Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 11 tíma þurfí vitanlega að leita mark- aða fyrir afurðimar því á þeim þurfí að lifa. Baldvin segir það ekkert vafamál lengur að ísland sé kjörinn vettvangur fyrir lífræna ræktun. Lega landsins, hreinleiki þess og menntun fólksins séu því til fram- dráttar og því sé ekkert að vanbún- aði. Hann leggur mikla áherslu á að horft sé til framtíðar. Langtíma markmið verði að liggja fyrir. Notk- un ónáttúrulegra efna í framleiðslu geti skilað miklum hagnaði í dag en til lengri tíma litið skemmi hún fyrir. Markmiðið að gera ísland að matvælamið- stöð lífrænna afurða er verðugt að mati Baldvins. Það sé ekki einungis efnahagslega hagkvæmt fyrir þjóð- ina heldur sé einnig þörf fyrir vöru af þessu tagi á alþjóðlegum markaði. „Á forsendu forvarna getum við hugsanlega lækkað kostnað við heilbrigðis- kerfið ef við borðum heilsufæði,“ segir Baldvin og bendir á að þannig leiði eitt af öðru. „Það er list að geta lifað með móður jörð án þess að kreíja hana um meira en það sem hún getur veitt.“ Klæðskera- saumuð vara Grímur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins, gerir ekki ráð fyrir neinum stökkbreytingum í fiskiðnaði fram til aldamóta. Hann á þó fastlega von á áframhaldandi þróun og að fiskiðnað- urinn muni færast enn nær hefðbundnum matvælaiðnaði en verið hefur til þessa. Grímur segir æðsta takmark í fiskiðnaði næstu tvö þúsund dagana vera að gera hann sveigjan- legri og betur tengdan markaðnum. „Við stefnum að því að „klæðskerasauma" vöru fyrir kröfuharða neytendur," segir Grímur og á þar við að takmarkið sé að framleiða eingöngu þá vöru sem kaupendur óska eftir. Hann segir þessa þróun þegar hafa tekið flugið. Annað aðkallandi verkefni kveð- ur Grímur vera aukna kröfu um ferskleika í fiskiðnaði. „Eg tel að sala á tuttugu daga gömlum ísuðum þorski muni senn leggjast af,“ seg- ir Grímur og gerir fastlega ráð fyr- ir að flugvélar verði í auknum mæli notaðar til þess að koma tveggja til þriggja daga gömlum ískældum flökum á markaði. Grím- ur telur örugga afhendingu skipta öllu máli. „Það er ekki nóg að geta útvegað tonn af fiski einu sinni í viku í 50 vikur á ári, þær verða að vera 52.“ Til þess að uppfylla þessar kröfur telur hann að sjómenn muni í vaxandi mæli koma með lifandi fisk að landi. Hann verði geymdur í kvíum og slátrað þegar mark- aðnum hentar. Grímur vekur einnig athygli á því að vax- andi kaupgeta í suð- austur Asíu komi á næstunni til með að opna markaði fyrir ýmsar fiskafurðir sem ekki eigi upp á pallborðið í Evrópu og Bandaríkj- unum. í því sambandi nefnir hann meðal annars þurrkaða loðnu, hausa, sæbjúgu, ígulker og sérunn- ið lýsi. Ennfremur telur Grímur að við- skipti íslendinga með erlendan físk eigi eftir að aukast. Hann telur að íslendingar verði orðnir verulega áberandi og virtir á fiskmörkuðum heimsins sem sérfræðingar í vinnslu og markaðssetningu á fiski árið 2000. Hann telur að tæknivæðing verði enn lengra á veg komin svo og þróun alls búnaðar fyrir sjávar- útveg. „Árið 2000 verður Island mun þekktara en það er í dag. Mun fleiri munu tengja nafn landsins við þá staðreynd að við erum matvæla- framleiðendur og kunnum að fara með fisk.“ Grímur segir þetta kannski að hluta til vera óskhyggju en leggi íslendingar áherslu á vist- vænar afurðir og haldi rétt á spilun- um muni þeim takast að nálgast þessa sýn. Árangur og öryggi Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka, gerir fastlega ráð fyrir að þeir tvö þúsund dagar sem nú fara í hönd verði mun bjartari en þeir tvö þúsund sem á undan eru gengnir. Hann segir gilda einu hvort horft sé til at- vinnulífs, banka eða fjölskyldu þennan tíjna verði að nýta til að ná árangri og skapa ör- yggi. Tryggvi bendir á að þótt bjartari tímar séu framund- an eftir langt stöðnunarskeið verði íslendingar að gera enn betur. Þar tekur hann mið af því að á næstu