutningamark- aðnum ábyrgari en verið hefur á síðustu árum en að öðru leyti geri hann ekki ráð fyrir stórvægi- legum breytingum á markaðnum. „Okkur þykja það tímamót þeg- ar Landsbankinn dregur úr þátt- töku í samkeppnisrekstri í flutn- ingum,“ sagði Hörður Sigurgests- son við Morgunblaðið. „Þá sjáum við að þama oru komnir nýir eig- endur að fyrirtækinu sem við höf- um keppt við mjög lengi. Samkeppnin á þessum markaði hefur verið mjög hörð á undan- fömum misserum og ámm og kemur náttúrlega fram í því að Samskip hafa tapað 1 milljarði króna á síðustu þremur árum. Við teljum því líklegt að þessi eigenda- skipti verði til þess að samkeppnin verði ábyrgari en verið hefur,“ sagði Hörður. Landsbankinn seldi Samskip Landsbankinn seldi á föstudag 9 fyrirtækjum og nokkmm stjóm- endum Samskipa 510 milljóna króna hlutafé í fyrirtækinu. Landsbankinn mun eiga áfram 164 milljóna hlut i fyrirtækinu en ráðgerir að selja hann síðar meir. Stærri skip komast nú inn í Sundahöfn á ísafirði Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson FARÞEGASKIPIÐ Vista Mar frá Panama við bryggju í Sundahöfn á ísafirði. Skipið sem er 7.500 tonn er stærsta skip sem komið hefur að bryggju þar vestra. Farþegaskip við landfestar ísafirði. Morgunblaðið. SUNDAHÓFN á ísafirði hefur verið endurbætt. Stór skip þurfa ekki lengur að fara um þrönga rennuna milli Suðurtanga og flugvallarins, en það hefur haml- að því að stæiri skip kæmust að bryggju á Isafirði. Á föstudag lagðist 7.500 lesta farþegaskip þar að bryggju, en það er langstærsta skip sem hér hefur legið við landfestar. Með skipinu voru 300 ferðamenn, flestir Þjóðveijar. Farþegar eyddu síðdeginu á ísafirði í góðu veðri og fóru meðal annars með Herði Guðmundssyni í útsýnis- flug um nágrennið. Von er á fleiri farþegaskipum í sumar, en mörg þeirra eru enn allt of stór fyrir nýju hafnarmannvirkin. Unnið er að því, að flutninga- skipafélögin flytji starfsemina í Sundahöfn seinna á þessu ári. Hafnarstjórinn á Isafirði, Her- mann Skúlason, sagði að vel hefði gengið að koma skipinu að bryggju og ekkert i veginuin með að taka skip af þessari stærð og eitthvað stærri að bryggju. Umfangsmikil rannsókn á botndýrum við Island Á milli 60 og 70 erlendir vísindamenn tengjast verkefninu með einhverjum hætti HÓPUR fræðimanna lagði af stað í gær frá Akureyri á norsku rannsóknarskipi í alþjóðleg- an rannsóknarleiðangur í umsjón umhverfis- ráðuneytisins til að rannsaka samfélag botn- dýra á íslandsmiðum. Dr. Jörundur Svavarsson prófessor í sjávarlíffræði, annar tveggja ís- lenskra fræðimanna sem þátt taka í verkefn- inu, segir að ætlunin sé að taka sýni og safna lífverum af botni sjávar út af Norð-Austurlandi. Þetta er gert með það að markmiði að safna upplýsingum um hvaða botndýrategundir finn- ist á miðunum við ísland en einnig til að rann- saka ætisskilyrði botnfiska. Þá hafí rannsókn- imar það langtímamarkmið að kanna áhrif veiða á samfélag botndýra. Jörundur segir að á milli 60-70 erlendir fræðimenn muni á einn eða annan hátt tengjast verkefninu. „Hafsvæðið út af Norð-Austurlandi er á margan hátt merkilegt," sagði dr. Jörundur í samtali við Morgunblaðið. „Island er staðsett á skilum heitra og kaldra sjávarstrauma og markar það sérstöðu hafsvæðisins út af land- inu. Neðan við 400 m dýpi fer hiti sjávar t.a.m. niður fyrir frostmark. Þar má búast við að fínna botndýralíf sem er einkennandi fyrir Norður- íshaf.“ Fyrri leiðangur af tveimur Fræðimenn í leiðangrinum verða níu utan áhafnar skipanna og koma frá flestum þjóðum Norðurlanda. Rannsóknarskipið, Hákon Mosby, er norskt og kemur hingað í fjórða rannsóknar- leiðangurinn í íslenskri efnahagslögsögu. Jörundur segir að leiðangurinn sé annar tveggja í þessu verkefni. Því verði framhaldið í lok ágúst þegar kanna á hafsvæði út af Vest- ÍSLENSKAR hjúkrunarkonur reykja mun minna en konur al- mennt hér á landi. Samkvæmt rannsókn sem gerð var meðal hjúkrunarfræðinga í vor reykja 7,3% þeirra daglega og 7,7% þeirra reykja sjaldnar en daglega. Sam- kvæmt upplýsingum frá