Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 9 FRETTIR Lufthansa Borgarstgórn skipar starfshóp til að móta húsafriðunarstefnu Reglur um húsafriðun brýnar Morgunblaðið/Rúnar B. Ólafsson FARÞEGAÞOTA Airbus A-321 á Keflavíkurflugvelli. Ný farþegaþota á Keflavíkurflugvelli NÝ farþegaþota af gerðinni Airbus A-321 hafði skamma viðdvöl í Leifs- stöð laugardaginn 26. júní sl. Þotan var hér í leiguflugi fyrir Flugfélag- ið Atlanta og er þetta í fyrsta sinn sem þota af þessari gerð lendir á Keflavíkurflugvelli. Airbus A-321 þotan er lengd út- gáfa af annarri Airbus þotu sem er af gerðinni Airbus A-320. Þessi nýja þota er í eigu þýska flugfélags- ins Lufthansa og var þotan afhent félaginu í maí á þessu ári. Airbus A-321 þotan tekur 180-199 far- þega og er 16% lengri en A-320 sem nemur tæpum 7 metrum. Nýja 1.530 bíða eftir leik- skólaplássi SAMKVÆMT upplýsingum sem kynntar hafa verið stjórn Dagvistar barna eru um 630 börn eldri en tveggja ára og um 900 börn yngri en tveggja ára á biðlistum eftir leik- skólaplássi í Reykjavík. Eru þá ótal- in börn þeirra foreldra sem ekki hafa átt þess kost að sækja um heijsdagsvistun fyrir börn sín. I þeim tilgangi að fá skýra mynd af raunverulegri þörf fyrir leik- skólarými hefur stjórn Dagvistar barna samþykkt að skipa þriggja manna starfshóp sem geri tillögur um hvernig staðið verði að könnun um þörf fyrir leikskóla fyrir öll eins til fimm ára börn í Reykjavík. Af hálfu stjórnarinnar eiga Kristín Blöndal og Árni Þór Sigurðsson sæti í starfshópnum og Jónína Bjartmarz af hálfu foreldra. ------».-------- Nautakjöt til Banda- ríkjanna FYRSTA sending íslensks nauta- kjöts á Bandaríkjamarkað fer utan um miðjan ágúst næstkomandi, en Landssamband kúabænda hef- ur samið um sölu á 300 tonnum á ári til verslanakeðju sem sérhæf- ir sig í hreinleikavörum. Guðmundur Lárusson formaður Landssamtaka kúabænda sagði í samtali við Morgunblaðið að í fyrstu sendingunni til Bandaríkj- anna yrðu tíu tonn af nautakjöti | og ef neytendum þar í landi líkaði kjötið ætti að geta komist skriður , á útflutninginn. þotan er knúin áfram af tveimur hreyflum af gerðinni IAE V2530- A5. ÁKVEÐIÐ hefur verið, að frum- kvæði meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, að skipa starfshóp til að undirbúa framtíðarstefnu- mótun í húsafriðunarmálum í Reykjavík. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, vakti at- hygli á því á síðasia borgarstjórn- arfundi að á síðustu 10 árum hefðu 49 hús verið rifin í miðborg Reykjavíkur. Hún sagði brýnt að móta reglu um húsafriðun í borg- inni þannig að fólk, sem býr í gömlum húsum, viti um stöðu þeirra. Starfshópurinn verður skipaður fulltrúum frá byggingarnefnd borgarinnar, umhverfismálaráði, menningarmálanefnd og skipu- lagsnefnd. Nefndinni er ætlað að skila áliti fyrir lok nóvember nk. Nefndin á að fara yfir þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar í húsafriðunarmálum í Reykjavík. í öðru lagi, 'að koma með tillögur um hvað þurfi að gera í húsafriðunarmálum í borg- inni. I þriðja lagi, að gera tillögur um breytingar, ef nauðsynlegar eru, á aðalskipulagi og deiliskipu- lagi þannig að skipulagsákvarðan- ir samræmist menningarlegum markmiðum húsafriðunar. í fjórða lagi, að gera tillögur um hvort og þá hvernig megi auð- velda einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum að halda við gömlu húsnæði og færa það til uppruna- legs horfs. í fimmta lagi, að kanna hvernig megi samræma áætlanir um fjölgun atvinnutækifæra og endurnýjun og endurbætur gam- alla húsa og annarra mannvirkja. VOLVO 440/460 Mest seldi bíll í stnum stœrðarflokki 1994 Öruggur metsölubíll á frábæru júlítilboði! 24 bllar með 83.285 kr, kaupauka Volvo 440/460 var kynntur með 2.0 lítra vél í janúar 1993 og hefur hann átt vaxandi vinsældum að fagna síðan þá. Árið 1993 var Volvo 440/460 þriðji mest seldi bíllinn hér á landi en það sem af er þessu ári hefur hann skotið keppinautunum ref fyrir rass og er nú sá mest seldi í sínum stærðar- og vélarflokki. Samtals hafa selst 176 bMar af þessari gerð á þessu tímabili og markmiðið er að ná 200 bMa markinu fyrir næstu mánaðarmót. 3i- »ul* v-J°^S„NiU-r S1285íl verð: Volvo 440 kostarfrá 1.519.000 kr.stgr. Volvo 460 kostar frá 1.569.000 kr.stgr. VOLVO Á BETRA VERÐl FYRIR ÞIG! FAXAFENI 8 • SIMI 91- 68S870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.