Morgunblaðið - 10.07.1994, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 17
og það þökkum við fyrst og fremst
þessum lyfjum, vegna þess að aðalá-
hættuþáttur heilablóðfalla er há-
þrýstingur. Það var sagt hér fyrir
um 25 árum eða svo að af þeim sem
væru með háþrýsting á íslandi væri
um helmingur tilvika þekktur. Af
þeim helmingi væri helmingnr á lyfj-
um og af þeim helmingi væri helm-
ingur vel meðhöndlaður, það gerði
rösklega tólf prósent sjúklinga.
Núna er að minnsta kosti helmingur
þeirra sem eru með háþrýsting í við-
eigandi meðferð.
Margir þeirra sem eru með krans-
æðasjúkdóma hafa jafnframt hátt
kólesteról í blóðinu. Það er viðbót-
aráhætta ef hið svokallaða góða
kólesteról er líka lágt. Ein aðferðin
til að hækka það er að stunda lík-
amsrækt. Margir þeir sem hafa hátt
kólesteról í blóði neyta of fituríks
fæðis og nýlega er komið í ljós í
neyslukönnun Manneldisráðs hvem-
ig fæði íslendinga er háttað.
í ljós hefur komið, öfugt við reyk-
ingaþáttinn, að konur eru duglegri
að draga úr fituneyslu en karlar,
ungar konur frekar en rosknar kon-
ur, konur í þéttbýli frekar en í sveit
og vel menntaðar konur frekar en
þær sem eru minna menntaðar.
Þetta segir þó ekki alla söguna.
Margir þeir sem hafa mikla blóðfitu
hafa hlotið þá tilhneigingu að erfð-
um. Það er sama þó þessir sjúkling-
ar reyni að draga úr fituneyslu, þeir
ná ef til vill ekki tilætluðum árangri.
Þá koma þessi kólesteróllækkandi
lyf til sögunnar. Með þeim má ná
verulega miklum árangri í þá átt að
lækka kólesteról í blóði og hliðar-
verkanir eru litlar af þessum nýjustu
lyfjum. Læknar hafa gefið sér það
að árangur þessa sé hafínn yfir allan
vafa, en við bíðum ennþá eftir stóru
rannsóknunum sem eru í gangi.
Hvað varðar eldri lyfin þá varð
það ljóst að það var hægt að draga
verulega úr æðakölkun og fylgikvill-
um hennar en hins vegar var ekki
alveg eins óyggjandi að heildardán-
artala væri lægri. Heilbrigðisyfirvöld
hafa reynt að draga úr notkun þess-
ara ly§a, þau hafa skynjað það svo
að lyf þessi hafi verið notuð óhæfí-
lega mikið á íslandi, en ég held að
þetta sé einfaldlega eins og á ýmsum
öðrum sviðum, íslenskir læknar hafa
verið fyrri til að taka upp nýjungar
hér en læknar í nágrannalöndunum.
Þetta er þekkt t.d. frá öðrum sviðum
hjartasjúkdóma, þar höfum við verið
fyrri til en nágrannarnir. Við læknar
eigum von á að aðrar Norðurlanda-
þjóðir muni fylgja í kjölfarið með
notkun þessara kólesteróllækkandi
lyfja. Mér finnst varhugavert að taka
út þennan lyfjaflokk og slá því föstu
að um ofnotkun sé að ræða.
Má gera góðan árangur betri?
Það sem hægt er að gera til
þess að ná enn betri árangri er
að fá fólk til þess að hætta að
reykja. Vægi reykinga er mest hjá
unga fólkinu og það hefur sýnt sig
að það er ekki nokkur vafí á að
með því að draga úr reykingum
er hægt að ná stórkostlegum ár-
angari í því að bæta lífshorfur
fólks. Árangur af því að hætta að
reykja er ábyggilega langt umfram
það sem hægt að ná með öðrum
aðferðum. Þetta vita allir íslend-
ingar, þótt sumir tali kannski á
móti því gegn betri vitund. En þá
er þetta líka að nokkru komið úr
höndum lækna og yfir til fjölmiðla,
heilbrigðisyfirvalda og annarra
aðila. Eg tel að hægt væri að ná
talsverðum viðbótarárangri hvað
matarræðið snertir, enn er hægt
að bæta það mjög mikið með auk-
inni neyslu á grænmeti, ávöxtum,
fiski og kornmat. Það er hægt að
taka betur á blóðþrýstingi þó allt
sé á framfarabraut þar. Islendigar
eru margir hveijir of feitir en þar
er við ramman reip að draga.
Árangur af megrunaraðgerðum
hefur reynst mjög lítill. Síðast en
ekki síst má ekki gera lítið úr lík-
amsræktinni, þar hafa íslendingar
sýnt góðan lit en það má eflaust
fá fleiri til að stunda hana. Allt
þetta væri til mikilla bóta.“
Bobbitt ákærður
fyrir ofbeldi
Los Angeles. The Daily Telegraph.