Krabba- meinsfélaginu reykja 28% kvenna á íslandi daglega. Þessar upplýsingar koma fram í niðurstöðum könnunar sem fimm hjúkrunarfræðingar í sérskipu- lögðu hjúkrunarnámi til BS-gráðu við HÍ gerðu í vor. Heildarúrtakið var allir kven- hjúkrunarfræðinger búsettir á ís- landi, en 400 manna tilviljunarúr- Hjúkrunarkonur reykja mun minna en aðrar konur tak (17%) var valið úr þeim hópi. Svör bárust frá 69,3% þátttak- enda. Könnunina gerðu Kristín Björnsdóttir lektor, Hanna Karen Kristjánsdóttir, Hjördís Birg- isdóttir, Ingileif Ólafsdóttir, Olga Hákonsen og Ruth Guðbjartsdótt- ir. ''Samkvæmt könnuninni telja flestir hjúkrunarfræðingar að fjalla eigi sérstaklega um tóbaks- varnir í grunnnámi í hjúkrun og urlandi á rannsóknarskipinu Bjama Sæmunds- syni. Ymsir innlendir og erlendir aðilar eru þátt- takendur í þessu alþjóðlega samstarfsverkefni að sögn Jörundar. Verkefnið er í umsjón um- hverflsráðuneytisins en Hafrannsóknastofnun- in, Líffræðistofnun HÍ, Náttúrufræðistofnun íslands, Sjávarútvegsstofnun HÍ og Sandgerðis- bær taka einnig virkan þátt í því. Margir háskól- ar á Norðurlöndum koma ennfremur að rann- sóknunum. „Við gerum síðan ráð fyrir að um 60-70 fræðimenn komi að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Sýni verða t.d. send til sérfræð- inga um allan heim. Krabbadýr verða þannig tekin til rannsóknar hjá sjávarlíffræðingum sem sérhæfa sig í krabbadýrum, sniglar hjá sniglafræðingum o.s.frv.,“ sagði Jörundur. Nýleg rannsókn sýnir að færri umbera reykingar en áður flestir hjúkrunarfræðingar telja einnig að tóbaksvarnir eigi að vera hluti af starfi hjúkrunarfræðinga. Þá telja 73,4% hjúkrunarfræðinga viðhorf sitt til reykinga hafa breyst þannig að reykingar séu ekki umbornar eins vel og áður. Stór hluti þeirra hjúkrunarfræð- inga sem enn reykja eða 83,8% telja sig hafa minnkað reykingar í kjölfar reykingabanns á vinnu- stöðum. 85,7% þeirra hjúkrunar- fræðinga sem reykja daglega segj- ast hafa reykt lengur en í 11 ár, 89,2% segjast hafa áhuga á að hætta að reykja og 80,6% segjast hafa gert tilraun til að hætta reyk- ingum. > Aldamótaríkið ísland ►í dag eru tvö þúsund dagar þar til árið 2000 rennur upp. Af því tilefni kveða nokkrir aðilar vítt og breitt um þjóðfélagið sér hljóðs og spá í framvindu mála fram til alda- móta./lO Á bak við lokaðar dyr ►Ofbeldi á heimilum er mikið í sviðsljósinu í Bandaríkjunum um þessar mundir./ 12 Hvíti draumurinn ►Enn af máli O.J. Simpsons./12 Úr fórum ungra fræði- manna ►Háskóli íslands brautskráði kandídata nýlega. Seilst verður í smiðju þeirra./14 Með ýmsum ráðum má bæta lífshorfurfólks ►Þórður Harðarson, prófessor, segir frá nýjungum í meðferð hjartasjúkdóma./16 Reykofninn í súrheyst- urninum ►Skúli Hauksson bóndi í Útey við Apavatn hefur lífsviðurværi sitt af silungsveiði./18 B ► l-24 Með flugið í blóðinu ►Ragnheiður Amgrímsdóttir er einungis 22 ára en er engu að síð- ur að liúka atvinnuflnomannsnrófi Ast, friður og kærleik- ur ►Söngleikurinn Hárið frumsýnd- ur í Óperunni í leikstjóm Baltasars Kormáks gerir lukku. /2 Ólíkur ferðamáti ►Hvað skyldi það vera á Kanarí- eyjum sem fær fólk til að eyða þar hveiju fríinu á fætur öðru?/4 í hópi þeirra allra bestu ► Sylvester Stallone var víðsfjarri þegar nýjasta Stallone-kvikmynd- in Judge Dredd tekin upp á ís- landiívikunni./lO Hlýddi kalli Drottins ►Halla Bachmann hefur í 7 ár haft óvenjulegt viðfang, aðstoðað innflytjendur frá Rússlandi í ísrael og gyðinga í Hvíta-Rússlandi./22 c BÍLAR ► 1-4 Verð á japönskum bíl- um hækkar mikið á næstunni ►Lækkunjensins kemurfram í verði bíla./ 1 Renault Clio RNfæst nú með vökvastýri ►Renault Clio hefur breytt lítil- lega um svip./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak ídag 32 Leiðari 22 Fólk I fréttum 34 Reykjavíkurbréf 22 Bíó/dans 35 Minningar 24 Skoðun 38 Helgispjall 28 íþróttir 40 Þjónusta 28 Útvarp/sjónvarp 41 Myndasögur 30 Veður 43 Brids 30 Gámr Gb Stjömuspá 30 Mannlífsstr. 6b Skák 30 Kvikmyndir 8b Brd tn blaðsins 30 Dægurtónlist 9b INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.