árum sé gert ráð fyrir meiri hag- vexti í nágrannalöndunum en hér á landi. Hann segir skilyrðin ákjósan- leg allt sem þurfi sé sameiginlegt átak þjóðarinnar. Höft hafi verið afnumin, meiri festa sé komin í verðlags- og gengismál og fleiri fyrirtæki séu þess megnug að skapa verðmæti. „Við höfum á síð- ustu árum komist hjá því að ráðast í áhættus- amar ijárfestingar með stuðningi ríkisins. Þetta var áður gert með lítilli fyrirhyggju og í alltof stórum stíl, eins og laxeldi og refa- rækt eru til vitnis um,“ segir Tryggvi en bendir á að fyrir vikið geti tekið lengri tíma að fá fram fjárfestingar og hagvöxt en skilyrðin séu vissulega fyrir hendi. Tryggvi segir að samningurinn um evrópska efna- hagssvæðið hafi tryggt enn frekari stöðugleika. Þetta telur hann að komi ekki einungis til með að bjóða upp á aukna möguleika heldur jafn- framt breyta hugarfari og afstöðu Islendinga. Hann segir j>að marg- sinnis hafa sýnt sig að Islendingar séu örir þegar athafnir séu annars vegar og hér hafi Grettistaki verið lyft á ótrúlega skömmum tíma. Á móti kveður Tryggvi hins vegar koma að íslendingar hafi oft brennt sig á því hversu örgeðja þeir séu. Hann á þar við mistök efnahagsstjórn og framkvæmdagleði. I dag séu hins vegar teikn á lofti um að Is- lendingar hafi lært eitthvað af axarsköft- unum. Tryggvi bendir í því sambandi á að mjög víða í atvinnulíf- inu sé búið að taka reksturinn í gegn. „Að- hald í kostnaði og bætt skipulag í atvinnulífi og einkaframkvæmdum eru meira áberandi nú en áður var. “ Að sögn Tryggva einkennir stöðugleiki einnig íjármálaheiminn og þá ekki síst bankana. Jafnvægi ríki á framboði og eftirspurn lánsfj- ár. Hann bendir á að uppstokkanir hafi átt sér stað hjá lánastofnunum og sameiningar banka hafi sýnt fram á að ódýrara og betra sé að starfa í færri einingum. Þá séu sparisjóðir farnir að vinna saman í auknum mæli. Tryggvi gerir því ráð fýrir að aðrar lánastofnanir, s.s. fjárfestingalánasjóðir, muni ganga í gegnum svipaða þróun fram að aldamótum. „Ég sé fyrir mér fækk- un sjóða, annað hvort með samein- ingu innbyrðis eða við banka.“ Hvað fjármagnsmarkaðinn varð- ar fagnar Tryggvi þeirri opnun út á við sem verða mun um næstu áramót. Þá verða skammtímahreyf- ingar fjármagns til og frá landinu heimilaðar. Tryggvi hyggur að í fyrstu muni þetta hafa útstreymi fjár í för með sér. Það veldur honum þó litlum áhyggjum sérstaklega ef Islendingum tekst á næstu tvö þús- und dögum að opna fyrir strauma til landsins. „Við eigum ekki að hræðast beinar fjárfestingar er- lendra aðila þar sem góð ramma- löggjöf er til staðar. Við verðum að tryggja að fjármagn streymi í báðar áttir.“ Tryggvi telur að bankarnir muni fram til aldamóta gegna mikih'ægu hlutverki með því að stuðla að end- urskipulagningu í atvinnulífinu og fjármálum heimilanna. Þá segir hann að erlend samskipti eigi án efa eftir að verða vaxtarbroddur. Hann telur afar brýnt að hafa skýra framtíðarsýn og segir að íslands- banki hafí til að mynda sett sér markmið sem unnið sé að. Án mark- miða sé hætta á að reki á reiðan- um. Tryggvi telur ekki síst mikil- vægt að stjórnvöld landsins einbeiti sér að forystu með framtíðarsýn og beini kröftum þjóðarinnar í rétt- an farveg. Þannig náist í senn árangur og öryggi. Lífsspursmál að standa saman Magnús Gunnarsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, telur forgangsverkefni aðila vinnu- markaðarins næstu tvö þúsund dag- ana vera að viðhalda stöðugleika með skynsamlegum samningum. Hann telur æskilegt að höfða meira til einstakra atvinnugreina og fyrir- tækja. „Við verðum að reyna að semja þannig að við getum aukið framleiðni sem getur skilað sér í hærri launum til þeirra sem vinna störfín." Magnús telur sameiginlegt viðfangsefni vinnuveitenda og verkalýðshreyfíngarinnar vera að leita leiða til að auka samkeppnis- hæfni samhliða því að bæta lífskjör. „Það er lífsspursmál