Morgunblaðið - 10.07.1994, Side 4
4 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 3/7 - 9/7.
►ÚTLIT er fyrir að halli
borgarsjóðs verði á þessu
ári 2,2 miHjarðar króna.
►NÝ STJÓRN var kjör-
in í Islenska útvarpsfé-
laginu á laugardaginn
var. Eggert Skúlason
fréttamaður var
kjörinn í stjórn félagsins
og samdægurs var hon-
um vikið úr starfi af El-
ínu Hirst fréttastjóra.
►HÉRAÐSDÓMUR
Reykjavíkur sýknaði 32
ára gamlan HlV-smitað-
an mann af ákæru um
að hafa nauðgað tæplega
15 ára gömlum pilti og
hafa með því stofnað Iífí
hans i hættu. I dóminum
eru vinnubrögð Rann-
sóknarlögreglu ríkisins
harðlega gagnrýnd.
►HITABYLGJA gekk
yfir landið í liðinni viku
og fór hiti víða yfir tutt-
ugu gráður. Hlýr og ryk-
mettaður loftmassi ætt-
aður frá austanverðri
Evrópu umlauk landið.
►DÖKKT gler í nýjum
glerskála framan við
Iðnó olli miklum deilum.
Formaður skipulags-
nefndar Reylyavíkur-
borgar vill að glerskálinn
verði tekinn niður.
►KRISTJÁN Jóhanns-
son söng fyrsta hlutverk
sitt í konunglegu óper-
unni i Covent Garden á
miðvikudagskvöld. Hann
hljóp i skarðið fyrir kol-
lega sinn og söng hlut-
verk Radamesar í Aidu.
Ný fyrirtæki inn
í Samskip
ÁTTA innlendir aðilar og einn erlend-
ur, þýska fyrirtækið Bruno Bischoff,
hafa í sameiningu keypt hlutabréf í
Samskipum að upphæð 510 milljónir
króna. Landsbanki íslands fjármagn-
ar kaup innlendu fyrirtækjanna að
hluta og er stefnt að því að hlutafé
fyrirtækisins í árslok verði 8-900
milljónir. Innlendu fyrirtækin eru
Samhetji, Fóðurblandan, Hagkaup,
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum,
VÍS, Olíufélagið hf. og Samvinnulíf-
eyrissjóðurinn. Þá hefur Eignarhalds-
félag Alþýðubankans ákveðið að
kaupa hlut en það er gert með fyrir-
vara um samþykki stjórnar.
Bjartari
þjóðhagsspá
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að þró-
un efnahagsmála sé hagstæð um
þessar mundir einkum vegna upp-
gangs í efnahagslífi annarra ríkja og
hagstæðra starfsskilyrða hér á landi.
Davíð Oddsson segir að efnahags-
kreppan sé á undanhaldi. Þjóðhags-
stofnun geri nú ráð fyrir að lands-
framleiðslan standi í stað en dragist
ekki saman eins og áður var gert ráð
fyrir. Þá er búist við að hagvöxtur
verði 1% árið 1995.
Flugleiðir á
Indlandi
FLUGLEIÐIR vinna nú að því í sam-
vinnu við indverska fjármálamanninn
Ravi Tikkoo að stofna flugfélag í
Indlandi, sem nefnist Indotik Air-
ways. Um er að ræða áætlunarflug
til 11 áfangastaða á Indlandi og er
áformað að nota fyrst um sinn 3
Boeing-farþegaþotur.
PLO og ísraelar
ræða næstu skref
YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissam-
taka Palestínu, og Yitzhak Rabin,
forsætisráðherra Israels, hittust á
fundi í París á miðvikudag, þar sem
þeir ræddu um hvemig næstu skref-
um sjálfsstjórnar Palestínumanna
skuli háttað. Leiðtogamir voru á eitt
sáttir með að fundurinn hefði verið
árangursríkur. Þeir samþykktu að
skipa þijár nefndir til þess að ræða
óleyst vandamál varðandi samkomu-
lagið um Gaza og Jeríkó, hvemig
flýta megi fyrir því að Palestínumenn
á öðrum svæðum á Vesturbakkanum
fái sjálfsstjóm, og að boðað verið til
ráðstefnu með Egyptum og Jórdaníu-
mönnum um örlög palestínskra
flóttamanna. Leiðtogarnir eru fjarri
því að vera sáttir um framtíð Jerúsal-
emborgar, en Yossi Beilin, aðstoðar-
forsætisráðherra ísraels, sagði á
fimmtudaginn að sá vandi væri yfir-
stíganlegur og að sátt myndi nást í
því efni á lokastigum friðarviðræðn-
anna.
