Morgunblaðið - 10.07.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 10.07.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 19 En satt best að segja á Vatnafang erfitt uppdráttar. Markaðirnir eru vissulega fyrir hendi, í Sviss, Svíþjóð, Frakklandi og víðar. En það þarf að skila ákveðnu magni á ákveðnum tíma og ef það gengur ekki upp, þá snúa kaupendur baki við mönnum svo hratt að ekki verður deplað auga. FJÖLSKYLDAN og starfsfólk fyrir utan reykhúsið, f.v. Kristín Eiríksdóttir, Hjörtur Skúlason, Skúli Hauksson, Elsa Pétursdótt- ir, Ingibjörg Bergström og Þuríður Hilmarsdóttir. ekki aukist svo mjög að ég gat ekki lengur sent út án þess að svíkja viðskiptavini hér á heimaslóðum. Það er ekki eitthvað sem borgar sig að gera. Þvert á móti gerir maður allt til að gera sem best fyrir við- skiptavini sína og helst aðeins betur en það. Það hefur tekið okkur fjölda ára að ávinna okkur traust fyrir- tækja sem versla stöðugt við okk- ur. Þetta er nefnilega harður heim- ur og ef við klikkum þá einfaldlega töpum við viðskiptum. -Samt finnst mér stundum eins og við séum ein í þessum barningi og ég vildi óska þess að fleiri sæu möguleikana á þeirri margþættu matvælaframleiðslu sem hér um ræðir. Það er samtakamátturinn sem myndi duga, einstaklingurinn má sín lítils,“ segir Skúli. En þið finnið fyrir meðbyr eða hvað? „Já það gerum við. En það er eins hjá okkur og í öllum öðrum rekstri, að maður sest ekki niður og slappar af. Bíður eftir að hlutirn- ir gerist. Þá er dæmið bara búið áður en maður veit af. Asskoti pirraður... Ef að við vendum okkar kvæði í kross, þá væri gaman að heyra hvort að ekki sé það eitthvað sem heillar sérstaklega við þennan starfa. Menn hljóta að vera Iöngum stundum einir með sjálfum sér, úti á vatni í vitjun? Það er ekki spurning, þetta er gífurlega heillandi starf. Veiði- mennskan er mér í blóð borin og þetta er alltaf jafn spennandi. Spurningin hvort að fiskur komi í þessa trossuna eða hina, að fylgjast með vatninu og reyna að ráða af skvettum í fiskinum hvar hann er hveiju sinni. Þetta eru alls konar spekúlasjónir. Auðvitað get ég orðið asskoti pirraður þegar illa veiðist, en þegar vel gengur og maður er hraustur, þá er gaman að þessu. Mjög gaman.“ Eitt virðist þó ljóst, bindingin er mikil og lítið um frí? „Ja, ég hlýt að jánka því. Við byijuðum árið 1980 og fórum í okkar fyrsta frí í hitteðfyrra. Fórum þá til Benidorm. Það var alveg hreint rosalega gaman. Það var um haust og æxlaðist þannig að marg- ir ferðaþjónustubændur voru ein- mitt í sömu ferð. Hópurinn náði vel saman. Er þá ekki farið að telja árin þar til næsta frí kemst á koppinn? „Það er áreiðanlega fullkomlega ótímabært að velta um of vöngum yfir því. Við höfum nýverið fjárfest mikið í okkar nýju reykaðstöðu. Næstu árin fara í að borga niður skuldir vegna þessa og þegar sér fyrir endann á þeim skuldahala er tímabært að leyfa huganum að reika til suðrænna stranda á ný,“ segir Skúli Hauksson veðurbitinn veiðibóndinn í Utey að lokum. Vid leigjum Dodge Dakota ferðabíla. og Skoda Foreman J&S BILALEIGA Sími 884070 kl. 18 - 22 virka daga. Fax 621034 Ný 3|a herbergja íbúð 6.480.000,- Tll sölu eru fallegar 3ja og 4ra herbergja íbúðir í Grafarvogi. Allar íbúðir hafa sérinngang, geymslu og þvottaaðstöðu. Allar íbúðir afhendast tilbúnar til innflutnings. • Eldhúsinnrétting • Eldavél • Bílastæði og lóð frágengin • Teppi og dúkar á gólfum • Fataskápar • Hreinlætistæki á baðherbergi Verð: 3ja herbergja frá 6.480.000,- 4ra herbergja frá 6.980.000,- Skrifstofan er opin frá 9-18. Ármannsfell hf.^3E3í Funahöfða 19 sími 91-873599 COSTA BRAVA BARCELONA Verð frá kr 43.330 Flug og gistlng. Innifalið: Flug og gisting í Athenia Park í Villa Nova Geltrú. Miðað er við 2 í stúdíó í 1 viku, brottför alla föstudaga. Flugvallaskattar ekki innif. Verð frá kr. 28.950 Flug og bíll. Innifalið: Flug, bíll í A-flokki í viku. Miðað er við 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára, Flugvallaskattar ekki innif. Flug og gisting í Barcelona í viku. Miðað er við mann í tveggja manna herbergi Flugvallaskattar ekki innifaldir. Brottför alla föstudaga í sumar. Verð frá kr. 000 Ferðaskrifstofa fjölskyldunnar LUXEMBORG Verðfrákr Flug, bíll og hús. Staðgreiðsluverð miðað við 2 full- orðna og 2 börn, 2-11 ára. Innifalið: Flug, bíll í B-flokki, hús í Hostenberg í júlí/ágúst í 1 viku. Ótakmarkaður kílómetrafjöldi og flugvallagjöld. Ferðaskrifstofan Alís, sími 652266, fax. 651160

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.