Morgunblaðið - 10.07.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 10.07.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 29 _______AFMÆLI_____ BENEDIKT GRÖNDAL BENEDIKT Gröndal fv. forsætisráðherra og formaður Alþýðu- flokksins varð sjötug- ur 7. júlí síðastliðinn. Þessi grein er skrifuð kvöldið fyrir afmælis- daginn og kemur því seint fram af þeim sökum. Benedikt Gröndal var fyrst landskjörinn þingmaður fyrir Al- þýðuflokkinn 1956 - 1959 síðan þingmaður Vesturlands frá 1959 til 1971. Leiðir hans til framboðs á Vest- urlandi liggja efalaust í gegnum frænda hans Hálfdán heitin Sveinsson fv. varaþingmanns. Benedikt á marga vini á Vestur- landi, flokkssystkin og félaga úr öðrum flokkum, því Benedikt er sérstakt ljúfmenni sem öllum fellur í geð, sem honum hafa kynnst, jafnt flokksmönnum sem og öðr- um. Helstu tengiliðir Benedikts á Vesturlandi voru Hálfdán Sveins- son og hans börn, Edda, Sveinn og Hilmar á Akranesi ásamt með Sveini Guðmundssyni o.fl. Borg- nesingarnir Ingimundarsynir Grét- ar og Ingi, Elinbergur Sveinsson í Ólafsvík ásamt mörgum öðrum Vestlendingum sem nú senda hug- heilar afmæliskveðjur á þessum merku tímamótum, með þökkum fyrir starf Benedikts á Alþingi ís- lendinga að framfaramálum á Vesturlandi sem og landsins alls. Ævistarf Benedikts er þegar ákaflega víðfeðmt. Hann hefur ásamt því að hafa unnið sér sér- stakan virðingarsess sem stjórn- málamaður verið blaðamaður og ritsjóri Alþýðublaðsins á mestu velgengisárum þess. Einnig hefur ■ KÍNAKL ÚBBUR Unnar stendur fyrir nýjung í ferðum sínum til Kína með því að skipuleggja ferð þangað á haustvörusýninguna í Guangzhou (Kanton) sem opnuð verður 15. október. Farið verður 12. okt. og komið aftur 23. okt. Fyrir utan fimm daga í Guangzhou verður farið til Hong Kong og Beij- ing. Áður en Unnur fer í fyrirhug- aða ferð með verslunarmenn á vöru- sýninguna fer hún í almenna skemmti- og fróðleiksferð til Kína þann 16. sept. en sú ferð varir í 22 daga. Á mánudag 11. júlí kl. 19.30 mun Unnur kynna báðar ferðirnar' á Kínakvöldi á veitinga- húsinu Shanghæ, Laugavegi 28. Sýndar verða myndir frá þeim stöð- um sem farið verður til og auk þess borinn fram kínverskur matur. Borðapantanir eru hjá Shanghæ og er verðið 990 kr. hann sem rithöfundur skrifað merk ritverk, t.d. Bandaríkin 1954, íslensk bygging. Brautryðj andastarf Guðjóns Samúelssonar 1957, íslenskt sam- vinnustarf 1959, Kjör- dæmamálið 1959, Stormar og stríð. Um ísland og hlutleysið 1963, svo nokkuð sé nefnt. Ritstjóri Vor- aldar, Samvinnunnar og Alþýðublaðsins eins og áður kom fram. Benedikt vann í fjöl- mörgum nefndum á vegum Alþing- is, m.a. Þingmannasamtökum Atl- antshafsbandalagsins þar sem hann var mjög virtur, í útvarps- ráði, endurskoðunarnefnd um vegalög, í nefnd til að endurskoða lög um veitingasölu og gistihúsa- hald, í nefnd til að semja fuamvarp um landgræðslu, endurskoðunar- nefnd hafnarlaga, í nefnd um til- högun friðunar Þingvalla, í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, í nefnd um nýtingu útvarps og sjón- varps, svo nokkuð sé nefnt af þeim fjölmörgu málefnum sem Benedikt vann að á löngum þingferli sem þingmaður Vesturlands. Benedikt er