fyrir okkar litlu þjóð að standa saman í samkeppn- inni. Ef við vérðum undir í henni höfum við ekki um neitt að slást lengur." Magnús er þeirrar skoðunar að við séum í svipaðri stöðu og síð- asta aldamótakynslóð. Hún hafí þurft að skynja breytingar sem voru að eiga sér stað skömmu fyrir síð- ustu aldamót og leiða þær inn í ís- lenskt samfélag. Slíkt hið sama beri okkur að gera til að leggja grunninn að lífskjörum næstu aldar. Eins og glöggt má heyra er Magnús bjartsýnn á framtíðina. Hann bindur miklar vonir við ungu kynslóðina sem hann segir hafa alist upp í öðru umhverfí en þær sem eldri séu. Hún hafi betri mennt- un og jafnvel starfsreynslu á erlend- um vettvangi. „Þetta unga fólk skynjar því betur hvað gera þarf til að ná árangri við þessar breyttu aðstæður," segir Magnús og kveðst fullviss um að hið unga ísland muni eiga allskostar við verkefni framtíðarinnar. Magnús segir áríðandi að íslend- ingar nýti næstu tvö þúsund daga til að aðlagast breyttum aðstæðum. „Umhverfíð sem við störfum í hefur breyst, heimurinn hefur minnkað. Með auknu efnahagssamstarfi er heimurinn að verða einn markaður og samkeppnin hefur því aukist." - Hann leggur því til að vel sé haldið utan um ríkisfjármálin þannig að viðhalda megi þeim stöðugleika sem ríkir í dag. Magnús telur einnig nauðsynlegt að skapa gott um- hverfí í atvinnulífinu þannig að ís- lensk fyrirtæki geti orðið sam- keppnisfær á alþjóðlegum markaði. Þessi atriði telur Magnús forsendu þess að bæta megi lífskjörin í land- inu. Alhliða fjarskiptaveita Guðmundur Björnsson, aðstoðar- póst- og símamálastjóri, segir ákaf- lega erfitt að spá til sex ára um þróun í fjarskiptaumhverfinu. Hann segir framvindu mála í þessum efn- um að verulegu leyti á valdi mark- aðarins. Guðmundur gerir þó fast- lega ráð fyrir að breiðbandskerfi eigi raunhæfan möguleika á að halda innreið sína á heimili og fyrir- tæki í landinu áður en tuttugasta öldin hverfur í aldanna skaut. „Með breiðbandskerfí á ég við ljósleiðara- kerfi sem flytja ekki einungis tal og texta heldur jafnframt mynd.“ Hann telur góðan möguleika á að myndflutningur inn á heimili verði orðinn mjög almennur árið 2000. „Þetta verður kannski ekki komið inn á hvert heimili en verður ekki lengur neitt tækniund- ur.“ Guðmundur segist sjá fyrir sér að á alda- mótaheimilinu verði tölvan og tilheyrandi fjarskiptabúnaður eins og hvert annað heimil- istæki. Ennfremur seg- ir hann að Póstur og simi hafi í tengslum við þessi fjarskiptakerfi burði til að styrkja stöðu sína sem alhliða fjarskiptaveita. Að sögn Guðmundar eiga íslendingar góða möguleika á ýmsum öðrum sviðum. „Við eigum hlut í streng sem mun tengjast við Bandaríkin og Evrópu í gegnum Kanada. Hann verður sennilega kominn í notkun um næstu áramót.“ Þetta telur hann á næstu árum geta gefið íslendingum möguleika á að veita fjarskiptaþjón- ustu milli Bandaríkjanna og Evr- ópu. Guðmundur gerir því fastlega ráð fyrir að íslendingar muni eiga eftir að þreifa töluvert fyrir sér í alþjóðaviðskiptum á þeim árum sem eftir lifa af öldinni. Guðmundur er þess fullviss að þráðlausir símar muni halda áfram að hasla sér völl fram til aldamóta. Hann er þeirrar skoð- unar að þráðlausir sím- ar tengdir einkasim- stöðvum fyrirtækja muni samhliða hinum hefðbundna farsíma koma til með að njóta aukinna vinsælda. Þeir komi einkum til með að verða notaðir innan byggingar viðkomandi fyrirtækis. Hvað póstinum viðkemur bendir Guðmundur aðallega á tvennt. Ann- ars vegar telur hann að rafrænn póstur muni aukast mjög á kostnað hefðbundins pósts á næstu tvö þús- und dögum. „Með rafrænum pósti á ég við póst sem fluttur er ýmist hluta leiðar eða alla leið inn á heim- -ili eða fyrirtæki í gegnum ýmiskon- ar fjarskiptakerfi." Hins vegar er Guðmundur þess sinnis að póst- verslun, þ.e vörusendingar á milli kaupenda og seljenda, muni ekki fara dvínandi. Verslun af þessu tagi komi