Breytingar á fær-
eyska þinginu
LJÓST er að mjög erfitt verður að
mynda nýja stjóm eftir kosningamar
sem fram fóru í Færeyjum á fimmtu-
daginn. Átta flokkar fengu sæti á
lögþinginu og eru úrslitin túlkuð sem
sigur fyrir tvo nýja smáflokka,
Verkamannafylkinguna og Miðflokk-
inn. Sambandsflokkurinn er nú
stærstur á þingi, fékk 23,4% at-
kvæða, bætti við sig tveim þingsæt-
um og hefur nú átta menn. Flokkur-
inn hafði stefnt að því að fá tíu þing-
sæti.
ERLENT
►FUNDUR leiðtoga sjö
helstu iðnríkja heims
hófst í Napólí á Ítalíu á
föstudag. Þar var meðal
annars rætt um leiðir til
þess að draga úr atvinnu-
leysi og útvega meira en
20 milljónum manna
vinnu. Bandaríkjaforseti
lagði áherslu á að einnig
yrði rætt um fríverslun,
og að leiðtogarnir myndu
ekki eyða tíma sínum í að
ræða hvemig hægt yrði
að bregðast við lágu gengi
bandaríkjadollars, eða
gripu til örþrifaráða
vegna þess. Boris Jeltsín,
forseti Rússlands, situr
fundinn á sunnudag.
►STJÓRNARHER Norð-
ur-Jemen náði borginni
Aden, síðasta vígi sunnan-
manna í styijöldinni í
Jemen, á sitt vald á
fimmtudag. Leiðtogar
sunnanmanna ætla þó að
safna liði að nýju og halda
áfram baráttunni fyrir
aðskilnaði frá norðurhlut-
anum. Vatnslaust var orð-
ið í borginni og skortur á
matvælum. Hermdu
fregnir að flestir íbúarnir
hafi einfaldlega fengið sig
fullsadda á ástandinu og
snúist á sveif með stjórn-
arhernum sem herjaði á
borgina.
► FRANSKA stjórnin
sagði á miðvikudag að
uppreisnarmenn í Rúanda
hefðu virt griðarsvæðið
sem hún ákvað að vernda
skyldi, og hefðu ekki gert
sig líklega til þess að ráð-
ast á franska hermenn .
FRETTIR
Tvær belgískar stúlkur á hjólhestum um Island
|ÆtIa að
hjóla um
heiminn á
4 árum
TVÆR belgískar stúlkur, sem
ætla að hjóla um allan heim á
fjómm árum, hafa ferðast hjól-
andi um Island síðastliðnar
þrjár vikur. Ingrid De Wilde
og Nicole Dierckx, báðar þrí-
tugar, héldu til New York síð-
degis í gær því ferðin liggur
næst til Alaska. Þær stöllur
hafa áður farið í 15.000 kíló-
metra hjólreiðaferð um Kína
og að þessu ævintýri Ioknu
munu þær að auki eiga 70.000
kílómetra að baki, að eigin
sögn.
Fjögurra ára ferðalagið
hófst í Belgíu 9. apríl siðastlið-
inn og hjóluðu Ingrid og Nicole
fyrst sem leið lá um Evrópu,
fóru sjóleiðina yfir til Hull í
Bretlandi og áleiðis norður á
bóginn til Skotlands, þá til
Orkneyja, þvínæst Færeyja og
þaðan með Smyrli til íslands.
Frá Seyðisfírði hjóluðu þær til
Mývatns, skoðuðu Dettifoss og
komu við á Húsavík og Akur-
eyri.
Frábært fólk
„Þaðan hjóluðum við eftir
þjóðvegi eitt alla leið til Reykja-
víkur,“ segir Ingrid, en þær era
báðar sammála um að ferðin
hafi tekist sérstaklega vel hér-
lendis, veðrið hafí verið yndis-
legt og þær fengið frábærar
yiðtökur. „Fólkið er svo gott
að við gætum borðað það,“ seg-
ir Nicole og lýsir aðdáun þeirra
á hreinu og fallegu umhverfi.
Ingrid og Nicole verða tvo
daga í New York en halda síðan
til nyrsta hluta Alaska þaðan
sem þær munu hjóla niður til
Kanada. Þrjú þúsund kilómetr-
um síðar verða þær í Bandaríkj-
unum og ætla að hjóla sömu
vegalengd niður með Vestur-
ströndinni til Kaliforníu.
Ætla að búa
sig sem stráka
Þaðan halda þær til Mexíkó,
þá Gvatemala og Hondúras og
gera ráð fyrir að verða á ferð-
inni í Suður-Ameríku fram í
apríl á næsta ári. „Það er erfitt
fyrir konur að ferðast einar á
Morgunblaðið/Árni Sæberg
BELGÍSKU stúlkumar Ingrid og Nicole sem ætla að hjóla um
heiminn á fjómm ámm.