menntaður sagn- fræðingur, hann stundaði það nám við háskólana í Harvard og síðar í Oxford á árunum 1943 - 1947. Stjórnmálaferill Benedikts og ýmislegt sem tengist Alþýðu- flokknum verður ekki rakið hér frekar það er öðrum eftirlátið. Manneksjan, ljúfmennið og félag- inn Benedikt er ofarlega í hugum þeirra sem kynntust honum best hér á Vesturlandi. Heidi, konu Benedikts, og fjölskyldu þeirra eru einnig sendar kveðjur á þessum merku tímamótum. Óskir okkar Vestlendinga eru að þið fáið sem best notið lífsins að loknum stormasömum erli stjórnmála, við listir og ýmis hugð- arefni sem við vitum að ykkur eru hugleikin og eigið þið góða ferð um Skotland þessa daga. F.h. jafnaðarmanna á Vesturlandi, Gísli S. Einars- son þingmaður Alþýðu- flokksins á Vesturlandi. GDAHJSARAGŒ)UVEDI 1 ilÍ 4 Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 Skrifar þú næstu verðlaunabók? Verðlaunasjóður íslenskra barna- bóka efnir nú í tíunda sinn til sam- keppni um verðlaunabók ársins. Verðlaunin verða afhent vorið 1995 og mun bókin koma út hjá Vöku- Iielgafelli á sama tíma. Frestur til að skila inn bandritum er til 15. október 1994. Islensku barnabókaverðlaunin nema 200.000 krónum auk þess sem höfundur verðlaunabókarinnar fær greidd höfundarlaun fyrir verkið sam- kvæmt samningi Rithöfundasambands lslands og Félags íslenskra bóka- útgefenda. Dómnefnd mun velja verð- launasöguna úr þeim handritum sem berast. Ekki eru sett nein mörk varð- andi lengd sagnanna en leitað er að textabók sem hæfir börnum og unglingum. Aukaverðlaun í tilefni af afmæli Verðlaunasjóðsins: Myndskreytt saga verðlaunuð! í tilefni af 10 ára afmæli Verðlauna- sjóðs íslenskra barnabóka hefur verið ákveðið að verðlauna einnig á næsta ári myndskreytta barnasögu eða myndabók fyrir börn. Handriti skal skilað ásamt skissum af myndskreyting- um og sýnishorni af fullunninni mynd. Miða skal við að bókin verði 32 síður og brotið ekki stærra en 21 x 29 sm. Efnið skal hæfa börnum á aldrinum 2-7 ára. Skilafrestur er til 1. desember 1994. Verðlaunin fyrir bestu mynd- skreyttu söguna að mati dómnefndar eru 200.000 krónur auk þess sem höf- undur verðlaunabókarinnar fær greidd höfundarlaun fyrir verkið samkvæmt samningi Rithöfundasambands Islands og Félags íslenskra bókaútgefenda. Bókin verður gefin út hjá Vöku- Ilelgafelli haustið 1995. Við livetjum jafnt reynda sem óreynda höfunda til þess að spreyta sig á því að búa til góðar bækur fyrir íslensk börn og ungbnga og taka þátt í samkeppninni um verðlaunabækur ársins 1995. Sögurnar skulu merktar dubiefni en rétt nafn höfundar eða fylgi í lokuðu mnslagi. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Kristni Arnarsyni í síma (91) 688 300. Utanáskriftin er: Verðlamiasjóður íslenskra barnabóka Vaka-Helgafell Síðumúla 6 108 Reykjavík Ódýrt þakjárn Ódýrt þakjárn og vegg klæðning. I Framleiðum þakjárn og fallegar vegg- I klæðningar á hag- stæðu verði. Galvanis- erað, rautt og hvítt. TIMBURog STÁL hf., Smiðjuvegi 11, 200 Kópavogi. símar 45544 og I 42740, fax 45607. „Hvaða árásir?! ... Ég er úlfur ... það er það sem ég geri!" istributed by Universal Press Syndicate

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.