Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ÞAÐ foacxs ATHYGLJS ~\ 1 VES2TÆ> SkXX>A GÖAilU y. ITAB/EiaJlZKlATZ ■ J (Sk0Jé6JSBVHDi E&a 1 EJblO S/KJfJt ADLJT/t \/mVJ L /NAHbto f>'A J J mr t— £G l'AtZ GJ2B.N/H6JÍ \ t °C S? Grettir Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Lítilmótleg og lágkúruleg framkoma Gagnrýni Sveins Guðjónssonar réttmæt Frá Magnúsi Oddssyni: Tilefni þess að ég sting niður penna er stutt grein eða bréf, sem Sveinn Guðjónsson, blaðamaður, rit- aði og birtist í Morgunblaðinu hinn 2. júlí sl. þar sem hann gerir að umtalsefni hróp áhorfenda að Guð- jóni Þórðarsyni, þjálfara KR liðsins, á leik KR og ÍA, en þau urðu þess valdandi að drengur, sonur Guðjóns, hljóp grátandi út úr stúkunni. Ég vil byrja á að þakka Sveini þessa athugasemd og það verður að viðurkennast að þessi köll komu frá áhangendum Skagaliðsins, sem venjulega sýna hressilega en jafn- framt prúðmannlega framkomu, eins og Sveinn getur um í sínu bréfi. Hér voru að vísu ekki margir að verki, t.d. enginn sem var nálægt mér í stúkunni og var ég í hópi Akurnesinga, en saínt sem áður og því miður komu þessi köll frá of mörgum. í þessu tilfelli hefði einn verið of margir. Mér er reyndar tjáð að ámóta köll hafi heyrst á fleiri Ieikjum KR-liðsins í sumar, en það er auðvit- að engin afsökun. Albert heitinn Guðmundsson hefði sagt að þetta væru högg undir beltisstað. Hver er svo ástæðan fyrir því að áhorf- endur veitast að Guðjóni Þórðarsyni á þennan lágkúrulega hátt. Þreyttir brandarar Hér tel ég að fjölmiðlar eigi sinn stóra þátt. Blaðamenn virðast vera nokkuð sammála um að gefa ekki upp nöfn aðila í fjölmiðlum í hinum ýmsu málum, sem eru leiðinleg af- spumar, t.d. í afbrotamálum, og mun það einkum vera gert af tillits- semi við fjölskyldur viðkomandi og vandamenn. Mér fínnst þessi af- staða eðlileg í fámenninu hjá okkur enda oft erfitt að leggja mat á slík mál fyrr en dómstólar kveða upp úrskurð. Þessari reglu virðist samt vera talsvert mismunandi beitt. T.d. á hún greinilega ekki við Guðjón Þórðarson og ættingja hans. Þegar Guðjón lendir í átökum, sem ég ætla ekki að fara að rifja upp, enda ekki nógu kunnugur því máli til að fjalla um það, þá finnst fjölmiðlum sjálfsagt að birta nafn viðkomandi strax. Ekki nóg með það, síðan hef- ur ekki linnt látum með alls konar fímmaurabrandara í sumum fjöl- miðlum af þessu tilefni, nú síðast fyrir nokkrum dögum í einni út- varpsstöðinni. Þessir brandarar eru raunar orðnir talsvert útþynntir enda búið að japla á þeim í allan vetur og enn er verið að. Rétt er þó að geta þess að sumir fjölmiðlar hafa ekki lagst svona lágt og íþróttafréttamenn eru þarna undan- skildir og er það þeim til sóma. Umrædd köll tel ég að hafi verið hugsuð sem enn einn fimmaura- brandarinn, enda menn talið það óhætt, þar sem fjölmiðlar hafa svo rækilega gefið tóninn í þessu efni. Lítilmannleg framkoma Guðjón Þórðarson býr hér á Akra- nesi með fjölskyldu sinni. Hér hefur hann gert góða hluti og bæði hann og synir hans lagt sitt á vogarská- lina til að auka hróður bæjarins á íþróttasviðinu. Afrek Þórðar eru glæsileg eins og allir þekkja. Annar sonur hans var valinn besti leikmað- ur 3. flokks á árshátíð knattspyrnu- félags ÍA í fyrra. Ég fór reyndar með honum í keppnisferð til Græn- lands fyrir nokkrum árum þar sem ég var fararstjóri og var hann í alla staði til sóma og fyrirmyndar. Ég vona að fjölskylda Guðjóns geti áfram búið hér á Akranesi og sótt völlinn án þess að verða fyrir aðk- asti og synir hans leikið stoltir með LA á sama hátt og þeir hafa áður gert. Vonandi verður þessi atburður, þegar einn sona Guðjóns hljóp grát- andi úr stúkunni, til þess að opna augu manna fyrir því hvað fram- koma af þessu tagi er lítilmótleg og lágkúruleg og á alls ekki að eiga sér stað. Misskilningur hjá Sveini Varðandi það sem Sveinn kallar hróp Akurnesinga að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, vil ég taka fram að sú heiðurskona er alls góðs makleg og gaman að því að hún skildi á þennan hátt mæta á leik, sem nýkjörinn borgar- stjóri. Þetta baul kom frá fámennum hópi að mér fannst aðallega vinstra megin við þar sem ég stóð, en þar voru ekki Akurnesingar.' Eg varð því hissa á að sjá það á prenti að Akurnesingar hefðu gert hróp að borgarstjóranum. Það er a misskiln- ingi byggt hjá Sveini. Ég minnist þess að Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, fékk ámóta mótttökur eða jafnvel verri á bikarútslitaleiknum í fyrra, en þar var hann heiðursgest- ur. Ekki var þar við okkur Akurnes- inga að sakast, enda hafði hann verið heiðursgestur hjá okkur á herrakvöldi veturinn á undan og verið vel fagnað. Þetta er hins vegar ósiður, sem vallargestir ættu að láta af. Þótt þetta sé fámennur hópur sem hagar sér svona, þá setur það leiðinlegan svip á. Pólitískir and- stæðingar ættu að nota önnur tæki- færi til að lýsa andúð sinni og ef slík framkoma á að vera til skemmt- unar eða lífga upp á stemmninguna, þá missir hún marks. Ég vil svo ítrekað þakka Sveini fyrir það sem var aðalefni bréfs hans, en það eru hróp manna að Guðjóni Þórðarsyni. Guðjón hefur sýnt að hann er góður þjálfari, sem leggur sig fram og nær árangri. Það er lítilmótlegt að veitast að honum og um leið Qölskyldu hans á þennan lágkúrulega hátt. Ég hvet bæði áhorfendur og ekki síður fjölmiðla- menn til að láta af þeim ljóta leik. Þar er verið að greiða högg undir beltisstað og er fyrst og fremst þeim til skammar sem höggið veitir. MAGNÚS ODDSSON, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.