BANDARÍKJAMAÐURINN John
Bobbitt hefur verið ákærður fyrir
ofbeldi gagnvart unnustu sinni, fá-
einum dögum eftir að þau tilkynntu
að þau hyggðust gifta sig. Bobbitt
komst í heimsfréttimar er fyrrver-
andi eiginkona hans, Loreana skar
undan honum með eldhúshníf.
Bobbitt var handtekinn í Las
Vegas með unnustu sinni, Kristinu
Elliott, og vini, Todd Biro, eftir
slagsmál þremenninganna um helg-
ina. Bobbitt hefur áður verið ákærð-
ur fyrir að beita Elliott ofbeldi, en
hann hitti hana fyrr á árinu er hann
ferðaðist um landið til að afla fjár
fyrir lögfræðikostnaði sínum. Þau
hafa búið saman í Las Vegas, en
Bobbitt hyggst hefja þar feril sem
grinisti á næturklúbbum.
Elliott, sem er hefur starfað sem
nektardansmær, sagði lögreglu að
þremenningamir hefðu setið að
sumbli um helgina og að Bobbitt
og Biro hefðu barið hana. Bobbitt
sagði hins vegar að hún hefði bitið
hann og slegið.
Loreana Bobbitt var talin ósak-
hæf og var ekki dæmd fyrir að
skera undan manni sínum.
Det Nedvendige Seminarium
I' nanmnrlri■ getur enn tekið inn 3 islenska
WaillllVI HU NEMENDUR ÞANN 1. SEPT. 1994
4ra ára alþjóðlegt, nútíma kennaranám, sem veitir réttindi til kennslu í mörg-
um skólum og uppeldisstofnunum í Evrópu og þriðja heiminum.
Námið er:
• 1 ár með alþjóðlegu námsefni, innifalin er 4ra mánaða námsferð til Asíu.
• 1 ár námsefni innanlands, innifalin er 6 mán. þátttaka í dönsku atvinnulífi.
• 2ja ára fagnám, innifalið er 2x6 mánaða starfsnám í grunnskóla og öðrum
skólum innanlands og utan.
Eftir útskrift tekur við eins árs vinna í skóla í Afríku.
Allir nemendur búa í skólanum. Kynningarfundur um skólann verð-
ur haldinn í Reykjavík í lok júlí. Ef þú hefur áhuga, hringdu í síma
90 45 65 91 40 45 eða sendu símbréf 90 45 66 11 50 61.
Det Nodvendige Seminarium, DK - 6990 Ulfborg.
Ferðir SL með eldri borgurum:
Hressari, frískari
og umfram allt kátari!
{
Ásthildur Pétursdóttir
fararstjórinn vinsæli:
Megin markmið „Kátra daga“, ferða
eldri borgara, er að farþegarnir komi
heim hressari, frískari og um fram allt
kátari en þeir voru fyrir.
Þess vegna er dagskráin létt, mikið
sungið og dansað, málin rædd í
rólegheitum og rómantíkin blómstrar.
Kótir dogor - kótt fólk
er félagskapur áhugafólks um
ferðalög og njóta félagsmenn bestu
kjara hjá Samvinnuferðum-Landsýn.
Eina skilyrði til þátttöku er að vera
orðinn 60 ára.
Velkomin í hópinn!
Benidorm 6.-27. okt.
Benidorm á Hvítu stönd Spánar er draumastaður sóldýrkenda!
Gistverðurá hinu stórgóða íbúðahóteli Levante Club.
Madeira 17.-31. okt.
Madeira er oft nefnd „Aldingarður Atlantshafsins." Þessi nafngift
segir allt sem segja þarf um þennan suðræna sælureit.
Fararstjóri erÁsthildur Pétursdóttir.
Rútuferð um Ítalíu 20. ágúst-4. september.
Bráðskemmtileg og fræðandi ferð um hina töfraslungnu Ítalíu.
Óviðjafnanleg blanda af náttúrufegurð, sögu, menningu og litríku mannlífi.
Vínuppslceruferð til Þýskalands
2.-10 september.
Rútuferð um hin fögru vínræktarhéruó Þýskalands og skálað
í nýju víni. Fararstjóri er Sigrún Aspelund.
„Einu sinni á ágústkvöldi...“
Rómantískt síðsumar á Þingvöllum
11.-12. ágúst.
Lífsins notið í þessari perlu íslenskrar náttúru. Gist í Valhöll.
Flórída og Karíbahafið
1.-15. október.
Ævintýraleg ferð til Flórída ásamt siglingu með stórglæsilegu
skemmtiferðaskipi um hið fagra Karíbahaf.
Samvlniiiiferðir-Laiiilsi/ii
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsferðir S. 91 - 6910 70 • Simbréf 91 - 2 77 96 / 69 1095* Telex 2241 •
HótelSðguviðHagatorg• S.91 -6222 77• Símbréf 91 -62 24 60 Hafnartjörður: Bæiartirauni 14-S. 91 -6511 55• Simbréf91 -655355
Kellavfk: Hafnargötu 35 • S. 92 -13 400 • Símbréf 92-13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 -1 33 86 • Símbréf 93 -111 95
Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96 - 1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabrauf 38 • S. 98 -1 12 71 - Símbréf 98- 1 27 92