þó til með að breytast. „Ég tel að sala á þess- ari þjónustu komi til með að fara sífellt meira fram í gegnum tjarskiptakerfi. Þar á ég við sjónvarp og ann- að þess háttar." Frá vanþróun til háþróunar Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Flug- leiða, telur að ferða- þjónustan eigi eftir að sjá fram á mikla og hraða aukningu á næstu árum. Hann spáir að árið eftir aldamót muni Qöldi þeirra ferðamanna sem sækja landið heim verða sá sami og íbúafjöldinn. „Ég sé þetta alls ekki sem vandamál því landið er stórt og hefur mikla möguleika til að taka á móti,“ segir Pétur og bendir á marga staði sem sjái lítið af ferðamönnum í dag en hafi engu að síður allt til að bera. Pétur segir að ferðaþjónustan hafi á mjög skömmum tíma tekið gríðarlegum breytingum; vaxið frá vanþróun til háþróunar. Sökum þess sé töluverð vinna framundan. Hann nefnir í því sambandi mark- aðsrannsóknir og vill að íslending- ar kanni betur hvaða markaður standi landinu til boða. „Við vitum nokkurn veginn hveijir koma í dag. En við vitum líka um aðra sem koma ekki,“ segir Pétur og tekur dæmi af fjölskyldufólki á aldrinum 30 til 45 ára. Pétur vill láta kanna hvar þeir hópar sem ekki koma til Islands haldi sig og hvernig best sé að nálgast þá. Jafn- hliða telur hann áríð- andi að markaðssetn- ing landsins sé aukin. Hann fagnar því ný- legum samningi Flug- leiða, samgönguráðu- neytisins og bænda um markaðssetningu, en ítrekar að það sé einungis fyrsta skref- ið. Pétur vill að ríkis- valdið komi inn í dæm- ið með myndarlegum hætti. Sérstaklega í ljósi þess að það sé sá aðili sem hafi mestar tekjur af hveijum ferðamanni, á milli 25 og 30%. Hvað þjónustuna sjálfa varðar segir Pétur að horfa þurfi meira inn á við. Hann bendir á að einkafram- takið hafi verið leiðandi í greininni en það sé hins vegar oft þannig að hinir framtakssömu hafi ekki alltaf næga þjálfun og þekkingu. „Við höfum eignast margt fólk sem er þjálfað í ferðaþjónustu og því þarf að samræma þetta tvennt. Við þurf- um að fá fleira menntað fólk inn í greinina samhliða því að þjálfa hitt sem hefur annan bakgrunn.“ Pét- ur leggur áherslu á að uppbygging verði tekin föstum tökum, sér- staklega utan Reykja- víkur. Sem dæmi nefn- ir hann hreinlætisað- stöðu, merkingu göngu- og reiðleiða, viðhald menningar- verðmæta og gisti- aðstöðu. Hvað höfuð- borgina varðar segir Pétur löngu tímabært að ráðstefnu- og menn- ingarmiðstöð verði reist. „Það er greininni nauðsynlegt að hér skapist aðstaða fyrir ýmsa menningarviðburði.“ Tuttugu milljónir plantna Hulda Valtýsdóttir, formaður skógræktarfélags íslands, segir að Island hafí mikla sérstöðu hvað efl- ingu gróðurs varðar. Hún bendir á að margar aðrar þjóðir eigi við svip- aðan vanda að etja hvað viðkemur eyðingu gróðurs. ísland sé hins vegar sérstaklega vel í stakk búið að takast á við vandann þar sem það búi við góðan efnahag og skarti vel menntuðu fólki sem kunni til verka. „Við eigum að vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar og jafnvel að taka að okkur hlutverk leið- beinandans," segir Hulda og þykir ekki óeðlilegt að stefna að því takmarki fyrir aldamót. Hulda segir Skóg- ræktarfélagið horfa mest til uppbyggingar skóga en markmið að- ildafélaga þess sé vita- skuld alhliða gróður- vernd. „Fyrir nokkru settu félagið og sam- starfsaðilar þess sér það markmið að um aldamót hefðu verið gróður- settar tuttugu milljónir plantna í landgræðsluskógareitina,“ segir Hulda. Hún bendir á að verkefnið sé vel á veg komið og nú þegar hafí verið gróðursettar tæplega 10 milljónir plantna. Það séu því allar líkur á að takmarkinu verði náð. Hulda segir þetta skref í þá átt að landið fái að klæðast þeim flöl- breytta og trausta gróðri sem því beri. Grímur Valdimarsson Tryggvi Pálsson Guðmundur Björnsson Pétur J. Eiríksson Magnús Gunnarsson Hulda Valtýsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.