þessum slóðum svo við ætlum
að búa okkur sem stráka, lita
hárið á okkur svart og vera
með yfirskegg," segja þær.
Aðspurðar hvemig hug-
myndin hafi kviknað segja þær
að einhvern tíma á ferðalagi í
Indónesiu hafi þær verið að
bölsótast yfir stopulum rútu-
ferðum þegar borið hafi að
aldraðan mann á reiðhjóli.
„Hann sagði bara við okkur:
„Hvað eru svona hraustar
stúlkur að bíða eftir rútum, þið
eigið bara að hjóla“. Við dauð-
öfunduðum hann og ákváðum
að fara að dæmi hans í framtíð-
inni,“ segja þær.
Hjóluðu með blæjur
og í síðum pilsum
Ingrid og Nicole kunna
margar sögur af ferðum sínum
og nefna sem dæmi að þær
hafi þurft að endurskoða
klæðaburðinn í múhameðstrú-
arlöndum í fyrri hjólreiðarferð-
um. „Við hjóluðum í síðum pils-
um og með blæjur fyrir andlit-
inu. Pilsin voru alltaf að flækj-
ast í petölunum og teinunum
og urðu sífellt styttri,“ segja
þær hlæjandi.
Annað ár ferðarinnar verða
Ingrid og Nicole á Indlandi og
þar um kring, það þriðja í Ástr-
alíu og á Nýja Sjálandi og hið
fjórða í Suður-Áfríku og öðnim
Afríkuríkjum, þaðan sem þær
halda til upp til Belgiu til að
ljúka ferðinni.
Að því búnu ætla þær að
koma aftur til íslands. „Okkur
Iangar til þess að opna skrif-
stofu og koma með fólk hingað
í hjólreiðaferðir. Viðtökumar
hafa verið frábærar og Flug-
leiðir era eina flugfélagið sem
hefur viljað styrkja okkur til
fararinnar. Við komum ömgg-
lega aftur enda eigum við eftir
að hjóla um Suðurland og Aust-
fírði,“ segja þær. Ingrid og
Nicole skrifa greinar um ferð-
ina mánaðarlega sem birtar eru
í Gazet van Antwerpen, sem
styrkir ferðina, og einnig koma
þær reglulega fram í útvarpi
og tala meðal annars frá fs-
landsferðinni í New York.
The Financial Times um Aidu-sýningu
Krisljáns Jóhannssonar í Covent Garden
Sundurleitir áhorfendur
og sundurleitir flytjendur
SÝNINGIN á Aidu í Konunglegu
óperunni í Covent Garden sem
Kristján Jóhannsson stökk inn í
með nánast engum fyrirvara, fær
heldur slaka umsögn hjá óperu-
gagnrýnanda The Financial Times,
David Murray.
Hann segir hópinn sem saman
var kominn á Aidu Verdis hafa
verið sundurieitari en hann minnist
að hafa áður séð í óperunni og
greinilega víða að kominn. Þetta
eigi við áhorfendurna en nýir flytj-
endurnir hafi ekki síður verið sund-
urleit hjörð, og þeir alls ófærir um
að ná hver til annars, hvað þá til
hljómsveitarstjórans Edward Dow-
nes. Gagnrýnandinn segist hins
vegar verða að skýra frá því að
áhorfendur flestir hafí verið alsælir
í lokin.
David Murray segir líka of mikla
einfóldun að tala um nýja flytjendur
því að þeir sem ráðnir hafí verið í
þessa uppfærslu Elijah Moshinsky
á Aidu hafi allt fram undir það síð-
asta hrunið niður eins og flugur.
Einhver hjá óperunni hljóti að hafa
varið örvæntingarfullum stundum í
talsambandi við útlönd. Þannig hafi
Radames í miðvikudagssýningunni,
íslendingurinn Kristján Jóhanns-
son, (sem ekki hafi áður sungið í
London) komið fljúgandi þanga
fyrr um daginn. Því sé vart að undr
þótt virst hafi sem hann og Aid
hans hafí aldrei verið almennileg
kynnt.
Um söng Kristjáns segir gagi
rýnandinn að öðru leyti að Italíi
skóluð tenórrödd hans sé skær o
hljómmikil, (hann hljóti að vei
áhrifamikill Manrico í Trovatore
en hún búi ekki yfír miklum þokki
Aría hans Celeste Aida hafí veri
brothætt og hann þanið sig til hir
ýtrasta, og þótt stjórnandinn ha
hvað eftir annað gefið honum un
talsvert svigrúm til að anda, ha
hann hafnað því að notfæra sér þa>